Vonast til að fá vinnu að námi loknu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. september 2024 20:02 Anna Björk Elkjær Emilsdóttir og Helena Júlía Steinarsdóttir, 22 ára nemendur. Vísir/Einar Nýtt nám fyrir fólk með þroskahömlun og aðrar fatlanir hófst í vikunni en ráðist var í verkefnið til að auka atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu. Námið býður upp á starfsþjálfun og fræðslu en nemendur sem fréttastofa ræddi við vonuðust til að verða leikskólakennarar eða starfa í félagsmiðstöð Vinnumálastofnun stendur fyrir verkefninu en 60 nemendur á ellefu stöðum á landinu hafa skráð sig í námið sem heitir Færniþjálfun á vinnumarkaði en það fer fram í símenntunarmiðstöðvum og stofnunum. Verkefnið er einnig hluti af landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem samþykkt var á Alþingi fyrr á árinu. „Færniþjálfunin er tekin á einni önn og inniber bæði starfsþjálfun og fræðslu. Í boði er starfstengt nám við félags- og þjónustustörf, á lager/vöruhúsi, við endurvinnslu, á leikskóla, í ferðaþjónustu og í verslun. Námið er hluti af því námi sem fræðsluaðilar um allt land bjóða upp á (sí- og endurmenntun) og skrifað inn í íslenska hæfnirammann. Það er gríðarlega mikilvægt því þá erum við ekki að taka fatlað fólk til hliðar eins og gert hefur verið hingað til og segja að eitthvað annað eigi að gilda um það en aðra,“ segir í tilkynningu um nýja námið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hélt tölu fyrir nemendur og starfsfólk.Vísir/Einar Langar að vinna á leikskóla Nemendur sem að fréttastofa ræddi við í dag sögðust mjög spenntir fyrir náminu og vonuðust til þess að fá vinnu að námi loknu. „Bara mjög gott að komast inn í svona verkefni sem að gefur gott fyrir mig og vonandi kemst ég bara lengra með þetta,“ sagði Anna Björk Elkjær Emilsdóttir, 22 ára nemandi. Hvernig vinnu myndirðu helst vilja fá? „Leikskóla, fara í leikskóla og kynnast því. Mér finnst bara gaman að vera með krökkunum og leika mér og svona, svo það er bara gaman.“ Anna Björk Elkjær Emilsdóttir, 22 ára nemandi. Finnst gaman að vinna með börnum Helena Júlía Steinarsdóttir, annar 22 ára nemandi, sagðist vonast til þess að fá vinnu á frístundarheimili í Vesturbænum því þar sé svo gaman að vinna með börnum. Spurð hvernig námið hefst segir hún: „Við eigum að koma og bíða eftir kennaranum og svo þegar hún kemur þá byrjum við bara að tala og fara yfir það sem við erum að fara gera í dag.“ Ertu strax búin að læra eitthvað? „Nei ekki mikið ég var bara að byrja síðasta mánudag.“ Helena Júlía Steinarsdóttir, 22 ára nemandi.Vísir/Einar „Hefur gríðarlega mikla þýðingu“ Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna, segir að um mikilvæg tímamót sé að ræða og frábært að verkefnið skili fólki inn á almennan vinnumarkað en ekki í sértæk störf. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir þennan hóp sem er að taka þátt í þessu verkefni núna sem er einn viðkvæmasti hópurinn í samfélaginu. Við erum að gefa þeim tækifæri og vonandi til framtíðar. Ég veit bara að það var mikil eftirspurn eftir þessu og það eru fleiri sem bíða eftir því að fá að taka þátt.“ Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun.Vísir/Einar Spennandi og gefandi að efla náms- og starfstækifæri Verkefnið er hluti af breytingum á örorkulífeyriskerfinu sem að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnti fyrr á árinu undir heitinu Öll með. „Þetta er einn bútur í keðjunni sem við erum að vinna í um þessar mundir og ofboðslega spennandi og gefandi að taka þátt í að efla bæði náms- og starfstækifæri fatlaðs fólks.“ Hópmynd var tekin eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hélt tölu fyrir nemendur og starfsfólk. Félagsmál Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Vinnumálastofnun stendur fyrir verkefninu en 60 nemendur á ellefu stöðum á landinu hafa skráð sig í námið sem heitir Færniþjálfun á vinnumarkaði en það fer fram í símenntunarmiðstöðvum og stofnunum. Verkefnið er einnig hluti af landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem samþykkt var á Alþingi fyrr á árinu. „Færniþjálfunin er tekin á einni önn og inniber bæði starfsþjálfun og fræðslu. Í boði er starfstengt nám við félags- og þjónustustörf, á lager/vöruhúsi, við endurvinnslu, á leikskóla, í ferðaþjónustu og í verslun. Námið er hluti af því námi sem fræðsluaðilar um allt land bjóða upp á (sí- og endurmenntun) og skrifað inn í íslenska hæfnirammann. Það er gríðarlega mikilvægt því þá erum við ekki að taka fatlað fólk til hliðar eins og gert hefur verið hingað til og segja að eitthvað annað eigi að gilda um það en aðra,“ segir í tilkynningu um nýja námið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hélt tölu fyrir nemendur og starfsfólk.Vísir/Einar Langar að vinna á leikskóla Nemendur sem að fréttastofa ræddi við í dag sögðust mjög spenntir fyrir náminu og vonuðust til þess að fá vinnu að námi loknu. „Bara mjög gott að komast inn í svona verkefni sem að gefur gott fyrir mig og vonandi kemst ég bara lengra með þetta,“ sagði Anna Björk Elkjær Emilsdóttir, 22 ára nemandi. Hvernig vinnu myndirðu helst vilja fá? „Leikskóla, fara í leikskóla og kynnast því. Mér finnst bara gaman að vera með krökkunum og leika mér og svona, svo það er bara gaman.“ Anna Björk Elkjær Emilsdóttir, 22 ára nemandi. Finnst gaman að vinna með börnum Helena Júlía Steinarsdóttir, annar 22 ára nemandi, sagðist vonast til þess að fá vinnu á frístundarheimili í Vesturbænum því þar sé svo gaman að vinna með börnum. Spurð hvernig námið hefst segir hún: „Við eigum að koma og bíða eftir kennaranum og svo þegar hún kemur þá byrjum við bara að tala og fara yfir það sem við erum að fara gera í dag.“ Ertu strax búin að læra eitthvað? „Nei ekki mikið ég var bara að byrja síðasta mánudag.“ Helena Júlía Steinarsdóttir, 22 ára nemandi.Vísir/Einar „Hefur gríðarlega mikla þýðingu“ Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna, segir að um mikilvæg tímamót sé að ræða og frábært að verkefnið skili fólki inn á almennan vinnumarkað en ekki í sértæk störf. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir þennan hóp sem er að taka þátt í þessu verkefni núna sem er einn viðkvæmasti hópurinn í samfélaginu. Við erum að gefa þeim tækifæri og vonandi til framtíðar. Ég veit bara að það var mikil eftirspurn eftir þessu og það eru fleiri sem bíða eftir því að fá að taka þátt.“ Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun.Vísir/Einar Spennandi og gefandi að efla náms- og starfstækifæri Verkefnið er hluti af breytingum á örorkulífeyriskerfinu sem að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnti fyrr á árinu undir heitinu Öll með. „Þetta er einn bútur í keðjunni sem við erum að vinna í um þessar mundir og ofboðslega spennandi og gefandi að taka þátt í að efla bæði náms- og starfstækifæri fatlaðs fólks.“ Hópmynd var tekin eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hélt tölu fyrir nemendur og starfsfólk.
Félagsmál Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira