Á Ísland framtíð í NATO? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 17. maí 2024 08:00 Vegna stríðsins í Úkraínu hefur staða NATO verið mikið í umræðu og nauðsyn þess að auka útgjöld til varnarmála í Evrópu. Ísland sem er eitt af stofnríkjum NATO frá 1949 hefur þá sérstöðu að vera herlaust land. Nú er miðað er við að aðildarríki NATO eyði minnst 2 prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Við stofnun NATO gerðust 12 lönd aðildarríki, en síðan þá hafa 20 lönd til viðbótar gengið í NATO með samtals 10 stækkunarlotum (árin 1952, 1955, 1982, 1999, 2004, 2009, 2017, 2020, 2023 og 2024). Sjö stækkanir hafa orðið síðan Sovétríkin féllu árið 1991, sjá Töflu 1. Stækkun NATO til austurs Eitt af því sem einkennir stækkun NATO er að hún hefur fyrst og fremst veðið til austurs og færst nær Rússlandi sem ýmis ný aðildarríki sjá sem ógn við sig meðal annars af sögulegum ástæðum. Yfirvöld í Rússlandi sjá aftur á móti NATO sem hernaðarbandalag, fremur en varnarbandalag. Þau sjá NATO sem ógn við sitt þjóðaröryggi og hafa margoft mótmælt stækkun NATO við eða nálægt landamærum sínum með tilheyrandi hernaðaruppbyggingu. Séu gögn um útgjöld til varnarmála skoðuð á heimasíðu NATO fyrir 2023 kemur í ljós að ellefu aðildarríki NATO greiddu 2 prósent eða meira að vergri landsframleiðslu til varnarmála, sjá Töflu 2. Eins og Taflan sýnir eiga flest þessi ríki annaðhvort landamæri við Rússland eða Úkraínu þar sem nú geysar stríð. Undantekningar eru Bandaríkin sem eru forysturíki NATO og eiga í stórveldasamkeppni við Kína og Rússland. Grikkland sem stendur ógn af Türkiye, og loks Bretland sem á langa sögu sem herveldi. Það eru fyrst og fremst lönd í nágrenni við Rússland eða við Úkraínu sem hafa verði að auka útgjöld sín til varnarmála. Um leið skapast pressa á önnur NATO ríki sem eru fjær að gera slíkt hið sama þó þeim standi ekki sama ógn af Rússlandi. Þetta mun þýða gífurlega aukningu á útgjöldum til varnarmála í Evrópu á næstu árum sem kallar á tilfærslur og getur leitt til pólitísks óstöðugleika í mörgum Evrópulöndum NATO. Sjálfur hef ég litla trú á að Rússland hafi í hyggju að gera stórárás á NATO ríki, en það álit mitt skiptir ekki máli hér. Lönd eins og Eystrasaltsríkin og Pólland óttast innrás og þau hafa líka verið ákafir talsmenn stækkunar NATO þar á meðal að Úkraína verði aðildarríki og studdu þá hugmynd á leiðtogafundi NATO í Búkarest í apríl 2008. Leiðtogar Eystrasaltsríkjanna hafa líka talað um að taka upp herskyldu í öllum NATO ríkjum fyrir utan stóraukningu á framlögum til varnarmála sem hlýtur að vekja áleitnar spurningar hjá herlausu landi eins og Íslandi. Ólíkir hagsmunir í stækkuðu varnarbandalagi Með stækkun NATO úr 12 ríkjum 1949 í 32 ríki 2024 verða ýmsar breytingar á eðli bandalagsins vegna mismunandi hagsmuna ríkjanna. Sumum löndum finnst öryggi sínu meira ógnað en öðrum. Þau ríki sem óttast öryggi sitt mest auka útgjöld sín mest og ætlast til að önnur geri slíkt hið sama. Sum lönd vilja taka upp herskyldu í öllu varnarbandalaginu en önnur ekki. Bandaríkin sem eru í forystu fyrir NATO eru í stórveldasamkeppni í Asíu vegna uppgangs Kína og hafa mikla hagsmuni í Mið-Austurlöndum þar sem nú er stríð í gangi sem engan sendi sér á og átökin gætu breiðst út. Það er miklu dýrara fyrir Bandaríkin að hafa 32 lönd undir sinni öryggisregnhlíf en t.d. 12 þegar NATO var stofnað. Það kemur því varla á óvart að stjórnvöld í Bandaríkjunum þrýsti á önnur aðildarríki á NATO að auka útgjöld sín til varnarmála. Ísland hefur ekki sögulega átt í átökum við Sovétríkin, eða Rússland eftir að Sovétríkin féllu, eins og t.d. Eystrasaltsríkin eða Pólland. Ísland er fjarri átökum í Evrópu nú á meðan sum NATO ríki eru í næsta nágrenni við átakasvæðið. Það þarf því að hugsa um stöðu Íslands nú. Upplifum við öryggi okkar þannig að við teljum nauðsynlegt að auka útgjöld til varnarmála í 2 prósent af vergri landsframleiðslu þ.e. verja 80 til 90 milljörðum króna árlega til varnarmála. Sum lönd eins og Pólland eru að fara enn lengra og nálgast 4 prósent sem væri 160 til 180 milljarðar króna fyrir Ísland. Öll Eystrasaltsríkin og Finnland eru komin vel yfir 2 prósent, sjá Töflu 2. Erum við tilbúin í breyttu bandalagi að skuldbinda okkur að kaupa mikið magn vopna á hverju ári og láta þjálfa og senda Íslensk ungmenni á vígvöllinn til að verja önnur lönd. Viljum við t.d. senda Íslenska hermenn til að berjast við Rússneska herinn? Treysta Íslensk stjórnvöld sér ekki undir neinum kringumstæðum til að tala fyrir friði í heiminum? Verðum við öruggari með vígvæðingu og beinni þátttöku í styrjöldum. Viljum við svo senda hermenn í aðrar álfur þar sem NATO telur öryggishagsmunum sínum ógnað? NATO er t.d. að opna skrifstofu í Tokyo. Sjálfur hef ég alltaf talið að Ísland ætti að vera í NATO. En tímarnir hafa breyst og NATO hefur breyst og það kallar á endurmat á stöðunni, sérstaklega ef ekki verður komist hjá gríðarlegum útgjöldum til vopnakaupa og rekstur herliðs á Íslandi og þátttöku í styrjöldum á erlendri grund vegna skuldbindinga um að árás á eitt ríki sér árás á þau öll (svokallað Article 5 guarantee). Ísland gekk í NATO sem herlaus þjóð en talið var mikilvægt fyrir öryggi Evrópu og Norður Ameríku að landið gengi í NATO vegna legu sinnar. Séu allar forsendur breyttar nú kallar það á að allt málið sé skoðað á ný. Þurfum við að losna við fólkið úr landinu? Eystrasaltsríkin eru líkleg til að vilja eyða um 4 prósent að vergri landsframleiðslu til varnarmála eins og Pólland gerir nú. Fyrir Ísland þýddi þetta um 160 til 180 milljarða króna á ári til vopnakaupa og reksturs hers hér a landi. Eystrasaltsríkin urðu sjálfstæð 1991 þegar Sovétríkin féllu tóku ekki um norrænt velferðarkerfi í neinni mynd heldur frjálshyggju í anda Chicago hagfræði með miklum tekjuójöfnuði og fátækt hjá almenningi. Um þetta fjallaði ég meðal annars í bók sem kom út árið 2018 sem bar titilinn: The Economic Crisis and its Aftermath in the Nordic and Baltic Countries. Do As We Say and Not As We Do. Árangurinn lét ekki á sér standa. Árið 1991 bjuggu um 8 milljónir manna í Eystrasaltsríkjunum og rúmlega 8 milljónir í Svíþjóð. Nú rúmun þremur áratugum seinna eru íbúar Svíþjóðar orðnir um 11 milljónir en íbúar Eystrasaltsríkjanna um 6 milljónir. Eystrasaltsríkin misstu stóran hluta að sínu yngsta og besta menntaða fólki til annarra landa. Væri ráð að grípa til svipaðra aðgerða hér? Eyða 160 til 180 milljörðum króna á ári til hermála. Skera hressilega niður framlög til heilbrigðis- og menntamála. Þannig gætum við losnað við stóran hluta fólksins úr landinu. Ýmis önnur vandamál myndu þá leysast um leið af sjálfu sér. Hvað er hægt að segja annað en Good luck!¨ Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilmar Þór Hilmarsson NATO Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Vegna stríðsins í Úkraínu hefur staða NATO verið mikið í umræðu og nauðsyn þess að auka útgjöld til varnarmála í Evrópu. Ísland sem er eitt af stofnríkjum NATO frá 1949 hefur þá sérstöðu að vera herlaust land. Nú er miðað er við að aðildarríki NATO eyði minnst 2 prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Við stofnun NATO gerðust 12 lönd aðildarríki, en síðan þá hafa 20 lönd til viðbótar gengið í NATO með samtals 10 stækkunarlotum (árin 1952, 1955, 1982, 1999, 2004, 2009, 2017, 2020, 2023 og 2024). Sjö stækkanir hafa orðið síðan Sovétríkin féllu árið 1991, sjá Töflu 1. Stækkun NATO til austurs Eitt af því sem einkennir stækkun NATO er að hún hefur fyrst og fremst veðið til austurs og færst nær Rússlandi sem ýmis ný aðildarríki sjá sem ógn við sig meðal annars af sögulegum ástæðum. Yfirvöld í Rússlandi sjá aftur á móti NATO sem hernaðarbandalag, fremur en varnarbandalag. Þau sjá NATO sem ógn við sitt þjóðaröryggi og hafa margoft mótmælt stækkun NATO við eða nálægt landamærum sínum með tilheyrandi hernaðaruppbyggingu. Séu gögn um útgjöld til varnarmála skoðuð á heimasíðu NATO fyrir 2023 kemur í ljós að ellefu aðildarríki NATO greiddu 2 prósent eða meira að vergri landsframleiðslu til varnarmála, sjá Töflu 2. Eins og Taflan sýnir eiga flest þessi ríki annaðhvort landamæri við Rússland eða Úkraínu þar sem nú geysar stríð. Undantekningar eru Bandaríkin sem eru forysturíki NATO og eiga í stórveldasamkeppni við Kína og Rússland. Grikkland sem stendur ógn af Türkiye, og loks Bretland sem á langa sögu sem herveldi. Það eru fyrst og fremst lönd í nágrenni við Rússland eða við Úkraínu sem hafa verði að auka útgjöld sín til varnarmála. Um leið skapast pressa á önnur NATO ríki sem eru fjær að gera slíkt hið sama þó þeim standi ekki sama ógn af Rússlandi. Þetta mun þýða gífurlega aukningu á útgjöldum til varnarmála í Evrópu á næstu árum sem kallar á tilfærslur og getur leitt til pólitísks óstöðugleika í mörgum Evrópulöndum NATO. Sjálfur hef ég litla trú á að Rússland hafi í hyggju að gera stórárás á NATO ríki, en það álit mitt skiptir ekki máli hér. Lönd eins og Eystrasaltsríkin og Pólland óttast innrás og þau hafa líka verið ákafir talsmenn stækkunar NATO þar á meðal að Úkraína verði aðildarríki og studdu þá hugmynd á leiðtogafundi NATO í Búkarest í apríl 2008. Leiðtogar Eystrasaltsríkjanna hafa líka talað um að taka upp herskyldu í öllum NATO ríkjum fyrir utan stóraukningu á framlögum til varnarmála sem hlýtur að vekja áleitnar spurningar hjá herlausu landi eins og Íslandi. Ólíkir hagsmunir í stækkuðu varnarbandalagi Með stækkun NATO úr 12 ríkjum 1949 í 32 ríki 2024 verða ýmsar breytingar á eðli bandalagsins vegna mismunandi hagsmuna ríkjanna. Sumum löndum finnst öryggi sínu meira ógnað en öðrum. Þau ríki sem óttast öryggi sitt mest auka útgjöld sín mest og ætlast til að önnur geri slíkt hið sama. Sum lönd vilja taka upp herskyldu í öllu varnarbandalaginu en önnur ekki. Bandaríkin sem eru í forystu fyrir NATO eru í stórveldasamkeppni í Asíu vegna uppgangs Kína og hafa mikla hagsmuni í Mið-Austurlöndum þar sem nú er stríð í gangi sem engan sendi sér á og átökin gætu breiðst út. Það er miklu dýrara fyrir Bandaríkin að hafa 32 lönd undir sinni öryggisregnhlíf en t.d. 12 þegar NATO var stofnað. Það kemur því varla á óvart að stjórnvöld í Bandaríkjunum þrýsti á önnur aðildarríki á NATO að auka útgjöld sín til varnarmála. Ísland hefur ekki sögulega átt í átökum við Sovétríkin, eða Rússland eftir að Sovétríkin féllu, eins og t.d. Eystrasaltsríkin eða Pólland. Ísland er fjarri átökum í Evrópu nú á meðan sum NATO ríki eru í næsta nágrenni við átakasvæðið. Það þarf því að hugsa um stöðu Íslands nú. Upplifum við öryggi okkar þannig að við teljum nauðsynlegt að auka útgjöld til varnarmála í 2 prósent af vergri landsframleiðslu þ.e. verja 80 til 90 milljörðum króna árlega til varnarmála. Sum lönd eins og Pólland eru að fara enn lengra og nálgast 4 prósent sem væri 160 til 180 milljarðar króna fyrir Ísland. Öll Eystrasaltsríkin og Finnland eru komin vel yfir 2 prósent, sjá Töflu 2. Erum við tilbúin í breyttu bandalagi að skuldbinda okkur að kaupa mikið magn vopna á hverju ári og láta þjálfa og senda Íslensk ungmenni á vígvöllinn til að verja önnur lönd. Viljum við t.d. senda Íslenska hermenn til að berjast við Rússneska herinn? Treysta Íslensk stjórnvöld sér ekki undir neinum kringumstæðum til að tala fyrir friði í heiminum? Verðum við öruggari með vígvæðingu og beinni þátttöku í styrjöldum. Viljum við svo senda hermenn í aðrar álfur þar sem NATO telur öryggishagsmunum sínum ógnað? NATO er t.d. að opna skrifstofu í Tokyo. Sjálfur hef ég alltaf talið að Ísland ætti að vera í NATO. En tímarnir hafa breyst og NATO hefur breyst og það kallar á endurmat á stöðunni, sérstaklega ef ekki verður komist hjá gríðarlegum útgjöldum til vopnakaupa og rekstur herliðs á Íslandi og þátttöku í styrjöldum á erlendri grund vegna skuldbindinga um að árás á eitt ríki sér árás á þau öll (svokallað Article 5 guarantee). Ísland gekk í NATO sem herlaus þjóð en talið var mikilvægt fyrir öryggi Evrópu og Norður Ameríku að landið gengi í NATO vegna legu sinnar. Séu allar forsendur breyttar nú kallar það á að allt málið sé skoðað á ný. Þurfum við að losna við fólkið úr landinu? Eystrasaltsríkin eru líkleg til að vilja eyða um 4 prósent að vergri landsframleiðslu til varnarmála eins og Pólland gerir nú. Fyrir Ísland þýddi þetta um 160 til 180 milljarða króna á ári til vopnakaupa og reksturs hers hér a landi. Eystrasaltsríkin urðu sjálfstæð 1991 þegar Sovétríkin féllu tóku ekki um norrænt velferðarkerfi í neinni mynd heldur frjálshyggju í anda Chicago hagfræði með miklum tekjuójöfnuði og fátækt hjá almenningi. Um þetta fjallaði ég meðal annars í bók sem kom út árið 2018 sem bar titilinn: The Economic Crisis and its Aftermath in the Nordic and Baltic Countries. Do As We Say and Not As We Do. Árangurinn lét ekki á sér standa. Árið 1991 bjuggu um 8 milljónir manna í Eystrasaltsríkjunum og rúmlega 8 milljónir í Svíþjóð. Nú rúmun þremur áratugum seinna eru íbúar Svíþjóðar orðnir um 11 milljónir en íbúar Eystrasaltsríkjanna um 6 milljónir. Eystrasaltsríkin misstu stóran hluta að sínu yngsta og besta menntaða fólki til annarra landa. Væri ráð að grípa til svipaðra aðgerða hér? Eyða 160 til 180 milljörðum króna á ári til hermála. Skera hressilega niður framlög til heilbrigðis- og menntamála. Þannig gætum við losnað við stóran hluta fólksins úr landinu. Ýmis önnur vandamál myndu þá leysast um leið af sjálfu sér. Hvað er hægt að segja annað en Good luck!¨ Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri og starfaði um 12 ára skeið hjá Alþjóðabankanum.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar