Lygar sem kosta mannslíf Jón Frímann Jónsson skrifar 11. október 2024 14:32 Stjórnmálamenn án stjórnmála snúa sér að útlendingahatri. Það hefur gerst á Íslandi og kostnaðurinn er mannslíf saklaus fólks sem hefur komið til Íslands og er vísað frá Íslandi án þess að rök séu fyrir slíku. Í upphafi árs 2023 var farið í herferð gegn flóttafólki frá Venúsela. Öfgafullum hægri mönnum á Íslandi fannst vera orðið of mikið af þeim og því var farið í lyga herfð geng þessu fólk sem hafði ekki unnið sér neitt til saka unnið. Á þessum tíma var hægri öfgamaður í Dómsmálaráðherra. Eingöngu til þess að vera skipt út fyrir annað öfga hægri mann. Niðurstaðan hefur verið hræðileg fyrir þá flóttamenn sem hafa komið frá Venúsela til Íslands. Þeir eru neyddir til þess að fara aftur til Venúsela í hendurnar á morðóðum stjórnvöldum sem handtaka og fangelsa fólkið við komuna til Venúsela. Einnig sem að vegabréfið er tekið af þeim, ásamt öllum fjármunum og öðum verðmætum. Stjórnvöld í Venúsela eru í raun að ræna fólkið við komuna til landsins og hendir þeim síðan í fangelsi án ástæðu. Eftir síðustu kosningar í Venúslea, sem voru hvorki sanngjarnar eða lýðræðislegar þá voru mótmæli barin niður með miklu ofbeldi og morðum. Þetta finnst íslenskum stjórnvöldum allt í lagi, ef einhver var að velta því fyrir sér hvar siðferðismörk núverandi stjórnvalda liggja. Upphafsmenn þessar herferðar gegn flóttafólki frá Venúslea eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason og verði þetta mál þeim til eilífrar skammar og niðurlægingar hvar sem þeir fara. Það var einnig Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra sem fór í það að svipta fólk frá Venúsela lífsnauðsynlegri vernd á Íslandi. Eins og sannaðist að er ennþá raunin eftir síðustu kosningar í Venúsela fyrr á þessu ári. Útlendingastofnun lýgur til um það að þeir séu að fylgjast með málinu, ef þeir gerðu það í raun. Þá væri ekki verið að senda fólk í hendurnar á stjórnvöldum sem fangelsa það og jafnvel myrða án miskunnar. Vegna þess að ef það væri raunverulega gert, þá hefði þessi tilkynning frá Sameinuðu Þjóðunum þann 3. September 2024 orðið til þess að hætta öllum flutningum á fólk til Venúsela varanlega. Þá hefði einnig þessi hérna frétt frá Sameinuðu Þjóðunum frá 17. September 2024 ekki farið fram hjá þeim. Þar sem fjallað er um kúgun hjá stjórnvöldum í Venúsela af óþekktri og nýrri stærðargráðu núna, ásamt pyntingum á börnum, konum og karlmönnum. Auk þess sem ofbeldi er beitt með kerfisbundnum hætti, auk kerfisbundinna morða sem eru framin af stjórnvöldum í Venúsela. Helstu vandamálin á Íslandi eru þau vandamál sem menn eins og Sigmundur Davíð og hans líkir búa til á Íslandi. Hvort sem þau eru raunveruleg eða ekki og flest af þessum vandamálum eru skálduð upp og eiga ekki neinn grundvöll í raunveruleikanum. Öfgamenn búa til vandamál, þannig geta þeir skapað sundrungu og aflað sér atkvæða fyrir kosninga til þess að ná völdum og valda skaða. Síðan verða öfgamenn alltaf stöðugt öfgafullri. Það er enginn endi á öfgunum. Í dag eru það flóttamenn, á morgun verða það konur á Íslandi og réttindi þeirra. Daginn eftir það eru það mannréttindi allra íslendinga. Það er enginn endir á þessu hjá öfgamönnum og það á að hafna öllum þeirra málflutningi í heild sinni án undantekninga. Þetta sést á nýlegum viðtölum við Sigmund Davíð, þar sem hann kallar eftir fjandsamlegri stefnu í málefnum flóttamanna. Stefnu sem er byggð á blekkingum. Sigmundur Davíð nefnir oft Danmörku í þessum viðtölum og fullyrðir ranglega að Danir taki við neinu flóttafólki. Ég er ekki viss hver stefnan er núna, þar sem ríkisstjórn Danmerkur og Socialdemokratiet í Danmörku eru í vandræðum með þennan málaflokk. Þar sem flóttafólkið hættir ekki að koma þó svo að öllum sé vísað í burtu. Socialdemokratiet eru farnir að tapa fylgi í könnunum, þar sem öfgar virka bara í ákveðin tíma og þar sem öfgafullar stefnur virka ekki í raunveruleikanum, þá hrynur fylgið um leið og fólk áttar sig á þeirri staðreynd og það er að gerast í Danmörku núna varðandi þessa hörðu, fjandsamlegu stefnu í garð flóttafólks hjá Danmörku. Þetta mun einnig gerast hjá öðrum ríkjum með tímanum. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Venesúela Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Miðflokkurinn Jón Frímann Jónsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn án stjórnmála snúa sér að útlendingahatri. Það hefur gerst á Íslandi og kostnaðurinn er mannslíf saklaus fólks sem hefur komið til Íslands og er vísað frá Íslandi án þess að rök séu fyrir slíku. Í upphafi árs 2023 var farið í herferð gegn flóttafólki frá Venúsela. Öfgafullum hægri mönnum á Íslandi fannst vera orðið of mikið af þeim og því var farið í lyga herfð geng þessu fólk sem hafði ekki unnið sér neitt til saka unnið. Á þessum tíma var hægri öfgamaður í Dómsmálaráðherra. Eingöngu til þess að vera skipt út fyrir annað öfga hægri mann. Niðurstaðan hefur verið hræðileg fyrir þá flóttamenn sem hafa komið frá Venúsela til Íslands. Þeir eru neyddir til þess að fara aftur til Venúsela í hendurnar á morðóðum stjórnvöldum sem handtaka og fangelsa fólkið við komuna til Venúsela. Einnig sem að vegabréfið er tekið af þeim, ásamt öllum fjármunum og öðum verðmætum. Stjórnvöld í Venúsela eru í raun að ræna fólkið við komuna til landsins og hendir þeim síðan í fangelsi án ástæðu. Eftir síðustu kosningar í Venúslea, sem voru hvorki sanngjarnar eða lýðræðislegar þá voru mótmæli barin niður með miklu ofbeldi og morðum. Þetta finnst íslenskum stjórnvöldum allt í lagi, ef einhver var að velta því fyrir sér hvar siðferðismörk núverandi stjórnvalda liggja. Upphafsmenn þessar herferðar gegn flóttafólki frá Venúslea eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason og verði þetta mál þeim til eilífrar skammar og niðurlægingar hvar sem þeir fara. Það var einnig Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra sem fór í það að svipta fólk frá Venúsela lífsnauðsynlegri vernd á Íslandi. Eins og sannaðist að er ennþá raunin eftir síðustu kosningar í Venúsela fyrr á þessu ári. Útlendingastofnun lýgur til um það að þeir séu að fylgjast með málinu, ef þeir gerðu það í raun. Þá væri ekki verið að senda fólk í hendurnar á stjórnvöldum sem fangelsa það og jafnvel myrða án miskunnar. Vegna þess að ef það væri raunverulega gert, þá hefði þessi tilkynning frá Sameinuðu Þjóðunum þann 3. September 2024 orðið til þess að hætta öllum flutningum á fólk til Venúsela varanlega. Þá hefði einnig þessi hérna frétt frá Sameinuðu Þjóðunum frá 17. September 2024 ekki farið fram hjá þeim. Þar sem fjallað er um kúgun hjá stjórnvöldum í Venúsela af óþekktri og nýrri stærðargráðu núna, ásamt pyntingum á börnum, konum og karlmönnum. Auk þess sem ofbeldi er beitt með kerfisbundnum hætti, auk kerfisbundinna morða sem eru framin af stjórnvöldum í Venúsela. Helstu vandamálin á Íslandi eru þau vandamál sem menn eins og Sigmundur Davíð og hans líkir búa til á Íslandi. Hvort sem þau eru raunveruleg eða ekki og flest af þessum vandamálum eru skálduð upp og eiga ekki neinn grundvöll í raunveruleikanum. Öfgamenn búa til vandamál, þannig geta þeir skapað sundrungu og aflað sér atkvæða fyrir kosninga til þess að ná völdum og valda skaða. Síðan verða öfgamenn alltaf stöðugt öfgafullri. Það er enginn endi á öfgunum. Í dag eru það flóttamenn, á morgun verða það konur á Íslandi og réttindi þeirra. Daginn eftir það eru það mannréttindi allra íslendinga. Það er enginn endir á þessu hjá öfgamönnum og það á að hafna öllum þeirra málflutningi í heild sinni án undantekninga. Þetta sést á nýlegum viðtölum við Sigmund Davíð, þar sem hann kallar eftir fjandsamlegri stefnu í málefnum flóttamanna. Stefnu sem er byggð á blekkingum. Sigmundur Davíð nefnir oft Danmörku í þessum viðtölum og fullyrðir ranglega að Danir taki við neinu flóttafólki. Ég er ekki viss hver stefnan er núna, þar sem ríkisstjórn Danmerkur og Socialdemokratiet í Danmörku eru í vandræðum með þennan málaflokk. Þar sem flóttafólkið hættir ekki að koma þó svo að öllum sé vísað í burtu. Socialdemokratiet eru farnir að tapa fylgi í könnunum, þar sem öfgar virka bara í ákveðin tíma og þar sem öfgafullar stefnur virka ekki í raunveruleikanum, þá hrynur fylgið um leið og fólk áttar sig á þeirri staðreynd og það er að gerast í Danmörku núna varðandi þessa hörðu, fjandsamlegu stefnu í garð flóttafólks hjá Danmörku. Þetta mun einnig gerast hjá öðrum ríkjum með tímanum. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar