Klemmdar rasskinnar Brynjars Níelssonar Einar Baldvin Árnason skrifar 11. október 2024 15:01 Ég skrifaði greinilega sannleikann um Áslaugu Örnu og Sjálfstæðisflokkinn um daginn því það leið ekki á löngu fyrr en sjálfur Brynjar Níelsson var ræstur úr Valhöll og gerður út á stúfana til að vinna skítverk drottnara sinna. Líkt og önnur gömul Sjálfstæðisvélmenni hefur hann ekki hugarflug í annað en að sletta rauðri málningu og skapa sér algjörlega ímyndaðan óvin: einhverskonar misheppnaðan marxískan listamann með Berlínarmúrsblæti. Ég viðurkenni að skrif Brynjars hreyfðu við mér. Höfðu Sovétmenn kannski sitthvað til síns máls? Mér þætti amk ekki verra að geta bara sent Brynjar í vinnu- og endurhæfingarbúðir í stað þess að neyðast til að eiga við hann orðastað í frjálsu samfélagi. En að öllu gamni slepptu, þá er reyndar ekki svo að allir þeir sem gagnrýni Sjálfstæðisflokkinn, græðgi hans, vanhæfni og spillingu, séu marxistar. Því fer fjarri, enda er gagnrýni á græðgi og efnishyggju, að ekki sé talað um spillingu, töluvert eldri og göfugri hefð. En það er auðvelt að mála Marx-skrattann á vegginn og Sjálfstæðismenn hafa komist upp með þann einfeldningslega málfutning mjög lengi sem eini hægriflokkurinn á Íslandi. Þeim tíma er þó lokið, og þegar Sjálfstæðisflokkurinn dettur loksins af þingi er ekki ólíklegt það skapist rúm fyrir eitthvað töluvert áhugaverðara. Það sem stendur þó mest í mér úr skrifum Brynjars er þó ekkert af þessu, heldur sú staðreynd að hann skyldi ætla að ég hefði skrifað greinina mína með klemmdar rasskinnar. Hví ætli hann haldi það? Á því er bara ein sálfræðileg skýring - Brynjar er vanur að klemma þær sjálfur, daginn út og inn - í þeirri veiku von að hans eigin flokkur hætti að ríða honum í rassgatið. Brynjar er nefnilega í óþægilegri stöðu, eins og allir aðrir íhaldsmenn í flokknum. Forystan, sem er fyrst og fremst í kapphlaupi við tíðarandann, og að skara eld að eigin köku, hatar hann og hugmyndir hans og niðurlægir hann stöðugt, vitandi að hann hefur ekki kjark til að fara annað (þó margir aðrir sem hegða sér ekki eins og meðlimir í kommúnistaflokki hafi það). Það er raunar afar kaldhæðnislegt að Brynjar skuli rísa upp af hnjánum til að verja hæfni Áslaugar Örnu, þegar það var einmitt gengið fram hjá honum sjálfum þegar hún var skipuð sem dómsmálaráðherra. En menn þurfa jú auðvitað að verja hagsmuni sína, og þeir eru ríkir hjá Brynjari. Hann ætlar nefnilega að sjúga ríkisspenann til æviloka - nú í nýrri vinnu hjá mannréttindaráði vinstri grænna. Það er vinna við hæfi, því þetta er auðvitað Sjálfstæðisstefnan í hnotskurn: að nota ríkisvaldið til þess að skapa vinnu fyrir vini sína. Ég vil þó viðurkenna að lokum að ég hef oft haft gaman að Brynjari í gegnum tíðina, og jafnvel stundum þótt mikið til hans koma. Ég tók fyrst eftir honum í Icesave deilunni og dáðist að málflutningi og þekkingu hans þar. Ég taldi vera á ferð mikinn prinsippmann, sem væri óhræddur að standa með skoðunum sínum. En hafi sá Brynjar einhverntíman verið til, þá er hann löngu dauður, kæfður af flokki sem heldur honum í gíslingu sem nytsömum sakleysingja, bolabít sem fær stundum að fara út og gelta og góla sig hásan, svo fólk geti ekki heyrt það sem almenningur og jafnvel flokksmenn hvísla og hrópa nú hærra og hærra - að Sjálfstæðisflokkurinn vinni ekki fyrir fólkið í landinu. Höfundur er listamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skrifaði greinilega sannleikann um Áslaugu Örnu og Sjálfstæðisflokkinn um daginn því það leið ekki á löngu fyrr en sjálfur Brynjar Níelsson var ræstur úr Valhöll og gerður út á stúfana til að vinna skítverk drottnara sinna. Líkt og önnur gömul Sjálfstæðisvélmenni hefur hann ekki hugarflug í annað en að sletta rauðri málningu og skapa sér algjörlega ímyndaðan óvin: einhverskonar misheppnaðan marxískan listamann með Berlínarmúrsblæti. Ég viðurkenni að skrif Brynjars hreyfðu við mér. Höfðu Sovétmenn kannski sitthvað til síns máls? Mér þætti amk ekki verra að geta bara sent Brynjar í vinnu- og endurhæfingarbúðir í stað þess að neyðast til að eiga við hann orðastað í frjálsu samfélagi. En að öllu gamni slepptu, þá er reyndar ekki svo að allir þeir sem gagnrýni Sjálfstæðisflokkinn, græðgi hans, vanhæfni og spillingu, séu marxistar. Því fer fjarri, enda er gagnrýni á græðgi og efnishyggju, að ekki sé talað um spillingu, töluvert eldri og göfugri hefð. En það er auðvelt að mála Marx-skrattann á vegginn og Sjálfstæðismenn hafa komist upp með þann einfeldningslega málfutning mjög lengi sem eini hægriflokkurinn á Íslandi. Þeim tíma er þó lokið, og þegar Sjálfstæðisflokkurinn dettur loksins af þingi er ekki ólíklegt það skapist rúm fyrir eitthvað töluvert áhugaverðara. Það sem stendur þó mest í mér úr skrifum Brynjars er þó ekkert af þessu, heldur sú staðreynd að hann skyldi ætla að ég hefði skrifað greinina mína með klemmdar rasskinnar. Hví ætli hann haldi það? Á því er bara ein sálfræðileg skýring - Brynjar er vanur að klemma þær sjálfur, daginn út og inn - í þeirri veiku von að hans eigin flokkur hætti að ríða honum í rassgatið. Brynjar er nefnilega í óþægilegri stöðu, eins og allir aðrir íhaldsmenn í flokknum. Forystan, sem er fyrst og fremst í kapphlaupi við tíðarandann, og að skara eld að eigin köku, hatar hann og hugmyndir hans og niðurlægir hann stöðugt, vitandi að hann hefur ekki kjark til að fara annað (þó margir aðrir sem hegða sér ekki eins og meðlimir í kommúnistaflokki hafi það). Það er raunar afar kaldhæðnislegt að Brynjar skuli rísa upp af hnjánum til að verja hæfni Áslaugar Örnu, þegar það var einmitt gengið fram hjá honum sjálfum þegar hún var skipuð sem dómsmálaráðherra. En menn þurfa jú auðvitað að verja hagsmuni sína, og þeir eru ríkir hjá Brynjari. Hann ætlar nefnilega að sjúga ríkisspenann til æviloka - nú í nýrri vinnu hjá mannréttindaráði vinstri grænna. Það er vinna við hæfi, því þetta er auðvitað Sjálfstæðisstefnan í hnotskurn: að nota ríkisvaldið til þess að skapa vinnu fyrir vini sína. Ég vil þó viðurkenna að lokum að ég hef oft haft gaman að Brynjari í gegnum tíðina, og jafnvel stundum þótt mikið til hans koma. Ég tók fyrst eftir honum í Icesave deilunni og dáðist að málflutningi og þekkingu hans þar. Ég taldi vera á ferð mikinn prinsippmann, sem væri óhræddur að standa með skoðunum sínum. En hafi sá Brynjar einhverntíman verið til, þá er hann löngu dauður, kæfður af flokki sem heldur honum í gíslingu sem nytsömum sakleysingja, bolabít sem fær stundum að fara út og gelta og góla sig hásan, svo fólk geti ekki heyrt það sem almenningur og jafnvel flokksmenn hvísla og hrópa nú hærra og hærra - að Sjálfstæðisflokkurinn vinni ekki fyrir fólkið í landinu. Höfundur er listamaður.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar