Flugeldar forsetaframbjóðanda vöktu barn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. janúar 2024 14:40 Sigríður og eiginmaður hennar Baldur Ingvarsson. Vísir/Dúi Sigríður Hrund Pétursdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta í gær með pompi, prakt og flugeldum, eflaust til mikillar gleði viðstaddra. Minni gleði vakti það þó hjá íbúum nágrennisins en þeir kunnu ekki að meta uppátæki Sigríðar. Veislan var haldin á Kjarvalsstöðum og margir sem búa í nágrenninu. Flugeldum var skotið upp við tilefni um áttaleytið og vakti veikt barn Sævars Snorrasonar, íbúa í Norðurmýri. Sigríður tilkynnti framboð sitt í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vakti veikt barn Hann spyr sig hvað fólki finnst um að forsetaframbjóðandi virði lög landsins að vettugi og veki ungabörn og hræði gæludýr. Lögin kveða á það að ekki megi skjóta flugeldum eftir þrettándann nema sérstakt leyfi lögreglunnar sé fyrir hendi. „Ég var nýbúinn að svæfa og kominn með hundinn upp í sófa. Ég er með veikt barn heima og svo allt í einu fer allt í gang. Ég hafði ekki hugmynd um hvað var í gangi,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. „Ég hringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti þetta bara til lögreglunnar. Ég hélt að það væru einhverjir vitleysingar að sprengja,“ bætir hann við. Sævar segir framkoma Sigríðar koma sér sérstaklega á óvart fyrir forsetaframbjóðanda og sérstaklega þar sem hann teldi Guðna hafa verið yfir allt slíkt athæfi hafinn. „Svo fer maður að hugsa um embættið sem verið er að bjóða sig fram í. Að það sé verið að virða svona reglur að vettugi til að halda gott partí. Eina sem ég get sagt um þetta er að ég muni allavega ekki kjósa hana og hún hefur misst nokkur atkvæði í Norðurmýrinni,“ segir Sævar. Ekkert leyfi fyrir hendi Samkvæmt Hödd Vilhjálmsdóttur, fjölmiðla- og samskiptastjóra framboðs Sigríðar, var uppákoman hugmynd eiginmanns Sigríðar og að hann vildi koma henni á óvart. Sigríður hafi ekki vitað af því fyrirfram. Ekkert leyfi hafi verið fyrir hendi og hefði átt að tryggja það áður en ákveðið var að blása til flugeldasýningar. Hávaðinn hafi ekki varað nema í einhverjar þrjár mínútur og það fyrir klukkan átta en að Sigríði þyki leitt að það hafi ónáðað nágrannana. Forsetakosningar 2024 Flugeldar Reykjavík Tengdar fréttir Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Veislan var haldin á Kjarvalsstöðum og margir sem búa í nágrenninu. Flugeldum var skotið upp við tilefni um áttaleytið og vakti veikt barn Sævars Snorrasonar, íbúa í Norðurmýri. Sigríður tilkynnti framboð sitt í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vakti veikt barn Hann spyr sig hvað fólki finnst um að forsetaframbjóðandi virði lög landsins að vettugi og veki ungabörn og hræði gæludýr. Lögin kveða á það að ekki megi skjóta flugeldum eftir þrettándann nema sérstakt leyfi lögreglunnar sé fyrir hendi. „Ég var nýbúinn að svæfa og kominn með hundinn upp í sófa. Ég er með veikt barn heima og svo allt í einu fer allt í gang. Ég hafði ekki hugmynd um hvað var í gangi,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. „Ég hringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti þetta bara til lögreglunnar. Ég hélt að það væru einhverjir vitleysingar að sprengja,“ bætir hann við. Sævar segir framkoma Sigríðar koma sér sérstaklega á óvart fyrir forsetaframbjóðanda og sérstaklega þar sem hann teldi Guðna hafa verið yfir allt slíkt athæfi hafinn. „Svo fer maður að hugsa um embættið sem verið er að bjóða sig fram í. Að það sé verið að virða svona reglur að vettugi til að halda gott partí. Eina sem ég get sagt um þetta er að ég muni allavega ekki kjósa hana og hún hefur misst nokkur atkvæði í Norðurmýrinni,“ segir Sævar. Ekkert leyfi fyrir hendi Samkvæmt Hödd Vilhjálmsdóttur, fjölmiðla- og samskiptastjóra framboðs Sigríðar, var uppákoman hugmynd eiginmanns Sigríðar og að hann vildi koma henni á óvart. Sigríður hafi ekki vitað af því fyrirfram. Ekkert leyfi hafi verið fyrir hendi og hefði átt að tryggja það áður en ákveðið var að blása til flugeldasýningar. Hávaðinn hafi ekki varað nema í einhverjar þrjár mínútur og það fyrir klukkan átta en að Sigríði þyki leitt að það hafi ónáðað nágrannana.
Forsetakosningar 2024 Flugeldar Reykjavík Tengdar fréttir Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42