Öll hreyfing skiptir máli Alma D. Möller skrifar 7. febrúar 2024 08:00 Lífshlaupið og endurskoðaðar ráðleggingar um hreyfingu Í dag, 7. febrúar, ræsir Íþrótta- og ólympíusamband Íslands Lífshlaupið í 17. sinn en embætti landlæknis hefur verið samstarfsaðili þess í gegnum árin. Meginmarkmið Lífshlaupsins er að hvetja landsmenn til að hreyfa sig í samræmi við opinberar ráðleggingar og gera hreyfingu að föstum lið í lífinu eftir því sem við á; í frítíma, í vinnu, í skóla eða við val á ferðamáta. Í dag kynnir einnig embætti landlæknis endurskoðaðar ráðleggingar um hreyfingu og takmörkun kyrrsetu en hið síðarnefnda er ekki síður mikilvægt nú þegar afþreying er oft í sjónvarpi, snjallsíma eða tölvu. Ráðleggingarnar eru afrakstur vinnu faghóps á vegum embættis landlæknis í samstarfi við sérfræðinga hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri. Ráðleggingarnar byggja á m.a. á alþjóðlegum ráðleggingum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar sem komu út í lok árs árið 2020. Hægt er að fylgjast með kynningunni í streymi. Mikilvægi hreyfingar Mikilvægi reglulegrar hreyfingar er óumdeilt en hreyfing bætir heilsu og líðan á öllum æviskeiðum. Hreyfing bætir andlega heilsu og líðan og getur minnkað einkenni kvíða og þunglyndis. Svefn, sem er undirstaða heilsu og vellíðunar, verður betri sem og hugræn geta. Þá minnkar hreyfing líkur á ýmsum sjúkdómum, t.d. hjarta- og æðasjúkdómum, háþrýstingi, krabbameinum og sykursýki 2. Þá finnur fólk fyrir betri líkamlegri heilsu og auðveldara verður að halda kjörþyngd. Þannig má reikna með almennt betri lífsgæðum við ástundun hreyfingar. Fatlaðir einstaklingar Nú eru ráðleggingar fyrir fatlað fólk sérstakur liður í útgáfunni í fyrsta sinn. Ástæðan fyrir því að sérstök áhersla er lögð á þann fjölbreytilega hóp er að fatlaðir geta af ýmsum ástæðum átt erfiðara með að stunda hreyfingu en ófatlaðir. Til dæmis æfa einungis um 4% fatlaðra barna íþróttir innan íþróttahreyfingarinnar sem er margfalt lægra hlutfall en gengur og gerist á meðal ófatlaðra barna (sjá m.a. verkefnið Allir með). Með reglulegri hreyfingu við hæfi má til dæmis efla hreyfi- og félagsþroska og almennt auka færni og lífsgæði. Fyrir börn og ungmenni með langvarandi líkamlega eða andlega skerðingu eða skerta skynjun er ráðlagt um að hreyfa sig rösklega í minnst 60 mínútur á dag að meðaltali yfir vikuna og fái aðstoð til þess ef þarf. Fullorðnum með fötlun er ráðlagt að hreyfa sig rösklega í minnst 150-300 mínútur eða kröftuglega í minnst 75-150 mínútur yfir vikuna. Aldraðir Eldra fólk er sömuleiðis breiður hópur hvað varðar aldur og færni og gegnir hreyfing lykilhlutverki í að viðhalda og bæta heilsu og líðan eldra fólks. Með reglulegri hreyfingu má hægja á áhrifum og einkennum öldrunar og þar með viðhalda getunni til að lifa lengur sjálfstæðu lífi. Fyrir utan þau almennu áhrif sem áður voru nefnd stuðlar hreyfing aldraðra að betra jafnvægi, meiri vöðvastyrk, minni beinþynningu og minni hættu á föllum sem annars eru algengur fylgifiskur öldrunar. Ráðleggingar til aldraðra eru að hreyfa sig rösklega í minnst 150-300 mínútur eða kröftuglega í minnst 75-150 mínútur vikulega. Sérstaklega er mikilvægt að stunda hreyfingu sem styrkir vöðva, bætir jafnvægi og eykur hreyfigetu. Þá er hreyfing í hópi kjörið tækifæri til að styrkja félagsleg tengsl. Börn og ungmenni Börn og ungmenni eru breiður hópur hvað varðar aldur, færni og áhuga. Hreyfing er þeim nauðsynleg fyrir eðlilegan vöxt, þroska og almenna vellíðan. Jákvæð reynsla af hreyfingu í æsku eykur líkurnar á að fólk temji sér lifnaðarhætti sem fela í sér reglubundna hreyfingu á fullorðinsárum. Ráðlagt er að börnin hreyfi sig rösklega í minnst 60 mínútur á dag og kröftuglega minnst þrjá daga vikunnar. Fullorðin Öll fullorðin ættu að hreyfa sig rösklega í minnst 150-300 mínútur eða kröftuglega í minnst 75-150 mínútur í viku hverri. Minnst tvo daga vikunnar ætti að stunda hreyfingu sem styrkir vöðva. Þá eru sérstakar ráðleggingar sem gilda á meðgöngu og eftir fæðingu. Hreyfing á meðgöngu minnkar líkur á fæðingarþunglyndi, meðgöngueitrun, meðgöngusykursýki, líkur á inngripum í fæðingu og hjálpar til við að draga úr algengum meðgöngutengdum óþægindum. Ráðlagt er um minnst 150 mínúta rösklega hreyfingu á viku. Það er aldrei of seint að byrja Það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig meira og betra að hreyfa sig lítið en ekki neitt. Byrja ætti rólega og smám saman auka tíma (hversu lengi), tíðni (hversu oft) og ákefð (hversu erfitt). Mikilvægast er að hver og einn stundi hreyfingu í samræmi við getu sína og lífsaðstæður hverju sinni og gefist ekki upp þó svo að bakslag verði. Markmiðið er að hreyfa sig reglubundið yfir allt árið og í gegnum öll æviskeið. Ganga og sund eru dæmi um frábæra hreyfingu sem ætti að henta mörgum. Góðar upplýsingar um gildi hreyfingar og hvernig má hreyfa sig meira er t.d.að finna á Heilsuveru. Ég hvet öll til að takmarka kyrrsetu og hreyfa sig að getu, það er svo sannarlega til mikils að vinna! Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Heilsa Eldri borgarar Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Lífshlaupið og endurskoðaðar ráðleggingar um hreyfingu Í dag, 7. febrúar, ræsir Íþrótta- og ólympíusamband Íslands Lífshlaupið í 17. sinn en embætti landlæknis hefur verið samstarfsaðili þess í gegnum árin. Meginmarkmið Lífshlaupsins er að hvetja landsmenn til að hreyfa sig í samræmi við opinberar ráðleggingar og gera hreyfingu að föstum lið í lífinu eftir því sem við á; í frítíma, í vinnu, í skóla eða við val á ferðamáta. Í dag kynnir einnig embætti landlæknis endurskoðaðar ráðleggingar um hreyfingu og takmörkun kyrrsetu en hið síðarnefnda er ekki síður mikilvægt nú þegar afþreying er oft í sjónvarpi, snjallsíma eða tölvu. Ráðleggingarnar eru afrakstur vinnu faghóps á vegum embættis landlæknis í samstarfi við sérfræðinga hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri. Ráðleggingarnar byggja á m.a. á alþjóðlegum ráðleggingum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar sem komu út í lok árs árið 2020. Hægt er að fylgjast með kynningunni í streymi. Mikilvægi hreyfingar Mikilvægi reglulegrar hreyfingar er óumdeilt en hreyfing bætir heilsu og líðan á öllum æviskeiðum. Hreyfing bætir andlega heilsu og líðan og getur minnkað einkenni kvíða og þunglyndis. Svefn, sem er undirstaða heilsu og vellíðunar, verður betri sem og hugræn geta. Þá minnkar hreyfing líkur á ýmsum sjúkdómum, t.d. hjarta- og æðasjúkdómum, háþrýstingi, krabbameinum og sykursýki 2. Þá finnur fólk fyrir betri líkamlegri heilsu og auðveldara verður að halda kjörþyngd. Þannig má reikna með almennt betri lífsgæðum við ástundun hreyfingar. Fatlaðir einstaklingar Nú eru ráðleggingar fyrir fatlað fólk sérstakur liður í útgáfunni í fyrsta sinn. Ástæðan fyrir því að sérstök áhersla er lögð á þann fjölbreytilega hóp er að fatlaðir geta af ýmsum ástæðum átt erfiðara með að stunda hreyfingu en ófatlaðir. Til dæmis æfa einungis um 4% fatlaðra barna íþróttir innan íþróttahreyfingarinnar sem er margfalt lægra hlutfall en gengur og gerist á meðal ófatlaðra barna (sjá m.a. verkefnið Allir með). Með reglulegri hreyfingu við hæfi má til dæmis efla hreyfi- og félagsþroska og almennt auka færni og lífsgæði. Fyrir börn og ungmenni með langvarandi líkamlega eða andlega skerðingu eða skerta skynjun er ráðlagt um að hreyfa sig rösklega í minnst 60 mínútur á dag að meðaltali yfir vikuna og fái aðstoð til þess ef þarf. Fullorðnum með fötlun er ráðlagt að hreyfa sig rösklega í minnst 150-300 mínútur eða kröftuglega í minnst 75-150 mínútur yfir vikuna. Aldraðir Eldra fólk er sömuleiðis breiður hópur hvað varðar aldur og færni og gegnir hreyfing lykilhlutverki í að viðhalda og bæta heilsu og líðan eldra fólks. Með reglulegri hreyfingu má hægja á áhrifum og einkennum öldrunar og þar með viðhalda getunni til að lifa lengur sjálfstæðu lífi. Fyrir utan þau almennu áhrif sem áður voru nefnd stuðlar hreyfing aldraðra að betra jafnvægi, meiri vöðvastyrk, minni beinþynningu og minni hættu á föllum sem annars eru algengur fylgifiskur öldrunar. Ráðleggingar til aldraðra eru að hreyfa sig rösklega í minnst 150-300 mínútur eða kröftuglega í minnst 75-150 mínútur vikulega. Sérstaklega er mikilvægt að stunda hreyfingu sem styrkir vöðva, bætir jafnvægi og eykur hreyfigetu. Þá er hreyfing í hópi kjörið tækifæri til að styrkja félagsleg tengsl. Börn og ungmenni Börn og ungmenni eru breiður hópur hvað varðar aldur, færni og áhuga. Hreyfing er þeim nauðsynleg fyrir eðlilegan vöxt, þroska og almenna vellíðan. Jákvæð reynsla af hreyfingu í æsku eykur líkurnar á að fólk temji sér lifnaðarhætti sem fela í sér reglubundna hreyfingu á fullorðinsárum. Ráðlagt er að börnin hreyfi sig rösklega í minnst 60 mínútur á dag og kröftuglega minnst þrjá daga vikunnar. Fullorðin Öll fullorðin ættu að hreyfa sig rösklega í minnst 150-300 mínútur eða kröftuglega í minnst 75-150 mínútur í viku hverri. Minnst tvo daga vikunnar ætti að stunda hreyfingu sem styrkir vöðva. Þá eru sérstakar ráðleggingar sem gilda á meðgöngu og eftir fæðingu. Hreyfing á meðgöngu minnkar líkur á fæðingarþunglyndi, meðgöngueitrun, meðgöngusykursýki, líkur á inngripum í fæðingu og hjálpar til við að draga úr algengum meðgöngutengdum óþægindum. Ráðlagt er um minnst 150 mínúta rösklega hreyfingu á viku. Það er aldrei of seint að byrja Það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig meira og betra að hreyfa sig lítið en ekki neitt. Byrja ætti rólega og smám saman auka tíma (hversu lengi), tíðni (hversu oft) og ákefð (hversu erfitt). Mikilvægast er að hver og einn stundi hreyfingu í samræmi við getu sína og lífsaðstæður hverju sinni og gefist ekki upp þó svo að bakslag verði. Markmiðið er að hreyfa sig reglubundið yfir allt árið og í gegnum öll æviskeið. Ganga og sund eru dæmi um frábæra hreyfingu sem ætti að henta mörgum. Góðar upplýsingar um gildi hreyfingar og hvernig má hreyfa sig meira er t.d.að finna á Heilsuveru. Ég hvet öll til að takmarka kyrrsetu og hreyfa sig að getu, það er svo sannarlega til mikils að vinna! Höfundur er landlæknir.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun