Hræðsla er hjálplegur þjónn, en hræðilegt yfirvald Jón Þór Ólafsson skrifar 18. mars 2024 09:00 Í stórmyndunum Dune sjáum við aðalpersónur nota einskonar möntru eða þulu til að beina athyglinni að hræðslu til að losna við hana: 1. I must not fear. Fear is the mind-killer. Fear is the little-death that brings total obliteration. Ég má ekki að hræðast. Hræðsla deyðir hugann. Hræðsla er litli-dauðinn sem ber með sér gjöreyðingu. 2. I will face my fear. I will permit it to pass over me and through me. Ég mun horfast í augu við mína hræðslu. Ég mun leyfa henni að fara um mig og í gegnum mig. 3. And when it has gone past, I will turn the inner eye to see its path. Where the fear has gone there will be nothing. Only I will remain. Og þegar hún er farin fram hjá, mun ég beina innra auganu til að sjá farveg hennar. Þar sem hræðslan fór um verður ekkert. Aðeins ég held áfram að vera. Þulan er kölluð „Litanía gegn hræðslu,“ en „litanía“ er grískt orð yfir einlæga bæn, sem á vel við þar sem hermenn í Grikklandi til forna báðu Fóbos, guðs hræðslunnar, að herja frekar á andstæðinga sína en sig. Til eru vísindalega studdar meðferðir innan sálfræðinnar til að fá Fóbos til að hætta að herja á þig, og þær hafa samhljóm með „þulunni gegn hræðslu“ í Dune: Fyrst þarf getu til að stjórna hve mikil hræðsla er upplifuð, svo hún taki ekki yfir taugakerfið. Næst er að horfast í augu við hræðsluna, án þess að hún verði of mikil. Að lokum þegar hræðslan er liðin hjá þá lærir bæði taugakerfið sjálfkrafa og við vitsmunalega að hræðast minna. Berskjöldunarmeðferðir eru vísindalega studdar meðferðir sem virka gegn kvíða (hræðslu), og ein meðferðin getur á þremur klukkustundum frelsað fólk undan fóbíum (já, það orð kemur frá guði hæðslunnar). Meðferðin virkar með því að: Fyrst er fóbíunni skipt í litlar upplifanir eftir því hve erfiðar þær eru. Næst er athyglin sett á minnst hræðilegustu upplifunina þar til hún er auðveld, og aðeins þá skoðað næstu. Að lokum hefur taugakerfið lært að virkja ekki hræðslu viðbrögðin við erfiðustu upplifuninni og Fóbos hættur að herja á þig með þá hræðslu. Meðferðin byggir á mjög vel rannsökuðum ferlum hegðunarsálfræði sem sýna að hræðsla sem er lærð er hægt að aflæra. Taugasálfræðin sýnir okkur svo hvernig framheilinn lærir sjálfkrafa að koma í veg fyrir hræðsluviðbrögð við því sem þú áður hræddist. Núvitund er önnur vísindalega studd aðferð og meðferð innan sálfræðinnar til að stjórna athyglinni áður en hræðslan tekur hana yfir og festir taugakerfið í vítahring hræðsluviðbragða. Núvitund þjálfar fyrst getuna til að beina athyglinni í burtu frá hugsunum og tilfinningum (s.s. hræðslu) sem skapar örygga upplifun svo hræðslan taki ekki yfir. Með getuna til að minnka þannig hræðsluviðbrögðin þegar þau verða of óþægileg er óhætt að beina athyglinni tímabundið að erfiðum hugsunum og tilfinningum (s.s. hræðslu) og öðlast þannig bæði sjálfvirka getu til að bregðast ekki við hræðslu, og innsæi hvaðan hræðslan kemur, hvernig hún virkar innra með manni og hvað gerist þegar hún hverfur. Hræðslukerfið okkar er mjög hjálplegur þjónn, en hræðilegt yfirvald. Óska þér öryggis til að sækja frelsið þitt frá Fóbos og lifa frjálsari og í meiri friði. Höfundur er sálfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í stórmyndunum Dune sjáum við aðalpersónur nota einskonar möntru eða þulu til að beina athyglinni að hræðslu til að losna við hana: 1. I must not fear. Fear is the mind-killer. Fear is the little-death that brings total obliteration. Ég má ekki að hræðast. Hræðsla deyðir hugann. Hræðsla er litli-dauðinn sem ber með sér gjöreyðingu. 2. I will face my fear. I will permit it to pass over me and through me. Ég mun horfast í augu við mína hræðslu. Ég mun leyfa henni að fara um mig og í gegnum mig. 3. And when it has gone past, I will turn the inner eye to see its path. Where the fear has gone there will be nothing. Only I will remain. Og þegar hún er farin fram hjá, mun ég beina innra auganu til að sjá farveg hennar. Þar sem hræðslan fór um verður ekkert. Aðeins ég held áfram að vera. Þulan er kölluð „Litanía gegn hræðslu,“ en „litanía“ er grískt orð yfir einlæga bæn, sem á vel við þar sem hermenn í Grikklandi til forna báðu Fóbos, guðs hræðslunnar, að herja frekar á andstæðinga sína en sig. Til eru vísindalega studdar meðferðir innan sálfræðinnar til að fá Fóbos til að hætta að herja á þig, og þær hafa samhljóm með „þulunni gegn hræðslu“ í Dune: Fyrst þarf getu til að stjórna hve mikil hræðsla er upplifuð, svo hún taki ekki yfir taugakerfið. Næst er að horfast í augu við hræðsluna, án þess að hún verði of mikil. Að lokum þegar hræðslan er liðin hjá þá lærir bæði taugakerfið sjálfkrafa og við vitsmunalega að hræðast minna. Berskjöldunarmeðferðir eru vísindalega studdar meðferðir sem virka gegn kvíða (hræðslu), og ein meðferðin getur á þremur klukkustundum frelsað fólk undan fóbíum (já, það orð kemur frá guði hæðslunnar). Meðferðin virkar með því að: Fyrst er fóbíunni skipt í litlar upplifanir eftir því hve erfiðar þær eru. Næst er athyglin sett á minnst hræðilegustu upplifunina þar til hún er auðveld, og aðeins þá skoðað næstu. Að lokum hefur taugakerfið lært að virkja ekki hræðslu viðbrögðin við erfiðustu upplifuninni og Fóbos hættur að herja á þig með þá hræðslu. Meðferðin byggir á mjög vel rannsökuðum ferlum hegðunarsálfræði sem sýna að hræðsla sem er lærð er hægt að aflæra. Taugasálfræðin sýnir okkur svo hvernig framheilinn lærir sjálfkrafa að koma í veg fyrir hræðsluviðbrögð við því sem þú áður hræddist. Núvitund er önnur vísindalega studd aðferð og meðferð innan sálfræðinnar til að stjórna athyglinni áður en hræðslan tekur hana yfir og festir taugakerfið í vítahring hræðsluviðbragða. Núvitund þjálfar fyrst getuna til að beina athyglinni í burtu frá hugsunum og tilfinningum (s.s. hræðslu) sem skapar örygga upplifun svo hræðslan taki ekki yfir. Með getuna til að minnka þannig hræðsluviðbrögðin þegar þau verða of óþægileg er óhætt að beina athyglinni tímabundið að erfiðum hugsunum og tilfinningum (s.s. hræðslu) og öðlast þannig bæði sjálfvirka getu til að bregðast ekki við hræðslu, og innsæi hvaðan hræðslan kemur, hvernig hún virkar innra með manni og hvað gerist þegar hún hverfur. Hræðslukerfið okkar er mjög hjálplegur þjónn, en hræðilegt yfirvald. Óska þér öryggis til að sækja frelsið þitt frá Fóbos og lifa frjálsari og í meiri friði. Höfundur er sálfræðinemi.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar