Misþyrming íslenskunnar í boði gervigreinds flugfélags: „Icelandair endurræsir afþreyingu, keppnisskyrði flugbjúgukeppnissins og eventýralega þvælu“ María Helga Guðmundsdóttir. skrifar 4. júní 2024 08:00 Fyrirsögn þessarar greinar er ekki úr lausu lofti gripin, eins mikil steypa og hún kann að virðast. Þetta er örlítið uppfærð tilvitnun í nýjustu íslensku útgáfu afþreyingarkerfis Icelandair, þar sem sjónvarpsþætti er lýst svo, stafrétt: Liðið endurræsir banjó, keppnisskyrði flugbjúgukeppnissins og eventýralega dukku. Við fyrstu sýn kann lesandi að halda að köttur hafi hlaupið yfir lyklaborð þýðanda og skilið eftir skemmtilega vitleysu fyrir glögga farþega. En því miður er það ekki svo. Nánari athugun leiðir í ljós að það er varla ein einasta setning á íslensku í kerfinu sem stenst skoðun. Nokkur úrvalsdæmi fylgja í lok greinar fyrir áhugasama en þau eru miklu fleiri. Ég hef starfað við prófarkalestur og þýðingar milli íslensku og ensku í tvo áratugi og er því ágætlega vön að finna bæði manngerðar þýðingarvillur og vélrænar. Sú „íslenska“ sem hér er til sýnis er augljóslega ekki runnin undan rifjum manneskju. Hún er heldur ekki afurð hefðbundinnar þýðingarvélar; Google Translate er oft klaufi en leggur það almennt ekki í vana sinn að búa til orð eins og „Fimmtítalshúsfreyju“ eða „leðursteikjuskeiði“. Í það dugar ekkert minna en gervigreind, sá sískapandi bullukollur. Sú gervigreind sem hér hefur verið notuð hefur ekki einu sinni verið þjálfuð sæmilega á íslensku gagnasafni, eins og sjá má á því hvernig hún flakkar á milli rithátta sem minna á íslensku og blandinavísku („eventýralega“). Garmurinn er enda bara að geta í eyðurnar út frá líkindum. Það er Icelandair til háborinnar skammar að leita á náð gervigreindar um að þýða afþreyingarkerfi sitt, væntanlega til að spara sér aurinn við að ráða þýðanda af holdi og blóði til starfans. Enn meiri er skömmin að hafa ekki einu sinni rennt yfir heilaspuna gervigreindarinnar og staðfest að hann væri mönnum bjóðandi áður en honum var dælt inn í tölvukerfi flugvélanna. Miðað við þau vinnubrögð skyldi engan undra að viðbrögð við ábendingum séu engin. Við hjónin urðum fyrst vör við þetta í flugi þann 9. maí síðastliðinn og nefndum málið strax við flugfreyju, sem ég bað um að koma ábendingunni áleiðis hjá flugfélaginu. Betri helmingurinn fyllti út þjónustukönnun um 10 dögum síðar og minntist þar á þetta aftur. Ég hef fulla trú á að fleiri hafi sett út á þetta við flugfélagið, en í dag, þremur vikum eftir að við bentum fyrst á þetta, hefur ekkert breyst miðað við myndir sem mér bárust frá öðrum farþega. Í flugvélum Icelandair stendur á höfuðpúðum allra sæta: „Velkomin is Icelandic for welcome. That’s how we want you to feel.“ Flugfélagið hikar því ekki við að skreyta sig með íslenskunni í ímyndarsköpun sinni. Dýpra ristir væntumþykjan fyrir málinu greinilega ekki. Ljóst er að Icelandair telur sig ekki þurfa að sýna íslenskumælandi fólki þá lágmarksvirðingu að nota raunverulega íslensku í upplýsingamiðlun til þeirra og lætur sér spunaútgáfu úr smiðju gervigreindar nægja. Í þokkabót er ekki hægt að horfa á neitt efni í vélinni með texta, hvorki íslenskum né enskum, sem útilokar stóran hóp farþega frá því að nýta sér efnið og gerir íslenskar kvikmyndir í vélunum næsta gagnslausar til landkynningar. Þetta á líka við um það talsverða framboð barnaefnis sem er í kerfinu, sem er mikið til eingöngu í boði með ensku tali, engum texta og lýsingum á hrognamáli sem ekkert íslenskumælandi barn á að þurfa að sitja undir. Ég skora á Icelandair að taka þessa afbökun á íslenskunni umsvifalaust úr umferð og fá vanan þýðanda með gott vald á íslensku til að þýða afþreyingarkerfi sitt. Ennfremur skora ég á flugfélagið að kaupa réttinn að íslenskum og enskum texta með afþreyingarefninu þar sem þess er kostur. Þá skora ég á öll þau sem er umhugað um málrækt að vera vakandi fyrir þeirri raunverulegu ógn sem steðjar að málinu. Fátt er hættulegra fyrir framtíð íslenskunnar en að flaggskip á íslenskum fyrirtækjamarkaði skuli sjá hag sinn í því að taka upp vélbullað íslenskulíki í sparnaðarskyni. Þar þarf raunverulega að spyrna við fótum, ólíkt því þegar sumir skylmast við vindmyllur í Efstaleitinu af ótta við aukna notkun hvorugkyns. Á vængjum vitleysunnar: Sýnisbók þvælu úr afþreyingarkerfi Icelandair „Pat finnur vísbendingu um skoðun Fimmtítalshúsfreyju, sem heldur viðkomu við hana, en Terry andast skugga úr eigin fortíð.“ „Leyndir og lygar hætta að brotna tengingum sem binda niður brjóstgangs Lisa og angstlýsan Sean.“ „Eftir að utanríkisæra nær niðurlægir hjónanna Pat og Terry Phelps hjónafelag sitt, flytja þau fjölskyldu sína úr borginni til Connecticut, í hús sem gæti verið spökuð.“ „Suzie og Will sameina hæfileika sína til að endurbyggja leðursteikjuskeiði.“ „Eftir ár af rithömlum finnur Pat sína innblástur með hjálp narkótísku.“ „Yfirvald ofurhetja setur á stofn klæðaburðarreglur, sem leiðir til þess að Titans kynna Sjálfsagt Þriðjudag.“ Höfundur hefur fengist við þýðingar og prófarkalestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Fyrirsögn þessarar greinar er ekki úr lausu lofti gripin, eins mikil steypa og hún kann að virðast. Þetta er örlítið uppfærð tilvitnun í nýjustu íslensku útgáfu afþreyingarkerfis Icelandair, þar sem sjónvarpsþætti er lýst svo, stafrétt: Liðið endurræsir banjó, keppnisskyrði flugbjúgukeppnissins og eventýralega dukku. Við fyrstu sýn kann lesandi að halda að köttur hafi hlaupið yfir lyklaborð þýðanda og skilið eftir skemmtilega vitleysu fyrir glögga farþega. En því miður er það ekki svo. Nánari athugun leiðir í ljós að það er varla ein einasta setning á íslensku í kerfinu sem stenst skoðun. Nokkur úrvalsdæmi fylgja í lok greinar fyrir áhugasama en þau eru miklu fleiri. Ég hef starfað við prófarkalestur og þýðingar milli íslensku og ensku í tvo áratugi og er því ágætlega vön að finna bæði manngerðar þýðingarvillur og vélrænar. Sú „íslenska“ sem hér er til sýnis er augljóslega ekki runnin undan rifjum manneskju. Hún er heldur ekki afurð hefðbundinnar þýðingarvélar; Google Translate er oft klaufi en leggur það almennt ekki í vana sinn að búa til orð eins og „Fimmtítalshúsfreyju“ eða „leðursteikjuskeiði“. Í það dugar ekkert minna en gervigreind, sá sískapandi bullukollur. Sú gervigreind sem hér hefur verið notuð hefur ekki einu sinni verið þjálfuð sæmilega á íslensku gagnasafni, eins og sjá má á því hvernig hún flakkar á milli rithátta sem minna á íslensku og blandinavísku („eventýralega“). Garmurinn er enda bara að geta í eyðurnar út frá líkindum. Það er Icelandair til háborinnar skammar að leita á náð gervigreindar um að þýða afþreyingarkerfi sitt, væntanlega til að spara sér aurinn við að ráða þýðanda af holdi og blóði til starfans. Enn meiri er skömmin að hafa ekki einu sinni rennt yfir heilaspuna gervigreindarinnar og staðfest að hann væri mönnum bjóðandi áður en honum var dælt inn í tölvukerfi flugvélanna. Miðað við þau vinnubrögð skyldi engan undra að viðbrögð við ábendingum séu engin. Við hjónin urðum fyrst vör við þetta í flugi þann 9. maí síðastliðinn og nefndum málið strax við flugfreyju, sem ég bað um að koma ábendingunni áleiðis hjá flugfélaginu. Betri helmingurinn fyllti út þjónustukönnun um 10 dögum síðar og minntist þar á þetta aftur. Ég hef fulla trú á að fleiri hafi sett út á þetta við flugfélagið, en í dag, þremur vikum eftir að við bentum fyrst á þetta, hefur ekkert breyst miðað við myndir sem mér bárust frá öðrum farþega. Í flugvélum Icelandair stendur á höfuðpúðum allra sæta: „Velkomin is Icelandic for welcome. That’s how we want you to feel.“ Flugfélagið hikar því ekki við að skreyta sig með íslenskunni í ímyndarsköpun sinni. Dýpra ristir væntumþykjan fyrir málinu greinilega ekki. Ljóst er að Icelandair telur sig ekki þurfa að sýna íslenskumælandi fólki þá lágmarksvirðingu að nota raunverulega íslensku í upplýsingamiðlun til þeirra og lætur sér spunaútgáfu úr smiðju gervigreindar nægja. Í þokkabót er ekki hægt að horfa á neitt efni í vélinni með texta, hvorki íslenskum né enskum, sem útilokar stóran hóp farþega frá því að nýta sér efnið og gerir íslenskar kvikmyndir í vélunum næsta gagnslausar til landkynningar. Þetta á líka við um það talsverða framboð barnaefnis sem er í kerfinu, sem er mikið til eingöngu í boði með ensku tali, engum texta og lýsingum á hrognamáli sem ekkert íslenskumælandi barn á að þurfa að sitja undir. Ég skora á Icelandair að taka þessa afbökun á íslenskunni umsvifalaust úr umferð og fá vanan þýðanda með gott vald á íslensku til að þýða afþreyingarkerfi sitt. Ennfremur skora ég á flugfélagið að kaupa réttinn að íslenskum og enskum texta með afþreyingarefninu þar sem þess er kostur. Þá skora ég á öll þau sem er umhugað um málrækt að vera vakandi fyrir þeirri raunverulegu ógn sem steðjar að málinu. Fátt er hættulegra fyrir framtíð íslenskunnar en að flaggskip á íslenskum fyrirtækjamarkaði skuli sjá hag sinn í því að taka upp vélbullað íslenskulíki í sparnaðarskyni. Þar þarf raunverulega að spyrna við fótum, ólíkt því þegar sumir skylmast við vindmyllur í Efstaleitinu af ótta við aukna notkun hvorugkyns. Á vængjum vitleysunnar: Sýnisbók þvælu úr afþreyingarkerfi Icelandair „Pat finnur vísbendingu um skoðun Fimmtítalshúsfreyju, sem heldur viðkomu við hana, en Terry andast skugga úr eigin fortíð.“ „Leyndir og lygar hætta að brotna tengingum sem binda niður brjóstgangs Lisa og angstlýsan Sean.“ „Eftir að utanríkisæra nær niðurlægir hjónanna Pat og Terry Phelps hjónafelag sitt, flytja þau fjölskyldu sína úr borginni til Connecticut, í hús sem gæti verið spökuð.“ „Suzie og Will sameina hæfileika sína til að endurbyggja leðursteikjuskeiði.“ „Eftir ár af rithömlum finnur Pat sína innblástur með hjálp narkótísku.“ „Yfirvald ofurhetja setur á stofn klæðaburðarreglur, sem leiðir til þess að Titans kynna Sjálfsagt Þriðjudag.“ Höfundur hefur fengist við þýðingar og prófarkalestur.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun