Ánægð með að stjórnvöld viðurkenni mönnunarvandann Bjarki Sigurðsson skrifar 3. október 2024 11:50 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. vísir Efling undirritaði í nótt kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu sem nær til félagsmanna á hjúkrunarheimilum og sambærilegum stofnunum. Formaður Eflingar fagnar því að stjórnvöld viðurkenni loks mönnunarvanda hjúkrunarheimilanna. Samningurinn gildir í fjögur ár og nær til starfsmanna á höfuðborgarsvæðinu og Hveragerði. Þetta er í fyrsta sinn sem samninganefnd Eflingar semur við SFV utan almennra kjarasamninga. Stjórnvöld taka á vandanum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hafa verið gert vegna alvarlegs mönnunarvanda hjúkrunarheimila síðustu ár. „Þessi mönnunarvandi hefur auðvitað verið þekktur núna mjög lengi. Í það minnsta þrjár ítarlegar skýrslur hafa verið unnar um hann, nú síðast skýrsla Gylfa Magnússonar árið 2021 og mikið var rætt um. En það þurfti samninganefnd Eflingar, fólkið sjálft sem starfar á hjúkrunarheimilunum, til að fá stjórnvöld til að viðurkenna að það þurfi að takast á við þennan vanda. Og það ætla þau að gera,“ segir Sólveig. Í samningnum er samkomulag við stjórnvöld um að taka skuli á mönnunarvandanum. Heilbrigðis- og fjármálaráðuneytin skuli vera búin að leggja fram fjármagnaðar og tímasettar lausnir á vandanum fyrir apríl á næsta ári. Gangi það ekki eftir er Eflingu heimilt að segja upp samningnum. Félagsfólkið skili frábærum árangri „Við fylgjum launastefnunni sem mótuð var í kjarasamningum okkar á almennum markaði sem hefur fylgt í öllum öðrum samningum. En það voru fjölmörg önnur atriði sem við náðum miklum árangri í í þessum samningum. En þetta var grundvallarkrafan og það hefði aldrei verið hægt að ganga frá samningum nema að þessi niðurstaða hafi komið.“ „Eins og við vorum búin að lýsa yfir, þá vorum við tilbúin til að slíta viðræðum og undirbúa aðgerðir ef ekki næðist fullnægjandi árangur í viðræðunum. Og ég tel að sú staðfesta afstaða okkar í samninganefndinni, og sú mikla vitneskja sem er til staðar um það að þegar við í Eflingu förum í kjarasamninga erum við með félagsfólk á bak við okkur, hafi skilað þessum frábæra árangri,“ segir Sólveig. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Hveragerði Hjúkrunarheimili Reykjavík Kópavogur Seltjarnarnes Hafnarfjörður Mosfellsbær Garðabær Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Samningurinn gildir í fjögur ár og nær til starfsmanna á höfuðborgarsvæðinu og Hveragerði. Þetta er í fyrsta sinn sem samninganefnd Eflingar semur við SFV utan almennra kjarasamninga. Stjórnvöld taka á vandanum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hafa verið gert vegna alvarlegs mönnunarvanda hjúkrunarheimila síðustu ár. „Þessi mönnunarvandi hefur auðvitað verið þekktur núna mjög lengi. Í það minnsta þrjár ítarlegar skýrslur hafa verið unnar um hann, nú síðast skýrsla Gylfa Magnússonar árið 2021 og mikið var rætt um. En það þurfti samninganefnd Eflingar, fólkið sjálft sem starfar á hjúkrunarheimilunum, til að fá stjórnvöld til að viðurkenna að það þurfi að takast á við þennan vanda. Og það ætla þau að gera,“ segir Sólveig. Í samningnum er samkomulag við stjórnvöld um að taka skuli á mönnunarvandanum. Heilbrigðis- og fjármálaráðuneytin skuli vera búin að leggja fram fjármagnaðar og tímasettar lausnir á vandanum fyrir apríl á næsta ári. Gangi það ekki eftir er Eflingu heimilt að segja upp samningnum. Félagsfólkið skili frábærum árangri „Við fylgjum launastefnunni sem mótuð var í kjarasamningum okkar á almennum markaði sem hefur fylgt í öllum öðrum samningum. En það voru fjölmörg önnur atriði sem við náðum miklum árangri í í þessum samningum. En þetta var grundvallarkrafan og það hefði aldrei verið hægt að ganga frá samningum nema að þessi niðurstaða hafi komið.“ „Eins og við vorum búin að lýsa yfir, þá vorum við tilbúin til að slíta viðræðum og undirbúa aðgerðir ef ekki næðist fullnægjandi árangur í viðræðunum. Og ég tel að sú staðfesta afstaða okkar í samninganefndinni, og sú mikla vitneskja sem er til staðar um það að þegar við í Eflingu förum í kjarasamninga erum við með félagsfólk á bak við okkur, hafi skilað þessum frábæra árangri,“ segir Sólveig.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Hveragerði Hjúkrunarheimili Reykjavík Kópavogur Seltjarnarnes Hafnarfjörður Mosfellsbær Garðabær Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira