Skoða hvort lög hafi verið brotin við rannsókn lögreglu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2024 07:03 Flóki Ásgeirsson lögmaður segir málið snúast meira um stöðu blaðamanna og tjáningarfrelsis en einstaklingana sjálfa. Vísir/Vilhelm Lögmaður Blaðamannafélgsins, vegna rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun- og símastuldi, segir tjáningarfrelsi blaðamanna undir í málinu. Hvaða blaðamaður sem er hefði getað orðið fyrir því að lenda á sakamannabekk, fyrir það eitt að sinna vinnunni sinni. Félagið skoðar nú hvort lögregla hafi brotið lög. Þetta sagði Flóki Ásgeirsson lögmaður í Pallborðinu á Vísi á dögunum. Þar var til umræðu rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun Páls Steingrímssonar skipstjóra, símastuldi og aðför hennar að sex blaðamönnum, sem fengu réttarstöðu sakbornings í málinu. Þessir sex höfðu annað hvort skrifað fréttir um - eða unnið með blaðamönnum, sem það höfðu gert - svokallaða skæruliðadeild Samherja, hóp starfsmanna fyrirtækisinsm, og einkasamskipti þeirra á milli. Aðalsteinn Kjartansson, einn þeirra sem fékk réttarstöðu sakbornings og blaðamaður á Heimildinni, sagði meðal annars að hann hafi verið spurður níu sinnum af lögreglu við skýrslutöku hver heimildarmaður hans hafi verið. Rannsókn lögreglu var felld niður fyrir mánuði síðan og hafði þá staðið yfir í rúm þrjú ár en Páll Steingrímsson hyggst kæra niðurfellinguna til ríkissaksóknara. Málið snúist um tjáningarfrelsi stéttarinnar Flóki segir að verði lyktir eins og þær liggi fyrir núna þá sé ljóst að blaðamennirnir sex hafi verið rannsakaðir að tilefnislausu. Spurningin sé þá hvernig hægt sé að bregðast við því fyrir einstaklingana. Þeir geti sjálfir leitað réttar síns en að mati Blaðamannafélagsins snúist málið um allt önnur atriði. „Þetta mál snýst, frá sjónarhóli félagsins, stéttarinnar og almennings, að engu leyti um atvik þessi eða þessa einstaklinga, sem fyrir þessu urðu, heldur miklu frekar um prinsippin í málinu og tjáningarfrelsi allrar stéttarinnar,“ segir Flóki. „Þetta er dæmi um mál, alvarlegt dæmi, sem hvaða blaðamaður sem er hefði getað orðið fyrir. Hvaða blaðamaður sem er hefði getað mætt í vinnuna og lent í nákvæmlega þessu.“ Hann vísar í að það eina sem liggi fyrir í málinu fyrir víst sé að blaðamennirnir sex hafi annað hvort verið skrifaðir fyrir fréttum eða unnið með fólki sem það hafði gert. „Þannig að hvaða blaðamaður sem er, sem skrifaði fréttir um málið hefði í raun getað sætt þessari sömu meðferð. Það er ekkert sérstakt við einstaklingana í málinu. Þau eru einfaldlega þeir blaðamenn sem fjölluðu um þetta,“ segir Flóki. Alvarlegt ef eina sökin sé að skrifa fréttir Það sé það sem geri málið alvarlegt frá sjónarhóli Blaðamannafélagsins: Að málið varði ekki einhverjar sérstakar aðstæður þar sem blaðamenn hafi farið út fyrir blaðamannasiðferði eða reglur. „Þvert á móti blaðamenn sem hafa akkúrat gert það sem blaðamenn gera og eiga að gera á hverjum einasta degi. Þegar það er gert að sakarefni sakamáls hlýtur félagið að bregðast við því og reyna að fá úr því skorið hvort það sé virkilega staðan - bara með því að skrifa fréttir á grundvelli gagna sem lögreglan veit ekki hvaðan koma, þá séi þeir þar með orðnir sakborningar í sakamáli. Það er mjög alvarleg staða ef það er tilfellið.“ Pallborðið í heild má finna hér neðar: Til að bregðast við þessu hafi félagið ýmsar leiðir og það komi til greina að fara fram á athugun og úrlausn um það hvort rannsóknin hafi í heild sinni samrýmst þeim grundvallarreglum og -prinsippum sem félagið telji gilda hér á landi. „Það er að segja að blaðamenn njóti tjáningarfrelsis og ekki bara almenns tjáningarfrelsis heldur rýmkaðs tjáningarfrelsis vegna þess að þeir gegna sérstöku hlutverki sem að, að minnsta kosti þessir, blaðamenn taka mjög alvarlega,“ segir Flóki „Það er að upplýsa almenning um það sem máli skiptir og er að gerast í samfélaginu og þeir nýti sér þær leiðir, sem eru tiltækar til þess og bregðist ekki þeirri frumskyldu sinni að segja ekki frá heimildarmönnum sínum því það mega þeir einfaldlega ekki gera.“ Auk Flóka voru Þóra Arnórsdóttir fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni í Pallborðinu.Vísir/Vilhelm Skoða hvaða leiðir eru færar Hann segir að enn eigi eftir að taka ákvörðun hvaða leiðir komi helst til greina. „Blaðamannafélagið er náttúrulega hagsmunasamtök og stéttarfélag blaðamanna og sem slíkt getur það leitað réttar félagsmanna sinna og það getur líka látið reyna á það með fordæmisgefandi hætti hvort að í þessu máli hafi einhvern vegin verið farið á svig við einhverjar grundvallarreglur sem gilda um stéttina og eiga að vernda starfsskilyrði hennar,“ segir Flóki. „Þannig að það er hugsanlegt að það verði látið reyna í dómsmáli, þó það liggi ekki fyrir á þessu stigi máls. Varðandi einstaklingana eru auðvitað bara þau úrræði sem þeir einstaklingar hafa, sem hafa ranglega verið bornir sökum um refsiverða háttsemi. Þeir geta leitað eftir leiðréttingu á því.“ Fréttastofa hefur óskað eftir viðtali við Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, vegna málsins en ekki fengið svar. Samherjaskjölin Byrlunar- og símastuldarmálið Pallborðið Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir „Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“ Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar. 17. október 2024 07:02 Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. 15. október 2024 10:49 Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Þetta sagði Flóki Ásgeirsson lögmaður í Pallborðinu á Vísi á dögunum. Þar var til umræðu rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun Páls Steingrímssonar skipstjóra, símastuldi og aðför hennar að sex blaðamönnum, sem fengu réttarstöðu sakbornings í málinu. Þessir sex höfðu annað hvort skrifað fréttir um - eða unnið með blaðamönnum, sem það höfðu gert - svokallaða skæruliðadeild Samherja, hóp starfsmanna fyrirtækisinsm, og einkasamskipti þeirra á milli. Aðalsteinn Kjartansson, einn þeirra sem fékk réttarstöðu sakbornings og blaðamaður á Heimildinni, sagði meðal annars að hann hafi verið spurður níu sinnum af lögreglu við skýrslutöku hver heimildarmaður hans hafi verið. Rannsókn lögreglu var felld niður fyrir mánuði síðan og hafði þá staðið yfir í rúm þrjú ár en Páll Steingrímsson hyggst kæra niðurfellinguna til ríkissaksóknara. Málið snúist um tjáningarfrelsi stéttarinnar Flóki segir að verði lyktir eins og þær liggi fyrir núna þá sé ljóst að blaðamennirnir sex hafi verið rannsakaðir að tilefnislausu. Spurningin sé þá hvernig hægt sé að bregðast við því fyrir einstaklingana. Þeir geti sjálfir leitað réttar síns en að mati Blaðamannafélagsins snúist málið um allt önnur atriði. „Þetta mál snýst, frá sjónarhóli félagsins, stéttarinnar og almennings, að engu leyti um atvik þessi eða þessa einstaklinga, sem fyrir þessu urðu, heldur miklu frekar um prinsippin í málinu og tjáningarfrelsi allrar stéttarinnar,“ segir Flóki. „Þetta er dæmi um mál, alvarlegt dæmi, sem hvaða blaðamaður sem er hefði getað orðið fyrir. Hvaða blaðamaður sem er hefði getað mætt í vinnuna og lent í nákvæmlega þessu.“ Hann vísar í að það eina sem liggi fyrir í málinu fyrir víst sé að blaðamennirnir sex hafi annað hvort verið skrifaðir fyrir fréttum eða unnið með fólki sem það hafði gert. „Þannig að hvaða blaðamaður sem er, sem skrifaði fréttir um málið hefði í raun getað sætt þessari sömu meðferð. Það er ekkert sérstakt við einstaklingana í málinu. Þau eru einfaldlega þeir blaðamenn sem fjölluðu um þetta,“ segir Flóki. Alvarlegt ef eina sökin sé að skrifa fréttir Það sé það sem geri málið alvarlegt frá sjónarhóli Blaðamannafélagsins: Að málið varði ekki einhverjar sérstakar aðstæður þar sem blaðamenn hafi farið út fyrir blaðamannasiðferði eða reglur. „Þvert á móti blaðamenn sem hafa akkúrat gert það sem blaðamenn gera og eiga að gera á hverjum einasta degi. Þegar það er gert að sakarefni sakamáls hlýtur félagið að bregðast við því og reyna að fá úr því skorið hvort það sé virkilega staðan - bara með því að skrifa fréttir á grundvelli gagna sem lögreglan veit ekki hvaðan koma, þá séi þeir þar með orðnir sakborningar í sakamáli. Það er mjög alvarleg staða ef það er tilfellið.“ Pallborðið í heild má finna hér neðar: Til að bregðast við þessu hafi félagið ýmsar leiðir og það komi til greina að fara fram á athugun og úrlausn um það hvort rannsóknin hafi í heild sinni samrýmst þeim grundvallarreglum og -prinsippum sem félagið telji gilda hér á landi. „Það er að segja að blaðamenn njóti tjáningarfrelsis og ekki bara almenns tjáningarfrelsis heldur rýmkaðs tjáningarfrelsis vegna þess að þeir gegna sérstöku hlutverki sem að, að minnsta kosti þessir, blaðamenn taka mjög alvarlega,“ segir Flóki „Það er að upplýsa almenning um það sem máli skiptir og er að gerast í samfélaginu og þeir nýti sér þær leiðir, sem eru tiltækar til þess og bregðist ekki þeirri frumskyldu sinni að segja ekki frá heimildarmönnum sínum því það mega þeir einfaldlega ekki gera.“ Auk Flóka voru Þóra Arnórsdóttir fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni í Pallborðinu.Vísir/Vilhelm Skoða hvaða leiðir eru færar Hann segir að enn eigi eftir að taka ákvörðun hvaða leiðir komi helst til greina. „Blaðamannafélagið er náttúrulega hagsmunasamtök og stéttarfélag blaðamanna og sem slíkt getur það leitað réttar félagsmanna sinna og það getur líka látið reyna á það með fordæmisgefandi hætti hvort að í þessu máli hafi einhvern vegin verið farið á svig við einhverjar grundvallarreglur sem gilda um stéttina og eiga að vernda starfsskilyrði hennar,“ segir Flóki. „Þannig að það er hugsanlegt að það verði látið reyna í dómsmáli, þó það liggi ekki fyrir á þessu stigi máls. Varðandi einstaklingana eru auðvitað bara þau úrræði sem þeir einstaklingar hafa, sem hafa ranglega verið bornir sökum um refsiverða háttsemi. Þeir geta leitað eftir leiðréttingu á því.“ Fréttastofa hefur óskað eftir viðtali við Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, vegna málsins en ekki fengið svar.
Samherjaskjölin Byrlunar- og símastuldarmálið Pallborðið Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir „Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“ Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar. 17. október 2024 07:02 Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. 15. október 2024 10:49 Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
„Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“ Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar. 17. október 2024 07:02
Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. 15. október 2024 10:49
Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52