Verður stórfyrirtækjum hlíft við „sáttinni“? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 11. janúar 2024 09:30 „Á Íslandi er samfélagssáttmáli um jöfnuð... ekki bara í þeim kjarasamningum sem við gerum heldur líka í skattkerfinu okkar...“ sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í grein í Morgunblaðinu á nýársdag. Kallar hún þar óbeint eftir stuðningi lesenda við krónutöluhækkun í launum og tugmilljarða innspýtingu skattgreiðenda í bótakerfin, með það að markmiði að innsigla kjarasamninga SA og félaga ASÍ sem fara fyrir tæplega helmingi grunnlaunavísitölunnar á Íslandi.* Með jafnri krónutöluhækkun verður stöndugum stórfyrirtækjum t.d. bönkum að mestu hlíft við miklum prósentuhækkunum launa en meiri byrðum velt á atvinnugreinar sem borga lág laun. Jöfn krónutöluhækkun mun draga enn frekar úr hvata til menntunar og stuðla að áframhaldandi kaupmáttarrýrnun í launum stórs hluta millistéttar. Það er því miður ekki líklegt að leið SA og „breiðfylkingar“ ASÍ muni stuðla að sátt á vinnumarkaði, heldur leiða til átaka og verkfalla. Andstætt markmiði okkar allra; að ná niður verðbólgu og vöxtum. En hvað þarf til? * Í grein Stefáns Ólafssonar er inntak greinar minnar frá nýársdegi rangtúlkað. Vægi í grunnlaunavísitölu veitir vísbendingu um hlutdeild í launakostnaði hagkerfisins, ekki um fjölda einstaklinga í bandalögum. Í greininni er því einnig ranglega haldið fram að meirihluti kvenna sé án háskólaprófs. Hið rétta er að 59% starfandi kvenna á aldrinum 25-64 ára eru með háskólapróf. Blandaður samningur sanngjarnari fyrir fyrirtæki og launafólk Samtök atvinnulífsins hafa sögulega séð verið höll undir kjarasamninga sem útfæra launahækkanir í krónutölum. Heildarkostnaður slíkra samninga fyrir fyrirtæki landsins er enda oft minni en kjarasamninga með jöfnum prósentuhækkunum. Krónutöluhækkanirnar leiða þó til mismikilla prósentuhækkana hjá fyrirtækjum og byrði kjarasamninga því misdreift. Krónutöluhækkanir jafngilda t.a.m. háum prósentuhækkunum í atvinnugreinum sem borga lægri laun t.d. í ferðaþjónustu og verslun. Fyrirtækjum sem hafa minnsta „svigrúmið til launahækkana“. Arðbærum stórfyrirtækjum með sérfræðinga innanborðs t.d. fjármálafyrirtækjum og hátæknifyrirtækjum er hlíft við dýrum kjarasamningum þegar útfærslan er í jafnri krónutölu. Þeim fyrirtækjum sem helst hafa efni á að greiða hærri laun án þess að velta hækkuninni í verðlag! Kjarasamningur með blandaðri leið prósentuhækkana og lágmarkskrónutöluhækkana gæti verið betur til þess fallinn að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði og draga úr verðbólguþrýstingi. Laun hjá meginþorra launafólks myndu hækka hlutfallslega jafnt en lágmarkskrónutala myndi tryggja láglaunafólki meiri hlutfallshækkanir en öðrum. Hagvaxtarauki yrði í öllum samningum og aðkoma ríkis og sveitarfélaga myndi skapa frekari varnir fyrir þau sem minnst hafa milli handanna. Allir þurfa að koma að fjármögnun sáttmálans Af fréttum að dæma fara samningsaðilar SA og „breiðfylkingar ASÍ“ fram á 20-30 milljarða innspýtingu skattgreiðenda í bótakerfin, án þess að meiri tekna verði aflað á móti t.d. frá ríkasta 0,1% landsmanna. Að óbreyttu skattkerfi verður aðgerðin því að mestu fjármögnuð af millistéttinni í formi beinna og óbeinna skatta. Óþarft er að rekja hér andstöðu SA við aukna skattheimtu á stórfyrirtæki, nægir að nefna hækkun auðlindagjalds eða hækkun fjármagnstekjuskatta. Skortur á samtali milli almenns- og opinbers vinnumarkaðar er einn helsti gallinn á íslenska vinnumarkaðslíkaninu en núverandi aðstæður bjóða loks upp á tækifæri til að taka á þeim vanda. SA, ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, sveitarfélög og ríki þurfa nú að eiga yfirvegað samtal um samfélagssáttmálann. Samfélagssáttmála sem er ekki að mestu borinn af millistéttinni og litlum fyrirtækjum. Ef okkur tekst vel til ættu samningsaðilar, launagreiðendur og stéttarfélög, að geta gengið frá hagfelldum kjarasamningum fljótt og örugglega. Að gefnu tilefni skal skýrt tekið fram að BHM styður alla viðleitni til að bæta kjör láglaunahópa en hvetur aðila til að horfa heildstætt á málin og verkefnið framundan. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
„Á Íslandi er samfélagssáttmáli um jöfnuð... ekki bara í þeim kjarasamningum sem við gerum heldur líka í skattkerfinu okkar...“ sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í grein í Morgunblaðinu á nýársdag. Kallar hún þar óbeint eftir stuðningi lesenda við krónutöluhækkun í launum og tugmilljarða innspýtingu skattgreiðenda í bótakerfin, með það að markmiði að innsigla kjarasamninga SA og félaga ASÍ sem fara fyrir tæplega helmingi grunnlaunavísitölunnar á Íslandi.* Með jafnri krónutöluhækkun verður stöndugum stórfyrirtækjum t.d. bönkum að mestu hlíft við miklum prósentuhækkunum launa en meiri byrðum velt á atvinnugreinar sem borga lág laun. Jöfn krónutöluhækkun mun draga enn frekar úr hvata til menntunar og stuðla að áframhaldandi kaupmáttarrýrnun í launum stórs hluta millistéttar. Það er því miður ekki líklegt að leið SA og „breiðfylkingar“ ASÍ muni stuðla að sátt á vinnumarkaði, heldur leiða til átaka og verkfalla. Andstætt markmiði okkar allra; að ná niður verðbólgu og vöxtum. En hvað þarf til? * Í grein Stefáns Ólafssonar er inntak greinar minnar frá nýársdegi rangtúlkað. Vægi í grunnlaunavísitölu veitir vísbendingu um hlutdeild í launakostnaði hagkerfisins, ekki um fjölda einstaklinga í bandalögum. Í greininni er því einnig ranglega haldið fram að meirihluti kvenna sé án háskólaprófs. Hið rétta er að 59% starfandi kvenna á aldrinum 25-64 ára eru með háskólapróf. Blandaður samningur sanngjarnari fyrir fyrirtæki og launafólk Samtök atvinnulífsins hafa sögulega séð verið höll undir kjarasamninga sem útfæra launahækkanir í krónutölum. Heildarkostnaður slíkra samninga fyrir fyrirtæki landsins er enda oft minni en kjarasamninga með jöfnum prósentuhækkunum. Krónutöluhækkanirnar leiða þó til mismikilla prósentuhækkana hjá fyrirtækjum og byrði kjarasamninga því misdreift. Krónutöluhækkanir jafngilda t.a.m. háum prósentuhækkunum í atvinnugreinum sem borga lægri laun t.d. í ferðaþjónustu og verslun. Fyrirtækjum sem hafa minnsta „svigrúmið til launahækkana“. Arðbærum stórfyrirtækjum með sérfræðinga innanborðs t.d. fjármálafyrirtækjum og hátæknifyrirtækjum er hlíft við dýrum kjarasamningum þegar útfærslan er í jafnri krónutölu. Þeim fyrirtækjum sem helst hafa efni á að greiða hærri laun án þess að velta hækkuninni í verðlag! Kjarasamningur með blandaðri leið prósentuhækkana og lágmarkskrónutöluhækkana gæti verið betur til þess fallinn að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði og draga úr verðbólguþrýstingi. Laun hjá meginþorra launafólks myndu hækka hlutfallslega jafnt en lágmarkskrónutala myndi tryggja láglaunafólki meiri hlutfallshækkanir en öðrum. Hagvaxtarauki yrði í öllum samningum og aðkoma ríkis og sveitarfélaga myndi skapa frekari varnir fyrir þau sem minnst hafa milli handanna. Allir þurfa að koma að fjármögnun sáttmálans Af fréttum að dæma fara samningsaðilar SA og „breiðfylkingar ASÍ“ fram á 20-30 milljarða innspýtingu skattgreiðenda í bótakerfin, án þess að meiri tekna verði aflað á móti t.d. frá ríkasta 0,1% landsmanna. Að óbreyttu skattkerfi verður aðgerðin því að mestu fjármögnuð af millistéttinni í formi beinna og óbeinna skatta. Óþarft er að rekja hér andstöðu SA við aukna skattheimtu á stórfyrirtæki, nægir að nefna hækkun auðlindagjalds eða hækkun fjármagnstekjuskatta. Skortur á samtali milli almenns- og opinbers vinnumarkaðar er einn helsti gallinn á íslenska vinnumarkaðslíkaninu en núverandi aðstæður bjóða loks upp á tækifæri til að taka á þeim vanda. SA, ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, sveitarfélög og ríki þurfa nú að eiga yfirvegað samtal um samfélagssáttmálann. Samfélagssáttmála sem er ekki að mestu borinn af millistéttinni og litlum fyrirtækjum. Ef okkur tekst vel til ættu samningsaðilar, launagreiðendur og stéttarfélög, að geta gengið frá hagfelldum kjarasamningum fljótt og örugglega. Að gefnu tilefni skal skýrt tekið fram að BHM styður alla viðleitni til að bæta kjör láglaunahópa en hvetur aðila til að horfa heildstætt á málin og verkefnið framundan. Höfundur er formaður BHM.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar