Hræðsla er hjálplegur þjónn, en hræðilegt yfirvald Jón Þór Ólafsson skrifar 18. mars 2024 09:00 Í stórmyndunum Dune sjáum við aðalpersónur nota einskonar möntru eða þulu til að beina athyglinni að hræðslu til að losna við hana: 1. I must not fear. Fear is the mind-killer. Fear is the little-death that brings total obliteration. Ég má ekki að hræðast. Hræðsla deyðir hugann. Hræðsla er litli-dauðinn sem ber með sér gjöreyðingu. 2. I will face my fear. I will permit it to pass over me and through me. Ég mun horfast í augu við mína hræðslu. Ég mun leyfa henni að fara um mig og í gegnum mig. 3. And when it has gone past, I will turn the inner eye to see its path. Where the fear has gone there will be nothing. Only I will remain. Og þegar hún er farin fram hjá, mun ég beina innra auganu til að sjá farveg hennar. Þar sem hræðslan fór um verður ekkert. Aðeins ég held áfram að vera. Þulan er kölluð „Litanía gegn hræðslu,“ en „litanía“ er grískt orð yfir einlæga bæn, sem á vel við þar sem hermenn í Grikklandi til forna báðu Fóbos, guðs hræðslunnar, að herja frekar á andstæðinga sína en sig. Til eru vísindalega studdar meðferðir innan sálfræðinnar til að fá Fóbos til að hætta að herja á þig, og þær hafa samhljóm með „þulunni gegn hræðslu“ í Dune: Fyrst þarf getu til að stjórna hve mikil hræðsla er upplifuð, svo hún taki ekki yfir taugakerfið. Næst er að horfast í augu við hræðsluna, án þess að hún verði of mikil. Að lokum þegar hræðslan er liðin hjá þá lærir bæði taugakerfið sjálfkrafa og við vitsmunalega að hræðast minna. Berskjöldunarmeðferðir eru vísindalega studdar meðferðir sem virka gegn kvíða (hræðslu), og ein meðferðin getur á þremur klukkustundum frelsað fólk undan fóbíum (já, það orð kemur frá guði hæðslunnar). Meðferðin virkar með því að: Fyrst er fóbíunni skipt í litlar upplifanir eftir því hve erfiðar þær eru. Næst er athyglin sett á minnst hræðilegustu upplifunina þar til hún er auðveld, og aðeins þá skoðað næstu. Að lokum hefur taugakerfið lært að virkja ekki hræðslu viðbrögðin við erfiðustu upplifuninni og Fóbos hættur að herja á þig með þá hræðslu. Meðferðin byggir á mjög vel rannsökuðum ferlum hegðunarsálfræði sem sýna að hræðsla sem er lærð er hægt að aflæra. Taugasálfræðin sýnir okkur svo hvernig framheilinn lærir sjálfkrafa að koma í veg fyrir hræðsluviðbrögð við því sem þú áður hræddist. Núvitund er önnur vísindalega studd aðferð og meðferð innan sálfræðinnar til að stjórna athyglinni áður en hræðslan tekur hana yfir og festir taugakerfið í vítahring hræðsluviðbragða. Núvitund þjálfar fyrst getuna til að beina athyglinni í burtu frá hugsunum og tilfinningum (s.s. hræðslu) sem skapar örygga upplifun svo hræðslan taki ekki yfir. Með getuna til að minnka þannig hræðsluviðbrögðin þegar þau verða of óþægileg er óhætt að beina athyglinni tímabundið að erfiðum hugsunum og tilfinningum (s.s. hræðslu) og öðlast þannig bæði sjálfvirka getu til að bregðast ekki við hræðslu, og innsæi hvaðan hræðslan kemur, hvernig hún virkar innra með manni og hvað gerist þegar hún hverfur. Hræðslukerfið okkar er mjög hjálplegur þjónn, en hræðilegt yfirvald. Óska þér öryggis til að sækja frelsið þitt frá Fóbos og lifa frjálsari og í meiri friði. Höfundur er sálfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Í stórmyndunum Dune sjáum við aðalpersónur nota einskonar möntru eða þulu til að beina athyglinni að hræðslu til að losna við hana: 1. I must not fear. Fear is the mind-killer. Fear is the little-death that brings total obliteration. Ég má ekki að hræðast. Hræðsla deyðir hugann. Hræðsla er litli-dauðinn sem ber með sér gjöreyðingu. 2. I will face my fear. I will permit it to pass over me and through me. Ég mun horfast í augu við mína hræðslu. Ég mun leyfa henni að fara um mig og í gegnum mig. 3. And when it has gone past, I will turn the inner eye to see its path. Where the fear has gone there will be nothing. Only I will remain. Og þegar hún er farin fram hjá, mun ég beina innra auganu til að sjá farveg hennar. Þar sem hræðslan fór um verður ekkert. Aðeins ég held áfram að vera. Þulan er kölluð „Litanía gegn hræðslu,“ en „litanía“ er grískt orð yfir einlæga bæn, sem á vel við þar sem hermenn í Grikklandi til forna báðu Fóbos, guðs hræðslunnar, að herja frekar á andstæðinga sína en sig. Til eru vísindalega studdar meðferðir innan sálfræðinnar til að fá Fóbos til að hætta að herja á þig, og þær hafa samhljóm með „þulunni gegn hræðslu“ í Dune: Fyrst þarf getu til að stjórna hve mikil hræðsla er upplifuð, svo hún taki ekki yfir taugakerfið. Næst er að horfast í augu við hræðsluna, án þess að hún verði of mikil. Að lokum þegar hræðslan er liðin hjá þá lærir bæði taugakerfið sjálfkrafa og við vitsmunalega að hræðast minna. Berskjöldunarmeðferðir eru vísindalega studdar meðferðir sem virka gegn kvíða (hræðslu), og ein meðferðin getur á þremur klukkustundum frelsað fólk undan fóbíum (já, það orð kemur frá guði hæðslunnar). Meðferðin virkar með því að: Fyrst er fóbíunni skipt í litlar upplifanir eftir því hve erfiðar þær eru. Næst er athyglin sett á minnst hræðilegustu upplifunina þar til hún er auðveld, og aðeins þá skoðað næstu. Að lokum hefur taugakerfið lært að virkja ekki hræðslu viðbrögðin við erfiðustu upplifuninni og Fóbos hættur að herja á þig með þá hræðslu. Meðferðin byggir á mjög vel rannsökuðum ferlum hegðunarsálfræði sem sýna að hræðsla sem er lærð er hægt að aflæra. Taugasálfræðin sýnir okkur svo hvernig framheilinn lærir sjálfkrafa að koma í veg fyrir hræðsluviðbrögð við því sem þú áður hræddist. Núvitund er önnur vísindalega studd aðferð og meðferð innan sálfræðinnar til að stjórna athyglinni áður en hræðslan tekur hana yfir og festir taugakerfið í vítahring hræðsluviðbragða. Núvitund þjálfar fyrst getuna til að beina athyglinni í burtu frá hugsunum og tilfinningum (s.s. hræðslu) sem skapar örygga upplifun svo hræðslan taki ekki yfir. Með getuna til að minnka þannig hræðsluviðbrögðin þegar þau verða of óþægileg er óhætt að beina athyglinni tímabundið að erfiðum hugsunum og tilfinningum (s.s. hræðslu) og öðlast þannig bæði sjálfvirka getu til að bregðast ekki við hræðslu, og innsæi hvaðan hræðslan kemur, hvernig hún virkar innra með manni og hvað gerist þegar hún hverfur. Hræðslukerfið okkar er mjög hjálplegur þjónn, en hræðilegt yfirvald. Óska þér öryggis til að sækja frelsið þitt frá Fóbos og lifa frjálsari og í meiri friði. Höfundur er sálfræðinemi.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun