Alveg óvíst hvort ríkisstjórnin lifi kjörtímabilið af Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. apríl 2024 22:07 Eiríkur Bergmann fór yfir nýjustu vendingar í ríkisstjórninni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir jafnvel meiri styr munu standa um ríkisstjórnina undir forystu Bjarna Benediktssonar en Katrínar Jakobsdóttur. Stólaskiptin feli ekki í sér mikla efnisbreytingu en mikla ásýndarbreytingu sem hann telur að geti reynst ríkisstjórninni erfið þegar fram í sækir. Eiríkur segir alveg óvíst á þessari stundu hvort ríkisstjórnin lifi af út kjörtímabilið. Samsetning ríkisstjórnarinnar breytist töluvert við það að Bjarni Benediktsson taki við embætti forsætisráðherra og ólga í baklandi Vinstri grænna komi til með að aukast til muna. „Þetta er flokkur sem þarf ráðrúm núna til að velja sér nýja forystu en vægi flokksins í ríkisstjórninni hefur minnkað verulega. Ólgan hefur verið mest í VG og hún mun bara magnast við það að í stól forsætisráðherra sé formaður Sjálfstæðisflokksins,“ segir Eiríkur um stöðu Vinstri grænna og bætir við að ekkert ofboðslega mikið þurfi til að þess að ríkisstjórnin nýja lendi í vandræðum. „Bjarni Benediktsson fer fyrir stærsta stjórnmálaflokknum í þessu samstarfi og allar þær hefðir og venjur í íslenskum stjórnmálum segja að sá flokkur eigi að leiða ríkisstjórnina. Þrátt fyrir að fjöldamargar undanþágur séu til á því. Annað er hins vegar það að hann er miklu umdeildari stjórnmálamaður en fráfarandi forsætisráðherra,“ segir Eiríkur. Katrínu hafi oft verið lýst sem lími ríkisstjórnarinnar en það eigi ekki við um Bjarna. Ásýndarbreyting gæti reynst erfið Eiríkur segir óljóst hvort þessar breytingar feli í sér breyttar áherslur hjá ríkisstjórninni. Erfitt sé að segja til um hvort orðræða flokksformannanna sýni raunverulega fram á aukinn samstarfsvilja. „Þau tala um hefðbundin mál sem hafa reynst þeim erfið. Útlendingamál og orkumál og svo framvegis. Mál sem þau hafa ekkert náð saman um. Það er í sjálfu sér ekkert sem við höfum heyrt enn þá sem tryggir að það muni ganga eitthvað betur“ segir Eiríkur. „Ég veit ekki hvort það verður mikil efnisbreyting á þessari ríkisstjórn en það verður klárlega verulega mikil ásýndarbreyting og sú ásýndarbreyting getur reynst þessari stjórn allnokkuð erfið þegar fram í sækir. Ég geri ekki ráð fyrir að erfiðleikarnir geri vart við sig á næstunni. En kannski þegar líður á sumar og haust.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir „Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32 Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. 9. apríl 2024 19:20 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Eiríkur segir alveg óvíst á þessari stundu hvort ríkisstjórnin lifi af út kjörtímabilið. Samsetning ríkisstjórnarinnar breytist töluvert við það að Bjarni Benediktsson taki við embætti forsætisráðherra og ólga í baklandi Vinstri grænna komi til með að aukast til muna. „Þetta er flokkur sem þarf ráðrúm núna til að velja sér nýja forystu en vægi flokksins í ríkisstjórninni hefur minnkað verulega. Ólgan hefur verið mest í VG og hún mun bara magnast við það að í stól forsætisráðherra sé formaður Sjálfstæðisflokksins,“ segir Eiríkur um stöðu Vinstri grænna og bætir við að ekkert ofboðslega mikið þurfi til að þess að ríkisstjórnin nýja lendi í vandræðum. „Bjarni Benediktsson fer fyrir stærsta stjórnmálaflokknum í þessu samstarfi og allar þær hefðir og venjur í íslenskum stjórnmálum segja að sá flokkur eigi að leiða ríkisstjórnina. Þrátt fyrir að fjöldamargar undanþágur séu til á því. Annað er hins vegar það að hann er miklu umdeildari stjórnmálamaður en fráfarandi forsætisráðherra,“ segir Eiríkur. Katrínu hafi oft verið lýst sem lími ríkisstjórnarinnar en það eigi ekki við um Bjarna. Ásýndarbreyting gæti reynst erfið Eiríkur segir óljóst hvort þessar breytingar feli í sér breyttar áherslur hjá ríkisstjórninni. Erfitt sé að segja til um hvort orðræða flokksformannanna sýni raunverulega fram á aukinn samstarfsvilja. „Þau tala um hefðbundin mál sem hafa reynst þeim erfið. Útlendingamál og orkumál og svo framvegis. Mál sem þau hafa ekkert náð saman um. Það er í sjálfu sér ekkert sem við höfum heyrt enn þá sem tryggir að það muni ganga eitthvað betur“ segir Eiríkur. „Ég veit ekki hvort það verður mikil efnisbreyting á þessari ríkisstjórn en það verður klárlega verulega mikil ásýndarbreyting og sú ásýndarbreyting getur reynst þessari stjórn allnokkuð erfið þegar fram í sækir. Ég geri ekki ráð fyrir að erfiðleikarnir geri vart við sig á næstunni. En kannski þegar líður á sumar og haust.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir „Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32 Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. 9. apríl 2024 19:20 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32
Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. 9. apríl 2024 19:20