Halldór slapp við fall og úrslitakeppnin klár Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2024 16:53 Halldór Jóhann Sigfússon slapp við fall í dag en þarf áfram að berjast fyrir áframhaldandi veru Nordsjælland í efstu deild, í úrslitakeppninni. EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany Halldór Jóhann Sigfússon og lærisveinar hans í Nordsjælland sluppu við beint fall úr dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, þegar lokaumferð deildakeppninnar fór fram. Nordsjælland tapaði reyndar á útivelli gegn lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia, 31-26, eftir að hafa komist fjórum mörkum yfir snemma í seinni hálfleik, en enduðu stigi fyrir ofan Lemvig-Thyborön sem féll. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði tvö mörk úr tveimur skotum fyrir Fredericia sem hafði þegar tryggt sér 2. sæti deildarinnar, og þar með sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð, í fyrsta sinn. Nordsjælland var 13-11 yfir í hálfleik í dag og komst í 15-11, en Fredericia komst svo yfir þegar Einar stal boltanum og kom honum fram í hraðaupphlaup. Einar stal boltanum aftur í stöðunni 26-24, og hjálpaði Fredericia að komast þremur mörkum yfir, og munurinn í lokin var fimm mörk. Deildarmeistararnir brugðust ekki Deildarmeistarar Aalborg unnu hins vegar á sama tíma Lemvig-Thyborön, 35-28, eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 15-15. Lemvig endaði því neðst í deildinni og féll, en Nordsjælland fer í neðri úrslitakeppni deildarinnar. Þar spila liðin sem enduðu í 9.-13. sæti einfalda umferð, og er Nordsjælland eina liðið sem tekur engin stig með sér. SAH og Sönderjyske enduðu í 9. og 10. sæti og taka tvö stig með sér, en Holstebro og Kolding enduðu í 11. og 12. sæti og taka eitt stig með sér. Neðsta liðið af þessum fimm fer í umspil við lið úr næstefstu deild um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni Holstebro, liðið sem Arnór Atlason stýrir, tapaði 34-29 á útivelli gegn SönderjyskE í dag. Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson urðu einnig að sætta sig við tap með Ribe-Esbjerg, 30-27, á útivelli gegn Ringsted. Ágúst varði 7 af 20 skotum sem hann fékk á sig, og Elvar skoraði eitt mark. Í átta liða úrslitakeppni efstu liða deildarinnar er spilað í tveimur fjögurra liða riðlum. Aalborg (1. sæti), Bjerringbro-Silkeborg (4. sæti), Mors-Thy (5. sæti) og Ribe-Esbjerg (8. sæti) eru saman í riðli, en Fredericia, GOG, Skjern og Ringsted í hinum riðlinum. Aalborg og Fredericia taka með sér tvö stig úr deildakeppninni, en GOG og Skjern eitt stig hvort. Önnur byrja úrslitakeppnina án stiga. Danski handboltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Nordsjælland tapaði reyndar á útivelli gegn lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia, 31-26, eftir að hafa komist fjórum mörkum yfir snemma í seinni hálfleik, en enduðu stigi fyrir ofan Lemvig-Thyborön sem féll. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði tvö mörk úr tveimur skotum fyrir Fredericia sem hafði þegar tryggt sér 2. sæti deildarinnar, og þar með sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð, í fyrsta sinn. Nordsjælland var 13-11 yfir í hálfleik í dag og komst í 15-11, en Fredericia komst svo yfir þegar Einar stal boltanum og kom honum fram í hraðaupphlaup. Einar stal boltanum aftur í stöðunni 26-24, og hjálpaði Fredericia að komast þremur mörkum yfir, og munurinn í lokin var fimm mörk. Deildarmeistararnir brugðust ekki Deildarmeistarar Aalborg unnu hins vegar á sama tíma Lemvig-Thyborön, 35-28, eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 15-15. Lemvig endaði því neðst í deildinni og féll, en Nordsjælland fer í neðri úrslitakeppni deildarinnar. Þar spila liðin sem enduðu í 9.-13. sæti einfalda umferð, og er Nordsjælland eina liðið sem tekur engin stig með sér. SAH og Sönderjyske enduðu í 9. og 10. sæti og taka tvö stig með sér, en Holstebro og Kolding enduðu í 11. og 12. sæti og taka eitt stig með sér. Neðsta liðið af þessum fimm fer í umspil við lið úr næstefstu deild um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni Holstebro, liðið sem Arnór Atlason stýrir, tapaði 34-29 á útivelli gegn SönderjyskE í dag. Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson urðu einnig að sætta sig við tap með Ribe-Esbjerg, 30-27, á útivelli gegn Ringsted. Ágúst varði 7 af 20 skotum sem hann fékk á sig, og Elvar skoraði eitt mark. Í átta liða úrslitakeppni efstu liða deildarinnar er spilað í tveimur fjögurra liða riðlum. Aalborg (1. sæti), Bjerringbro-Silkeborg (4. sæti), Mors-Thy (5. sæti) og Ribe-Esbjerg (8. sæti) eru saman í riðli, en Fredericia, GOG, Skjern og Ringsted í hinum riðlinum. Aalborg og Fredericia taka með sér tvö stig úr deildakeppninni, en GOG og Skjern eitt stig hvort. Önnur byrja úrslitakeppnina án stiga.
Danski handboltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira