„Martraðarbyrjun“ norska landsliðsins lýst sem fíaskói Aron Guðmundsson skrifar 26. júlí 2024 10:30 Þórir Hergeirsson er landsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta. Vísir/EPA Óhætt er að segja að norska þjóðin sé í hálfgerðu sjokki eftir fremur óvænt tap ríkjandi Evrópumeistaranna í norska kvennalandsliðinu í handbolta gegn grönnum sínum frá Svíþjóð í fyrsta leik liðanna á Ólympíuleikunum í París. Íslendingurinn Þórir Hergeirsson er þjálfari liðsins en eftir tapið í gær hafa norskir fjölmiðlar farið hamförum. Kallað tapið „martraðarbyrjun.“ Norska liðið leiddi með tveimur mörkum, 17-15, þegar að liðin gengu inn til búningsherbergja í hálfleik í gær. Mest komst liðið svo í fjögurra marka forystu þegar að lið á seinni hálfleikinn en þegar að um tuttugu mínútur eftir lifðu að leiknum tóku hlutirnir stefnu til hins verra. Sænska liðið, sem vel að merkja er enginn aukvisi þegar kemur að kvennahandboltanum og býr yfir sterku landsliði, gekk á lagið. Náði að brúa bilið og að lokum tryggja sér fjögurra marka sigur, 32-28. Frábær byrjun fyrir Svíana. Tapið virðist hafa komið sem algjört sjokk fyrir norsku þjóðina og kjarnast það kannski einna helst í fréttaflutningi norsku miðlanna af leiknum. „Martraðarbyrjun fyrir Noreg: Hrun og krísa eftir tap,“ er fyrirsögnin á frétt VG í Noregi um leikinn en um er að ræða fyrsta sigur Svíþjóðar á norska kvennalandsliðinu í handbolta í um sex ár. TV2 segir leikinn hafa verið „Norskt fíaskó.“ Og fer þar sérfræðingur miðilsins, Bent Svele yfir stöðuna og frammistöðu norska landsliðsins. Liðið hafi gert mistök sem norska landsliðið eigi ekki að gera. Dagbladet segir niðurstöðuna vera „handbolta sjokk“ og sérfræðingur miðilsins, Ole Gustav Gjekstad, segir norska liðið þarna hafa upplifað sjaldgæft hrun í leik sínum. Enn er nóg af leikjum eftir og tækifæri til staðar fyrir Þóri og hans leikmenn í norska liðinu og slá frá sér. Enginn skyldi útiloka Evrópumeistaranna í baráttunni um Ólympíugullið. Norska landsliðið, sem er í riðli með Danmörku, Svíþjóð, Suður-Kóreu, Þýskalandi og Slóveníu, mætir Danmörku í næsta leik sínum á Ólympíuleikunum á sunnudaginn kemur. Fjögur efstu lið riðilsins komast áfram í útsláttarkeppnina. Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Noregur Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd. - West Ham | Kominn tími á deildarsigur? Enski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Norska liðið leiddi með tveimur mörkum, 17-15, þegar að liðin gengu inn til búningsherbergja í hálfleik í gær. Mest komst liðið svo í fjögurra marka forystu þegar að lið á seinni hálfleikinn en þegar að um tuttugu mínútur eftir lifðu að leiknum tóku hlutirnir stefnu til hins verra. Sænska liðið, sem vel að merkja er enginn aukvisi þegar kemur að kvennahandboltanum og býr yfir sterku landsliði, gekk á lagið. Náði að brúa bilið og að lokum tryggja sér fjögurra marka sigur, 32-28. Frábær byrjun fyrir Svíana. Tapið virðist hafa komið sem algjört sjokk fyrir norsku þjóðina og kjarnast það kannski einna helst í fréttaflutningi norsku miðlanna af leiknum. „Martraðarbyrjun fyrir Noreg: Hrun og krísa eftir tap,“ er fyrirsögnin á frétt VG í Noregi um leikinn en um er að ræða fyrsta sigur Svíþjóðar á norska kvennalandsliðinu í handbolta í um sex ár. TV2 segir leikinn hafa verið „Norskt fíaskó.“ Og fer þar sérfræðingur miðilsins, Bent Svele yfir stöðuna og frammistöðu norska landsliðsins. Liðið hafi gert mistök sem norska landsliðið eigi ekki að gera. Dagbladet segir niðurstöðuna vera „handbolta sjokk“ og sérfræðingur miðilsins, Ole Gustav Gjekstad, segir norska liðið þarna hafa upplifað sjaldgæft hrun í leik sínum. Enn er nóg af leikjum eftir og tækifæri til staðar fyrir Þóri og hans leikmenn í norska liðinu og slá frá sér. Enginn skyldi útiloka Evrópumeistaranna í baráttunni um Ólympíugullið. Norska landsliðið, sem er í riðli með Danmörku, Svíþjóð, Suður-Kóreu, Þýskalandi og Slóveníu, mætir Danmörku í næsta leik sínum á Ólympíuleikunum á sunnudaginn kemur. Fjögur efstu lið riðilsins komast áfram í útsláttarkeppnina.
Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Noregur Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd. - West Ham | Kominn tími á deildarsigur? Enski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita