Hlupu blaut úr Bláa lóninu Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. ágúst 2024 14:19 Andrew og Ale segja það hafa verið bæði spennandi og hræðilegt á sama tíma að þurfa að hlaupa úr Bláa lóninu í gær áður en eldgosið hófst. Vísir/Vésteinn Andrew & Ale Kenney voru í Bláa lóninu í gær þegar tilkynnt var um rýmingu vegna mögulegs eldgoss eða kvikuhlaups. Í myndböndum sem þau deildu á samfélagsmiðlinum TikTok kemur fram að þau hafi þurft að hlaupa blaut út. Á leið frá Bláa lóninu sáu þau svo eldgosið sem þá var nýhafið. „Við komum þangað og þegar við vorum að vara inn varaði starfsfólkið okkur við því að ef viðvörunarbjöllurnar myndu fara í gang myndum við þurfa að yfirgefa lónið strax. Við vitum ekkert um eldfjöll og hugsuðum með okkur að kannski væri þetta bara eitthvað sem þau segja við alla,“ segir Ale og að hún hafi ekki tekið því svo að gos gæti verið yfirvofandi. Hún segir að þau hafi verið búin að vera í lóninu í um tvo klukkutíma þegar bjöllurnar byrjuðu að hringja. „Það var tafarlaus skelfing,“ segir Ale um það sem fylgdi. Andrew segir að þau hafi verið lengst inni í lóninu þegar bjöllurnar hringdu. Þau hafi verið á leið að ná sér í maska. „Þetta hljómaði eins og hvirfilbyls- eða fellibyljasírena þannig við vissum að það væri eitthvað. Ég hélt þetta væri meira svona: „Hey, farðu úr lauginni“ en þá sá að það var fjöldaflótti og fólk var að hlaupa úr lauginni.“ Starfsfólkið hafi staðið sig afar vel Ale segir að ferlið hafi allt gengið mjög vel og verið mjög skilvirkt. Um fimmtán mínútum eftir að bjallan fór í gang hafi þau verið komin um borð í rútu og á leið frá svæðinu. „Þau voru mjög skilvirk, en það voru klárlega samt mikil læti og var hrædd,“ segir Ale og að það hafi verið greinilegt að um alvarlegan atburð hafi verið að ræða. Starfsfólkið hafi verið mjög rólegt og hjálpsamt. „Þau létu mér líða eins og ég væri örugg í mjög óöruggum aðstæðum.“ Andrew og Ale birtu myndböndin á Tiktok stuttu seinna. Útsýnið magnað „Klukkustund eftir að bjallan hringdi vorum við komin aftur á skipið og vorum örugg,“ segir Andrew en parið er á siglingu um heiminn. Þau segja útsýnið yfir eldgosið hafa verið magnað. Öðru megin hafi þau séð sólsetrið og svo eldgosið hinum megin. „Þetta er lífsreynsla sem við upplifum líklega ekki aftur en við höfðum klárlega áhyggjur af velferð fólksins sem býr hérna,“ segir Ale. Þau segja að þrátt fyrir þessa reynslu myndu þau alltaf mæla með því að fólk heimsæki lónið. Þau segja Ísland einn fallegasta stað sem þau hafa heimsótt á níu mánaða ferðalagi sínu og í uppáhaldi. Næsta stopp hjónanna er Grænland en eftir það fljúga þau heim til Flórída í Bandaríkjunum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Við komum þangað og þegar við vorum að vara inn varaði starfsfólkið okkur við því að ef viðvörunarbjöllurnar myndu fara í gang myndum við þurfa að yfirgefa lónið strax. Við vitum ekkert um eldfjöll og hugsuðum með okkur að kannski væri þetta bara eitthvað sem þau segja við alla,“ segir Ale og að hún hafi ekki tekið því svo að gos gæti verið yfirvofandi. Hún segir að þau hafi verið búin að vera í lóninu í um tvo klukkutíma þegar bjöllurnar byrjuðu að hringja. „Það var tafarlaus skelfing,“ segir Ale um það sem fylgdi. Andrew segir að þau hafi verið lengst inni í lóninu þegar bjöllurnar hringdu. Þau hafi verið á leið að ná sér í maska. „Þetta hljómaði eins og hvirfilbyls- eða fellibyljasírena þannig við vissum að það væri eitthvað. Ég hélt þetta væri meira svona: „Hey, farðu úr lauginni“ en þá sá að það var fjöldaflótti og fólk var að hlaupa úr lauginni.“ Starfsfólkið hafi staðið sig afar vel Ale segir að ferlið hafi allt gengið mjög vel og verið mjög skilvirkt. Um fimmtán mínútum eftir að bjallan fór í gang hafi þau verið komin um borð í rútu og á leið frá svæðinu. „Þau voru mjög skilvirk, en það voru klárlega samt mikil læti og var hrædd,“ segir Ale og að það hafi verið greinilegt að um alvarlegan atburð hafi verið að ræða. Starfsfólkið hafi verið mjög rólegt og hjálpsamt. „Þau létu mér líða eins og ég væri örugg í mjög óöruggum aðstæðum.“ Andrew og Ale birtu myndböndin á Tiktok stuttu seinna. Útsýnið magnað „Klukkustund eftir að bjallan hringdi vorum við komin aftur á skipið og vorum örugg,“ segir Andrew en parið er á siglingu um heiminn. Þau segja útsýnið yfir eldgosið hafa verið magnað. Öðru megin hafi þau séð sólsetrið og svo eldgosið hinum megin. „Þetta er lífsreynsla sem við upplifum líklega ekki aftur en við höfðum klárlega áhyggjur af velferð fólksins sem býr hérna,“ segir Ale. Þau segja að þrátt fyrir þessa reynslu myndu þau alltaf mæla með því að fólk heimsæki lónið. Þau segja Ísland einn fallegasta stað sem þau hafa heimsótt á níu mánaða ferðalagi sínu og í uppáhaldi. Næsta stopp hjónanna er Grænland en eftir það fljúga þau heim til Flórída í Bandaríkjunum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira