Rétta hallann af á fjórum árum Bjarki Sigurðsson skrifar 16. apríl 2024 09:50 Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin stefnir að því að ríkissjóður verði rekinn með halla næstu fjögur ár en að árið 2028 verði hallinn orðinn að afgangi. Reiknað er með þriggja milljarða króna afgangi árið 2028 og tuttugu milljarða afgangi árið 2029. Þetta kemur fram í fjármálaáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sem kynnt var í dag. Áætlunin er fyrir árin 2025 til 2029. Áframhaldandi kaupmáttarvöxtur Vöxtur kaupmáttar hér á Íslandi hefur verið langt umfram það sem þekkist hjá öllum öðrum ríkjum Vestur-Evrópu undanfarinn áratug. Með fjármálaáætlun er lagður grunn að áframhaldandi kaupmáttarvexti. „Lífskjarabatinn birtist víðar en í vexti kaupmáttar. Þannig hafa skuldir heimilanna sjaldan á undanförnum áratugum verið lægri í hlutfalli við ráðstöfunartekjur þeirra,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins um áætlunina. Gæta aðhalds Ríkisstjórnin mun gæta aðhalds í opinberum fjármálum og helminga halla ríkissjóðs á næsta ári, úr 49 milljörðum króna í 25 milljarða króna. Árið 2028 verður hallinn svo að afgangi. Útgjöld til heilbrigðismála og félags- og tryggingamála vega þyngst á tímabili fjármálaáætlunar og samsvara um helmingi af heildarútgjalda ríkissjóðs. „Ekki er almenn aðhaldskrafa á heilbrigðis- og velferðarmál og verður áfram forgangsraðað til þeirra málaflokka en útgjöld verða þar aukin um 80 milljarða króna milli 2024 og 2029 sem svarar til tæplega 12% aukningar að raunvirði,“ segir í tilkynningunni. Auðvelda verkefni Seðlabankans Aukinn kraftur verður settur í að bæta skilvirkni hins opinbera og stofnanaskipulagið við rekstur opinberrar þjónustu endurmetið. Miklir möguleikar liggi þar í að nýta fjármagn betur og gera stofnanir burðugri til að veita þjónustu sem þörf er á. „Útgjöld ríkissjóðs og hins opinbera í heild munu því vaxa hóflega í ár og á tímabili fjármálaáætlunar. Með hægfara útgjaldavexti er stefnt að því að hlutfall heildarútgjalda hins opinbera af vergri landsframleiðslu, sem í ár mun nema um 44%, verði orðið tæplega 41% undir lok tímabilsins. Með þeim hætti auðvelda opinber fjármál það verkefni Seðlabankans að stuðla að stöðugu verðlagi,“ segir í tilkynningunni. Ná að fjármagna aðgerðir í tengslum við kjarasamninga Þá munu stjórnvöld ráðast í aðgerðir samhliða gerð kjarasamninga og með þeim á að auka ráðstöfunartekjur heimila með sérstakri áherslu á húsnæðisuppbyggingu, húsnæðisstuðning og málefni barnafjölskyldna. „Þökk sé hóflegum vexti annarra útgjalda eins og fram hefur komið og nokkrum áframhaldandi vexti í tekjum ríkissjóðs næst að fjármagna aðgerðir til stuðnings kjarasamningum á komandi árum,“ segir í tilkynningunni. Draga úr óvissu Einnig munu stjórnvöld leggja ríka áherslu á að kjarasamningar á opinberum vinnumarkaði samrýmist þeirri heildarstefnunni sem hefur verið mörkuð á almennum vinnumarkaði. „Mikilvægt er að um verði að ræða langtímasamninga sem dragi úr óvissu og styðji við lækkun verðbólgu. Aðeins þannig myndast skilyrði fyrir lækkun vaxta,“ segir í tilkynningunni. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Þetta kemur fram í fjármálaáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sem kynnt var í dag. Áætlunin er fyrir árin 2025 til 2029. Áframhaldandi kaupmáttarvöxtur Vöxtur kaupmáttar hér á Íslandi hefur verið langt umfram það sem þekkist hjá öllum öðrum ríkjum Vestur-Evrópu undanfarinn áratug. Með fjármálaáætlun er lagður grunn að áframhaldandi kaupmáttarvexti. „Lífskjarabatinn birtist víðar en í vexti kaupmáttar. Þannig hafa skuldir heimilanna sjaldan á undanförnum áratugum verið lægri í hlutfalli við ráðstöfunartekjur þeirra,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins um áætlunina. Gæta aðhalds Ríkisstjórnin mun gæta aðhalds í opinberum fjármálum og helminga halla ríkissjóðs á næsta ári, úr 49 milljörðum króna í 25 milljarða króna. Árið 2028 verður hallinn svo að afgangi. Útgjöld til heilbrigðismála og félags- og tryggingamála vega þyngst á tímabili fjármálaáætlunar og samsvara um helmingi af heildarútgjalda ríkissjóðs. „Ekki er almenn aðhaldskrafa á heilbrigðis- og velferðarmál og verður áfram forgangsraðað til þeirra málaflokka en útgjöld verða þar aukin um 80 milljarða króna milli 2024 og 2029 sem svarar til tæplega 12% aukningar að raunvirði,“ segir í tilkynningunni. Auðvelda verkefni Seðlabankans Aukinn kraftur verður settur í að bæta skilvirkni hins opinbera og stofnanaskipulagið við rekstur opinberrar þjónustu endurmetið. Miklir möguleikar liggi þar í að nýta fjármagn betur og gera stofnanir burðugri til að veita þjónustu sem þörf er á. „Útgjöld ríkissjóðs og hins opinbera í heild munu því vaxa hóflega í ár og á tímabili fjármálaáætlunar. Með hægfara útgjaldavexti er stefnt að því að hlutfall heildarútgjalda hins opinbera af vergri landsframleiðslu, sem í ár mun nema um 44%, verði orðið tæplega 41% undir lok tímabilsins. Með þeim hætti auðvelda opinber fjármál það verkefni Seðlabankans að stuðla að stöðugu verðlagi,“ segir í tilkynningunni. Ná að fjármagna aðgerðir í tengslum við kjarasamninga Þá munu stjórnvöld ráðast í aðgerðir samhliða gerð kjarasamninga og með þeim á að auka ráðstöfunartekjur heimila með sérstakri áherslu á húsnæðisuppbyggingu, húsnæðisstuðning og málefni barnafjölskyldna. „Þökk sé hóflegum vexti annarra útgjalda eins og fram hefur komið og nokkrum áframhaldandi vexti í tekjum ríkissjóðs næst að fjármagna aðgerðir til stuðnings kjarasamningum á komandi árum,“ segir í tilkynningunni. Draga úr óvissu Einnig munu stjórnvöld leggja ríka áherslu á að kjarasamningar á opinberum vinnumarkaði samrýmist þeirri heildarstefnunni sem hefur verið mörkuð á almennum vinnumarkaði. „Mikilvægt er að um verði að ræða langtímasamninga sem dragi úr óvissu og styðji við lækkun verðbólgu. Aðeins þannig myndast skilyrði fyrir lækkun vaxta,“ segir í tilkynningunni.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira