Á hafragrautur heima í mataræði leikskólabarna? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar 23. febrúar 2024 07:32 Hafragrautur hefur lengi verið vinsæll morgunmatur enda er hann bragðgóður, ódýr, auðveldur að búa til og býður upp á margvíslegan heilsufarslegan ávinning. Undanfarið hefur þó farið að kræla á allskonar misgáfulegum sögusögnum um hann og ýmsar mýtur sprottið upp. Þessar mýtur hafa náð þó nokkuð miklu flugi og farið að valda því að sumir hreinlega forðast það að borða gamla góða hafragrautinn og aðrar hafravörur af ótta við að hann sé ekkert svo góður heilsunni eftir allt saman. Þetta er mikil synd þar sem að Íslendingar borða alltof lítið af trefjum og hafragrautur hefur lengi verið einn af fáum trefjagjöfum Íslendinga. Það er því mikill missir að taka þennan góða trefjagjafa út. Þegar að ég frétti svo að leikskólar eru farnir að fá pressu frá foreldrum að taka út hafragrautinn fyrir börn vegna útbreiddra mýta sem eru í gangi þá fannst mér rétt að leiðrétta aðeins nokkur atriði. Förum aðeins yfir mýturnar sem hafa verið í gangi undanfarið. Mýta 1 - Hafragrautur inniheldur ekki mikla næringu og er því ekki góður kostur sem morgunmatur Sannleikur: Hafragrautur er mjög næringarríkur en hann er bæði trefjaríkur og inniheldur ýmis vítamín og steinefni eins og járn, magnesíum, sink, selen og B-vítamín. Hann inniheldur þar að auki andoxunarefnið pólýfenól sem hefur bólgueyðandi eiginleika. Hafrar hafa hæga blóðsykurssvörun, geta lækkað kólesteról í blóði, hafa góð áhrif á þarmaflóruna og blóðþrýstingsstjórnun. Mýta 2 - Hafragrautur veldur mikilli blóðsykurshækkun vegna hás kolvetnainnihalds. Sannleikur: Meðal kornvara sýna hafrar hvað hægustu blóðsykurssvörunina, sem þýðir að þeir hækka blóðsykur hægt miðað við aðrar kornvörur. Til þess að hægja svo enn meira á blóðsykurshækkun má bæta hnetusmjöri/möndlusmjöri út á grautinn og jafnvel fræjum. Þá hefur vinnslustig hafrana einnig áhrif á hversu hratt blóðsykur hækkar og eru tröllahafrar og stálslegnir hafrar t.d. góðir kostir. Mýta 3 - Hafragrautur inniheldur fýtatsýru sem hindrar upptöku ýmissa næringarefna. Sannleikur: Fýtatsýra hindrar ekki upptöku á neinum efnum en getur dregið úr upptöku á járni, sinki, magnesíum og kalki. Það á bara við ef þessi efni eru borðuð í sömu máltíð en önnur efni í fæðunni vinna gegn þessu og auka upptöku eins og t.d. C vítamín en það eykur upptöku járns. Með því að leggja hafra í bleyti eins og í overnight oats má brjóta fýtatsýruna niður og auka þannig upptökuna á næringarefnum. Mýta 4 - Hafragrautur inniheldur mikið magn af skordýraeitrinu glýfosat sem er skaðlegt Sannleikur: Hafrar innihalda 0.703 mg/kg af glýfosati en samkvæmt EFSA er örugg inntaka glýfosats 0.5 mg á dag á hvert kg líkamsþyngdar. Manneskja um 80 kg þyrfti því að borða 56,9 kg af höfrum eða um 1422 skálar af hafragraut á dag til að fara yfir efri mörk. Þar að auki losar mannslíkaminn það litla magn sem við innbyrðum út á um 48 klukkustundum og því ekki mikið áhyggjuefni. Þá má líka nefna að það sama á við um seríos sem að er hafravara sem að hefur líka verið umtöluð að undanförnu. Það er því ljóst að ekki þarf að hafa áhyggjur af hafragrautnum góða og er hann bæði næringarríkur og mikilvægur trefjagjafi sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar borða almennt alltof lítið af trefjum. Ég vona að eftir þennan lestur að þið haldið áfram að borða næringarríka hafragrautinn óhrædd. Hægt er að fá meiri fróðleik og sjá fleiri mýtur leiðréttar á instagram undir aðgangnum @naeringogjafnvaegi. Höfundur er meistaranemi í næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Hafragrautur hefur lengi verið vinsæll morgunmatur enda er hann bragðgóður, ódýr, auðveldur að búa til og býður upp á margvíslegan heilsufarslegan ávinning. Undanfarið hefur þó farið að kræla á allskonar misgáfulegum sögusögnum um hann og ýmsar mýtur sprottið upp. Þessar mýtur hafa náð þó nokkuð miklu flugi og farið að valda því að sumir hreinlega forðast það að borða gamla góða hafragrautinn og aðrar hafravörur af ótta við að hann sé ekkert svo góður heilsunni eftir allt saman. Þetta er mikil synd þar sem að Íslendingar borða alltof lítið af trefjum og hafragrautur hefur lengi verið einn af fáum trefjagjöfum Íslendinga. Það er því mikill missir að taka þennan góða trefjagjafa út. Þegar að ég frétti svo að leikskólar eru farnir að fá pressu frá foreldrum að taka út hafragrautinn fyrir börn vegna útbreiddra mýta sem eru í gangi þá fannst mér rétt að leiðrétta aðeins nokkur atriði. Förum aðeins yfir mýturnar sem hafa verið í gangi undanfarið. Mýta 1 - Hafragrautur inniheldur ekki mikla næringu og er því ekki góður kostur sem morgunmatur Sannleikur: Hafragrautur er mjög næringarríkur en hann er bæði trefjaríkur og inniheldur ýmis vítamín og steinefni eins og járn, magnesíum, sink, selen og B-vítamín. Hann inniheldur þar að auki andoxunarefnið pólýfenól sem hefur bólgueyðandi eiginleika. Hafrar hafa hæga blóðsykurssvörun, geta lækkað kólesteról í blóði, hafa góð áhrif á þarmaflóruna og blóðþrýstingsstjórnun. Mýta 2 - Hafragrautur veldur mikilli blóðsykurshækkun vegna hás kolvetnainnihalds. Sannleikur: Meðal kornvara sýna hafrar hvað hægustu blóðsykurssvörunina, sem þýðir að þeir hækka blóðsykur hægt miðað við aðrar kornvörur. Til þess að hægja svo enn meira á blóðsykurshækkun má bæta hnetusmjöri/möndlusmjöri út á grautinn og jafnvel fræjum. Þá hefur vinnslustig hafrana einnig áhrif á hversu hratt blóðsykur hækkar og eru tröllahafrar og stálslegnir hafrar t.d. góðir kostir. Mýta 3 - Hafragrautur inniheldur fýtatsýru sem hindrar upptöku ýmissa næringarefna. Sannleikur: Fýtatsýra hindrar ekki upptöku á neinum efnum en getur dregið úr upptöku á járni, sinki, magnesíum og kalki. Það á bara við ef þessi efni eru borðuð í sömu máltíð en önnur efni í fæðunni vinna gegn þessu og auka upptöku eins og t.d. C vítamín en það eykur upptöku járns. Með því að leggja hafra í bleyti eins og í overnight oats má brjóta fýtatsýruna niður og auka þannig upptökuna á næringarefnum. Mýta 4 - Hafragrautur inniheldur mikið magn af skordýraeitrinu glýfosat sem er skaðlegt Sannleikur: Hafrar innihalda 0.703 mg/kg af glýfosati en samkvæmt EFSA er örugg inntaka glýfosats 0.5 mg á dag á hvert kg líkamsþyngdar. Manneskja um 80 kg þyrfti því að borða 56,9 kg af höfrum eða um 1422 skálar af hafragraut á dag til að fara yfir efri mörk. Þar að auki losar mannslíkaminn það litla magn sem við innbyrðum út á um 48 klukkustundum og því ekki mikið áhyggjuefni. Þá má líka nefna að það sama á við um seríos sem að er hafravara sem að hefur líka verið umtöluð að undanförnu. Það er því ljóst að ekki þarf að hafa áhyggjur af hafragrautnum góða og er hann bæði næringarríkur og mikilvægur trefjagjafi sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar borða almennt alltof lítið af trefjum. Ég vona að eftir þennan lestur að þið haldið áfram að borða næringarríka hafragrautinn óhrædd. Hægt er að fá meiri fróðleik og sjá fleiri mýtur leiðréttar á instagram undir aðgangnum @naeringogjafnvaegi. Höfundur er meistaranemi í næringarfræði.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun