Björn Steinbekk drónaflugmaður hefur verið nærri eldstöðvunum eins og í fyrri gosum. Í samtali við fréttastofu segir hann hafa verið áberandi í gær hve nálægt gígnum þyrluflugmennirnir fóru.
Einn þyrluflugmaðurinn hafi farið niður í um sjötíu metra hæð sem er í svipaðri hæð og Björn var með dróna sinn. Bannað er að fljúga þyrlum og flugvélum undir fimm hundruð fetum utan þéttbýlis hér á landi. Það svarar til 152 metra.
Að sama skapi mega drónar ekki fara upp fyrir 120 metra hæð.