Fram tapaði í Eyjum og KA/Þór eygir von Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 20:01 Birna Berg Haraldsdóttir átti góðan leik fyrir ÍBV í dag. Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann góðan sigur á Fram þegar liðin mættust í Olís-deild kvenna. Þá vann KA/Þór heimasigur á Aftureldingu og eygir enn von um að bjarga sæti sínu í deildinni. Í Vestmannaeyjum tók ÍBV á móti Fram en Eyjakonur hafa verið að ná vopnum sínum í síðustu leikjum og unnu meðal annars góðan sigur á Haukum í síðustu umferð. Eftir jafnar upphafsmínútur áttu Eyjakonur góðan endasprett í fyrri hálfleik og fóru með 16-11 forystu inn í hálfleikinn. Í síðari hálfleiknum náðu Framkonur að minnka muninn í eitt mark en tóku aldrei skrefið og jöfnuðu metin. ÍBV náði upp forystu á nýjan leik og vann að lokum 26-23 sigur. Birna Berg Haraldsdóttir átti stórleik hjá ÍBV og skoraði 10 mörk og Amelía Einarsdóttir skoraði 6 mörk. Marta Wawrzykowska var frábær í markinu með 45% markvörslu. Hjá Fram var Lena Margrét Valdimarsdóttir markahæst með 5 mörk. KA/Þór enn á lífi í fallbaráttunni Á Akureyri mættust tvö neðstu lið deildarinnar KA/Þór og Afturelding. Það var mikið undir því sigur Aftureldingar þýddi að KA/Þór væri fallið. Akureyringar lengdu hins vegar líftíma sinn í Olís-deildinni með góðum sigri. Eftir ágæta byrjun Mosfellinga náðu KA/Þór konur frumkvæðinu og leiddu 12-10 í hálfleik. Í síðari hálfleik tók KA/Þór svo algjörlega yfir leikinn. Liðið jók forystuna jafnt og þétt og vann að lokum átta marka sigur. lokatölur 26-18. Isabella Fraga var markahæst hjá KA/Þór með 8 mörk en þær Sylvía Björt Blöndal og Anna Katrín Bjarkadóttir skoruðu 4 mörk fyrir Aftureldingu. Matea Lonac og Saga Sif Gísladóttir vörðu báðar vel fyrir sín lið. Eftir sigurinn er KA/Þór aðeins einu stigi á eftir Aftureldingu í deildinni en neðsta lið deildarinnar fellur niður í 1. deild. Í lokaumferðinni tekur KA/Þór á móti Fram og Afturelding mætir Val. Stjarnan í úrslitakeppnina Þá tryggði Stjarnan sér síðasta sætið í úrslitakeppninni eftir góðan sigur á ÍR á útivelli. Garðbæingar voru 15-10 yfir eftir fyrri hálfleikinn og voru með tögl og haldir allan síðari hálfleikinn. Lokatölur 28-23 og Stjarnan því öruggt í 6. sæti deildarinnar sem er það síðasta sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Þar mun liðið mæta Haukum eða Fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en ÍR mætir ÍBV. Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði 9 mörk fyrir ÍR og þær Embla Steindórsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir skoruðu 7 fyrir Stjörnuna. Darija Zecevic var með 40% vörslu í marki Stjörnunnar en Hildur Öder Einarsdóttir varði sjö skot í marki ÍR. Olís-deild kvenna ÍBV Fram Þór Akureyri KA Afturelding ÍR Stjarnan Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Í Vestmannaeyjum tók ÍBV á móti Fram en Eyjakonur hafa verið að ná vopnum sínum í síðustu leikjum og unnu meðal annars góðan sigur á Haukum í síðustu umferð. Eftir jafnar upphafsmínútur áttu Eyjakonur góðan endasprett í fyrri hálfleik og fóru með 16-11 forystu inn í hálfleikinn. Í síðari hálfleiknum náðu Framkonur að minnka muninn í eitt mark en tóku aldrei skrefið og jöfnuðu metin. ÍBV náði upp forystu á nýjan leik og vann að lokum 26-23 sigur. Birna Berg Haraldsdóttir átti stórleik hjá ÍBV og skoraði 10 mörk og Amelía Einarsdóttir skoraði 6 mörk. Marta Wawrzykowska var frábær í markinu með 45% markvörslu. Hjá Fram var Lena Margrét Valdimarsdóttir markahæst með 5 mörk. KA/Þór enn á lífi í fallbaráttunni Á Akureyri mættust tvö neðstu lið deildarinnar KA/Þór og Afturelding. Það var mikið undir því sigur Aftureldingar þýddi að KA/Þór væri fallið. Akureyringar lengdu hins vegar líftíma sinn í Olís-deildinni með góðum sigri. Eftir ágæta byrjun Mosfellinga náðu KA/Þór konur frumkvæðinu og leiddu 12-10 í hálfleik. Í síðari hálfleik tók KA/Þór svo algjörlega yfir leikinn. Liðið jók forystuna jafnt og þétt og vann að lokum átta marka sigur. lokatölur 26-18. Isabella Fraga var markahæst hjá KA/Þór með 8 mörk en þær Sylvía Björt Blöndal og Anna Katrín Bjarkadóttir skoruðu 4 mörk fyrir Aftureldingu. Matea Lonac og Saga Sif Gísladóttir vörðu báðar vel fyrir sín lið. Eftir sigurinn er KA/Þór aðeins einu stigi á eftir Aftureldingu í deildinni en neðsta lið deildarinnar fellur niður í 1. deild. Í lokaumferðinni tekur KA/Þór á móti Fram og Afturelding mætir Val. Stjarnan í úrslitakeppnina Þá tryggði Stjarnan sér síðasta sætið í úrslitakeppninni eftir góðan sigur á ÍR á útivelli. Garðbæingar voru 15-10 yfir eftir fyrri hálfleikinn og voru með tögl og haldir allan síðari hálfleikinn. Lokatölur 28-23 og Stjarnan því öruggt í 6. sæti deildarinnar sem er það síðasta sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Þar mun liðið mæta Haukum eða Fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en ÍR mætir ÍBV. Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði 9 mörk fyrir ÍR og þær Embla Steindórsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir skoruðu 7 fyrir Stjörnuna. Darija Zecevic var með 40% vörslu í marki Stjörnunnar en Hildur Öder Einarsdóttir varði sjö skot í marki ÍR.
Olís-deild kvenna ÍBV Fram Þór Akureyri KA Afturelding ÍR Stjarnan Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti