Frelsi - ekkert miðjumoð! Kári Allansson og Ívar Orri Ómarsson skrifa 24. október 2024 16:00 Lýðræðisflokkurinn er eini íslenski stjórnmálaflokkurinn sem tekur einstaklingsfrelsi alvarlega. Í einstaklingsfrelsi felst að mönnum er frjálst að gera það sem þeir kjósa, nema skaða aðra og hvetja til ofbeldis. Vandi stjórnmálanna í dag er í hnotskurn sá að ríkið sinnir of mörgum verkefnum sem ekki eru á verksviði þess. Íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki getað staðist freistinguna að kaupa sér vinsældir á kostnað skattgreiðenda. Stjórnmálamenn ráðstafa ekki eigin peningum, heldur peningunum þínum lesandi góður! Lýðræðisflokkurinn treystir sjálfráða einstaklingnum til að skipuleggja eigið líf án forsjárhyggju ríkisins. Ríkið á ekki að gera það fyrir menn sem þeir geta gert sjálfir. Hið borgaralega samfélag er yfirleitt betur til þess fallið en ríkið að leysa úr samfélagslegum vandamálum. Við alla lagasetningu skal spyrja lykilspurningarinnar: Er einstaklingsfrelsi aukið eða minnkað með þessum lögum? Neðangreind forgangsatriði Lýðræðisflokksins einkennast af áherslu á vaxtamál, aukið einstaklingsfrelsi á öllum sviðum og að hagsmunir Íslendinga séu loksins settir í fyrsta sæti. Agi í ríkisfjármálum mun stuðla að stöðugleika og eðlilegu vaxtastigi og draga úr verðbólgu. Þetta, ásamt öðrum tillögum Lýðræðisflokksins mum aflétta núverandi neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Komugjöld verði lögð á erlenda ferðamenn til að vega upp á móti neikvæðum áhrifum á innviði, einkum húsnæðismarkaðinn. Nægilegt lóðaframboð verði tryggt og fólki þannig auðveldað að eignast húsnæði. Lýðræðisflokkurinn vill taka peningana og valdið frá stjórnmálamönnum og skila þeim aftur til fólksins, m.a. með beinu lýðræði. Útgjöld ríkisins verði skorin niður um a.m.k. 200 milljarða, fjárlög verði hallalaus og skuldir ríkisins greiddar niður. Þrepaskipting í skattkerfi verði afnumin. Erfðafjárskattur verði afnuminn. Tollar og gjöld heyri sögunni til. Ríkið innheimti aðeins skatta til að sinna kjarnahlutverki sínu, sem er að vernda líf, frelsi og eignir borgaranna. Niðurskurðartillögur verða birtar á vefsíðu Lýðræðisflokksins innan skamms. Ríkisjarðir verði seldar til íslenskra ríkisborgara og lögaðila sem greiða skatta og skyldur á Íslandi. Bankar í eigu ríkisins verði seldir. Hlutir úr ríkisfyrirtækjum verði seldir til innviðasjóða. Horft verði m.a. til tillagna Viðskiptaráðs Íslands. Efla þarf lögreglu og réttarvörslukerfið í heild til að uppræta alþjóðlega glæpastarfsemi á Íslandi. Þyngja ber refsingar við ofbeldisbrotum. Um óákveðinn tíma komi enginn útlendingur til Íslands nema með vegabréfsáritun, til að tryggja almannaöryggi og allsherjarreglu. Hæliskerfið verði lagt niður með öllu og eingöngu tekið á móti kvótaflóttamönnum. Ásættanleg færni í íslensku, auk þekkingar á íslenskri sögu, íslenskri menningu, vestrænum gildum og siðum, verði að meginreglu skilyrði fyrir veitingu ríkisborgararéttar og endurnýjun dvalarleyfa sem þegar hafa verið gefin út og dvalarleyfa sem gefin verða út eftirleiðis. Málefnum þeirra sem ekki geta séð um sig sjálfir verði loksins komið í rétt horf með nægilegum fjárveitingum. Reist verði fleiri viðeigandi úrræði svo ekki þurfi að blanda saman fólki með ólíkar þarfir. Börn hafi forgang að þessu leyti, í ljósi nýlegra atburða. Öll opinber kerfi verða einfölduð og skerðingar vegna tekna lífeyrisþega afnumdar. Tekið verði á bótasvikum. Aldraðir eigi kost á heimahjúkrun. Almannatryggingar verði eingöngu fyrir íslenska ríkisborgara. Einkarekstur verði stóraukinn á öllum sviðum í stað miðstýringar og forsjárhyggju, þ.m.t í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Kennarar ráði sjálfir hvernig menntun er útfærð, skólar geti innheimt skólagjöld og góðir kennarar fái góð laun. Háskólar verði einkavæddir. Lýðræðisflokkurinn er hlynntur hvers kyns sjálfbærri og arðbærri auðlindanýtingu að gættum meginreglum umhverfisréttar sem brýnt er að lögfesta. Lög verða sett um að nýtanlegar náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu teljist eign íslenska ríkisins. Ríkið fái eðlilegt gjald fyrir nýtingu auðlinda í eigu þess. Landsvirkjun og Landsnet verði í meirihlutaeigu ríkisins. Lýðræðisflokkurinn hafnar áhrifum alþjóðlegra stofnana á Íslandi. Alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins verði teknar til endurskoðunar, einkum EES-samningurinn. Árétta verður tvíeðli íslensks réttar og sjálfsákvörðunarrétt íslensku þjóðarinnar. Ekki kemur til greina að gefa erlendu valdi yfirráð á Íslandi. Stunda ber fríverslun við önnur ríki sem er auk þess eina raunhæfa þróunaraðstoðin. Ísland segi sig frá Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál og lofslagspakka Evrópusambandsins, enda hefur Ísland þegar skilað sínu framlagi. Ísland tali fyrir friði á alþjóðavettvangi og gegn íhlutun í innanríkismál annarra ríkja. Skattgreiðendur fái skattaafslátt vegna styrkja til óhagnaðardrifinnar starfsemi, s.s. til lista, menningar, íþrótta o.fl. Þannig ráði skattgreiðendur sjálfir með beinum hætti hvernig fé þeirra er varið. Í frjálsu samfélagi geta borgararnir sjálfir stofnað t.d. óhagnaðardrifnar lánastofnanir (samfélagsbanka), búið saman í kommúnu eða hvaðeina annað - á eigin kostnað. Samgöngubætur, þ.m.t. Sundabraut, verði færðar í hendur einkaaðila. Ríkið hætti að niðurgreiða almenningssamgöngur. Hætt verði við Borgarlínu. Áfengiskaupaaldur verði færður til samræmis við sjálfræðisaldur og sala áfengis gefin frjáls. Jafnlaunavottun verði afnumin sem og kynjakvótar í stjórnum. Mismunun er aldrei jákvæð. Í umræðu um svokallað menningarstríð leggur Lýðræðisflokkurinn áherslu á skoðanafrelsi allra. Ákvæði reglugerðar um hollustuhætti sem mælir fyrir um kynhlutlaus salerni verði afnumið. Finnst þér ríkinu annars hafa tekist vel til, lesandi góður? Það finnst Lýðræðisflokknum ekki. Íslendingar þurfa meira frelsi - ekkert miðjumoð! Höfundar skipa fyrsta og annað sæti á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn er eini íslenski stjórnmálaflokkurinn sem tekur einstaklingsfrelsi alvarlega. Í einstaklingsfrelsi felst að mönnum er frjálst að gera það sem þeir kjósa, nema skaða aðra og hvetja til ofbeldis. Vandi stjórnmálanna í dag er í hnotskurn sá að ríkið sinnir of mörgum verkefnum sem ekki eru á verksviði þess. Íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki getað staðist freistinguna að kaupa sér vinsældir á kostnað skattgreiðenda. Stjórnmálamenn ráðstafa ekki eigin peningum, heldur peningunum þínum lesandi góður! Lýðræðisflokkurinn treystir sjálfráða einstaklingnum til að skipuleggja eigið líf án forsjárhyggju ríkisins. Ríkið á ekki að gera það fyrir menn sem þeir geta gert sjálfir. Hið borgaralega samfélag er yfirleitt betur til þess fallið en ríkið að leysa úr samfélagslegum vandamálum. Við alla lagasetningu skal spyrja lykilspurningarinnar: Er einstaklingsfrelsi aukið eða minnkað með þessum lögum? Neðangreind forgangsatriði Lýðræðisflokksins einkennast af áherslu á vaxtamál, aukið einstaklingsfrelsi á öllum sviðum og að hagsmunir Íslendinga séu loksins settir í fyrsta sæti. Agi í ríkisfjármálum mun stuðla að stöðugleika og eðlilegu vaxtastigi og draga úr verðbólgu. Þetta, ásamt öðrum tillögum Lýðræðisflokksins mum aflétta núverandi neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Komugjöld verði lögð á erlenda ferðamenn til að vega upp á móti neikvæðum áhrifum á innviði, einkum húsnæðismarkaðinn. Nægilegt lóðaframboð verði tryggt og fólki þannig auðveldað að eignast húsnæði. Lýðræðisflokkurinn vill taka peningana og valdið frá stjórnmálamönnum og skila þeim aftur til fólksins, m.a. með beinu lýðræði. Útgjöld ríkisins verði skorin niður um a.m.k. 200 milljarða, fjárlög verði hallalaus og skuldir ríkisins greiddar niður. Þrepaskipting í skattkerfi verði afnumin. Erfðafjárskattur verði afnuminn. Tollar og gjöld heyri sögunni til. Ríkið innheimti aðeins skatta til að sinna kjarnahlutverki sínu, sem er að vernda líf, frelsi og eignir borgaranna. Niðurskurðartillögur verða birtar á vefsíðu Lýðræðisflokksins innan skamms. Ríkisjarðir verði seldar til íslenskra ríkisborgara og lögaðila sem greiða skatta og skyldur á Íslandi. Bankar í eigu ríkisins verði seldir. Hlutir úr ríkisfyrirtækjum verði seldir til innviðasjóða. Horft verði m.a. til tillagna Viðskiptaráðs Íslands. Efla þarf lögreglu og réttarvörslukerfið í heild til að uppræta alþjóðlega glæpastarfsemi á Íslandi. Þyngja ber refsingar við ofbeldisbrotum. Um óákveðinn tíma komi enginn útlendingur til Íslands nema með vegabréfsáritun, til að tryggja almannaöryggi og allsherjarreglu. Hæliskerfið verði lagt niður með öllu og eingöngu tekið á móti kvótaflóttamönnum. Ásættanleg færni í íslensku, auk þekkingar á íslenskri sögu, íslenskri menningu, vestrænum gildum og siðum, verði að meginreglu skilyrði fyrir veitingu ríkisborgararéttar og endurnýjun dvalarleyfa sem þegar hafa verið gefin út og dvalarleyfa sem gefin verða út eftirleiðis. Málefnum þeirra sem ekki geta séð um sig sjálfir verði loksins komið í rétt horf með nægilegum fjárveitingum. Reist verði fleiri viðeigandi úrræði svo ekki þurfi að blanda saman fólki með ólíkar þarfir. Börn hafi forgang að þessu leyti, í ljósi nýlegra atburða. Öll opinber kerfi verða einfölduð og skerðingar vegna tekna lífeyrisþega afnumdar. Tekið verði á bótasvikum. Aldraðir eigi kost á heimahjúkrun. Almannatryggingar verði eingöngu fyrir íslenska ríkisborgara. Einkarekstur verði stóraukinn á öllum sviðum í stað miðstýringar og forsjárhyggju, þ.m.t í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Kennarar ráði sjálfir hvernig menntun er útfærð, skólar geti innheimt skólagjöld og góðir kennarar fái góð laun. Háskólar verði einkavæddir. Lýðræðisflokkurinn er hlynntur hvers kyns sjálfbærri og arðbærri auðlindanýtingu að gættum meginreglum umhverfisréttar sem brýnt er að lögfesta. Lög verða sett um að nýtanlegar náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu teljist eign íslenska ríkisins. Ríkið fái eðlilegt gjald fyrir nýtingu auðlinda í eigu þess. Landsvirkjun og Landsnet verði í meirihlutaeigu ríkisins. Lýðræðisflokkurinn hafnar áhrifum alþjóðlegra stofnana á Íslandi. Alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins verði teknar til endurskoðunar, einkum EES-samningurinn. Árétta verður tvíeðli íslensks réttar og sjálfsákvörðunarrétt íslensku þjóðarinnar. Ekki kemur til greina að gefa erlendu valdi yfirráð á Íslandi. Stunda ber fríverslun við önnur ríki sem er auk þess eina raunhæfa þróunaraðstoðin. Ísland segi sig frá Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál og lofslagspakka Evrópusambandsins, enda hefur Ísland þegar skilað sínu framlagi. Ísland tali fyrir friði á alþjóðavettvangi og gegn íhlutun í innanríkismál annarra ríkja. Skattgreiðendur fái skattaafslátt vegna styrkja til óhagnaðardrifinnar starfsemi, s.s. til lista, menningar, íþrótta o.fl. Þannig ráði skattgreiðendur sjálfir með beinum hætti hvernig fé þeirra er varið. Í frjálsu samfélagi geta borgararnir sjálfir stofnað t.d. óhagnaðardrifnar lánastofnanir (samfélagsbanka), búið saman í kommúnu eða hvaðeina annað - á eigin kostnað. Samgöngubætur, þ.m.t. Sundabraut, verði færðar í hendur einkaaðila. Ríkið hætti að niðurgreiða almenningssamgöngur. Hætt verði við Borgarlínu. Áfengiskaupaaldur verði færður til samræmis við sjálfræðisaldur og sala áfengis gefin frjáls. Jafnlaunavottun verði afnumin sem og kynjakvótar í stjórnum. Mismunun er aldrei jákvæð. Í umræðu um svokallað menningarstríð leggur Lýðræðisflokkurinn áherslu á skoðanafrelsi allra. Ákvæði reglugerðar um hollustuhætti sem mælir fyrir um kynhlutlaus salerni verði afnumið. Finnst þér ríkinu annars hafa tekist vel til, lesandi góður? Það finnst Lýðræðisflokknum ekki. Íslendingar þurfa meira frelsi - ekkert miðjumoð! Höfundar skipa fyrsta og annað sæti á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun