Smíðaði stærstu skeifu heims úr 2.852 skeifum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. júlí 2024 20:04 Skeifan er glæsileg og sómir sér vel í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Það tók Ísleif ekki nema um sjö mánuði að smíða hana. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stærsta skeifa heims vekur nú mikla athygli gesta í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal, en í skeifunni eru 2.852 notaðar skeifur, sem hafa verið undir hestum út um allt land í gegnum árin. Risa skeifan er staðsett rétt við selalaugina í garðinum en hún var sett þar upp um miðjan júní síðastliðinn og hefur vakið mikla athygli gesta. Sá sem á heiðurinn af smíði skeifunnar er Ísleifur Friðriksson, sem er járnsmíðameistari. „Já, hér er til sýnis skeifan Víðförull, sem er svona óður til ferðamanna eða ferðalanga smíðuð í vetur úr 2.852 skeifum, sem mér hafa áskotnast hér og þar um landið. Allar þessar skeifur hafa farið eitthvað og gert eitthvað,” segir Ísleifur stoltur. Ísleifur segir að þegar hann fór á eftirlaun á síðasta ári hafi hann ákveðið að skella sér í skeifuverkefnið, hann varð að hafa eitthvað fyrir stafni, nennti ekki að hanga og gera ekki neitt eins og hann segir sjálfur. Og ertu ekki bara stoltur og ánægður með þetta? „Ég er mjög ánægður með hana af því að ég veit að hún er langstærsta skeifa í heiminum í dag. Næsta skeifa er 1700 skeifur, þessi er 2.852 skeifur. Þessi næst stærsta er staðsett í Arabísku furstadæmunum í einhverjum voðalegum fansi reiðklúbb. Skeifan mín er 4,50 cm á hæð, hin er ekki nema 2 metrar,” bætir Ísleifur við. Listaverkið heitir Víðförull.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og starfsfólk Fjölskyldu- og húsdýragarðsins er mjög ánægt með skeifuna, nýjasta listaverk svæðisins. „hún er stórkostlega flott, stór og tignarleg og vekur mjög mikla athygli og hamingju,” segir Elsa Kristrún Bjarnadóttir, dýrahirðir í garðinum. Elsa Kristrún, dýrahirðir í garðinum og Ísleifur, ásamt hestinum Kili.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alveg óráðið hvað skeifan verður lengi í garðinum en Ísleifur segir að hún til sölu ef einhver hefur áhuga enda segist hann ekki hafa pláss fyrir hana heima hjá sér. „Nei, ég bý upp á fimmtu hæð, þannig að það er erfitt að koma henni þangað,” segir hann skellihlæjandi. Hafi einhver áhuga á að kaupa skeifuna af Ísleifi þá er hún föl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Hestar Styttur og útilistaverk Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Risa skeifan er staðsett rétt við selalaugina í garðinum en hún var sett þar upp um miðjan júní síðastliðinn og hefur vakið mikla athygli gesta. Sá sem á heiðurinn af smíði skeifunnar er Ísleifur Friðriksson, sem er járnsmíðameistari. „Já, hér er til sýnis skeifan Víðförull, sem er svona óður til ferðamanna eða ferðalanga smíðuð í vetur úr 2.852 skeifum, sem mér hafa áskotnast hér og þar um landið. Allar þessar skeifur hafa farið eitthvað og gert eitthvað,” segir Ísleifur stoltur. Ísleifur segir að þegar hann fór á eftirlaun á síðasta ári hafi hann ákveðið að skella sér í skeifuverkefnið, hann varð að hafa eitthvað fyrir stafni, nennti ekki að hanga og gera ekki neitt eins og hann segir sjálfur. Og ertu ekki bara stoltur og ánægður með þetta? „Ég er mjög ánægður með hana af því að ég veit að hún er langstærsta skeifa í heiminum í dag. Næsta skeifa er 1700 skeifur, þessi er 2.852 skeifur. Þessi næst stærsta er staðsett í Arabísku furstadæmunum í einhverjum voðalegum fansi reiðklúbb. Skeifan mín er 4,50 cm á hæð, hin er ekki nema 2 metrar,” bætir Ísleifur við. Listaverkið heitir Víðförull.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og starfsfólk Fjölskyldu- og húsdýragarðsins er mjög ánægt með skeifuna, nýjasta listaverk svæðisins. „hún er stórkostlega flott, stór og tignarleg og vekur mjög mikla athygli og hamingju,” segir Elsa Kristrún Bjarnadóttir, dýrahirðir í garðinum. Elsa Kristrún, dýrahirðir í garðinum og Ísleifur, ásamt hestinum Kili.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alveg óráðið hvað skeifan verður lengi í garðinum en Ísleifur segir að hún til sölu ef einhver hefur áhuga enda segist hann ekki hafa pláss fyrir hana heima hjá sér. „Nei, ég bý upp á fimmtu hæð, þannig að það er erfitt að koma henni þangað,” segir hann skellihlæjandi. Hafi einhver áhuga á að kaupa skeifuna af Ísleifi þá er hún föl.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Hestar Styttur og útilistaverk Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira