Hart tekist á um öldungaráð borgarinnar Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2024 08:01 Ingibjörg Sverrisdóttir er einn þriggja fulltrúa FEB í öldungarráði Reykjavíkurborgar. Hún hefur furðulega sögu að segja af ofurkappi sem lagt hafi verið á, að hennar mati gegn lögum, að koma tveimur fulltrúum FEB út úr ráðinu. vísir Óvænt tillaga leit dagsins ljós í öldungaráði Reykjavíkurborgar þess efnis að Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrennis fengi aðeins einn fulltrúa í sjö manna öldungaráði borgarinnar í stað þriggja eins og verið hefur. „Við viljum að það sé borin virðing fyrir okkur. Við viljum bara hafa rödd og það sem okkur hefur verið gefið viljum við halda í,“ segir Ingibjörg Sverrisdóttir fulltrúi FEB í öldungaráði Reykjavíkurborgar. Segir breytingartillöguna stangast á við lög Ingibjörg er ómyrk í máli og hún hefur sérkennilega sögu að segja: „Við erum með meira en þrjátíu prósent lesskilning, við erum engir óvitar og viljum ekki láta traðka á okkur.“ Ingibjörg segir alveg borðleggjandi að tillagan gangi í berhögg við lög en það sem ekki liggur fyrir er hvað borgin vill með þessari breytingartillögu sem lagt er nokkuð kapp á að komist til framkvæmda. Öldungaráð hefur verið sett undir Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkur. Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri var hins vegar stödd erlendis og ekki til svara fyrr en eftir helgi. Sara Björg er formaður Öldrunarráðsins en hún auk Önnu Kristinsdóttur mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, hafa lagt nokkurt kapp á að skera fulltrúa FEB í öldrunarráði úr þremur í einn.vísir/vilhelm En hvað vakir fyrir þeim með breytingunni? Sara Björg Sigurðardóttir er formaður öldungaráðsins og hún sagði, í samtali við Morgunblaðið, dapurlegt að ósætti skuli ríkja um breytinguna en mikilvægt sé að fá ólíkar raddir að borðinu. FEB hafi eftir breytingar einn fulltrúa í ráðinu en voru áður með þrjá. „Okkur ber líka að hafa jafnræði og fjölbreytileika að leiðarljósi og túlkun ráðuneytisins um að þetta standist lög er mjög skýr. Við höfum mjög háleit markmið varðandi þjónustu fyrir aldraða, þar sem þetta er ört vaxandi hópur. En til þess að þau náist er nauðsynlegt að bjóða fleiri aðilum til samtals sem hafa þekkingu á ólíkum sviðum,” segir hún í samtali við Morgunblaðið í vikunni. Ályktuðu gegn tillögunni Í nýjustu fundargerð ráðsins frá 20. júní lögðu fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fram bókun þess efnis að mikilvægt sé að þrjú félög taki sæti í ráðinu í stað eins félags eins og nú er. Anna Kristinsdóttir er mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar en öldungaráð heyrir undir mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.Reykjavík Fulltrúar FEB sem eru þrír mótmæltu þessu auk Helga Áss Grétarssonar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í gagnbókun þeirra kemur fram að FEB sé aðili að Landsambandi eldri borgara sem stofnað var 1989. Þar eru 55 aðildarfélög. „Markmið með stofnun var að vinna að almennum hagsmunum félaganna, en þó skyldi eigi vera fleiri en eitt félag í hverju sveitarfélagi aðili að LEB. Á þessum tíma voru starfandi tvö félög í Reykjavík, Samtök aldraðra og FEB. Kosið var um það á stofnfundinum hvort þeirra skyldi starfa innan LEB og varð niðurstaðan sú að FEB skyldi vera það félag. Það er því óumdeilt hvert hlutverk FEB er.“ LEB sinnir landsstjórninni, FEB sveitarstjórn. Þannig sé þetta lögum samkvæmt. „LEB hefur komið að gerð og endurbótum laga eins og t.d. lögum um málefni aldraðra og þar er einmitt að finna lög um öldungaráð. Öldungaráðin eru tilkomin fyrir tilstuðlan LEB, en fyrirmyndin kemur frá Norðurlöndunum. Lögin um öldungaráðin komu inn í íslensk lög árið 2018 og eru eldri borgurum mikilvæg. Á haustdögum mun fara fram málþing á vegum LEB um öldungaráðin og mikilvægi þeirra,“ segir í bókun og Helgi Áss, sem er lögfræðimenntaður, tekur undir. Ekki borgarinnar að skammta sæti Ingibjörg gefur lítið fyrir orð Söru Daggar, að það vanti fjölbreytni. Þetta eru þrjú sæti og lögum samkvæmt ráðstafi FEB þeim. „Það er ekki borgarinnar að skammta okkur eitt sæti og dreifa hinum eftir eigin vild,“ segir Ingibjörg. En nú vilji borgin endilega breyta þessu og fá einn frá U3A sem eru samtök eldri borgara og einn frá Samtökum aldraðra sem er orðið byggingasamvinnufélag. Fundur í Ráðhúsinu. Nokkurt kapp var á það lagt að fá málið afgreitt, sem Ingibjörgu þykir einkennilegt í ljósi þess að þar væri farið gegn lögum.vísir/vilhelm Ingibjörg segir þetta alveg óskiljanlegt. Og ýmislegt skrítið í aðdragandanum. Eins og til dæmis það að borgarlögmaður hafi alveg verið sniðgenginn í erindi mannréttindastofu til ráðuneytis Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra. Og í svari skrifi undir tvær konur sem eru hvorug lögfræðimenntuð undir fyrir hönd ráðherra. Þó eru fimmtán lögfræðimenntaðir í ráðuneytinu. Í fylgigögnum með fundargerð má sjá þetta auk þess sem þar er að finna fabúleringar um hvort lítill eða stór stafur í Félagi eldri borgara breyti lögum. Svo er ekki, að mati Ingibjargar. Reyndu að koma þessu á bak við ráðið Ingibjörg segir að það hafi átt að taka tillöguna fyrir og koma þessu í gegnum borgarstjórn. „Þann 12. júní vorum við á fundi og þá lagði ég fram þessi lög og æsti mig. Forstöðumaðurinn, Anna Kristinsdóttir, sagði við formann öldungaráðs, Söru Dögg; Frestum þetta. Við tókum vel undir það. Við vorum þarna þrjár fulltrúar Feb, við frestum þessu og svo var skrifað undir fundagerðina.“ Helgi Áss, eini fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í öldungaráðinu og jafnframt eini karlmaðurinn. Ingibjörg segir hann jafnframt eina löglærða manninn á staðnum og gott hafi verið að njóta fulltingis hans í því karpi sem var um þá breytingu sem til stendur að keyra í gegn.vísir/vilhelm En sama dag var hins vegar hlaupið yfir til skrifstofu borgarstjórnar, Helgu Laxdal lögmanns, sem skrifaði bréf sem dagsett er 12. júní og er stílað á forsætisnefnd. Þar sé reynt að fá þetta tekið fyrir á borgarstjórnarfundi 18. júní. Ingibjörg segir að hún hafi fyrir tilviljun hitt manneskju sem á sæti í borgarstjórn á 17. júní hátíðarhöldunum. „Sem sagðist hafa séð fundargerðina frá okkur um öldungaráðinu. Og að það eigi að taka þetta fyrir á borgarstjórnarfundi á morgun.“ Ingibjörg segir að hún hafi orðið undrandi því á fundi hafi verið talað um að málinu yrði frestað. En þarna var þetta komið á dagskrá. „Ég flýtti mér heim, settist við tölvuna og nældi mér í þetta bréf sem sent var til forsætisnefndar. Ég skrifaði þessari Önnu bréf og afrit á alla í minnihlutanum og spurði hvort þetta væri ekki einhver misskilningur?“ Þetta var um kvöldið og skömmu síðar rignir yfir Ingibjörgu póstum frá minnihlutanum sem var gáttaður á þessari framkomu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er forseti borgarstjórnar og hún frestaði fyrirtöku þessa máls á fundi borgarstjórnar eftir að Ingibjörg hafði skrifað Önnu Kristinsdóttur bréf og afrit á alla borgarfulltrúa.vísir/vilhelm „En ég hafði það af, með þessum skrifum, að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar sendi mér póst rétt fyrir tíu og sagði mér að hún væri búin að ákveða að taka þennan lið af dagskrá og hún myndi tilkynna það í byrjun fundar.“ Að nýleg yfirtaka Sjálfstæðisflokks spili inn í Þannig er þetta allt hið sérkennilegasta. Ingibjörg vill taka það skýrt fram að hún hafi ekkert á móti þessu fólki. Hún vill bara að farið sé að lögum. Og að tryggt sé að aldraðir eigi rödd og ekki sé hrifsað af þeim þetta litla sem þau þó hafi þar. „Við viljum að það sé borin virðing fyrir okkur. Að það sé ekki valtað yfir okkur. Spurð hvort það geti spilað inní í, þetta kapp í meirihlutanum, fréttir af því að FEB hafi verið tekið yfir af Sjálfstæðisflokknum, segist Ingibjörg ekkert kannast við það. „Það er ósanngjarnt að halda því fram, ég veit ekki hvar þetta fólk er,“ segir Ingibjörg. Hún segist ekkert gefa fyrir það úr hvaða flokki hver og einn kemur. Og þarna sé til að mynda Elinóra Inga Sigurðardóttir sem vissulega hafi einhvern tíma verið í Sjálfstæðisflokknum, en vilji ekkert láta kenna sig við hann nú. Og þannig má áfram telja. En gætu fréttir af þessari yfirtöku spilað inn í að ofurkapp er lagt á að fá ykkur skipt út og niður í einn? „Það getur vel verið að þeim líði illa með okkur. En það þýðir ekki að það eigi að bitna á okkur og óþarft að brjóta lög. Ef hatrið er svona mikið, þá verður að leika einhvern annan leik í stöðunni,“ segir Ingibjörg Sverrisdóttir. Reykjavík Eldri borgarar Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Félagasamtök Tengdar fréttir „Blaut tuska í andlit Félags eldri borgara í Reykjavík“ Sigurði Ágúst Sigurðssyni, formanni Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB), var hafnað sem stjórnarmanni á ársfundi Landssambands eldri borgara (LEB) i vikunni. Þetta er líklegt að dragi dilk á eftir sér. Það hriktir í stoðum landsambandsins. 16. maí 2024 10:32 „Alls ekki svo að við tútturnar séum að taka yfir“ Karl Erlendsson, eldri borgari, telur Sigurð Ágúst Sigurðsson formann FEB skjóta vel yfir markið þegar hann heldur því fram að eldri borgarar á landsbyggðinni vilji leggja undir sig Landsamband eldri borgara. 17. maí 2024 15:05 Eldri borgarar mótmæla gjaldtöku Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni mótmælir harðlega hugmyndum um að innheimta gjald af eldri borgurum í sundlaugum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sverrisdóttir, stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, segir þetta bæði vera lýðheilsu- og prinsippmál. 23. júní 2024 19:58 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Við viljum að það sé borin virðing fyrir okkur. Við viljum bara hafa rödd og það sem okkur hefur verið gefið viljum við halda í,“ segir Ingibjörg Sverrisdóttir fulltrúi FEB í öldungaráði Reykjavíkurborgar. Segir breytingartillöguna stangast á við lög Ingibjörg er ómyrk í máli og hún hefur sérkennilega sögu að segja: „Við erum með meira en þrjátíu prósent lesskilning, við erum engir óvitar og viljum ekki láta traðka á okkur.“ Ingibjörg segir alveg borðleggjandi að tillagan gangi í berhögg við lög en það sem ekki liggur fyrir er hvað borgin vill með þessari breytingartillögu sem lagt er nokkuð kapp á að komist til framkvæmda. Öldungaráð hefur verið sett undir Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkur. Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri var hins vegar stödd erlendis og ekki til svara fyrr en eftir helgi. Sara Björg er formaður Öldrunarráðsins en hún auk Önnu Kristinsdóttur mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, hafa lagt nokkurt kapp á að skera fulltrúa FEB í öldrunarráði úr þremur í einn.vísir/vilhelm En hvað vakir fyrir þeim með breytingunni? Sara Björg Sigurðardóttir er formaður öldungaráðsins og hún sagði, í samtali við Morgunblaðið, dapurlegt að ósætti skuli ríkja um breytinguna en mikilvægt sé að fá ólíkar raddir að borðinu. FEB hafi eftir breytingar einn fulltrúa í ráðinu en voru áður með þrjá. „Okkur ber líka að hafa jafnræði og fjölbreytileika að leiðarljósi og túlkun ráðuneytisins um að þetta standist lög er mjög skýr. Við höfum mjög háleit markmið varðandi þjónustu fyrir aldraða, þar sem þetta er ört vaxandi hópur. En til þess að þau náist er nauðsynlegt að bjóða fleiri aðilum til samtals sem hafa þekkingu á ólíkum sviðum,” segir hún í samtali við Morgunblaðið í vikunni. Ályktuðu gegn tillögunni Í nýjustu fundargerð ráðsins frá 20. júní lögðu fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fram bókun þess efnis að mikilvægt sé að þrjú félög taki sæti í ráðinu í stað eins félags eins og nú er. Anna Kristinsdóttir er mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar en öldungaráð heyrir undir mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.Reykjavík Fulltrúar FEB sem eru þrír mótmæltu þessu auk Helga Áss Grétarssonar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í gagnbókun þeirra kemur fram að FEB sé aðili að Landsambandi eldri borgara sem stofnað var 1989. Þar eru 55 aðildarfélög. „Markmið með stofnun var að vinna að almennum hagsmunum félaganna, en þó skyldi eigi vera fleiri en eitt félag í hverju sveitarfélagi aðili að LEB. Á þessum tíma voru starfandi tvö félög í Reykjavík, Samtök aldraðra og FEB. Kosið var um það á stofnfundinum hvort þeirra skyldi starfa innan LEB og varð niðurstaðan sú að FEB skyldi vera það félag. Það er því óumdeilt hvert hlutverk FEB er.“ LEB sinnir landsstjórninni, FEB sveitarstjórn. Þannig sé þetta lögum samkvæmt. „LEB hefur komið að gerð og endurbótum laga eins og t.d. lögum um málefni aldraðra og þar er einmitt að finna lög um öldungaráð. Öldungaráðin eru tilkomin fyrir tilstuðlan LEB, en fyrirmyndin kemur frá Norðurlöndunum. Lögin um öldungaráðin komu inn í íslensk lög árið 2018 og eru eldri borgurum mikilvæg. Á haustdögum mun fara fram málþing á vegum LEB um öldungaráðin og mikilvægi þeirra,“ segir í bókun og Helgi Áss, sem er lögfræðimenntaður, tekur undir. Ekki borgarinnar að skammta sæti Ingibjörg gefur lítið fyrir orð Söru Daggar, að það vanti fjölbreytni. Þetta eru þrjú sæti og lögum samkvæmt ráðstafi FEB þeim. „Það er ekki borgarinnar að skammta okkur eitt sæti og dreifa hinum eftir eigin vild,“ segir Ingibjörg. En nú vilji borgin endilega breyta þessu og fá einn frá U3A sem eru samtök eldri borgara og einn frá Samtökum aldraðra sem er orðið byggingasamvinnufélag. Fundur í Ráðhúsinu. Nokkurt kapp var á það lagt að fá málið afgreitt, sem Ingibjörgu þykir einkennilegt í ljósi þess að þar væri farið gegn lögum.vísir/vilhelm Ingibjörg segir þetta alveg óskiljanlegt. Og ýmislegt skrítið í aðdragandanum. Eins og til dæmis það að borgarlögmaður hafi alveg verið sniðgenginn í erindi mannréttindastofu til ráðuneytis Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra. Og í svari skrifi undir tvær konur sem eru hvorug lögfræðimenntuð undir fyrir hönd ráðherra. Þó eru fimmtán lögfræðimenntaðir í ráðuneytinu. Í fylgigögnum með fundargerð má sjá þetta auk þess sem þar er að finna fabúleringar um hvort lítill eða stór stafur í Félagi eldri borgara breyti lögum. Svo er ekki, að mati Ingibjargar. Reyndu að koma þessu á bak við ráðið Ingibjörg segir að það hafi átt að taka tillöguna fyrir og koma þessu í gegnum borgarstjórn. „Þann 12. júní vorum við á fundi og þá lagði ég fram þessi lög og æsti mig. Forstöðumaðurinn, Anna Kristinsdóttir, sagði við formann öldungaráðs, Söru Dögg; Frestum þetta. Við tókum vel undir það. Við vorum þarna þrjár fulltrúar Feb, við frestum þessu og svo var skrifað undir fundagerðina.“ Helgi Áss, eini fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í öldungaráðinu og jafnframt eini karlmaðurinn. Ingibjörg segir hann jafnframt eina löglærða manninn á staðnum og gott hafi verið að njóta fulltingis hans í því karpi sem var um þá breytingu sem til stendur að keyra í gegn.vísir/vilhelm En sama dag var hins vegar hlaupið yfir til skrifstofu borgarstjórnar, Helgu Laxdal lögmanns, sem skrifaði bréf sem dagsett er 12. júní og er stílað á forsætisnefnd. Þar sé reynt að fá þetta tekið fyrir á borgarstjórnarfundi 18. júní. Ingibjörg segir að hún hafi fyrir tilviljun hitt manneskju sem á sæti í borgarstjórn á 17. júní hátíðarhöldunum. „Sem sagðist hafa séð fundargerðina frá okkur um öldungaráðinu. Og að það eigi að taka þetta fyrir á borgarstjórnarfundi á morgun.“ Ingibjörg segir að hún hafi orðið undrandi því á fundi hafi verið talað um að málinu yrði frestað. En þarna var þetta komið á dagskrá. „Ég flýtti mér heim, settist við tölvuna og nældi mér í þetta bréf sem sent var til forsætisnefndar. Ég skrifaði þessari Önnu bréf og afrit á alla í minnihlutanum og spurði hvort þetta væri ekki einhver misskilningur?“ Þetta var um kvöldið og skömmu síðar rignir yfir Ingibjörgu póstum frá minnihlutanum sem var gáttaður á þessari framkomu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er forseti borgarstjórnar og hún frestaði fyrirtöku þessa máls á fundi borgarstjórnar eftir að Ingibjörg hafði skrifað Önnu Kristinsdóttur bréf og afrit á alla borgarfulltrúa.vísir/vilhelm „En ég hafði það af, með þessum skrifum, að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar sendi mér póst rétt fyrir tíu og sagði mér að hún væri búin að ákveða að taka þennan lið af dagskrá og hún myndi tilkynna það í byrjun fundar.“ Að nýleg yfirtaka Sjálfstæðisflokks spili inn í Þannig er þetta allt hið sérkennilegasta. Ingibjörg vill taka það skýrt fram að hún hafi ekkert á móti þessu fólki. Hún vill bara að farið sé að lögum. Og að tryggt sé að aldraðir eigi rödd og ekki sé hrifsað af þeim þetta litla sem þau þó hafi þar. „Við viljum að það sé borin virðing fyrir okkur. Að það sé ekki valtað yfir okkur. Spurð hvort það geti spilað inní í, þetta kapp í meirihlutanum, fréttir af því að FEB hafi verið tekið yfir af Sjálfstæðisflokknum, segist Ingibjörg ekkert kannast við það. „Það er ósanngjarnt að halda því fram, ég veit ekki hvar þetta fólk er,“ segir Ingibjörg. Hún segist ekkert gefa fyrir það úr hvaða flokki hver og einn kemur. Og þarna sé til að mynda Elinóra Inga Sigurðardóttir sem vissulega hafi einhvern tíma verið í Sjálfstæðisflokknum, en vilji ekkert láta kenna sig við hann nú. Og þannig má áfram telja. En gætu fréttir af þessari yfirtöku spilað inn í að ofurkapp er lagt á að fá ykkur skipt út og niður í einn? „Það getur vel verið að þeim líði illa með okkur. En það þýðir ekki að það eigi að bitna á okkur og óþarft að brjóta lög. Ef hatrið er svona mikið, þá verður að leika einhvern annan leik í stöðunni,“ segir Ingibjörg Sverrisdóttir.
Reykjavík Eldri borgarar Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Félagasamtök Tengdar fréttir „Blaut tuska í andlit Félags eldri borgara í Reykjavík“ Sigurði Ágúst Sigurðssyni, formanni Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB), var hafnað sem stjórnarmanni á ársfundi Landssambands eldri borgara (LEB) i vikunni. Þetta er líklegt að dragi dilk á eftir sér. Það hriktir í stoðum landsambandsins. 16. maí 2024 10:32 „Alls ekki svo að við tútturnar séum að taka yfir“ Karl Erlendsson, eldri borgari, telur Sigurð Ágúst Sigurðsson formann FEB skjóta vel yfir markið þegar hann heldur því fram að eldri borgarar á landsbyggðinni vilji leggja undir sig Landsamband eldri borgara. 17. maí 2024 15:05 Eldri borgarar mótmæla gjaldtöku Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni mótmælir harðlega hugmyndum um að innheimta gjald af eldri borgurum í sundlaugum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sverrisdóttir, stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, segir þetta bæði vera lýðheilsu- og prinsippmál. 23. júní 2024 19:58 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Blaut tuska í andlit Félags eldri borgara í Reykjavík“ Sigurði Ágúst Sigurðssyni, formanni Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB), var hafnað sem stjórnarmanni á ársfundi Landssambands eldri borgara (LEB) i vikunni. Þetta er líklegt að dragi dilk á eftir sér. Það hriktir í stoðum landsambandsins. 16. maí 2024 10:32
„Alls ekki svo að við tútturnar séum að taka yfir“ Karl Erlendsson, eldri borgari, telur Sigurð Ágúst Sigurðsson formann FEB skjóta vel yfir markið þegar hann heldur því fram að eldri borgarar á landsbyggðinni vilji leggja undir sig Landsamband eldri borgara. 17. maí 2024 15:05
Eldri borgarar mótmæla gjaldtöku Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni mótmælir harðlega hugmyndum um að innheimta gjald af eldri borgurum í sundlaugum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sverrisdóttir, stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, segir þetta bæði vera lýðheilsu- og prinsippmál. 23. júní 2024 19:58