Vilja sinna Íslendingum á Spáni betur Lovísa Arnardóttir skrifar 16. maí 2024 08:53 Gísli Rafn segir betur hægt að sinna Íslendingum á Spáni. Þúsundir búi þar og tugþúsundir ferðist þangað árlega. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðuneytið hefur lagt til að opnað verði sendiráð Íslands í Madríd á Spáni. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, segir ákall frá Íslendingum sem þar búa og þangað ferðast um að þeim sé betur sinnt. 25 Íslendingar létust á Spáni 2022 og þúsundir búa þar. Fjallað var um það í Morgunblaðinu fyrr í vikunni að tillaga utanríkisráðuneytisins væri til skoðunar í fjárlaganefnd í tengslum við umræðu nefndarinnar um fjármálaáætlun fyrir árin 2025 til 2029. Í frétt Morgunblaðsins kom fram að gert væri ráð fyrir 45 milljóna stofnkostnaði á fyrsta árinu, 2025, en að rekstrarkostnaður yrði um 132 milljónir á ári. Það væri til að mæta kostnaði við tvo starfsmenn sem myndu vinna í sendiráðinu, það er sendiherra og staðgengil hans, starfsmenn sem eru ráðin á staðnum, húsaleigu og annan rekstrarkostnað. Gísli Rafn er sérstakur áhugamaður um sendiráð á Spáni og fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir alla þingmenn Pírata hafa búið erlendis og þurft að leita aðstoðar hjá sendiráði. Vegna týnds vegabréfs eða til að kjósa til dæmis. Í samtölum þeirra við Íslendinga sem búa erlendis hafi komið fram skýr vilji til að bæta þessa þjónustu, og þá sérstaklega frá fólki sem býr á Spáni. „Þar sem það er mjög erfitt fyrir þau að fá alla þá venjulegu þjónustu sem Íslendingar erlendis geta fengið þar sem sendiráð eru til staðar,“ segir hann og að þingflokkurinn hafi því farið að ýta á málið. Hann segir það sem stöðvi opnun sendiráðs vera vilja ráðuneytisins en fjármagn hafi verið helsta hindrunin. Það kosti að vera með starfsfólk og skrifstofu. „En það gleymist oft að kostnaðurinn við að vera með það ekki er mjög mikill,“ segir Gísli Rafn og að sem dæmi sé 80 prósent af þeirri þjónustu sem borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins veitir vegna fólks á Spáni. Þjónustan sem sé þegar veitt sé því umfangsmikil. Sem dæmi hafi 25 einstaklingar látist á Spáni árið 2022 sem utanríkisráðuneytið hafi þurft að aðstoða við að koma heim. Þá eiga Íslendingar um fjögur þúsund hús í kringum Alicante og um þúsund á Kanaríeyjum. Auk þeirra sem búi þarna ferðist um 60 til 70 þúsund Íslendingar árlega til Spánar. Ellefu kjörræðissmenn á Spáni Gísli segir að í augnablikinu sjái sendiráðið í París um alla þjónustu við fólk á Spáni og til að bæta við þjónustuna séu kjörræðismenn. Það séu sjálfboðaliðar, yfirleitt fólk frá landinu sem um ræðir. Á Spáni séu ellefu slíkir en þeir séu að drukkna í verkefnum og það bætist aðeins ofan á nú þegar það eiga að fara fram kosningar. Gísli segir að það sé vilji á þinginu til að hugsa betur um þá Íslendinga sem búa á Spáni. Þær upphæðir sem séu til umræðu séu ekki stórar miðað við hvað er eytt í utanríkisþjónustu yfir höfuð. Verði sendiráðið opnað verður það staðsett í Madríd, höfuðborg Spánar, sem er í töluverðri fjarlægð frá þeim stöðum þar sem Íslendingar hafa fjölmennt. Þannig muni enn vera þörf á kjörræðismönnunum en að þeir fái betri stuðning. Þá sé það algengt að starfsmaður sendiráðsins myndi til dæmis fara til Kanaríeyja í viku ef það væru kosningar, til að aðstoða. „Það er flóknara að vera að senda einhvern frá Frakklandi því það er líka stórt land og þar eru líka Íslendingar sem þarf að sinna.“ Rætt í nefnd Gísli Rafn segir málið nú til umræðu í fjárlaganefndinni og að hann beri miklar vonir til þess að nefndin muni hlusta á bæði ráðuneytið og Íslendinga á Spáni og bæti þessu inn í áætlun. „Þegar þingið kemur saman í haust fáum við fjárlögin fyrir næsta ár og þau eiga að vera svona nokkurn veginn eins og áætlunin er, nema kannski með litlum breytingum. Þá er þetta komið á fjárlög og þá væri hægt að opna sendiráð í byrjun næsta ár.“ Íslenska ríkið er með 17 sendiráð um allan heim og svo fjölda sendiskrifstofa. Flest sendiráðin og sendiskrifstofurnar eru í Evrópu Sendiráð Íslands Utanríkismál Spánn Alþingi Píratar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bítið Tengdar fréttir Ný sendiskrifstofa opnuð í Síerra Leóne Ný sendiskrifstofa Íslands í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, var formlega opnuð í gærkvöldi og var sérstök hátíðarmóttaka af því tilefni. Sendinefnd frá Íslandi er í Síerra Leóne um þessar mundir og sóttu Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Logi Einarsson þingmaður, opnunina. 3. maí 2024 14:39 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Fjallað var um það í Morgunblaðinu fyrr í vikunni að tillaga utanríkisráðuneytisins væri til skoðunar í fjárlaganefnd í tengslum við umræðu nefndarinnar um fjármálaáætlun fyrir árin 2025 til 2029. Í frétt Morgunblaðsins kom fram að gert væri ráð fyrir 45 milljóna stofnkostnaði á fyrsta árinu, 2025, en að rekstrarkostnaður yrði um 132 milljónir á ári. Það væri til að mæta kostnaði við tvo starfsmenn sem myndu vinna í sendiráðinu, það er sendiherra og staðgengil hans, starfsmenn sem eru ráðin á staðnum, húsaleigu og annan rekstrarkostnað. Gísli Rafn er sérstakur áhugamaður um sendiráð á Spáni og fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir alla þingmenn Pírata hafa búið erlendis og þurft að leita aðstoðar hjá sendiráði. Vegna týnds vegabréfs eða til að kjósa til dæmis. Í samtölum þeirra við Íslendinga sem búa erlendis hafi komið fram skýr vilji til að bæta þessa þjónustu, og þá sérstaklega frá fólki sem býr á Spáni. „Þar sem það er mjög erfitt fyrir þau að fá alla þá venjulegu þjónustu sem Íslendingar erlendis geta fengið þar sem sendiráð eru til staðar,“ segir hann og að þingflokkurinn hafi því farið að ýta á málið. Hann segir það sem stöðvi opnun sendiráðs vera vilja ráðuneytisins en fjármagn hafi verið helsta hindrunin. Það kosti að vera með starfsfólk og skrifstofu. „En það gleymist oft að kostnaðurinn við að vera með það ekki er mjög mikill,“ segir Gísli Rafn og að sem dæmi sé 80 prósent af þeirri þjónustu sem borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins veitir vegna fólks á Spáni. Þjónustan sem sé þegar veitt sé því umfangsmikil. Sem dæmi hafi 25 einstaklingar látist á Spáni árið 2022 sem utanríkisráðuneytið hafi þurft að aðstoða við að koma heim. Þá eiga Íslendingar um fjögur þúsund hús í kringum Alicante og um þúsund á Kanaríeyjum. Auk þeirra sem búi þarna ferðist um 60 til 70 þúsund Íslendingar árlega til Spánar. Ellefu kjörræðissmenn á Spáni Gísli segir að í augnablikinu sjái sendiráðið í París um alla þjónustu við fólk á Spáni og til að bæta við þjónustuna séu kjörræðismenn. Það séu sjálfboðaliðar, yfirleitt fólk frá landinu sem um ræðir. Á Spáni séu ellefu slíkir en þeir séu að drukkna í verkefnum og það bætist aðeins ofan á nú þegar það eiga að fara fram kosningar. Gísli segir að það sé vilji á þinginu til að hugsa betur um þá Íslendinga sem búa á Spáni. Þær upphæðir sem séu til umræðu séu ekki stórar miðað við hvað er eytt í utanríkisþjónustu yfir höfuð. Verði sendiráðið opnað verður það staðsett í Madríd, höfuðborg Spánar, sem er í töluverðri fjarlægð frá þeim stöðum þar sem Íslendingar hafa fjölmennt. Þannig muni enn vera þörf á kjörræðismönnunum en að þeir fái betri stuðning. Þá sé það algengt að starfsmaður sendiráðsins myndi til dæmis fara til Kanaríeyja í viku ef það væru kosningar, til að aðstoða. „Það er flóknara að vera að senda einhvern frá Frakklandi því það er líka stórt land og þar eru líka Íslendingar sem þarf að sinna.“ Rætt í nefnd Gísli Rafn segir málið nú til umræðu í fjárlaganefndinni og að hann beri miklar vonir til þess að nefndin muni hlusta á bæði ráðuneytið og Íslendinga á Spáni og bæti þessu inn í áætlun. „Þegar þingið kemur saman í haust fáum við fjárlögin fyrir næsta ár og þau eiga að vera svona nokkurn veginn eins og áætlunin er, nema kannski með litlum breytingum. Þá er þetta komið á fjárlög og þá væri hægt að opna sendiráð í byrjun næsta ár.“ Íslenska ríkið er með 17 sendiráð um allan heim og svo fjölda sendiskrifstofa. Flest sendiráðin og sendiskrifstofurnar eru í Evrópu
Sendiráð Íslands Utanríkismál Spánn Alþingi Píratar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bítið Tengdar fréttir Ný sendiskrifstofa opnuð í Síerra Leóne Ný sendiskrifstofa Íslands í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, var formlega opnuð í gærkvöldi og var sérstök hátíðarmóttaka af því tilefni. Sendinefnd frá Íslandi er í Síerra Leóne um þessar mundir og sóttu Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Logi Einarsson þingmaður, opnunina. 3. maí 2024 14:39 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Ný sendiskrifstofa opnuð í Síerra Leóne Ný sendiskrifstofa Íslands í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, var formlega opnuð í gærkvöldi og var sérstök hátíðarmóttaka af því tilefni. Sendinefnd frá Íslandi er í Síerra Leóne um þessar mundir og sóttu Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Logi Einarsson þingmaður, opnunina. 3. maí 2024 14:39
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent