Eignafólk græðir mikið á vaxtastefnu Seðlabankans Stefán Ólafsson skrifar 5. október 2024 12:03 Allir vita að bankarnir hafa grætt mikið á þeim úrræðum sem Seðlabankinn hefur beitt gegn verðbólgunni. Hávaxtastefnan hefur verið megininntak þessara aðgerða Seðlabankans. Bankarnir hafa skilað methagnaði síðustu ár og það skilar sér síðan til stjórnenda bankanna í auknum bónusum og miklum ávinningi af kaupréttarsamningum. Skuldug heimili hafa hins vegar tekið á sig verulega auknar byrðar, sem eru ígildi heiftarlega aukinnar skattheimtu. Þær byrðar hafa lagst með mestum þunga á heimili tekjulágra og millihópa. En það eru fleiri en bankamenn sem hafa grætt á háu vaxtastigi undanfarin misseri. Þeir sem hafa miklar fjármagnstekjur hafa grætt stórlega, en það er eignamesta fólkið í landinu, þau ríkustu. Þetta kemur fram í uppgjöri Hagstofunnar á þróun tekjuliða á árinu 2023, sem nýlega var birt. Niðurstaða Hagstofunnar var að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 1,9% á síðasta ári (sjá hér). Þegar skoðað er niðurbrot á þeim tekjuliðum sem mynda ráðstöfunartekjur heimilanna þá kemur í ljós að það eru ekki atvinnutekjur launafólks sem eru að skapa þessa aukningu ráðstöfunartekna heldur eignatekjur þeirra ríkustu. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd sem unnin er upp úr gögnum Hagstofunnar. Tölurnar Hagstofunnar eru á verðlagi hvers árs en hér eru þær á föstu verðlagi. Verðbólga var um 8,8% á árinu 2023. Atvinnutekjur (sem eru helstu tekjur launafólks) jukust aðeins um 0,1% umfram verðlag en fjármagnstekjur eignafólks jukust um 11,8% umfram verðbólgu. Kaupmáttur launavísitölunnar stóð að mestu leyti í stað á árinu 2023, sem skýrir litla aukningu á kaupmætti atvinnutekna. Aðrar tekjur (lífeyrir og bætur) jukust einungis um 0,8% umfram verðlag. Það er því augljóslega mikill vöxtur fjármagnstekna (eignatekna) sem er uppistaðan í mældri aukningu á kaupmætti ráðstöfunartekna heimilanna. Þegar kafað er nánar ofaní hvaða þættir fjármagnstekna jukust mest á árinu þá voru það vaxtatekjur. Þetta sýnir vel mismunandi áhrif hagstjórnar Seðlabankans og stjórnvalda á tekjuhópa og stéttir samfélagsins. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Seðlabankinn Efnahagsmál Tekjur Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Allir vita að bankarnir hafa grætt mikið á þeim úrræðum sem Seðlabankinn hefur beitt gegn verðbólgunni. Hávaxtastefnan hefur verið megininntak þessara aðgerða Seðlabankans. Bankarnir hafa skilað methagnaði síðustu ár og það skilar sér síðan til stjórnenda bankanna í auknum bónusum og miklum ávinningi af kaupréttarsamningum. Skuldug heimili hafa hins vegar tekið á sig verulega auknar byrðar, sem eru ígildi heiftarlega aukinnar skattheimtu. Þær byrðar hafa lagst með mestum þunga á heimili tekjulágra og millihópa. En það eru fleiri en bankamenn sem hafa grætt á háu vaxtastigi undanfarin misseri. Þeir sem hafa miklar fjármagnstekjur hafa grætt stórlega, en það er eignamesta fólkið í landinu, þau ríkustu. Þetta kemur fram í uppgjöri Hagstofunnar á þróun tekjuliða á árinu 2023, sem nýlega var birt. Niðurstaða Hagstofunnar var að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 1,9% á síðasta ári (sjá hér). Þegar skoðað er niðurbrot á þeim tekjuliðum sem mynda ráðstöfunartekjur heimilanna þá kemur í ljós að það eru ekki atvinnutekjur launafólks sem eru að skapa þessa aukningu ráðstöfunartekna heldur eignatekjur þeirra ríkustu. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd sem unnin er upp úr gögnum Hagstofunnar. Tölurnar Hagstofunnar eru á verðlagi hvers árs en hér eru þær á föstu verðlagi. Verðbólga var um 8,8% á árinu 2023. Atvinnutekjur (sem eru helstu tekjur launafólks) jukust aðeins um 0,1% umfram verðlag en fjármagnstekjur eignafólks jukust um 11,8% umfram verðbólgu. Kaupmáttur launavísitölunnar stóð að mestu leyti í stað á árinu 2023, sem skýrir litla aukningu á kaupmætti atvinnutekna. Aðrar tekjur (lífeyrir og bætur) jukust einungis um 0,8% umfram verðlag. Það er því augljóslega mikill vöxtur fjármagnstekna (eignatekna) sem er uppistaðan í mældri aukningu á kaupmætti ráðstöfunartekna heimilanna. Þegar kafað er nánar ofaní hvaða þættir fjármagnstekna jukust mest á árinu þá voru það vaxtatekjur. Þetta sýnir vel mismunandi áhrif hagstjórnar Seðlabankans og stjórnvalda á tekjuhópa og stéttir samfélagsins. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun