Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn Jón Þór Stefánsson skrifar 1. ágúst 2024 08:01 Helgi Magnús Gunnarsson hefur verið mikið í sviðsljósinu um árabil. Vísir/Sara „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. Greint var frá því í vikunni að Sigríður, sem yfirmaður Helga, hefði lagt til við dómsmálaráðherra að hann yrði leystur tímabundið frá störfum. Það gerðist í kjölfar þess að Helgi var kærður fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi hafði áður hlotið áminningu frá Sigríði. Síðastliðinn þriðjudag var greint frá því að áminningin, sem hann hlaut árið 2022, hefði verið vegna nokkurra tilvika um tjáningu hans sem nái aftur til ársins 2017. „Læk“ Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara og ummæli sem hann hefur látið falla hafa oft orðið að umfjöllunarefni fjölmiðla. Hér að neðan verður fjallað um helstu málin þar sem tjáning hans hefur vakið eftirtekt. Sagður hafa kallað arftaka sinn „kerlingartussu“ Árið 2011 vöktu meint ummæli Helga Magnúsar í garð eftirmanns síns mikla athygli. Helgi hafði verið saksóknari efnahagsbrotadeildar lögreglu en Alda Hrönn Jóhannsdóttir var sett í embættið. Hún kærði hann vegna ummæla þar sem hann á að hafa kallað hana „kerlingartussu“. Starfsmenn efnahagsbrotadeildarinnar eiga að hafa heyrt þessi ummæli og einn þeirra greint Öldu frá því að Helgi hefði haft um hana ýmis óviðurkvæmileg ummæli. Öldu þótti að Helgi hefði meitt æru hennar og veist að henni með aðdróttunum, og því kærði hún ummælin. Hún sagði þau einkum ósmekkleg og vísa á niðurlægjandi hátt til kynferðis hennar. Ríkissaksóknari vísaði málinu til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem taldi ekki ástæðu til að aðhafast í málinu og vísaði því frá. Hún vísaði málinu til Ríkissaksóknara sem komst að sömu niðurstöðu og lögreglan. „Það litla sem ég veit um efni kærunnar er ekki rétt eftir haft. Það sem vitnað er til í kærunni er tveggja manna tal og hún [Alda Hrönn] hefur þetta ekki eftir fyrstu hendi, heldur einhverjum öðrum,“ sagði Helgi Magnús við Pressuna þegar málið kom upp. „Læk“ saksóknarans skoðað fyrir dómi Í Lekamálinu svokallaða var „læk“ Helga á Facebook tekið til skoðunar. Í stuttu máli varð Lekamálið til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í nóvember 2014 eftir að aðstoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valdórsson, játaði að hafa lekið trúnaðarupplýsingum um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. Þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í október 2021 óskaði verjandi Gísla eftir því að málinu yrði vísað frá, meðal annars vegna þess að Helgi, sem sótti málið fyrir hönd ríkissaksóknara, hafði líkað við ákveðna færslu Þórðar Snæs Júlíussonar, þáverandi ritstjóra Kjarnans. Sjá nánar: Deilt um Facebook-hegðun saksóknara Í umræddri Facebook-færslu deildi Þórður Snær bloggfærslu Páls Vilhjálmssonar kennara um Lekamálið. Páll hélt því meðal annars fram að Lekamálið væri pólitískt mál ríkissaksóknara sem hefði verið skipaður af vinstri sinnaðri ríkisstjórn. Þórður Snær sagði að í færslunni fælist dásamleg samsæriskenning. „Hlutir verða eiginlega ekkert fyndnari en þetta,“ skrifaði hann, og Helgi „lækaði“. Verjandinn vildi meina að með því hefði Helgi lýst afstöðu sinni í málinu. Helgi sagði svo ekki vera. Hann hefði ekki tekið afstöðu til sakarefnisins. Þá lægi ekki fyrir hvað honum þætti fyndið. Kannski hefði honum þótt eitthvað allt annað fyndið en Þórði Snæ. Dómari málsins féllst ekki á að „lækið“ gerði Helga vanhæfan. „Eiga tilfinningar presta að ráða meiru en landslög?“ Það vakti mikla athygli sumarið 2016 þegar lögreglumenn drógu tvo íraska hælisleitendur úr Laugarneskirkju í Reykjavík áður en þeim var vísað úr landi til Noregs. Sóknarprestur sagði að kirkjan hefði staðið mönnunum opin og að verið væri að reyna á hugmyndina um kirkju sem griðastað. Helgi tjáði sig um málið bæði á Facebook og í fjölmiðlum. „Er þjóðkirkjan hætt að virða landslög og ákvarðanir stjórnvalda? Eiga tilfinningar presta að ráða meiru en landslög. Á hvaða leið erum við? Þetta er galið,“ skrifaði Helgi. Þá sagði hann mennina tvo að öllum líkindum vera múslima sem myndu að öllu jöfnu ekki sækja kirkju nema í tilvikum sem þessum. Þess má geta að greint hafði verið frá því að mennirnir hefðu tekið upp kristna trú. Í samtali við Vísi velti Helgi Magnús fyrir sér hugtakinu kirkjugrið og hvort það ætti við í nútímasamfélagi. „Það er ekki neitt sem er til í lögum sem heitir kirkjugrið en þetta hafði kannski einhvern status á miðöldum þegar kirkjan hafði sitt eigið lagakerfi. Nú er talað um eins og þetta sé einhver hluti af starfsemi þjóðkirkjunnar að veita kirkjugrið og ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna.“ Skömmu eftir að hann lét þau ummæli falla tjáði hann sig aftur í viðtali við Vísi og sagðist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að kirkjan hefði haft frumkvæði að því að hælisleitendurnir myndu koma í kirkjuna. Þeir hafi því ekki leitað þangað í nauðum. „Já, ég hef íhugað að segja mig úr þjóðkirkjunni en ég vil þrauka. Komi upp svona atvik aftur mun ég ekki hika og ég ætlast til þess að biskup sjái til þess að þetta komi ekki fyrir aftur eða eitthvað svipað,“ sagði Helgi Magnús. Stundin ræddi við Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmann vegna málsins sem sagði ábyrgðarlaust af Helga Magnúsi að segja að kirkjan hefði átt frumkvæðið. „Slíkar sögusagnir eru að sjálfsögðu að engu hafandi og heyrir til undantekninga að handhafi ákæruvalds tali af slíku ábyrgðarleysi.“ Skopmynd um að hvítir eigi undir högg að sækja Facebook-hegðun og „læk“ Helga Magnúsar áttu aftur eftir að vekja athygli. Árið 2019 fjallaði Stundin um hegðun hans á samfélagsmiðlinum. Á meðal þess sem Stundin tók fyrir í umfjöllun sinni var hugleiðing sem Helgi birti á Facebook um þungunarrof þar sem hann sagði talsmenn frjálslyndari löggjafa í þeim málaflokki beita sams konar mælskubrögðum og þeir sem réttlæta morð á minnihlutahópum. Þá var minnst á færslu sem Helgi birti nokkrum dögum eftir að Klaustursmálið svokallaða kom upp þar sem hann sagði „nóg komið af þessu kjaftæði um klausturbarinn og farið að huga að málefnum sem skipta máli. Ég kæri mig ekki um opnari landamæri fyrir förufólk.“ Fjallað var um að Helgi hefði líkað við færslur sem innihéldu „eins konar kynþáttahyggjuboðskap“. Hann hefði til að mynda líkað við færslu sem sýndi skopmynd þar sem gefið var til kynna að hinn hvíti kynþáttur ætti undir högg að sækja og yrði bráðlega minnihlutahópur á Vesturlöndum. Stundin leitaði svara hjá Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. Hún sagði samskipti sín við starfsmenn embættisins ekki vera málefni sem hún myndi fjalla um við fjölmiðla. Þar með talið væru álítaefni sem vörðuðu siðareglur ákærenda. Árið 2019 sagðist Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari ekki geta tjáð sig um samskipti sín við starfsmenn embættisinsVísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra skammaði Helga fyrir „læk“ Þegar mál Þórhildar Gyðu Arnarsdóttir og Kolbeins Sigþórssonar fótboltamanns var í hámæli vakti Facebook-hegðun Helga Magnúsar aftur athygli. Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson birti mynd af lögregluskýrslu í málinu þar sem mátti sjá lýsingar Þórhildar af meintu kynferðisofbeldi. Ásamt myndbirtingunni skrifaði hann færslu um málið. Helgi Magnús líkaði við færsluna sem varð til þess að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra gagnrýndi hann. „Mér finnst mjög vafasamt af vararíkissaksóknara að vera að tjá sig með þeim hætti sem hann hefur gert á samfélagsmiðlum nú nýlega. Það má alveg gagnrýna hann fyrir það,” sagði hún. Skömmu fyrr höfðu önnur „læk“ Helga Magnúsar sem vörðuðu þetta sama mál komið til umræðu. Hann líkaði til að mynda við athugasemd á Facebook þar sem því var haldið fram að Þórhildur og Stígamót væru að stunda fjárkúgun. „Og enginn fjölmiðill lætur sig það varða,“ sagði í athugasemdinni. „Það er mjög afgerandi þegar vararíkissaksóknari sýnir jafn óþolendavæna afstöðu á netinu. Þetta ætti að vera góð undirstrikun á því hvers vegna þolendur leggja ekki í það að kæra. Þegar háttsettir menn innan réttarkerfisins komast upp með það að þurfa ekki að fela óþolendavæna kvenfyrirlitningu sína. Það þarf að taka til í réttarkerfinu,“ sagði Ólöf Tara Harðardóttir aðgerðarsinni við Mbl.is vegna málsins. Helgi Magnús sagði hins vegar að með „lækum“ sínum væri hann ekki að taka afstöðu gegn þolendum. „Ég tel þetta ekki sýna afstöðu með einum né neinum. Það felst ekkert í þessu annað en stuðningur við tjáningarfrelsið og að báðir aðilar máls megi skýra sína hlið og ekkert meira. Ef það er einhver umræða í gangi þá er gott að við heyrum allar hliðar máls. Það er bara hluti af eðlilegri skoðanamyndun,“ sagði hann. „Einhver skortur á hommum á Íslandi?“ Árið 2022 skapaðist umræða um hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar. Þá var nýfallinn dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem úrskurði kærunefndar útlendingamála var snúið við, en því hafði verið haldið fram að maður, sem flúði heimaland sitt til Íslands meðal annars vegna kynhneigðar árið 2019, hefði logið til um kynhneigð. „Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?“ skrifaði Helgi Magnús á Facebook og deildi frétt um málið. Skjáskot af Facebook færslu Helga. Í kjölfarið sagði Helgi að í raun þætti honum mjög vænt um samkynhneigða og hefði ekkert á móti þeim. Hann vildi þó ekki veita sérstakt viðtal vegna málsins, en hann skildi vel að það væri gúrkutíð í fjölmiðlum, en ummæli hans gætu varla talist fréttnæm. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari áminnti Helga vegna ummælanna. Hún sagði þau varpa rýrð á störf hans sem vararíkissaksókanra. Telur sig ekki hafa farið yfir strikið í máli Mohamads Í kjölfar stunguárásar sem var framin í OK Market í Valshverfinu í mars á þessu ári var greint frá því að grunaður árásarmaður hefði staðið í hótunum við Helga Magnús. „Þessi maður hefur verið að hóta að drepa mig og mína fjölskyldu í þrjú ár og hlaut dóm í Landsrétti fyrir ári síðan,“ sagði Helgi við DV vegna málsins. Þessi árásarmaður er síðan orðinn þjóðþekktur, Mohamad Thor Jóhannessonar, áður Kourani, hlaut átta ára fangelsisdóm vegna árásarinnar í OK Market í sumar. Helgi Magnús sagði, í viðtali við Vísi, marga fegna að sjá hann á bak við lás og slá. Hann sagði Mohamad vera ýkt dæmi, en að verið væri að flytja inn kúltúr í stórum stíl sem væri frábrugðinn því sem þekkist á Íslandi. „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það,“ sagði Helgi Magnús. „Sjáðu þessa leigubílstjóra, þetta er ekkert voðalega spennandi. Og ekki hægt að afgreiða þetta sem einhverjar undantekningar, þetta er regla; háttsemi sem blasir við okkur frá degi til dags. Við erum að flytja inn ósiði. Við eigum auðvitað okkar drullusokka og þarna innan um er fullt af góðu fólki líka.“ Hjálparsamtökin Solaris ákváðu síðan að kæra Helga Magnús vegna ummæla sem hann lét falla í umræddu viðtali, en líka í Facebook-færslu sem beindist að Solaris en þar sagði hann samtökin berjast „hörðum höndum fyrir nær óheftum aðgangi fólks frá miðausturlöndum að Íslandi, að því er virðist án þess að láta sig varða bakgrunn þess fólks og hugsanleg tengsl við öfga- og hryðjuverkasamtök.“ Líkt og áður segir hefur Sigríður ríkissaksóknari síðan lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi verður leystur frá störfum tímabundið og taki hegðun hans til skoðunar. Sjálfur vonast Helgi til þess að ráðherra taki ósk Sigríðar ekki til greina. „Ég reyndar held að þetta hafi allt verið mjög hófstillt og ekki tilefni til þessara viðbragða ríkissaksóknara yfir höfuð. En maður hefði nú svosem alveg getað orðað hlutina aðeins öðruvísi, það er eins og alltaf, maður er bara mannlegur. En ég vil taka fram að ég tel ekki að ég hafi farið yfir nein strik,“ sagði Helgi við Vísi í fyrradag. Samfélagsmiðlar Mál Mohamad Kourani Lögreglumál Dómsmál Lekamálið Þjóðkirkjan Dómstólar Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Vonar að ráðherra verði ekki við ósk Sigríðar Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari telur ekki að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sé til þess bær að veita honum áminningu í starfi. Það vald liggi hjá dómsmálaráðherra. Hann segist vona að dómsmálaráðherra taki ekki til greina ósk Sigríðar um að taka mál hans til skoðunar, og vísa honum tímabundið frá störfum. 30. júlí 2024 17:53 Háttsemi Helga nái aftur til 2017 Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir áminningu sem Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hlaut árið 2022 hafa snúið að nokkrum tilvikum um tjáningu hans, sem nái aftur til ársins 2017. Sigríður telur sér ekki heimilt að upplýsa nánar um þessi tilvik. Hún segir kæru á hendur Helga frá hjálparsamtökum hælisleitenda ekki tilefni þess að hún vísar máli Helga nú til ráðherra. 30. júlí 2024 13:45 Frétti á eftir samstarfsfólki að ekki væri óskað eftir vinnuframlagi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi er afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spyr hvort hún sé embætti sínu vaxin. 29. júlí 2024 15:59 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Greint var frá því í vikunni að Sigríður, sem yfirmaður Helga, hefði lagt til við dómsmálaráðherra að hann yrði leystur tímabundið frá störfum. Það gerðist í kjölfar þess að Helgi var kærður fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi hafði áður hlotið áminningu frá Sigríði. Síðastliðinn þriðjudag var greint frá því að áminningin, sem hann hlaut árið 2022, hefði verið vegna nokkurra tilvika um tjáningu hans sem nái aftur til ársins 2017. „Læk“ Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara og ummæli sem hann hefur látið falla hafa oft orðið að umfjöllunarefni fjölmiðla. Hér að neðan verður fjallað um helstu málin þar sem tjáning hans hefur vakið eftirtekt. Sagður hafa kallað arftaka sinn „kerlingartussu“ Árið 2011 vöktu meint ummæli Helga Magnúsar í garð eftirmanns síns mikla athygli. Helgi hafði verið saksóknari efnahagsbrotadeildar lögreglu en Alda Hrönn Jóhannsdóttir var sett í embættið. Hún kærði hann vegna ummæla þar sem hann á að hafa kallað hana „kerlingartussu“. Starfsmenn efnahagsbrotadeildarinnar eiga að hafa heyrt þessi ummæli og einn þeirra greint Öldu frá því að Helgi hefði haft um hana ýmis óviðurkvæmileg ummæli. Öldu þótti að Helgi hefði meitt æru hennar og veist að henni með aðdróttunum, og því kærði hún ummælin. Hún sagði þau einkum ósmekkleg og vísa á niðurlægjandi hátt til kynferðis hennar. Ríkissaksóknari vísaði málinu til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem taldi ekki ástæðu til að aðhafast í málinu og vísaði því frá. Hún vísaði málinu til Ríkissaksóknara sem komst að sömu niðurstöðu og lögreglan. „Það litla sem ég veit um efni kærunnar er ekki rétt eftir haft. Það sem vitnað er til í kærunni er tveggja manna tal og hún [Alda Hrönn] hefur þetta ekki eftir fyrstu hendi, heldur einhverjum öðrum,“ sagði Helgi Magnús við Pressuna þegar málið kom upp. „Læk“ saksóknarans skoðað fyrir dómi Í Lekamálinu svokallaða var „læk“ Helga á Facebook tekið til skoðunar. Í stuttu máli varð Lekamálið til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í nóvember 2014 eftir að aðstoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valdórsson, játaði að hafa lekið trúnaðarupplýsingum um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. Þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í október 2021 óskaði verjandi Gísla eftir því að málinu yrði vísað frá, meðal annars vegna þess að Helgi, sem sótti málið fyrir hönd ríkissaksóknara, hafði líkað við ákveðna færslu Þórðar Snæs Júlíussonar, þáverandi ritstjóra Kjarnans. Sjá nánar: Deilt um Facebook-hegðun saksóknara Í umræddri Facebook-færslu deildi Þórður Snær bloggfærslu Páls Vilhjálmssonar kennara um Lekamálið. Páll hélt því meðal annars fram að Lekamálið væri pólitískt mál ríkissaksóknara sem hefði verið skipaður af vinstri sinnaðri ríkisstjórn. Þórður Snær sagði að í færslunni fælist dásamleg samsæriskenning. „Hlutir verða eiginlega ekkert fyndnari en þetta,“ skrifaði hann, og Helgi „lækaði“. Verjandinn vildi meina að með því hefði Helgi lýst afstöðu sinni í málinu. Helgi sagði svo ekki vera. Hann hefði ekki tekið afstöðu til sakarefnisins. Þá lægi ekki fyrir hvað honum þætti fyndið. Kannski hefði honum þótt eitthvað allt annað fyndið en Þórði Snæ. Dómari málsins féllst ekki á að „lækið“ gerði Helga vanhæfan. „Eiga tilfinningar presta að ráða meiru en landslög?“ Það vakti mikla athygli sumarið 2016 þegar lögreglumenn drógu tvo íraska hælisleitendur úr Laugarneskirkju í Reykjavík áður en þeim var vísað úr landi til Noregs. Sóknarprestur sagði að kirkjan hefði staðið mönnunum opin og að verið væri að reyna á hugmyndina um kirkju sem griðastað. Helgi tjáði sig um málið bæði á Facebook og í fjölmiðlum. „Er þjóðkirkjan hætt að virða landslög og ákvarðanir stjórnvalda? Eiga tilfinningar presta að ráða meiru en landslög. Á hvaða leið erum við? Þetta er galið,“ skrifaði Helgi. Þá sagði hann mennina tvo að öllum líkindum vera múslima sem myndu að öllu jöfnu ekki sækja kirkju nema í tilvikum sem þessum. Þess má geta að greint hafði verið frá því að mennirnir hefðu tekið upp kristna trú. Í samtali við Vísi velti Helgi Magnús fyrir sér hugtakinu kirkjugrið og hvort það ætti við í nútímasamfélagi. „Það er ekki neitt sem er til í lögum sem heitir kirkjugrið en þetta hafði kannski einhvern status á miðöldum þegar kirkjan hafði sitt eigið lagakerfi. Nú er talað um eins og þetta sé einhver hluti af starfsemi þjóðkirkjunnar að veita kirkjugrið og ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna.“ Skömmu eftir að hann lét þau ummæli falla tjáði hann sig aftur í viðtali við Vísi og sagðist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að kirkjan hefði haft frumkvæði að því að hælisleitendurnir myndu koma í kirkjuna. Þeir hafi því ekki leitað þangað í nauðum. „Já, ég hef íhugað að segja mig úr þjóðkirkjunni en ég vil þrauka. Komi upp svona atvik aftur mun ég ekki hika og ég ætlast til þess að biskup sjái til þess að þetta komi ekki fyrir aftur eða eitthvað svipað,“ sagði Helgi Magnús. Stundin ræddi við Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmann vegna málsins sem sagði ábyrgðarlaust af Helga Magnúsi að segja að kirkjan hefði átt frumkvæðið. „Slíkar sögusagnir eru að sjálfsögðu að engu hafandi og heyrir til undantekninga að handhafi ákæruvalds tali af slíku ábyrgðarleysi.“ Skopmynd um að hvítir eigi undir högg að sækja Facebook-hegðun og „læk“ Helga Magnúsar áttu aftur eftir að vekja athygli. Árið 2019 fjallaði Stundin um hegðun hans á samfélagsmiðlinum. Á meðal þess sem Stundin tók fyrir í umfjöllun sinni var hugleiðing sem Helgi birti á Facebook um þungunarrof þar sem hann sagði talsmenn frjálslyndari löggjafa í þeim málaflokki beita sams konar mælskubrögðum og þeir sem réttlæta morð á minnihlutahópum. Þá var minnst á færslu sem Helgi birti nokkrum dögum eftir að Klaustursmálið svokallaða kom upp þar sem hann sagði „nóg komið af þessu kjaftæði um klausturbarinn og farið að huga að málefnum sem skipta máli. Ég kæri mig ekki um opnari landamæri fyrir förufólk.“ Fjallað var um að Helgi hefði líkað við færslur sem innihéldu „eins konar kynþáttahyggjuboðskap“. Hann hefði til að mynda líkað við færslu sem sýndi skopmynd þar sem gefið var til kynna að hinn hvíti kynþáttur ætti undir högg að sækja og yrði bráðlega minnihlutahópur á Vesturlöndum. Stundin leitaði svara hjá Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. Hún sagði samskipti sín við starfsmenn embættisins ekki vera málefni sem hún myndi fjalla um við fjölmiðla. Þar með talið væru álítaefni sem vörðuðu siðareglur ákærenda. Árið 2019 sagðist Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari ekki geta tjáð sig um samskipti sín við starfsmenn embættisinsVísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra skammaði Helga fyrir „læk“ Þegar mál Þórhildar Gyðu Arnarsdóttir og Kolbeins Sigþórssonar fótboltamanns var í hámæli vakti Facebook-hegðun Helga Magnúsar aftur athygli. Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson birti mynd af lögregluskýrslu í málinu þar sem mátti sjá lýsingar Þórhildar af meintu kynferðisofbeldi. Ásamt myndbirtingunni skrifaði hann færslu um málið. Helgi Magnús líkaði við færsluna sem varð til þess að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra gagnrýndi hann. „Mér finnst mjög vafasamt af vararíkissaksóknara að vera að tjá sig með þeim hætti sem hann hefur gert á samfélagsmiðlum nú nýlega. Það má alveg gagnrýna hann fyrir það,” sagði hún. Skömmu fyrr höfðu önnur „læk“ Helga Magnúsar sem vörðuðu þetta sama mál komið til umræðu. Hann líkaði til að mynda við athugasemd á Facebook þar sem því var haldið fram að Þórhildur og Stígamót væru að stunda fjárkúgun. „Og enginn fjölmiðill lætur sig það varða,“ sagði í athugasemdinni. „Það er mjög afgerandi þegar vararíkissaksóknari sýnir jafn óþolendavæna afstöðu á netinu. Þetta ætti að vera góð undirstrikun á því hvers vegna þolendur leggja ekki í það að kæra. Þegar háttsettir menn innan réttarkerfisins komast upp með það að þurfa ekki að fela óþolendavæna kvenfyrirlitningu sína. Það þarf að taka til í réttarkerfinu,“ sagði Ólöf Tara Harðardóttir aðgerðarsinni við Mbl.is vegna málsins. Helgi Magnús sagði hins vegar að með „lækum“ sínum væri hann ekki að taka afstöðu gegn þolendum. „Ég tel þetta ekki sýna afstöðu með einum né neinum. Það felst ekkert í þessu annað en stuðningur við tjáningarfrelsið og að báðir aðilar máls megi skýra sína hlið og ekkert meira. Ef það er einhver umræða í gangi þá er gott að við heyrum allar hliðar máls. Það er bara hluti af eðlilegri skoðanamyndun,“ sagði hann. „Einhver skortur á hommum á Íslandi?“ Árið 2022 skapaðist umræða um hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar. Þá var nýfallinn dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem úrskurði kærunefndar útlendingamála var snúið við, en því hafði verið haldið fram að maður, sem flúði heimaland sitt til Íslands meðal annars vegna kynhneigðar árið 2019, hefði logið til um kynhneigð. „Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?“ skrifaði Helgi Magnús á Facebook og deildi frétt um málið. Skjáskot af Facebook færslu Helga. Í kjölfarið sagði Helgi að í raun þætti honum mjög vænt um samkynhneigða og hefði ekkert á móti þeim. Hann vildi þó ekki veita sérstakt viðtal vegna málsins, en hann skildi vel að það væri gúrkutíð í fjölmiðlum, en ummæli hans gætu varla talist fréttnæm. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari áminnti Helga vegna ummælanna. Hún sagði þau varpa rýrð á störf hans sem vararíkissaksókanra. Telur sig ekki hafa farið yfir strikið í máli Mohamads Í kjölfar stunguárásar sem var framin í OK Market í Valshverfinu í mars á þessu ári var greint frá því að grunaður árásarmaður hefði staðið í hótunum við Helga Magnús. „Þessi maður hefur verið að hóta að drepa mig og mína fjölskyldu í þrjú ár og hlaut dóm í Landsrétti fyrir ári síðan,“ sagði Helgi við DV vegna málsins. Þessi árásarmaður er síðan orðinn þjóðþekktur, Mohamad Thor Jóhannessonar, áður Kourani, hlaut átta ára fangelsisdóm vegna árásarinnar í OK Market í sumar. Helgi Magnús sagði, í viðtali við Vísi, marga fegna að sjá hann á bak við lás og slá. Hann sagði Mohamad vera ýkt dæmi, en að verið væri að flytja inn kúltúr í stórum stíl sem væri frábrugðinn því sem þekkist á Íslandi. „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það,“ sagði Helgi Magnús. „Sjáðu þessa leigubílstjóra, þetta er ekkert voðalega spennandi. Og ekki hægt að afgreiða þetta sem einhverjar undantekningar, þetta er regla; háttsemi sem blasir við okkur frá degi til dags. Við erum að flytja inn ósiði. Við eigum auðvitað okkar drullusokka og þarna innan um er fullt af góðu fólki líka.“ Hjálparsamtökin Solaris ákváðu síðan að kæra Helga Magnús vegna ummæla sem hann lét falla í umræddu viðtali, en líka í Facebook-færslu sem beindist að Solaris en þar sagði hann samtökin berjast „hörðum höndum fyrir nær óheftum aðgangi fólks frá miðausturlöndum að Íslandi, að því er virðist án þess að láta sig varða bakgrunn þess fólks og hugsanleg tengsl við öfga- og hryðjuverkasamtök.“ Líkt og áður segir hefur Sigríður ríkissaksóknari síðan lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi verður leystur frá störfum tímabundið og taki hegðun hans til skoðunar. Sjálfur vonast Helgi til þess að ráðherra taki ósk Sigríðar ekki til greina. „Ég reyndar held að þetta hafi allt verið mjög hófstillt og ekki tilefni til þessara viðbragða ríkissaksóknara yfir höfuð. En maður hefði nú svosem alveg getað orðað hlutina aðeins öðruvísi, það er eins og alltaf, maður er bara mannlegur. En ég vil taka fram að ég tel ekki að ég hafi farið yfir nein strik,“ sagði Helgi við Vísi í fyrradag.
Samfélagsmiðlar Mál Mohamad Kourani Lögreglumál Dómsmál Lekamálið Þjóðkirkjan Dómstólar Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Vonar að ráðherra verði ekki við ósk Sigríðar Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari telur ekki að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sé til þess bær að veita honum áminningu í starfi. Það vald liggi hjá dómsmálaráðherra. Hann segist vona að dómsmálaráðherra taki ekki til greina ósk Sigríðar um að taka mál hans til skoðunar, og vísa honum tímabundið frá störfum. 30. júlí 2024 17:53 Háttsemi Helga nái aftur til 2017 Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir áminningu sem Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hlaut árið 2022 hafa snúið að nokkrum tilvikum um tjáningu hans, sem nái aftur til ársins 2017. Sigríður telur sér ekki heimilt að upplýsa nánar um þessi tilvik. Hún segir kæru á hendur Helga frá hjálparsamtökum hælisleitenda ekki tilefni þess að hún vísar máli Helga nú til ráðherra. 30. júlí 2024 13:45 Frétti á eftir samstarfsfólki að ekki væri óskað eftir vinnuframlagi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi er afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spyr hvort hún sé embætti sínu vaxin. 29. júlí 2024 15:59 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Vonar að ráðherra verði ekki við ósk Sigríðar Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari telur ekki að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sé til þess bær að veita honum áminningu í starfi. Það vald liggi hjá dómsmálaráðherra. Hann segist vona að dómsmálaráðherra taki ekki til greina ósk Sigríðar um að taka mál hans til skoðunar, og vísa honum tímabundið frá störfum. 30. júlí 2024 17:53
Háttsemi Helga nái aftur til 2017 Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir áminningu sem Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hlaut árið 2022 hafa snúið að nokkrum tilvikum um tjáningu hans, sem nái aftur til ársins 2017. Sigríður telur sér ekki heimilt að upplýsa nánar um þessi tilvik. Hún segir kæru á hendur Helga frá hjálparsamtökum hælisleitenda ekki tilefni þess að hún vísar máli Helga nú til ráðherra. 30. júlí 2024 13:45
Frétti á eftir samstarfsfólki að ekki væri óskað eftir vinnuframlagi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi er afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spyr hvort hún sé embætti sínu vaxin. 29. júlí 2024 15:59