Sjálfbær kosningaloforð Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 28. febrúar 2024 08:01 Það er alltaf örugg leið til að ná í góðan byr í skoðanakönnunum og kosningum, að tala fyrir öflugu velferðar og heilbrigðiskerfi. Reyndar er það nú svo, að flestir ef ekki allir Íslendingar, þar með talið stjórnmálafólk, vilja hafa þessi kerfi öflug. Flestir þeirra sem hafa hvað hæst um að bjarga þessum kerfum úr klóm meints fjársveltis og sinnuleysis, gjarnan stjórnmálamenn sem staðsetja sig vinstra megin við miðju, boða hér stórfelldar skattahækkanir, reyndar bara hjá þeim sem eiga nóga peninga, til þess að markmiðum um gott og öflugt velferðar og heilbrigðiskerfi verði náð. Það er auðvitað líka leið, sem að fer vel í íslenska þjóðarsál, að ríka pakkið fái nú loksins að borga brúsann. Sú leið er auðvitað, engan veginn sjálfbær. Enda mun fjárþörf þessara kerfa okkar fara vaxandi, á komandi árum og áratugum. Það er því einboðið að skattahækkanaleiðin leiðir bara af sér fleiri skattahækkanir, sem á endanum munu auðvitað bitna á þeim sem síst skyldi. Á launafólki og öllum þeim sem tekjur hafa yfir skattleysismörkum. Það mætti jafnvel færa fyrir því rök, að ef frekar yrði þrengt að tekjulægstu hópunum, að velferðarkerfið þyrfti að grípa fleiri einstaklinga og fjárþörf þess því enn meiri en þurft hefði. Það er því morgunljóst að þeir stjórnmálamenn sem boða þessa ósjálfbæruleið, til björgunar á velferðar og heilbrigðiskerfinu, gera lítið annað en að pissa í skóinn sinn. Eina sjálfbæra leiðin til þess að auka það fjármagn sem í þessi kerfi rennur, er því ekki að hækka skatta. Jafnvel þó þeir séu bara hækkaðir á ríka fólkið. Sú leið næst eingöngu með því að hér aukist umsvif og verðmætasköpun sem stækkar skattstofna og eykur almenna velmegun í landinu. Að fyrirtækin í landinu, smá sem stór, geti aukið umsvif og arðsemi. Það er að vísu svo að flest vinstra fólk, sér rautt, þegar minnst er á gróða einhverra annarra en þeirra sjálfra og arðsemi. Má reyndar halda því fram að huga margra vinstri manna, sé gróði þjófnaður. En það er auðvitað öðru nær og ættu þokkalega upplýstir einstaklingar að átta sig á því. Aukinn hagnaður fyrirtækja, gerir þeim kleift að fjárfesta í aukinni uppbyggingu, ráða til sín fleira starfsfólk og sækja á fleiri markaði til þess að halda vexti sínum áfram með enn meiri uppbyggingu og fleira starfsfólki. Stærsta hindrunin í vegi öflugs velferðar og heilbrigðiskerfis er þó ekki fjárskortur. Aukið fjármagn hjálpar að vísu til, en gagnast lítið sem ekkert ef þessi kerfi okkar fá ekki að nýta og sameina þann mikla mannauð sem í kerfunum starfa, bæði í hinu opinbera og því einkarekna. Nýta þarf einkaframtakið enn frekar til þess að ná niður biðlistum í heilbrigðiskerfinu. Ekki bara þá biðlista sem snúa að líkamlegum krankleika, heldur einnig að þeim andlegu. Gott dæmi um það þegar einkaframtakið aðstoðar við það að ná niður biðlistum, má finna í því þegar samið samið var við tvær einkareknar læknastofur um framkvæmd liðskiptiaðgerða. Með þeim samningum var hægt að auka liðskiptiaðgerðir á síðasta ári um 60% og það með mun lægri kostnaði en orðið hefði með því að láta opinbera kerfið eingöngu sinna þessum aðgerðum. Þessi árangur á auðvitað að vera mönnum hvatning til þess að leita leiða í enn frekari mæli til þess að fá einkaframtakið í lið með sér við styttingu biðlista og í því að tryggja öllum góða og trausta heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags. Af nógu er að taka, augnsteinaaðgerðir, fleiri einkareknar heilsugæslur, semja við sjálfstætt starfandi geðlækna og sálfræðinga svo eitthvað sé nefnt. Vandinn liggur víða, en hann verður ekki eingöngu leystur með auknu fjármagni, heldur hvernig við nýtum það fjármagn sem nú þegar er veitt í heilbrigðiskerfið og til framtíðar og þann mannauð sem í því starfar núna og til framtíðar. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Það er alltaf örugg leið til að ná í góðan byr í skoðanakönnunum og kosningum, að tala fyrir öflugu velferðar og heilbrigðiskerfi. Reyndar er það nú svo, að flestir ef ekki allir Íslendingar, þar með talið stjórnmálafólk, vilja hafa þessi kerfi öflug. Flestir þeirra sem hafa hvað hæst um að bjarga þessum kerfum úr klóm meints fjársveltis og sinnuleysis, gjarnan stjórnmálamenn sem staðsetja sig vinstra megin við miðju, boða hér stórfelldar skattahækkanir, reyndar bara hjá þeim sem eiga nóga peninga, til þess að markmiðum um gott og öflugt velferðar og heilbrigðiskerfi verði náð. Það er auðvitað líka leið, sem að fer vel í íslenska þjóðarsál, að ríka pakkið fái nú loksins að borga brúsann. Sú leið er auðvitað, engan veginn sjálfbær. Enda mun fjárþörf þessara kerfa okkar fara vaxandi, á komandi árum og áratugum. Það er því einboðið að skattahækkanaleiðin leiðir bara af sér fleiri skattahækkanir, sem á endanum munu auðvitað bitna á þeim sem síst skyldi. Á launafólki og öllum þeim sem tekjur hafa yfir skattleysismörkum. Það mætti jafnvel færa fyrir því rök, að ef frekar yrði þrengt að tekjulægstu hópunum, að velferðarkerfið þyrfti að grípa fleiri einstaklinga og fjárþörf þess því enn meiri en þurft hefði. Það er því morgunljóst að þeir stjórnmálamenn sem boða þessa ósjálfbæruleið, til björgunar á velferðar og heilbrigðiskerfinu, gera lítið annað en að pissa í skóinn sinn. Eina sjálfbæra leiðin til þess að auka það fjármagn sem í þessi kerfi rennur, er því ekki að hækka skatta. Jafnvel þó þeir séu bara hækkaðir á ríka fólkið. Sú leið næst eingöngu með því að hér aukist umsvif og verðmætasköpun sem stækkar skattstofna og eykur almenna velmegun í landinu. Að fyrirtækin í landinu, smá sem stór, geti aukið umsvif og arðsemi. Það er að vísu svo að flest vinstra fólk, sér rautt, þegar minnst er á gróða einhverra annarra en þeirra sjálfra og arðsemi. Má reyndar halda því fram að huga margra vinstri manna, sé gróði þjófnaður. En það er auðvitað öðru nær og ættu þokkalega upplýstir einstaklingar að átta sig á því. Aukinn hagnaður fyrirtækja, gerir þeim kleift að fjárfesta í aukinni uppbyggingu, ráða til sín fleira starfsfólk og sækja á fleiri markaði til þess að halda vexti sínum áfram með enn meiri uppbyggingu og fleira starfsfólki. Stærsta hindrunin í vegi öflugs velferðar og heilbrigðiskerfis er þó ekki fjárskortur. Aukið fjármagn hjálpar að vísu til, en gagnast lítið sem ekkert ef þessi kerfi okkar fá ekki að nýta og sameina þann mikla mannauð sem í kerfunum starfa, bæði í hinu opinbera og því einkarekna. Nýta þarf einkaframtakið enn frekar til þess að ná niður biðlistum í heilbrigðiskerfinu. Ekki bara þá biðlista sem snúa að líkamlegum krankleika, heldur einnig að þeim andlegu. Gott dæmi um það þegar einkaframtakið aðstoðar við það að ná niður biðlistum, má finna í því þegar samið samið var við tvær einkareknar læknastofur um framkvæmd liðskiptiaðgerða. Með þeim samningum var hægt að auka liðskiptiaðgerðir á síðasta ári um 60% og það með mun lægri kostnaði en orðið hefði með því að láta opinbera kerfið eingöngu sinna þessum aðgerðum. Þessi árangur á auðvitað að vera mönnum hvatning til þess að leita leiða í enn frekari mæli til þess að fá einkaframtakið í lið með sér við styttingu biðlista og í því að tryggja öllum góða og trausta heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags. Af nógu er að taka, augnsteinaaðgerðir, fleiri einkareknar heilsugæslur, semja við sjálfstætt starfandi geðlækna og sálfræðinga svo eitthvað sé nefnt. Vandinn liggur víða, en hann verður ekki eingöngu leystur með auknu fjármagni, heldur hvernig við nýtum það fjármagn sem nú þegar er veitt í heilbrigðiskerfið og til framtíðar og þann mannauð sem í því starfar núna og til framtíðar. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun