Vilja Grafarvogsbúar þéttingu meirihlutans í Reykjavík? Diljá Mist Einarsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson skrifa 7. október 2024 08:01 Meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur kynnt áform um þéttingu byggðar í Grafarvogi. Áformin fela í sér að 500 íbúðir muni rísa þar á næstu árum, en fyrirvari er þó gerður um íbúasamráð og athugasemdir frá nærumhverfi. Fjölmargir íbúar Grafarvogs hafa lýst miklum áhyggjum af þessum áformum og hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun. Meðal áhyggja íbúa eru að þéttingin muni skerða aðgang að útivistarsvæðum og þrengi að starfsemi skóla í hverfinu. Þá hafa íbúar lýst áhyggjum af aukinni umferð og áformin falli ekki að byggð sem þegar er til staðar í hverfinu. Skilningsleysi meirihlutans gagnvart úthverfum borgarinnar hefur einkennt stjórnarfar hans. Það getur skaðað lífsgæði íbúanna verulega þegar ákvarðanatakan er í höndum fólks sem þekkir þessi samfélög ekki. Mikilvægt er að virkt samtal og samráð verði við Grafarvogsbúa um byggingaráformin í þessu rótgróna hverfi sem hefur svipaðan íbúafjölda og Akureyrarbær. Undirrituð hafa búið í Grafarvogi í áratugi og þekkja því hverfið mjög vel. Þótt þétting byggðar, þetta aðalstefnumál meirihlutans, geti átt rétt á sér við ákveðnar aðstæður, er mikilvægt að hún eigi sér ekki stað nema í fullu samráði og sátt við íbúana hverfanna sem um ræðir. Áhyggjur okkar snúa að því að þeir sem stýri borginni skilji ekki að fólk búi í Grafarvogi sem flutti þangað einmitt vegna gerðar og gæða hverfisins. Tæplega var það nálægðin við miðbæinn sem heillaði, en grænu svæðin í Grafarvogi spila á hinn bóginn klárlega stórt hlutverk. Við þurfum að standa vörð um græn svæði borgarinnar og þau mega ekki víkja fyrir yfirgengilegum þéttingaráformum um alla borg. En víða í borginni rísa nú gróðurlitlir steinsteypuskógar. Hver verður dómur framtíðarinnar um þá? Sömu sögu má segja um byggingaráform á Keldum. Þar vill meirihlutinn í borgarstjórn reisa byggð í hróplegu ósamræmi við Grafarvogshverfið sem myndi nær tvöfalda íbúafjöldann á mjög litlu svæði ef áformin ganga eftir. Þar á sömuleiðis að ganga freklega á græn svæði og náttúruminjar sem þar eru fyrir. Við höfum viðrað þessar áhyggjur Grafarvogsbúa við borgaryfirvöld og á vettvangi þingsins og munum halda áfram að gæta hagsmuna hverfisins okkar. Við stjórnmálamenn og hugmyndir okkar erum nefnilega til fyrir fólkið og íbúana, ekki öfugt. Höfundar eru báðir íbúar í Grafarvogi, annar er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hinn er orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Sveitarstjórnarmál Diljá Mist Einarsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson Borgarstjórn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur kynnt áform um þéttingu byggðar í Grafarvogi. Áformin fela í sér að 500 íbúðir muni rísa þar á næstu árum, en fyrirvari er þó gerður um íbúasamráð og athugasemdir frá nærumhverfi. Fjölmargir íbúar Grafarvogs hafa lýst miklum áhyggjum af þessum áformum og hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun. Meðal áhyggja íbúa eru að þéttingin muni skerða aðgang að útivistarsvæðum og þrengi að starfsemi skóla í hverfinu. Þá hafa íbúar lýst áhyggjum af aukinni umferð og áformin falli ekki að byggð sem þegar er til staðar í hverfinu. Skilningsleysi meirihlutans gagnvart úthverfum borgarinnar hefur einkennt stjórnarfar hans. Það getur skaðað lífsgæði íbúanna verulega þegar ákvarðanatakan er í höndum fólks sem þekkir þessi samfélög ekki. Mikilvægt er að virkt samtal og samráð verði við Grafarvogsbúa um byggingaráformin í þessu rótgróna hverfi sem hefur svipaðan íbúafjölda og Akureyrarbær. Undirrituð hafa búið í Grafarvogi í áratugi og þekkja því hverfið mjög vel. Þótt þétting byggðar, þetta aðalstefnumál meirihlutans, geti átt rétt á sér við ákveðnar aðstæður, er mikilvægt að hún eigi sér ekki stað nema í fullu samráði og sátt við íbúana hverfanna sem um ræðir. Áhyggjur okkar snúa að því að þeir sem stýri borginni skilji ekki að fólk búi í Grafarvogi sem flutti þangað einmitt vegna gerðar og gæða hverfisins. Tæplega var það nálægðin við miðbæinn sem heillaði, en grænu svæðin í Grafarvogi spila á hinn bóginn klárlega stórt hlutverk. Við þurfum að standa vörð um græn svæði borgarinnar og þau mega ekki víkja fyrir yfirgengilegum þéttingaráformum um alla borg. En víða í borginni rísa nú gróðurlitlir steinsteypuskógar. Hver verður dómur framtíðarinnar um þá? Sömu sögu má segja um byggingaráform á Keldum. Þar vill meirihlutinn í borgarstjórn reisa byggð í hróplegu ósamræmi við Grafarvogshverfið sem myndi nær tvöfalda íbúafjöldann á mjög litlu svæði ef áformin ganga eftir. Þar á sömuleiðis að ganga freklega á græn svæði og náttúruminjar sem þar eru fyrir. Við höfum viðrað þessar áhyggjur Grafarvogsbúa við borgaryfirvöld og á vettvangi þingsins og munum halda áfram að gæta hagsmuna hverfisins okkar. Við stjórnmálamenn og hugmyndir okkar erum nefnilega til fyrir fólkið og íbúana, ekki öfugt. Höfundar eru báðir íbúar í Grafarvogi, annar er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hinn er orku- og loftslagsráðherra.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun