Vafasamt að dómari meti hvenær barn gefi samþykki fyrir kynmökum Jón Þór Stefánsson skrifar 2. febrúar 2024 09:10 Salvör Nordal er umboðsmaður barna og Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Einar/Arnar Umboðsmaður barna hefur sent Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra bréf varðandi kynferðisbrot gegn börnum. Þar er því haldið fram að vafasamt sé að dómari leggi mat á það hvenær barn veiti samþykki fyrir kynmökum. Í bréfinu er minnst á tvo dóma sem hafa fallið í héraði á undanförnum mánuðum þar sem fullorðnir menn voru sýknaðir af ákæru um nauðgun en dæmdir fyrir að hafa samræði við táningsstúlkur. Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi í nóvember fyrrverandi starfmann grunnskóla í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað samræði við fimmtán ára stúlku. Hún var nemandi í níunda bekk skólans þar sem maðurinn starfaði. Ekki var fallist á að um nauðgun væri að ræða. Í desember hlaut 23 ára karlmaður tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Önnur var þrettán ára, en dómurinn féllst ekki á að um nauðgun væri að ræða. „Verður ekki annað ráðið en að ávallt þurfi til að koma einhver sú ólögmæta nauðung í skilningi 1. mgr. 194. gr. að gerandi í það minnsta notfæri sér yfirburðaaðstöðu gagnvart þolanda til að koma fram kynferðislegum vilja sínum og að þolandi sé varnarlaus gagnvart þeim vilja. Er ekkert slíkt fram komið í þessu máli, svo haldbært sé,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness í málinu. Umboðsmaður barna vísar til þessara orða í bréfi sínu til dómsmálaráðherra og segir það setja vafasamt fordæmi ef dómari meti hvort barn hafi veitt samþykki. Jafnframt hafi slíkt slæmar afleiðingar fyrir viðkomandi barn. „Bendir umboðsmaður á að sú umgjörð sem hér er fyrir hendi, þar sem það fellur í hlut dómara að leggja mat á það hvort barn hafi í raun og veru gefið samþykki sitt fyrir kynmökum við fullorðin einstakling eða hvort barnið hafi verið til þess bært, setur ekki aðeins vafasamt fordæmi til framtíðar, heldur getur það einnig haft mjög skaðlegar afleiðingar fyrir barnið sem í hlut á.“ Umboðsmaður segir áríðandi að dómsmálaráðuneytið taki viðkomandi lagaákvæði almennra hegningarlaga til endurskoðunar. Tekið er fram að víða í Evrópu sé fjallað um aldur barna í tilliti til samþykkis. Og að í Norðurlöndunum hafi verið litið svo á að börn undir ákveðnum aldri geti ekki veitt samþykki fyrir kynmökum. Hins vegar sé ekki gert greinarmunur á börnum og fullorðnum hvað varðar samþykki í íslenskum hegningarlögum. Umboðsmaður fullyrðir að ljóst að réttaróvissa ríki um það hvenær börn ná þeim aldri að geta veitt samþykki sitt fyrir kynmökum. Ísland sé eftirbátur hinna Norðurlandanna hvað þetta varðar. Í bréfi umboðsmanns er rakið hvernig fyrirkomulagið sé á hinum norðurlöndunum: „Í Svíþjóð er ekki gert ráð fyrir því að börn undir 15 ára aldri geti veitt samþykki sitt og skilgreina sænsk hegningarlög því samræði við barn yngra en 15 ára sem nauðgun. Finnsk hegningarlög byggjast á samskonar nálgun og er þar miðað við 16 ára aldur. Í Noregi er gert ráð fyrir 14 ára aldri og á ákvæði sambærilegt 202. gr. alm. hgl. við um börn á aldrinum 14-16 ára. Í Danmörku er ákvæði sambærilegt 202. gr. alm. hgl. þar sem fram kemur að refsivert sé að hafa samræði við börn undir 15 ára aldri. Þó telst það vera nauðgun ef barn er yngra en 12 ára, eða ef sakborningur hefur náð 22 ára aldri og barn er yngra en 15 ára. Líkt og hér á landi gera önnur Norðurlönd þó ráð fyrir svokölluðu „Rómeó- og Júlíu“ ákvæði þar sem lækka má refsingu eða láta hana niður falla, ef gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri og þroskastigi og leggur umboðsmaður barna til að það haldist óbreytt.“ Líkt og áður segir vill Umboðsmaður barna meina að breytingar þurfi á íslenskum hegningarlögum þar sem lágmarksaldur til samþykkis er skilgreindur. Þá óskar umboðsmaður eftir því að stofnuninni verði haldið upplýstri með gang mála. Dómstólar Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Í bréfinu er minnst á tvo dóma sem hafa fallið í héraði á undanförnum mánuðum þar sem fullorðnir menn voru sýknaðir af ákæru um nauðgun en dæmdir fyrir að hafa samræði við táningsstúlkur. Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi í nóvember fyrrverandi starfmann grunnskóla í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað samræði við fimmtán ára stúlku. Hún var nemandi í níunda bekk skólans þar sem maðurinn starfaði. Ekki var fallist á að um nauðgun væri að ræða. Í desember hlaut 23 ára karlmaður tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Önnur var þrettán ára, en dómurinn féllst ekki á að um nauðgun væri að ræða. „Verður ekki annað ráðið en að ávallt þurfi til að koma einhver sú ólögmæta nauðung í skilningi 1. mgr. 194. gr. að gerandi í það minnsta notfæri sér yfirburðaaðstöðu gagnvart þolanda til að koma fram kynferðislegum vilja sínum og að þolandi sé varnarlaus gagnvart þeim vilja. Er ekkert slíkt fram komið í þessu máli, svo haldbært sé,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness í málinu. Umboðsmaður barna vísar til þessara orða í bréfi sínu til dómsmálaráðherra og segir það setja vafasamt fordæmi ef dómari meti hvort barn hafi veitt samþykki. Jafnframt hafi slíkt slæmar afleiðingar fyrir viðkomandi barn. „Bendir umboðsmaður á að sú umgjörð sem hér er fyrir hendi, þar sem það fellur í hlut dómara að leggja mat á það hvort barn hafi í raun og veru gefið samþykki sitt fyrir kynmökum við fullorðin einstakling eða hvort barnið hafi verið til þess bært, setur ekki aðeins vafasamt fordæmi til framtíðar, heldur getur það einnig haft mjög skaðlegar afleiðingar fyrir barnið sem í hlut á.“ Umboðsmaður segir áríðandi að dómsmálaráðuneytið taki viðkomandi lagaákvæði almennra hegningarlaga til endurskoðunar. Tekið er fram að víða í Evrópu sé fjallað um aldur barna í tilliti til samþykkis. Og að í Norðurlöndunum hafi verið litið svo á að börn undir ákveðnum aldri geti ekki veitt samþykki fyrir kynmökum. Hins vegar sé ekki gert greinarmunur á börnum og fullorðnum hvað varðar samþykki í íslenskum hegningarlögum. Umboðsmaður fullyrðir að ljóst að réttaróvissa ríki um það hvenær börn ná þeim aldri að geta veitt samþykki sitt fyrir kynmökum. Ísland sé eftirbátur hinna Norðurlandanna hvað þetta varðar. Í bréfi umboðsmanns er rakið hvernig fyrirkomulagið sé á hinum norðurlöndunum: „Í Svíþjóð er ekki gert ráð fyrir því að börn undir 15 ára aldri geti veitt samþykki sitt og skilgreina sænsk hegningarlög því samræði við barn yngra en 15 ára sem nauðgun. Finnsk hegningarlög byggjast á samskonar nálgun og er þar miðað við 16 ára aldur. Í Noregi er gert ráð fyrir 14 ára aldri og á ákvæði sambærilegt 202. gr. alm. hgl. við um börn á aldrinum 14-16 ára. Í Danmörku er ákvæði sambærilegt 202. gr. alm. hgl. þar sem fram kemur að refsivert sé að hafa samræði við börn undir 15 ára aldri. Þó telst það vera nauðgun ef barn er yngra en 12 ára, eða ef sakborningur hefur náð 22 ára aldri og barn er yngra en 15 ára. Líkt og hér á landi gera önnur Norðurlönd þó ráð fyrir svokölluðu „Rómeó- og Júlíu“ ákvæði þar sem lækka má refsingu eða láta hana niður falla, ef gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri og þroskastigi og leggur umboðsmaður barna til að það haldist óbreytt.“ Líkt og áður segir vill Umboðsmaður barna meina að breytingar þurfi á íslenskum hegningarlögum þar sem lágmarksaldur til samþykkis er skilgreindur. Þá óskar umboðsmaður eftir því að stofnuninni verði haldið upplýstri með gang mála.
Dómstólar Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent