Valdatafl Skák og Mát! Lárus Guðmundsson skrifar 27. september 2024 11:00 Hið pólitíska valdatafl er hafið, fólk í hinum ýmsu flokkum farið að gera sig gildandi og framboðstitringurinn áberandi. Enginn vill vera peð en margir vilja verða riddarar, hrókar eða biskupar, svo eru það þau sem stefna á kónginn eða drottninguna. Áhugaverðir tímar fram undan í íslenskri pólitík! En kíkjum aðeins á stöðuna. Sjálfstæðisflokkur: Þar situr Bjarni Kóngur enn sem karlinn í brúnni og hefur í langan tíma ekki vitað í hvorn fótinn hann eigi að stíga, hægri eða vinstri. Fylgiskannanir alger martröð og Bjarni virðist kominn á endastöð sem formaður. Sleppir ekki tökunum, keppnisskapið bannar honum að yfirgefa flokkinn á lægsta punkti jafnvel þó hann sé mát. Vonbiðlarnir í formanninn eru nokkrir, hrókar, riddarar og biskupar sem láta sig dreyma um að enda sem kóngur eða drottning. Stöllurnar Þórdís Kolbrún , Áslaug Arna og Jón Gunnarsson. Engin af þeim líkleg til að leiða flokkinn úr ógöngunum ? Mögulega kemur svo riddarinn á hvíta hestinum einhvers staðar undan feldi og reynist bjargvættur. Miðflokkurinn með minnsta þingflokkinn geysist áfram á Gullvagninum og fylgið mælist í hæstu hæðum! Þar sitja þeir Sigmundur Davíð og Bergþór fremstir í vagninum og kyrja í kór "Sendu nú gullvagninn að sækja mig" eins og segir í laginu góða. Og þeir eru sannarlega margir sem vilja verða sóttir, gullvagninn laðar að, ekki bara fylgi heldur líka þá sem vilja komast um borð í vagninn, biskupar, riddarar og hrókar. Samfylkingin með drottninguna Kristrúnu Frosta er á toppnum. Fáir skilja ástæðuna en mælska Kristrúnar og skörungsskapur er líklegasta skýringin. Ekki eru það málefnin því að þau eru vægast sagt mjög óljós. En svo er það órólega deildin í flokknum sem mun sýna sig betur þegar nær dregur, sú deild er lítt hrifin af léttri hægri sveiflu sem greina má undir yfirborðinu á orðaflaumi Kristrúnar. Vinstri græn, úff! Þar er fátt um fína drætti ! Peðin áberandi og formannsefnið Svandís Svavarsdóttir aðeins skugginn af þeirri drottningu sem hana langar til að verða. Hvað er til ráða? Svandís kafar líklega ofan í gamlar skúffur föður síns og leitar gömlu málefnanna sem VG stóð einhvern tímann fyrir. Tíminn er orðinn naumur fyrir Svandísi. Axarsköftin of mörg í samstarfinu við Sjálfstæðis og Framsóknarflokk í ríkisstjórnartíð Kötu Jak. Ef VG nær inn á þing eftir kosningar verða mögulega hlutverkaskipti við Miðflokkinn þegar kemur að því að vera minnsti flokkurinn á þingi. Held þó að kannanir sem sýni að VG nái ekki inn á þing, muni ekki standast. Píratar hafa verið að missa peð úr flokknum og ókyrrð merkjanleg í forystu þeirra. Einstaka riddari er þó innanborðs en fátt um fína drætti. Finnst þó Björn Leví þeirra frambærilegastur. Átta mig ekki á stefnumálunum ef einhver eru? Framsókn ætti að fá sér nýtt slagorð, þeir hafa verið bestir í því í fortíðinni. Mín tillaga fyrir þeirra hönd er: Það er ekkert að frétta! Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins er með þingkonurnar Ingu Sæland og Ásthildi Lóu. Þær eru einlægar í baráttu sinni fyrir bættum lífskjörum þeirra sem minna mega sín og ég virði það. En dálítið þreytandi þessi hvassi tónn sem Inga Sæland notar alltaf í sínum ræðum og málflutningi. Veikleikinn flokksins felst í skorti á öflugu fólki í þeirra röðum. Viðreisn er miðjumoð og litlaus flokkur, endalaust tal um Evrópusambandið einkennir flokkinn og áberandi þreytumerki eru kringum formann hans. Þurfa nauðsynlega nýtt blóð, er Jón Gnarr svarið? Sósíalistaflokkurinn með Sönnu gæti náð inn á þing, en hún þarf að sanna sig á nýjum vettvangi. Mikið vatn á eftir að renna til sjávar á næstu mánuðum og andrúmsloftið verður þrungið spennu, baráttan er rétt að byrja. Skákin er hafin og mannfórnir verða, á endanum verða svo einhverjir mát. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Hið pólitíska valdatafl er hafið, fólk í hinum ýmsu flokkum farið að gera sig gildandi og framboðstitringurinn áberandi. Enginn vill vera peð en margir vilja verða riddarar, hrókar eða biskupar, svo eru það þau sem stefna á kónginn eða drottninguna. Áhugaverðir tímar fram undan í íslenskri pólitík! En kíkjum aðeins á stöðuna. Sjálfstæðisflokkur: Þar situr Bjarni Kóngur enn sem karlinn í brúnni og hefur í langan tíma ekki vitað í hvorn fótinn hann eigi að stíga, hægri eða vinstri. Fylgiskannanir alger martröð og Bjarni virðist kominn á endastöð sem formaður. Sleppir ekki tökunum, keppnisskapið bannar honum að yfirgefa flokkinn á lægsta punkti jafnvel þó hann sé mát. Vonbiðlarnir í formanninn eru nokkrir, hrókar, riddarar og biskupar sem láta sig dreyma um að enda sem kóngur eða drottning. Stöllurnar Þórdís Kolbrún , Áslaug Arna og Jón Gunnarsson. Engin af þeim líkleg til að leiða flokkinn úr ógöngunum ? Mögulega kemur svo riddarinn á hvíta hestinum einhvers staðar undan feldi og reynist bjargvættur. Miðflokkurinn með minnsta þingflokkinn geysist áfram á Gullvagninum og fylgið mælist í hæstu hæðum! Þar sitja þeir Sigmundur Davíð og Bergþór fremstir í vagninum og kyrja í kór "Sendu nú gullvagninn að sækja mig" eins og segir í laginu góða. Og þeir eru sannarlega margir sem vilja verða sóttir, gullvagninn laðar að, ekki bara fylgi heldur líka þá sem vilja komast um borð í vagninn, biskupar, riddarar og hrókar. Samfylkingin með drottninguna Kristrúnu Frosta er á toppnum. Fáir skilja ástæðuna en mælska Kristrúnar og skörungsskapur er líklegasta skýringin. Ekki eru það málefnin því að þau eru vægast sagt mjög óljós. En svo er það órólega deildin í flokknum sem mun sýna sig betur þegar nær dregur, sú deild er lítt hrifin af léttri hægri sveiflu sem greina má undir yfirborðinu á orðaflaumi Kristrúnar. Vinstri græn, úff! Þar er fátt um fína drætti ! Peðin áberandi og formannsefnið Svandís Svavarsdóttir aðeins skugginn af þeirri drottningu sem hana langar til að verða. Hvað er til ráða? Svandís kafar líklega ofan í gamlar skúffur föður síns og leitar gömlu málefnanna sem VG stóð einhvern tímann fyrir. Tíminn er orðinn naumur fyrir Svandísi. Axarsköftin of mörg í samstarfinu við Sjálfstæðis og Framsóknarflokk í ríkisstjórnartíð Kötu Jak. Ef VG nær inn á þing eftir kosningar verða mögulega hlutverkaskipti við Miðflokkinn þegar kemur að því að vera minnsti flokkurinn á þingi. Held þó að kannanir sem sýni að VG nái ekki inn á þing, muni ekki standast. Píratar hafa verið að missa peð úr flokknum og ókyrrð merkjanleg í forystu þeirra. Einstaka riddari er þó innanborðs en fátt um fína drætti. Finnst þó Björn Leví þeirra frambærilegastur. Átta mig ekki á stefnumálunum ef einhver eru? Framsókn ætti að fá sér nýtt slagorð, þeir hafa verið bestir í því í fortíðinni. Mín tillaga fyrir þeirra hönd er: Það er ekkert að frétta! Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins er með þingkonurnar Ingu Sæland og Ásthildi Lóu. Þær eru einlægar í baráttu sinni fyrir bættum lífskjörum þeirra sem minna mega sín og ég virði það. En dálítið þreytandi þessi hvassi tónn sem Inga Sæland notar alltaf í sínum ræðum og málflutningi. Veikleikinn flokksins felst í skorti á öflugu fólki í þeirra röðum. Viðreisn er miðjumoð og litlaus flokkur, endalaust tal um Evrópusambandið einkennir flokkinn og áberandi þreytumerki eru kringum formann hans. Þurfa nauðsynlega nýtt blóð, er Jón Gnarr svarið? Sósíalistaflokkurinn með Sönnu gæti náð inn á þing, en hún þarf að sanna sig á nýjum vettvangi. Mikið vatn á eftir að renna til sjávar á næstu mánuðum og andrúmsloftið verður þrungið spennu, baráttan er rétt að byrja. Skákin er hafin og mannfórnir verða, á endanum verða svo einhverjir mát. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun