„Það er svolítill vælukjóatónn í honum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2024 15:07 Friðjón Friðjónsson er borgarfulltrúi og áhugasamur um bandarísk stjórnmál. vísir/vilhelm Borgarfulltrúi hefur áhyggjur af því að Joe Biden, Bandaríkjaforseti hafi ekki þrek til að klára síðustu mánuðina í embætti, svo veiklulegur hafi hann verið í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær. Ávarpið hófst á miðnætti á íslenskum tíma og sagðist Biden ætla að klára kjörtímabil sitt en að tími væri kominn til að ný og yngri kynslóð tæki við keflinu. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál segir frammistöðu Biden í gær sýna að það hafi verið rétt ákvörðun hjá honum að stíga til hliðar. „Maður í alvörunni fer að hugsa hvort hann hafi kraft í þessa síðustu sex mánuði.“ Donald Trump fór mikinn á framboðsfundi í Norður-Karólínu í gærkvöld þar sem hann beindi spjótum sínum að Kamölu Harris og kallaði hana meðal annars öfga vinstri brjálæðing og Lygnu-Kamölu. Þá gerði hann lítið úr störfum hennar sem saksóknara og sagði hana fylgjandi þungunarrofi eftir fæðingu barns. Friðjón segir ljóst að innkoma Harris sé áfall fyrir Rebúblikana og Trump. „Það er svolítill vælukjóatónn í honum. Honum finnst þetta allt saman ósanngjarnt, að Biden sé farinn sem hann sá fyrir sér að gjörsigra og Harris komin í staðin.“ Ætlun Trump sé að mála ákveðna mynd af Harris. „Þeir ætla jú að teikna Kamölu upp sem mjög vinstri sinnaða og reiða og svarta konu sem er ekki í jafnvægi, sem er ákveðin ímynd sem er til í bandarískri menningu. En hann er bara kominn í gamla farið að uppnefna fólk og vera eins og hann hefur alltaf verið.“ Trump óttist Harris Viðbrögð Trump séu merki um að hann óttist Harris. Frá því að Biden tilkynnti ákvörðun sína hafi Demókrötum gengið vel, sérstaklega í fjáröflun. „Og lang stærstur hluti af því í smáum framlögum og frá fólki sem er að gefa í fyrsta skipti í þessari kosningabaráttu þannig það er augljóst að hinum almenna Demókrata er mjög létt og þau tilbúin til að taka slaginn fyrir Kamölu Harris.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Ávarpið hófst á miðnætti á íslenskum tíma og sagðist Biden ætla að klára kjörtímabil sitt en að tími væri kominn til að ný og yngri kynslóð tæki við keflinu. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál segir frammistöðu Biden í gær sýna að það hafi verið rétt ákvörðun hjá honum að stíga til hliðar. „Maður í alvörunni fer að hugsa hvort hann hafi kraft í þessa síðustu sex mánuði.“ Donald Trump fór mikinn á framboðsfundi í Norður-Karólínu í gærkvöld þar sem hann beindi spjótum sínum að Kamölu Harris og kallaði hana meðal annars öfga vinstri brjálæðing og Lygnu-Kamölu. Þá gerði hann lítið úr störfum hennar sem saksóknara og sagði hana fylgjandi þungunarrofi eftir fæðingu barns. Friðjón segir ljóst að innkoma Harris sé áfall fyrir Rebúblikana og Trump. „Það er svolítill vælukjóatónn í honum. Honum finnst þetta allt saman ósanngjarnt, að Biden sé farinn sem hann sá fyrir sér að gjörsigra og Harris komin í staðin.“ Ætlun Trump sé að mála ákveðna mynd af Harris. „Þeir ætla jú að teikna Kamölu upp sem mjög vinstri sinnaða og reiða og svarta konu sem er ekki í jafnvægi, sem er ákveðin ímynd sem er til í bandarískri menningu. En hann er bara kominn í gamla farið að uppnefna fólk og vera eins og hann hefur alltaf verið.“ Trump óttist Harris Viðbrögð Trump séu merki um að hann óttist Harris. Frá því að Biden tilkynnti ákvörðun sína hafi Demókrötum gengið vel, sérstaklega í fjáröflun. „Og lang stærstur hluti af því í smáum framlögum og frá fólki sem er að gefa í fyrsta skipti í þessari kosningabaráttu þannig það er augljóst að hinum almenna Demókrata er mjög létt og þau tilbúin til að taka slaginn fyrir Kamölu Harris.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40