Stytting vinnuvikunnar hjá grunnskólakennurum Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 5. september 2024 11:02 Síðan ákveðið var að innleiða styttingu vinnutíma hjá grunnskólakennurum hef ég lagt höfuðið í bleyti og reynt að sjá fyrir mér þennan gjörning raungerast í sátt miðað við þær forsendur sem eru gefnar. Samkvæmt kjarasamningi Félags grunnskólakennara við Sveitarfélögin er markmiðið með styttingu vinnutíma hjá kennurum að stuðla að umbótum í skólastarfi, bæta vinnustaðamenningu og að auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess að draga úr skilvirkni og gæðum í starfsemi skóla. Einnig á að tryggja betur gagnkvæman sveigjanleika og stuðla þannig að bættum lífskjörum. En þessi breyting á skipulagi vinnutíma á að öðru óbreyttu ekki að leiða til breytinga á launum eða launakostnaði sveitarfélaga. Forsenda breytinganna er því sú að starfsemi skóla/vinnustaðar raskist ekki, að skólastarf sé af sömu eða betri gæðum og áður en jafnframt að enginn kostnaður hljótist af. Það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að nýta tímann vel og hlaupa hratt í vinnunni en kennarar hafa hlaupið á hamstrahjólinu í mörg ár. Ég veit ekki um neinn kennara sem nýtir tímann illa í vinnunni og flestir eru með það marga bolta á lofti í einu að það kemur engum á óvart innan stéttarinnar hversu hátt hlutfall kennara endar í kulnun. Mér blöskrar stundum sjálfri þegar ég tek mér matarpásu á minni starfsstöð og sú hugsun læðist að mér að þær mínútur sem ég tek í mat eru mínútur sem ég gæti nýtt í undirbúning. Því kennsla er þess eðlis að þú mætir ekki óundirbúinn og það sem þú nærð ekki að undirbúa á vinnustað þarf að undirbúa heima. Í kjarasamningum kennara kveður á um sveigjanlegan vinnutíma upp að vissu marki sem þýðir að kennarar geta unnið hluta vinnu sinnar utan vinnustaðar ef þeir kjósa og hagað þannig hluta vinnu sinnar eftir hentugleika. Ég hef langa starfsreynslu sem kennari og tel mig nýta tíma minn vel en þrátt fyrir það þá næ ég oft ekki að undirbúa mig innan þess ramma sem mér er settur sem leiðir til þess að í gegnum árin hef ég gefið samfélaginu umframvinnu mína og er ástæðan sú að fyrr hætti ég að vinna sem kennari en að mæta óundirbúin í kennslu. Sem kennari hef ég ákveðna vinnuskyldu og mér ber að skila mínu en oft er rangt gefið því verkefnum grunnskólans fer fjölgandi. Ef ég sem kennari fer í styttingu vinnuvikunnar þá segi ég ekki við nemendur mína að þeir geti líka tekið sér styttingu heldur er annar kennari sem leysir mig af á meðan ég er í leyfi. Eins og þetta blasir við mér hlýtur að fylgja þessu einhver röskun á skólastarfinu og þar með gæðum þess. Slíkri röskun fylgir óhjákvæmilega kostnaður og ég sé ekki hvernig vinnustaðamenningin verði samhliða þessu bættari og að þetta stuðli að umbótum í starfinu. Myndi það hvarfla að þér að senda svæfingalækni í styttingu vinnuvikunnar og segja hinum á gólfinu að redda aðgerðinni án nokkurrar röskunar, gæðaskerðingar eða kostnaðar? Í ljósi þess sem ég hef talið upp hér að framan þá sé ég ekki að hægt sé að stytta vinnutíma kennara án þess að minnka kennsluskyldu þeirra og leggja aukið fjármagn til verkefnisins. Við kennarar erum búnir að hafa góðan tíma til að velta þessu með vinnutímastyttinguna fyrir okkur og fjölmargar útfærslur hafa verið reyndar í ólíkum skólum til að láta hana ganga upp með tilliti til settra forsendna. Þrátt fyrir það hef ég ekki enn hitt kennara sem sér styttinguna ganga upp án þess að minnka kennsluskylduna. Nemendur eru ekki bunki af verkefnum á skrifborði sem getur beðið afgreiðslu. Kennarar geta heldur ekki sífellt hlaupið hraðar til að taka á sig ný verkefni eða aðlaga starfið að breyttum reglum. Eitthvað lætur undan á endanum eða ber með sér aukinn kostnað. Fyrir mitt leyti er stytting vinnuvikunnar aukið álag á kennara og ekki til þess fallið að létta á neinu nema til þess komi að kennsluskyldan minnki. Það kostar peninga. Höfundur er grunnskólakennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Stytting vinnuvikunnar Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðan ákveðið var að innleiða styttingu vinnutíma hjá grunnskólakennurum hef ég lagt höfuðið í bleyti og reynt að sjá fyrir mér þennan gjörning raungerast í sátt miðað við þær forsendur sem eru gefnar. Samkvæmt kjarasamningi Félags grunnskólakennara við Sveitarfélögin er markmiðið með styttingu vinnutíma hjá kennurum að stuðla að umbótum í skólastarfi, bæta vinnustaðamenningu og að auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess að draga úr skilvirkni og gæðum í starfsemi skóla. Einnig á að tryggja betur gagnkvæman sveigjanleika og stuðla þannig að bættum lífskjörum. En þessi breyting á skipulagi vinnutíma á að öðru óbreyttu ekki að leiða til breytinga á launum eða launakostnaði sveitarfélaga. Forsenda breytinganna er því sú að starfsemi skóla/vinnustaðar raskist ekki, að skólastarf sé af sömu eða betri gæðum og áður en jafnframt að enginn kostnaður hljótist af. Það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að nýta tímann vel og hlaupa hratt í vinnunni en kennarar hafa hlaupið á hamstrahjólinu í mörg ár. Ég veit ekki um neinn kennara sem nýtir tímann illa í vinnunni og flestir eru með það marga bolta á lofti í einu að það kemur engum á óvart innan stéttarinnar hversu hátt hlutfall kennara endar í kulnun. Mér blöskrar stundum sjálfri þegar ég tek mér matarpásu á minni starfsstöð og sú hugsun læðist að mér að þær mínútur sem ég tek í mat eru mínútur sem ég gæti nýtt í undirbúning. Því kennsla er þess eðlis að þú mætir ekki óundirbúinn og það sem þú nærð ekki að undirbúa á vinnustað þarf að undirbúa heima. Í kjarasamningum kennara kveður á um sveigjanlegan vinnutíma upp að vissu marki sem þýðir að kennarar geta unnið hluta vinnu sinnar utan vinnustaðar ef þeir kjósa og hagað þannig hluta vinnu sinnar eftir hentugleika. Ég hef langa starfsreynslu sem kennari og tel mig nýta tíma minn vel en þrátt fyrir það þá næ ég oft ekki að undirbúa mig innan þess ramma sem mér er settur sem leiðir til þess að í gegnum árin hef ég gefið samfélaginu umframvinnu mína og er ástæðan sú að fyrr hætti ég að vinna sem kennari en að mæta óundirbúin í kennslu. Sem kennari hef ég ákveðna vinnuskyldu og mér ber að skila mínu en oft er rangt gefið því verkefnum grunnskólans fer fjölgandi. Ef ég sem kennari fer í styttingu vinnuvikunnar þá segi ég ekki við nemendur mína að þeir geti líka tekið sér styttingu heldur er annar kennari sem leysir mig af á meðan ég er í leyfi. Eins og þetta blasir við mér hlýtur að fylgja þessu einhver röskun á skólastarfinu og þar með gæðum þess. Slíkri röskun fylgir óhjákvæmilega kostnaður og ég sé ekki hvernig vinnustaðamenningin verði samhliða þessu bættari og að þetta stuðli að umbótum í starfinu. Myndi það hvarfla að þér að senda svæfingalækni í styttingu vinnuvikunnar og segja hinum á gólfinu að redda aðgerðinni án nokkurrar röskunar, gæðaskerðingar eða kostnaðar? Í ljósi þess sem ég hef talið upp hér að framan þá sé ég ekki að hægt sé að stytta vinnutíma kennara án þess að minnka kennsluskyldu þeirra og leggja aukið fjármagn til verkefnisins. Við kennarar erum búnir að hafa góðan tíma til að velta þessu með vinnutímastyttinguna fyrir okkur og fjölmargar útfærslur hafa verið reyndar í ólíkum skólum til að láta hana ganga upp með tilliti til settra forsendna. Þrátt fyrir það hef ég ekki enn hitt kennara sem sér styttinguna ganga upp án þess að minnka kennsluskylduna. Nemendur eru ekki bunki af verkefnum á skrifborði sem getur beðið afgreiðslu. Kennarar geta heldur ekki sífellt hlaupið hraðar til að taka á sig ný verkefni eða aðlaga starfið að breyttum reglum. Eitthvað lætur undan á endanum eða ber með sér aukinn kostnað. Fyrir mitt leyti er stytting vinnuvikunnar aukið álag á kennara og ekki til þess fallið að létta á neinu nema til þess komi að kennsluskyldan minnki. Það kostar peninga. Höfundur er grunnskólakennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun