Eignafólk græðir mikið á vaxtastefnu Seðlabankans Stefán Ólafsson skrifar 5. október 2024 12:03 Allir vita að bankarnir hafa grætt mikið á þeim úrræðum sem Seðlabankinn hefur beitt gegn verðbólgunni. Hávaxtastefnan hefur verið megininntak þessara aðgerða Seðlabankans. Bankarnir hafa skilað methagnaði síðustu ár og það skilar sér síðan til stjórnenda bankanna í auknum bónusum og miklum ávinningi af kaupréttarsamningum. Skuldug heimili hafa hins vegar tekið á sig verulega auknar byrðar, sem eru ígildi heiftarlega aukinnar skattheimtu. Þær byrðar hafa lagst með mestum þunga á heimili tekjulágra og millihópa. En það eru fleiri en bankamenn sem hafa grætt á háu vaxtastigi undanfarin misseri. Þeir sem hafa miklar fjármagnstekjur hafa grætt stórlega, en það er eignamesta fólkið í landinu, þau ríkustu. Þetta kemur fram í uppgjöri Hagstofunnar á þróun tekjuliða á árinu 2023, sem nýlega var birt. Niðurstaða Hagstofunnar var að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 1,9% á síðasta ári (sjá hér). Þegar skoðað er niðurbrot á þeim tekjuliðum sem mynda ráðstöfunartekjur heimilanna þá kemur í ljós að það eru ekki atvinnutekjur launafólks sem eru að skapa þessa aukningu ráðstöfunartekna heldur eignatekjur þeirra ríkustu. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd sem unnin er upp úr gögnum Hagstofunnar. Tölurnar Hagstofunnar eru á verðlagi hvers árs en hér eru þær á föstu verðlagi. Verðbólga var um 8,8% á árinu 2023. Atvinnutekjur (sem eru helstu tekjur launafólks) jukust aðeins um 0,1% umfram verðlag en fjármagnstekjur eignafólks jukust um 11,8% umfram verðbólgu. Kaupmáttur launavísitölunnar stóð að mestu leyti í stað á árinu 2023, sem skýrir litla aukningu á kaupmætti atvinnutekna. Aðrar tekjur (lífeyrir og bætur) jukust einungis um 0,8% umfram verðlag. Það er því augljóslega mikill vöxtur fjármagnstekna (eignatekna) sem er uppistaðan í mældri aukningu á kaupmætti ráðstöfunartekna heimilanna. Þegar kafað er nánar ofaní hvaða þættir fjármagnstekna jukust mest á árinu þá voru það vaxtatekjur. Þetta sýnir vel mismunandi áhrif hagstjórnar Seðlabankans og stjórnvalda á tekjuhópa og stéttir samfélagsins. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Seðlabankinn Efnahagsmál Tekjur Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Allir vita að bankarnir hafa grætt mikið á þeim úrræðum sem Seðlabankinn hefur beitt gegn verðbólgunni. Hávaxtastefnan hefur verið megininntak þessara aðgerða Seðlabankans. Bankarnir hafa skilað methagnaði síðustu ár og það skilar sér síðan til stjórnenda bankanna í auknum bónusum og miklum ávinningi af kaupréttarsamningum. Skuldug heimili hafa hins vegar tekið á sig verulega auknar byrðar, sem eru ígildi heiftarlega aukinnar skattheimtu. Þær byrðar hafa lagst með mestum þunga á heimili tekjulágra og millihópa. En það eru fleiri en bankamenn sem hafa grætt á háu vaxtastigi undanfarin misseri. Þeir sem hafa miklar fjármagnstekjur hafa grætt stórlega, en það er eignamesta fólkið í landinu, þau ríkustu. Þetta kemur fram í uppgjöri Hagstofunnar á þróun tekjuliða á árinu 2023, sem nýlega var birt. Niðurstaða Hagstofunnar var að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 1,9% á síðasta ári (sjá hér). Þegar skoðað er niðurbrot á þeim tekjuliðum sem mynda ráðstöfunartekjur heimilanna þá kemur í ljós að það eru ekki atvinnutekjur launafólks sem eru að skapa þessa aukningu ráðstöfunartekna heldur eignatekjur þeirra ríkustu. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd sem unnin er upp úr gögnum Hagstofunnar. Tölurnar Hagstofunnar eru á verðlagi hvers árs en hér eru þær á föstu verðlagi. Verðbólga var um 8,8% á árinu 2023. Atvinnutekjur (sem eru helstu tekjur launafólks) jukust aðeins um 0,1% umfram verðlag en fjármagnstekjur eignafólks jukust um 11,8% umfram verðbólgu. Kaupmáttur launavísitölunnar stóð að mestu leyti í stað á árinu 2023, sem skýrir litla aukningu á kaupmætti atvinnutekna. Aðrar tekjur (lífeyrir og bætur) jukust einungis um 0,8% umfram verðlag. Það er því augljóslega mikill vöxtur fjármagnstekna (eignatekna) sem er uppistaðan í mældri aukningu á kaupmætti ráðstöfunartekna heimilanna. Þegar kafað er nánar ofaní hvaða þættir fjármagnstekna jukust mest á árinu þá voru það vaxtatekjur. Þetta sýnir vel mismunandi áhrif hagstjórnar Seðlabankans og stjórnvalda á tekjuhópa og stéttir samfélagsins. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar