Endurvekjum skikkjuna strax! Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2024 09:00 Ég er oftar en ekki reiður yfir einhverju og yfirleitt einhverju smávægilegu. Eitt mitt minnisstæðasta og mögulega alvarlegasta bræðiskast átti sér þó stað niður í miðbæ, seint að kvöldi og fyrir all mörgum árum. Þar sá ég nefnilega mann í einskonar skikkju, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég varð fjúkandi reiður, út af því að þarna var þessi heimsfrægi tónlistarmaður bara að spjalla við vin sinn í skikkju og enginn sagði neitt! Hér er best að taka fram að ég var alls ekki reiður út í hann. Hann leit stórkostlega út. Ég var reiður út í þetta skítasamfélag okkar, því ég tel mig fullvissan um að ég kæmist aldrei upp með það að mæta í bæinn í skikkju/herðaslá, eflaust stórglæsilegur, og vera ekki litinn hornauga eða áreittur af einhverjum fávitum sem benda á mig og spyrja hvort ég ætli að reyna að sjúga blóðið úr þeim. Ef Jónsi í Sigurrós (held ég, ástandið á mér var ekkert frábært þarna) má vera í skikkju niðri í bæ, þá vil ég fá að gera það líka. Ég hef lengi ætlað mér að skrifa þessa grein en setið á mér af ótta við viðbrögð samfélagsins. Það er ekki auðvelt að stíga fram sem skikkjuunnandi en ég tel okkur vera mun fleiri en fólk áttar sig á. Skikkjur eru nefnilega klikkaðar og það sama má segja um fínar herðaslár/kápur en þrátt fyrir það þurfa ég og aðrir eins og ég að læðast um í skuggasundum samfélagsins. Skikkjur eru einhverjar heimsins bestu flíkur, á eftir kvart- og stuttbuxum, og ég kalla eftir því við Íslendingar girðum okkur loksins í brók og gerum skikkjur aftur samfélagslega gjaldgengar í daglegu amstri. Er kaldur vindur úti? Skikkja bjargar því. Er rigning eða snjókoma? Skikkjan kemur til bjargar. Þarftu að fela þig fyrir drýslum og austurmönnum? Sumar skikkjur geta reddað því. Skikkjur geta hentað við nánast hvaða tilefni sem er, enda voru þær vinsæll klæðnaður í hundruð ára. Með einu litlu, en samt risastóru, samfélagslegu átaki, getum við Íslendingar stigið fyrstu skrefin í þessari mikilvægu og heimslægu baráttu. Kynnum skikkjur/herðaslár betur fyrir börnunum okkar og skilum skikkjuskömminni þangað sem hún á heima. Saman getum við dregið skikkjur aftur í dagsljósið, breitt þær yfir herðar okkar og bætt samfélagið til muna! Höfundur er blaðamaður og stoltur unnandi skikkja. Ég á samt enga almennilega skikkju enn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tíska og hönnun Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég er oftar en ekki reiður yfir einhverju og yfirleitt einhverju smávægilegu. Eitt mitt minnisstæðasta og mögulega alvarlegasta bræðiskast átti sér þó stað niður í miðbæ, seint að kvöldi og fyrir all mörgum árum. Þar sá ég nefnilega mann í einskonar skikkju, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég varð fjúkandi reiður, út af því að þarna var þessi heimsfrægi tónlistarmaður bara að spjalla við vin sinn í skikkju og enginn sagði neitt! Hér er best að taka fram að ég var alls ekki reiður út í hann. Hann leit stórkostlega út. Ég var reiður út í þetta skítasamfélag okkar, því ég tel mig fullvissan um að ég kæmist aldrei upp með það að mæta í bæinn í skikkju/herðaslá, eflaust stórglæsilegur, og vera ekki litinn hornauga eða áreittur af einhverjum fávitum sem benda á mig og spyrja hvort ég ætli að reyna að sjúga blóðið úr þeim. Ef Jónsi í Sigurrós (held ég, ástandið á mér var ekkert frábært þarna) má vera í skikkju niðri í bæ, þá vil ég fá að gera það líka. Ég hef lengi ætlað mér að skrifa þessa grein en setið á mér af ótta við viðbrögð samfélagsins. Það er ekki auðvelt að stíga fram sem skikkjuunnandi en ég tel okkur vera mun fleiri en fólk áttar sig á. Skikkjur eru nefnilega klikkaðar og það sama má segja um fínar herðaslár/kápur en þrátt fyrir það þurfa ég og aðrir eins og ég að læðast um í skuggasundum samfélagsins. Skikkjur eru einhverjar heimsins bestu flíkur, á eftir kvart- og stuttbuxum, og ég kalla eftir því við Íslendingar girðum okkur loksins í brók og gerum skikkjur aftur samfélagslega gjaldgengar í daglegu amstri. Er kaldur vindur úti? Skikkja bjargar því. Er rigning eða snjókoma? Skikkjan kemur til bjargar. Þarftu að fela þig fyrir drýslum og austurmönnum? Sumar skikkjur geta reddað því. Skikkjur geta hentað við nánast hvaða tilefni sem er, enda voru þær vinsæll klæðnaður í hundruð ára. Með einu litlu, en samt risastóru, samfélagslegu átaki, getum við Íslendingar stigið fyrstu skrefin í þessari mikilvægu og heimslægu baráttu. Kynnum skikkjur/herðaslár betur fyrir börnunum okkar og skilum skikkjuskömminni þangað sem hún á heima. Saman getum við dregið skikkjur aftur í dagsljósið, breitt þær yfir herðar okkar og bætt samfélagið til muna! Höfundur er blaðamaður og stoltur unnandi skikkja. Ég á samt enga almennilega skikkju enn.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun