Aflraunir á Suðurnesjum Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 11. febrúar 2024 18:00 Það eru snúnir tímar á Suðurnesjum þessa dagana þegar dýrmætasta auðlind Íslendinga jarðhitaorkan hikstar aðeins, einmitt vegna jarðhita sem upp kom í nágrenninu með heldur harkalegum hætti. Þegar jarðhitavatnið klikkar á okkar kalda landi þá gerist tvennt: A) við lærum að meta jarðvarmaauðlindina og B) við þurfum að treysta á aðra orkugjafa til að brúa bilið þangað til nýjar pípur brúa hraun. Rafkynding Suðurnesjamenn þurfa nú að skipta yfir í rafkyndingu sem er gríðarlega aflfrek og því þarf að vanda sig svo raforkukerfið gefi sig ekki. Hvað þýðir þetta í raun og veru? Þetta þýðir að þó nóg sé af raforku á svæðinu þá geta raflínurnar í þéttbýlinu ekki flutt nógu mikið til fullhita öll hús í einu. Þessu má líkja við gatnakerfið. Það er mismikil umferð á gatnakerfinu og oftast getur gatnakerfið flutt alla bíla á milli staða. Stundum eru þó fleiri bílar á götunni en gatnakerfið þolir, eins og höfuðborgarbúar upplifa nánast viðstöðulaust á morgnana og síðdegis. Staðan núna í Reykjanesbæ og fleiri stöðum á Suðurnesjum er einfaldlega sú að orkan til upphitunar sem áður kom með heitavatnslögnum þarf nú að koma í gegnum raflínur. Þetta væri eins og ef Reykjanesbrautin myndi loka og öll umferðin þyrfti að fara í gegnum göturnar í Reykjanesbæ. Hvað myndi gerast þá?, Jú göturnar myndu stíflast og allt yrði stopp. Við þessu þyrfti að bregðast, eins og gert er nú með því að reyna dreifa álagi jafnt og minnka notkun til að umferð geti haldið áfram um raflínur bæjarins. Þess vegna er mikilvægt að fylla ekki göturnar af bílum sem hægt væri að sleppa og passa að mikilvægustu bílarnir komist áfram, í þessu tilviki tækin sem við þurfum til upphitunar húsnæðis. Samvinnuverkefni Svo við höldum áfram samlíkingunni á lokun Reykjanesbrautar og lokun Reykjanespípu, þá verður samfélagið að vinna saman að því að götur stíflist ekki og hætti alveg að virka. Þannig reynum við að fækka bílum á götunum eða í þessu tilfelli fækka tækjum sem geta stíflað raflínur. Rafmagnsofnar eru mikilvægir en þeir eru eins og risatrukkur með tengivagn á götunni þ.e. taka mikið pláss, en við þurfum að leyfa þeim að keyra um göturnar. Hvernig getum við liðkað fyrir rafmagnsofnum án þess að stífla allt kerfið, jú með því að setja ekki önnur tæki á línurnar. Sú orka sem þarf til að hita upp húsnæði er um fimmfalt meiri en þarf til almennrar raforkunotkunar og til þess að flytja mikið magn orku á sama tíma þarf sverari og aflmeiri tengingar. Algengir rafmagnsofnar taka um 2000 W, notkunin skiptir ekki öllu máli heldur plássið af afli sem þeir taka þegar notkunin á sér stað Allir verða passa að setja ekki fleiri stóra trukka á kerfið á meðan ofnar eru í gangi. Nokkur plássfrek tæki á heimilum eru t.d. þurrkarar (1000-2000W), uppþvottvélar (1200W) hraðsuðuketill 1200W), eldavélar (2000W), Air fryer (1500W), ryksuga (900W) Straujárn (1000W). Með öðrum orðum þá má ekki setja öll þessi aflfreku tæki af stað í einu á línurnar alveg eins og við getum ekki sett alla þessa trukka í einu á göturnar. Eitt í einu Mikilvægast af öllu er að kveikja ekki á þessum græjum í einu því þá verður stífla og kerfið hrynur. Það verður því að slökkva á ofninum þegar eldað er, ekki elda þegar uppþvottvél er ræst og ekki fá sér te úr hraðsuðukatli ef annað er í gangi o.s.frv. Svo er mikilvægt líka að taka „smábíla“ úr kerfinu eins og að hafa fáar ljósaperur í gangi í einu og bara LED perur o.s.frv. Rafmagnskyndingin hefur forgang en þegar það þarf að elda eða þvo þá þarf að slökkva á honum á meðan, bara eitt rafmagnsverkefni í gangi í einu. Á meðan verktakar vinna þrekvirki við að tengja nýja lögn við afar krefjandi aðstæður þá er mikilvægt að íbúar Suðurnesja styðji við þá vinnu með skynsamlegri orkunotkun, Áfram Reykjanes! Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Náttúruhamfarir Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Sjá meira
Það eru snúnir tímar á Suðurnesjum þessa dagana þegar dýrmætasta auðlind Íslendinga jarðhitaorkan hikstar aðeins, einmitt vegna jarðhita sem upp kom í nágrenninu með heldur harkalegum hætti. Þegar jarðhitavatnið klikkar á okkar kalda landi þá gerist tvennt: A) við lærum að meta jarðvarmaauðlindina og B) við þurfum að treysta á aðra orkugjafa til að brúa bilið þangað til nýjar pípur brúa hraun. Rafkynding Suðurnesjamenn þurfa nú að skipta yfir í rafkyndingu sem er gríðarlega aflfrek og því þarf að vanda sig svo raforkukerfið gefi sig ekki. Hvað þýðir þetta í raun og veru? Þetta þýðir að þó nóg sé af raforku á svæðinu þá geta raflínurnar í þéttbýlinu ekki flutt nógu mikið til fullhita öll hús í einu. Þessu má líkja við gatnakerfið. Það er mismikil umferð á gatnakerfinu og oftast getur gatnakerfið flutt alla bíla á milli staða. Stundum eru þó fleiri bílar á götunni en gatnakerfið þolir, eins og höfuðborgarbúar upplifa nánast viðstöðulaust á morgnana og síðdegis. Staðan núna í Reykjanesbæ og fleiri stöðum á Suðurnesjum er einfaldlega sú að orkan til upphitunar sem áður kom með heitavatnslögnum þarf nú að koma í gegnum raflínur. Þetta væri eins og ef Reykjanesbrautin myndi loka og öll umferðin þyrfti að fara í gegnum göturnar í Reykjanesbæ. Hvað myndi gerast þá?, Jú göturnar myndu stíflast og allt yrði stopp. Við þessu þyrfti að bregðast, eins og gert er nú með því að reyna dreifa álagi jafnt og minnka notkun til að umferð geti haldið áfram um raflínur bæjarins. Þess vegna er mikilvægt að fylla ekki göturnar af bílum sem hægt væri að sleppa og passa að mikilvægustu bílarnir komist áfram, í þessu tilviki tækin sem við þurfum til upphitunar húsnæðis. Samvinnuverkefni Svo við höldum áfram samlíkingunni á lokun Reykjanesbrautar og lokun Reykjanespípu, þá verður samfélagið að vinna saman að því að götur stíflist ekki og hætti alveg að virka. Þannig reynum við að fækka bílum á götunum eða í þessu tilfelli fækka tækjum sem geta stíflað raflínur. Rafmagnsofnar eru mikilvægir en þeir eru eins og risatrukkur með tengivagn á götunni þ.e. taka mikið pláss, en við þurfum að leyfa þeim að keyra um göturnar. Hvernig getum við liðkað fyrir rafmagnsofnum án þess að stífla allt kerfið, jú með því að setja ekki önnur tæki á línurnar. Sú orka sem þarf til að hita upp húsnæði er um fimmfalt meiri en þarf til almennrar raforkunotkunar og til þess að flytja mikið magn orku á sama tíma þarf sverari og aflmeiri tengingar. Algengir rafmagnsofnar taka um 2000 W, notkunin skiptir ekki öllu máli heldur plássið af afli sem þeir taka þegar notkunin á sér stað Allir verða passa að setja ekki fleiri stóra trukka á kerfið á meðan ofnar eru í gangi. Nokkur plássfrek tæki á heimilum eru t.d. þurrkarar (1000-2000W), uppþvottvélar (1200W) hraðsuðuketill 1200W), eldavélar (2000W), Air fryer (1500W), ryksuga (900W) Straujárn (1000W). Með öðrum orðum þá má ekki setja öll þessi aflfreku tæki af stað í einu á línurnar alveg eins og við getum ekki sett alla þessa trukka í einu á göturnar. Eitt í einu Mikilvægast af öllu er að kveikja ekki á þessum græjum í einu því þá verður stífla og kerfið hrynur. Það verður því að slökkva á ofninum þegar eldað er, ekki elda þegar uppþvottvél er ræst og ekki fá sér te úr hraðsuðukatli ef annað er í gangi o.s.frv. Svo er mikilvægt líka að taka „smábíla“ úr kerfinu eins og að hafa fáar ljósaperur í gangi í einu og bara LED perur o.s.frv. Rafmagnskyndingin hefur forgang en þegar það þarf að elda eða þvo þá þarf að slökkva á honum á meðan, bara eitt rafmagnsverkefni í gangi í einu. Á meðan verktakar vinna þrekvirki við að tengja nýja lögn við afar krefjandi aðstæður þá er mikilvægt að íbúar Suðurnesja styðji við þá vinnu með skynsamlegri orkunotkun, Áfram Reykjanes! Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun