Aflraunir á Suðurnesjum Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 11. febrúar 2024 18:00 Það eru snúnir tímar á Suðurnesjum þessa dagana þegar dýrmætasta auðlind Íslendinga jarðhitaorkan hikstar aðeins, einmitt vegna jarðhita sem upp kom í nágrenninu með heldur harkalegum hætti. Þegar jarðhitavatnið klikkar á okkar kalda landi þá gerist tvennt: A) við lærum að meta jarðvarmaauðlindina og B) við þurfum að treysta á aðra orkugjafa til að brúa bilið þangað til nýjar pípur brúa hraun. Rafkynding Suðurnesjamenn þurfa nú að skipta yfir í rafkyndingu sem er gríðarlega aflfrek og því þarf að vanda sig svo raforkukerfið gefi sig ekki. Hvað þýðir þetta í raun og veru? Þetta þýðir að þó nóg sé af raforku á svæðinu þá geta raflínurnar í þéttbýlinu ekki flutt nógu mikið til fullhita öll hús í einu. Þessu má líkja við gatnakerfið. Það er mismikil umferð á gatnakerfinu og oftast getur gatnakerfið flutt alla bíla á milli staða. Stundum eru þó fleiri bílar á götunni en gatnakerfið þolir, eins og höfuðborgarbúar upplifa nánast viðstöðulaust á morgnana og síðdegis. Staðan núna í Reykjanesbæ og fleiri stöðum á Suðurnesjum er einfaldlega sú að orkan til upphitunar sem áður kom með heitavatnslögnum þarf nú að koma í gegnum raflínur. Þetta væri eins og ef Reykjanesbrautin myndi loka og öll umferðin þyrfti að fara í gegnum göturnar í Reykjanesbæ. Hvað myndi gerast þá?, Jú göturnar myndu stíflast og allt yrði stopp. Við þessu þyrfti að bregðast, eins og gert er nú með því að reyna dreifa álagi jafnt og minnka notkun til að umferð geti haldið áfram um raflínur bæjarins. Þess vegna er mikilvægt að fylla ekki göturnar af bílum sem hægt væri að sleppa og passa að mikilvægustu bílarnir komist áfram, í þessu tilviki tækin sem við þurfum til upphitunar húsnæðis. Samvinnuverkefni Svo við höldum áfram samlíkingunni á lokun Reykjanesbrautar og lokun Reykjanespípu, þá verður samfélagið að vinna saman að því að götur stíflist ekki og hætti alveg að virka. Þannig reynum við að fækka bílum á götunum eða í þessu tilfelli fækka tækjum sem geta stíflað raflínur. Rafmagnsofnar eru mikilvægir en þeir eru eins og risatrukkur með tengivagn á götunni þ.e. taka mikið pláss, en við þurfum að leyfa þeim að keyra um göturnar. Hvernig getum við liðkað fyrir rafmagnsofnum án þess að stífla allt kerfið, jú með því að setja ekki önnur tæki á línurnar. Sú orka sem þarf til að hita upp húsnæði er um fimmfalt meiri en þarf til almennrar raforkunotkunar og til þess að flytja mikið magn orku á sama tíma þarf sverari og aflmeiri tengingar. Algengir rafmagnsofnar taka um 2000 W, notkunin skiptir ekki öllu máli heldur plássið af afli sem þeir taka þegar notkunin á sér stað Allir verða passa að setja ekki fleiri stóra trukka á kerfið á meðan ofnar eru í gangi. Nokkur plássfrek tæki á heimilum eru t.d. þurrkarar (1000-2000W), uppþvottvélar (1200W) hraðsuðuketill 1200W), eldavélar (2000W), Air fryer (1500W), ryksuga (900W) Straujárn (1000W). Með öðrum orðum þá má ekki setja öll þessi aflfreku tæki af stað í einu á línurnar alveg eins og við getum ekki sett alla þessa trukka í einu á göturnar. Eitt í einu Mikilvægast af öllu er að kveikja ekki á þessum græjum í einu því þá verður stífla og kerfið hrynur. Það verður því að slökkva á ofninum þegar eldað er, ekki elda þegar uppþvottvél er ræst og ekki fá sér te úr hraðsuðukatli ef annað er í gangi o.s.frv. Svo er mikilvægt líka að taka „smábíla“ úr kerfinu eins og að hafa fáar ljósaperur í gangi í einu og bara LED perur o.s.frv. Rafmagnskyndingin hefur forgang en þegar það þarf að elda eða þvo þá þarf að slökkva á honum á meðan, bara eitt rafmagnsverkefni í gangi í einu. Á meðan verktakar vinna þrekvirki við að tengja nýja lögn við afar krefjandi aðstæður þá er mikilvægt að íbúar Suðurnesja styðji við þá vinnu með skynsamlegri orkunotkun, Áfram Reykjanes! Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Náttúruhamfarir Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru snúnir tímar á Suðurnesjum þessa dagana þegar dýrmætasta auðlind Íslendinga jarðhitaorkan hikstar aðeins, einmitt vegna jarðhita sem upp kom í nágrenninu með heldur harkalegum hætti. Þegar jarðhitavatnið klikkar á okkar kalda landi þá gerist tvennt: A) við lærum að meta jarðvarmaauðlindina og B) við þurfum að treysta á aðra orkugjafa til að brúa bilið þangað til nýjar pípur brúa hraun. Rafkynding Suðurnesjamenn þurfa nú að skipta yfir í rafkyndingu sem er gríðarlega aflfrek og því þarf að vanda sig svo raforkukerfið gefi sig ekki. Hvað þýðir þetta í raun og veru? Þetta þýðir að þó nóg sé af raforku á svæðinu þá geta raflínurnar í þéttbýlinu ekki flutt nógu mikið til fullhita öll hús í einu. Þessu má líkja við gatnakerfið. Það er mismikil umferð á gatnakerfinu og oftast getur gatnakerfið flutt alla bíla á milli staða. Stundum eru þó fleiri bílar á götunni en gatnakerfið þolir, eins og höfuðborgarbúar upplifa nánast viðstöðulaust á morgnana og síðdegis. Staðan núna í Reykjanesbæ og fleiri stöðum á Suðurnesjum er einfaldlega sú að orkan til upphitunar sem áður kom með heitavatnslögnum þarf nú að koma í gegnum raflínur. Þetta væri eins og ef Reykjanesbrautin myndi loka og öll umferðin þyrfti að fara í gegnum göturnar í Reykjanesbæ. Hvað myndi gerast þá?, Jú göturnar myndu stíflast og allt yrði stopp. Við þessu þyrfti að bregðast, eins og gert er nú með því að reyna dreifa álagi jafnt og minnka notkun til að umferð geti haldið áfram um raflínur bæjarins. Þess vegna er mikilvægt að fylla ekki göturnar af bílum sem hægt væri að sleppa og passa að mikilvægustu bílarnir komist áfram, í þessu tilviki tækin sem við þurfum til upphitunar húsnæðis. Samvinnuverkefni Svo við höldum áfram samlíkingunni á lokun Reykjanesbrautar og lokun Reykjanespípu, þá verður samfélagið að vinna saman að því að götur stíflist ekki og hætti alveg að virka. Þannig reynum við að fækka bílum á götunum eða í þessu tilfelli fækka tækjum sem geta stíflað raflínur. Rafmagnsofnar eru mikilvægir en þeir eru eins og risatrukkur með tengivagn á götunni þ.e. taka mikið pláss, en við þurfum að leyfa þeim að keyra um göturnar. Hvernig getum við liðkað fyrir rafmagnsofnum án þess að stífla allt kerfið, jú með því að setja ekki önnur tæki á línurnar. Sú orka sem þarf til að hita upp húsnæði er um fimmfalt meiri en þarf til almennrar raforkunotkunar og til þess að flytja mikið magn orku á sama tíma þarf sverari og aflmeiri tengingar. Algengir rafmagnsofnar taka um 2000 W, notkunin skiptir ekki öllu máli heldur plássið af afli sem þeir taka þegar notkunin á sér stað Allir verða passa að setja ekki fleiri stóra trukka á kerfið á meðan ofnar eru í gangi. Nokkur plássfrek tæki á heimilum eru t.d. þurrkarar (1000-2000W), uppþvottvélar (1200W) hraðsuðuketill 1200W), eldavélar (2000W), Air fryer (1500W), ryksuga (900W) Straujárn (1000W). Með öðrum orðum þá má ekki setja öll þessi aflfreku tæki af stað í einu á línurnar alveg eins og við getum ekki sett alla þessa trukka í einu á göturnar. Eitt í einu Mikilvægast af öllu er að kveikja ekki á þessum græjum í einu því þá verður stífla og kerfið hrynur. Það verður því að slökkva á ofninum þegar eldað er, ekki elda þegar uppþvottvél er ræst og ekki fá sér te úr hraðsuðukatli ef annað er í gangi o.s.frv. Svo er mikilvægt líka að taka „smábíla“ úr kerfinu eins og að hafa fáar ljósaperur í gangi í einu og bara LED perur o.s.frv. Rafmagnskyndingin hefur forgang en þegar það þarf að elda eða þvo þá þarf að slökkva á honum á meðan, bara eitt rafmagnsverkefni í gangi í einu. Á meðan verktakar vinna þrekvirki við að tengja nýja lögn við afar krefjandi aðstæður þá er mikilvægt að íbúar Suðurnesja styðji við þá vinnu með skynsamlegri orkunotkun, Áfram Reykjanes! Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun