Læstu sig á kvennasalerni í tvígang og neituðu að fara Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. október 2024 17:58 Lögregla þurfti tvisvar að hafa afskipti af mönnunum sem í bæði skiptin höfðu kyrfilæst sig inni á kvennasalerni í miðborginni. Vísir/Vilhelm Tveir menn, sem hvorki halda heimili né hafa atvinnu, læstu sig inni á kvennasalerni verslunar í miðborginni í tvær klukkustundir og neituðu að fara þaðan þrátt fyrir beiðnir starfsmanna. Lögreglumenn gerðu þeim að yfirgefa salernið og verslunina en innan við klukkustund síðar höfðu þeir læst sig inni á öðru salerni í sama hverfi. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem þeir verða vistaðir í fangaklefa þar til þeir "verða í ástandi til að sýsla með sjálfa sig" eins og það er orðar í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Annað sem skráð er í dagbók lögreglustöðvar eitt í dag var rán í apóteki í hverfi 105. Ræninginn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en lögreglumenn komu auga á hann í miðborginni stuttu síðar og var hann handtekinn. Þá var einnig tilkynnt um mann í annarlegu ástandi að sparka í ruslafötur og valda ónæði í verslunarmiðstöð í hverfi 104. Maðurinn var fjarlægður af vettvangi og á yfir höfði sér kæru vegna brots gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Hálkan farin að gera vart við sig Lögreglan vekur líka athygli á því í dagbók sinni að næturfrostið sé farið að segja til sín og valda vandræðum. Hún hvetur ökumenn til að gæta sérstakrar varúðar í morgunumferðinni og aka eftir aðstæðum. „Eðli málsins samkvæmt er mjög mikilvægt fyrir ökumenn að hafa gott útsýni þegar þeir eru við akstur bifreiða og því þarf að skafa hélaðar rúður með fullnægjandi hætti áður en haldið er af stað. Þeir sem ekki gera það eiga í hættu á að fá sekt fyrir trassaskapinn svo ekki sé minnst á að skertu útsýni fylgir aukin hætta á því að valda umferðarslysi sem er vonandi eitthvað sem allir vilja forðast,“ kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í dagbókinni er greint frá umferðarslysi í hverfi 101 í morgun þar sem þrjár bifreiðar voru skemmdar og ein dregin af vettvangi með dráttarbifreið en þar átti hálka á götunni mögulega þátt. Einnig var ekið á gangandi vegfaranda í hverfi 200 í morgun. Ungmenni slasaðist og var flutt á bráðamóttökuna til aðhlynningar. Ökumaður bifreiðarinnar var kærður fyrir að skafa ekki rúðurnar nægilega vel. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Umferð Umferðaröryggi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Sjá meira
Lögreglumenn gerðu þeim að yfirgefa salernið og verslunina en innan við klukkustund síðar höfðu þeir læst sig inni á öðru salerni í sama hverfi. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem þeir verða vistaðir í fangaklefa þar til þeir "verða í ástandi til að sýsla með sjálfa sig" eins og það er orðar í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Annað sem skráð er í dagbók lögreglustöðvar eitt í dag var rán í apóteki í hverfi 105. Ræninginn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en lögreglumenn komu auga á hann í miðborginni stuttu síðar og var hann handtekinn. Þá var einnig tilkynnt um mann í annarlegu ástandi að sparka í ruslafötur og valda ónæði í verslunarmiðstöð í hverfi 104. Maðurinn var fjarlægður af vettvangi og á yfir höfði sér kæru vegna brots gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Hálkan farin að gera vart við sig Lögreglan vekur líka athygli á því í dagbók sinni að næturfrostið sé farið að segja til sín og valda vandræðum. Hún hvetur ökumenn til að gæta sérstakrar varúðar í morgunumferðinni og aka eftir aðstæðum. „Eðli málsins samkvæmt er mjög mikilvægt fyrir ökumenn að hafa gott útsýni þegar þeir eru við akstur bifreiða og því þarf að skafa hélaðar rúður með fullnægjandi hætti áður en haldið er af stað. Þeir sem ekki gera það eiga í hættu á að fá sekt fyrir trassaskapinn svo ekki sé minnst á að skertu útsýni fylgir aukin hætta á því að valda umferðarslysi sem er vonandi eitthvað sem allir vilja forðast,“ kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í dagbókinni er greint frá umferðarslysi í hverfi 101 í morgun þar sem þrjár bifreiðar voru skemmdar og ein dregin af vettvangi með dráttarbifreið en þar átti hálka á götunni mögulega þátt. Einnig var ekið á gangandi vegfaranda í hverfi 200 í morgun. Ungmenni slasaðist og var flutt á bráðamóttökuna til aðhlynningar. Ökumaður bifreiðarinnar var kærður fyrir að skafa ekki rúðurnar nægilega vel.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Umferð Umferðaröryggi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Sjá meira