Róttækar og tafarlausar umbætur Arnar þór Jónsson og Kári Allansson skrifa 27. október 2024 11:31 Guðrún Hafsteinsdóttir ritaði pistil sem birtur var á vefsíðu Viðskiptablaðsins 12. október síðastliðinn sem ber yfirskriftina Íslenskt atvinnulíf og Schengen-samstarfið. Í niðurlagi greinarinnar segir að Ísland hafi gríðarlega hagsmuni af áframhaldandi þátttöku í Schengen samstarfinu enda sé það veigamikill þáttur fyrir íslenskt atvinnulíf en einnig samfélagslegt öryggi. Samstarfið tryggi aðgang að hæfu erlendu vinnuafli, sem styrki íslenskan vinnumarkað og auki samkeppnishæfni landsins. Að auki tryggi Schengen betra samstarf í löggæslu, þar sem Ísland njóti góðs af samvinnu við aðrar þjóðir á vettvangi öryggismála. Schengen samstarfið sé því ómetanlegt fyrir framtíðarvöxt og stöðugleika íslensks atvinnulífs. Hver er staðan? Innflytjendum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD. Um 20% innflytjenda koma frá ríkjum utan EES, samkvæmt nýlegri úttekt frá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Á Íslandi búa nú um 80.000 erlendir ríkisborgarar samkvæmt Hagstofu Íslands og hefur fjölgað um ellefu þúsund frá árinu 2019. Samkvæmt Ferðamálastofu var heildarfjöldi erlendra farþega til Íslands um 2,2 milljónir. Þá segir að til viðbótar séu farþegar skemmtiferðaskipa sem teljist sem dagsferðamenn, en fjöldi þeirra hafi verið rúmlega 300.000 á síðasta ári. Þessi þróun hefur verið tiltölulega hröð og hefur í för með sér áskoranir sem nauðsynlegt er að ræðu um án fordóma. Hver er vandinn við frjálsa för? Guðrún horfir í framangreindri grein sinni fram hjá mikilvægum atriðum. Í fyrsta lagi er orsök þess að erlend glæpagengi, t.d. frá Svíþjóð og Albaníu, hafa getað hreiðrað um sig á Íslandi einmitt sú frjálsa för sem leiðir bæði af EES-samningnum og Schengen-samstarfinu. Hið sama má segja um hinn mikla fjölda tilhæfulausra umsókna um alþjóðlega vernd síðastliðin ár. Þær áskoranir sem hljótast af mikilli fjölgun útlendinga á skömmum tíma falla illa að fullyrðingu Guðrúnar um að Schengen-samstarfið sé veigamikill þáttur í samfélagslegu öryggi. Það er öðru nær. Hinn þögli meirihluti Íslendinga gerir sér grein fyrir þessu. Í öðru lagi má benda á að stöðugur vöxtur ferðaþjónustunnar er ekki endilega góð tegund af þenslu. Það hefur einfaldlega gleymst að reikna með því að þessi mikli viðbótarfjöldi manna hefur valdið óhóflegu álagi á íslenska innviði. Við erum fámenn þjóð og innviðir okkar og náttúra þola ekki slíkan ágang. Allt of oft verða alvarleg slys á ferðamönnum. Við blasa sligandi áhrif offerðamennsku, innflytjenda og hælisleitenda á húsnæðismarkað með tilheyrandi verðbólguáhrifum, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, refsivörslukerfið, samgöngumannvirkin og umferðarþunga. Oft virðist aðeins hugsað um viðbótarfjöldann sem „gangandi peninga“ með tilliti til skattgreiðslna og gjaldeyristekna. Ef ekki verður dregið úr fjölda ferðamanna og framleiðni á hvern starfsmann í ferðaþjónustu aukin, geta neikvæð áhrif hinnar vinnuaflsfreku ferðaþjónustu orðið varanleg og illviðráðanleg. Skynsamlegra er að fá færri ferðamenn til landsins sem skilja meira eftir sig. Það virðist einnig hafa gleymst að umræddur viðbótarfjöldi er fólk af holdi og blóði sem þarf sömu þjónustu og Íslendingar. Bent skal á að um helmingur einstaklinga á atvinnuleysisskrá er með erlent ríkisfang, eða um 3.500 manns. Samkvæmt svari við fyrirspurn til félags- og vinnumarkaðsráðherra á 154. löggjafarþingi (þingskjal 1887-1085. mál) var fjöldi kennitalna með örorkulífeyri, þar sem upprunaland er annað en Ísland, í janúar 2024, 3.009 manns. Fjöldi kennitalna með ellilífeyri, upprunaland annað en Ísland, í janúar 2024, var 2.355 manns. Tölulegar upplýsingar um greiðslur til erlendra ríkisborgara úr opinberum sjóðum eru þó af skornum skammti eins og bent er á í áðurnefndri skýrslu OECD. Í þriðja lagi hefur fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd síðastliðin ár hefur fengið mikla umfjöllun og valdið gífurlegum kostnaði svo sem kunnugt er. Ótækt er að hæliskerfið sé notað sem bakdyraleið að því að fá dvalarleyfi og atvinnuleyfi á Íslandi. Flestir flóttamenn í heiminum, 69% skv. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, búa í ríkjum í nágrenni við upprunaríki flóttamannanna. Margir flóttamenn eru auk þess á flótta innan heimaríkis síns. Ísland er eyja í Norður-Atlantshafi og víðsfjarri þeim svæðum sem umsækjendur um alþjóðlega vernd fara einkum frá. Af eðli máls leiðir því að þeir sem koma til Íslands hafa haft mörg tækifæri til þess að sækja um vernd annars staðar, því ekki er beint flug til Íslands frá hlutaðeigandi ríkjum. Því blasir við að flestar umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi hljóta að vera almennt tilhæfulausar. Í reynd eru umsækjendur oft búnir að fá alþjóðlega vernd annars staðar, eða falla undir Dyflinnar-reglugerðina, eða eru einfaldlega ekki í þörf fyrir alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Vegna gríðarlegs álags á íslensk stjórnvöld undanfarin ár hafa margar umsóknir fallið á tíma og í slíkum tilvikum er lögbundið að veita dvalarleyfi af mannúðaraðstæðum. Nefna verður sérstaklega atriði sem fáum er kunnugt um. Útlendingastofnun hefur árum saman haft þá framkvæmd að veita „sjálfkrafa“ öllum sem koma frá Afganistan, Sýrlandi, Palestínu og um tíma frá Venesúela, alþjóðlega vernd eingöngu á grundvelli ríkisfangs. Með því hefur stofnunin sett sér verklagsreglu sem afnemur hið skyldubundna mat á einstaklingsbundnum og staðbundnum aðstæðum umsækjenda sem lög um útlendinga gera ráð fyrir, sjálfsagt til að flýta fyrir sér. Þessar umsóknir eru afgreiddar með órökstuddum ákvörðunum án tillits til einstaklingsbundinna aðstæðna og möguleika á innri flótta. Slíkar ákvarðanir eru afar sjaldan kærðar til kærunefndar útlendingamála. Umsækjendum frá umræddum ríkjum er veitt viðbótarvernd skv. 2. mgr. 37. gr. laga um útlendinga. Dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki komið auga á þetta vandamál og því síður brugðist við því eins þeir hefðu átt að gera í krafti yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda sinna gagnvart Útlendingastofnun. Það er því holur hljómur í málflutningi Sjálfstæðismanna um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd, þegar brennuvargurinn þykist nú vera orðinn slökkviliðsstjóri. Tillögur Sjálfstæðisflokksins í málefnum hælisleitenda eru aðeins rándýrir plástrar á ónýtt kerfi. Hver er lausnin? Taka verður fulla stjórn á landamærum Íslands. Eins og sjá má af framangreindri umfjöllun þá hefur frjáls för sínar skuggahliðar sem dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa vanrækt að taka á og eru þar með sekir um dýrustu mistök Íslandssögunnar. Allt of fáir útlendingar sem búa á Íslandi tala íslensku. Tungumálið er lykillinn að samfélaginu. Fyrirsjáanlegt er að þeir útlendingar sem koma frá ófrjálslyndum menningarheimum munu ekki aðlagast íslensku samfélagi vel. Um það vitna fjölmörg dæmi í Evrópu og víðar. Íslendingar hafa í 1150 ár verið ein þjóð með sameiginlega menningu og eitt tungumál. Í fyrsta lagi vill Lýðræðisflokkurinn leggja hæliskerfið niður þannig að ekki verði hægt að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Eftir því sem ríkissjóður er aflögufær verði þó tekið á móti viðráðanlegum fjölda kvótaflóttamanna, eins og gert hefur verið á Íslandi áratugum saman með góðum árangri. Einnig mætti með sama fyrirvara veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum á grundvelli fjöldaflótta eins og í tilviki Úkraínumanna. Útlendingum sem hljóta dóma skal vísað úr landi. Ásættanleg færni í íslensku, auk þekkingar á íslenskri sögu, íslenskri menningu, vestrænum gildum og siðum, verði að meginreglu skilyrði fyrir veitingu ríkisborgararéttar og endurnýjun dvalarleyfa sem þegar hafa verið gefin út og dvalarleyfa sem gefin verða út eftirleiðis. Í öðru lagi vill Lýðræðisflokkurinn taka upp vegabréfsáritanir að meginreglu fyrir alla útlendinga sem koma til Íslands, ekki síst fyrir ferðamenn. Ef takast á að uppræta erlend glæpagengi á Íslandi er þetta nauðsynlegt. Við blasir að efla þurfi lögreglu og landamæraeftirlit. Að auki verði komugjöld lögð á ferðamenn sem nýtt verði eingöngu til innviðauppbyggingar og til að vernda viðkvæma staði í ríkiseigu fyrir átroðningi. Í þriðja lagi vill Lýðræðisflokkurinn að aðeins íslenskir ríkisborgarar njóti almannatrygginga, atvinnuleysistrygginga og geti fengið greitt úr lífeyrissjóðum. Ísland getur ekki verið félagsmálastofnun fyrir allan heiminn. Þetta þýðir að útlendingar sem búa á Íslandi þurfi framvegis að kaupa sér slíkar tryggingar sjálfir. Þetta mun beina þeim útlendingum sem hér hafa sest að í þann farveg að gerast íslenskir ríkisborgarar, sem tala íslensku og hafa aðlagast samfélaginu vel. Íslendingar hafa ekki lengur efni á því að taka á móti útlendingum sem ekki vilja eða geta séð um sig sjálfir. Ferðaþjónustan ræður því ekki hverjir koma til Íslands og setjast hér að. Um er að ræða eitt af kjarnahlutverkum ríkisins, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur vanrækt alvarlega undanfarin ár. Hér er ekki verið að leggja til að Ísland segi upp EES-samningnum eða hætti þátttöku í Schengen-samstarfinu eða við Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna. Vinaþjóðir okkar munu væntanlega sýna því fullan skilning að framangreindar aðgerðir sem Lýðræðisflokkurinn leggur til eru nauðsynlegar í þágu almannaöryggis og allsherjarreglu. Íslendingar, sem fullvalda þjóð í fullvalda ríki, eiga að ráða sínum málum sjálfir! Höfundar eru í fyrstu sætum framboðslista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir ritaði pistil sem birtur var á vefsíðu Viðskiptablaðsins 12. október síðastliðinn sem ber yfirskriftina Íslenskt atvinnulíf og Schengen-samstarfið. Í niðurlagi greinarinnar segir að Ísland hafi gríðarlega hagsmuni af áframhaldandi þátttöku í Schengen samstarfinu enda sé það veigamikill þáttur fyrir íslenskt atvinnulíf en einnig samfélagslegt öryggi. Samstarfið tryggi aðgang að hæfu erlendu vinnuafli, sem styrki íslenskan vinnumarkað og auki samkeppnishæfni landsins. Að auki tryggi Schengen betra samstarf í löggæslu, þar sem Ísland njóti góðs af samvinnu við aðrar þjóðir á vettvangi öryggismála. Schengen samstarfið sé því ómetanlegt fyrir framtíðarvöxt og stöðugleika íslensks atvinnulífs. Hver er staðan? Innflytjendum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD. Um 20% innflytjenda koma frá ríkjum utan EES, samkvæmt nýlegri úttekt frá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Á Íslandi búa nú um 80.000 erlendir ríkisborgarar samkvæmt Hagstofu Íslands og hefur fjölgað um ellefu þúsund frá árinu 2019. Samkvæmt Ferðamálastofu var heildarfjöldi erlendra farþega til Íslands um 2,2 milljónir. Þá segir að til viðbótar séu farþegar skemmtiferðaskipa sem teljist sem dagsferðamenn, en fjöldi þeirra hafi verið rúmlega 300.000 á síðasta ári. Þessi þróun hefur verið tiltölulega hröð og hefur í för með sér áskoranir sem nauðsynlegt er að ræðu um án fordóma. Hver er vandinn við frjálsa för? Guðrún horfir í framangreindri grein sinni fram hjá mikilvægum atriðum. Í fyrsta lagi er orsök þess að erlend glæpagengi, t.d. frá Svíþjóð og Albaníu, hafa getað hreiðrað um sig á Íslandi einmitt sú frjálsa för sem leiðir bæði af EES-samningnum og Schengen-samstarfinu. Hið sama má segja um hinn mikla fjölda tilhæfulausra umsókna um alþjóðlega vernd síðastliðin ár. Þær áskoranir sem hljótast af mikilli fjölgun útlendinga á skömmum tíma falla illa að fullyrðingu Guðrúnar um að Schengen-samstarfið sé veigamikill þáttur í samfélagslegu öryggi. Það er öðru nær. Hinn þögli meirihluti Íslendinga gerir sér grein fyrir þessu. Í öðru lagi má benda á að stöðugur vöxtur ferðaþjónustunnar er ekki endilega góð tegund af þenslu. Það hefur einfaldlega gleymst að reikna með því að þessi mikli viðbótarfjöldi manna hefur valdið óhóflegu álagi á íslenska innviði. Við erum fámenn þjóð og innviðir okkar og náttúra þola ekki slíkan ágang. Allt of oft verða alvarleg slys á ferðamönnum. Við blasa sligandi áhrif offerðamennsku, innflytjenda og hælisleitenda á húsnæðismarkað með tilheyrandi verðbólguáhrifum, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, refsivörslukerfið, samgöngumannvirkin og umferðarþunga. Oft virðist aðeins hugsað um viðbótarfjöldann sem „gangandi peninga“ með tilliti til skattgreiðslna og gjaldeyristekna. Ef ekki verður dregið úr fjölda ferðamanna og framleiðni á hvern starfsmann í ferðaþjónustu aukin, geta neikvæð áhrif hinnar vinnuaflsfreku ferðaþjónustu orðið varanleg og illviðráðanleg. Skynsamlegra er að fá færri ferðamenn til landsins sem skilja meira eftir sig. Það virðist einnig hafa gleymst að umræddur viðbótarfjöldi er fólk af holdi og blóði sem þarf sömu þjónustu og Íslendingar. Bent skal á að um helmingur einstaklinga á atvinnuleysisskrá er með erlent ríkisfang, eða um 3.500 manns. Samkvæmt svari við fyrirspurn til félags- og vinnumarkaðsráðherra á 154. löggjafarþingi (þingskjal 1887-1085. mál) var fjöldi kennitalna með örorkulífeyri, þar sem upprunaland er annað en Ísland, í janúar 2024, 3.009 manns. Fjöldi kennitalna með ellilífeyri, upprunaland annað en Ísland, í janúar 2024, var 2.355 manns. Tölulegar upplýsingar um greiðslur til erlendra ríkisborgara úr opinberum sjóðum eru þó af skornum skammti eins og bent er á í áðurnefndri skýrslu OECD. Í þriðja lagi hefur fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd síðastliðin ár hefur fengið mikla umfjöllun og valdið gífurlegum kostnaði svo sem kunnugt er. Ótækt er að hæliskerfið sé notað sem bakdyraleið að því að fá dvalarleyfi og atvinnuleyfi á Íslandi. Flestir flóttamenn í heiminum, 69% skv. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, búa í ríkjum í nágrenni við upprunaríki flóttamannanna. Margir flóttamenn eru auk þess á flótta innan heimaríkis síns. Ísland er eyja í Norður-Atlantshafi og víðsfjarri þeim svæðum sem umsækjendur um alþjóðlega vernd fara einkum frá. Af eðli máls leiðir því að þeir sem koma til Íslands hafa haft mörg tækifæri til þess að sækja um vernd annars staðar, því ekki er beint flug til Íslands frá hlutaðeigandi ríkjum. Því blasir við að flestar umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi hljóta að vera almennt tilhæfulausar. Í reynd eru umsækjendur oft búnir að fá alþjóðlega vernd annars staðar, eða falla undir Dyflinnar-reglugerðina, eða eru einfaldlega ekki í þörf fyrir alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Vegna gríðarlegs álags á íslensk stjórnvöld undanfarin ár hafa margar umsóknir fallið á tíma og í slíkum tilvikum er lögbundið að veita dvalarleyfi af mannúðaraðstæðum. Nefna verður sérstaklega atriði sem fáum er kunnugt um. Útlendingastofnun hefur árum saman haft þá framkvæmd að veita „sjálfkrafa“ öllum sem koma frá Afganistan, Sýrlandi, Palestínu og um tíma frá Venesúela, alþjóðlega vernd eingöngu á grundvelli ríkisfangs. Með því hefur stofnunin sett sér verklagsreglu sem afnemur hið skyldubundna mat á einstaklingsbundnum og staðbundnum aðstæðum umsækjenda sem lög um útlendinga gera ráð fyrir, sjálfsagt til að flýta fyrir sér. Þessar umsóknir eru afgreiddar með órökstuddum ákvörðunum án tillits til einstaklingsbundinna aðstæðna og möguleika á innri flótta. Slíkar ákvarðanir eru afar sjaldan kærðar til kærunefndar útlendingamála. Umsækjendum frá umræddum ríkjum er veitt viðbótarvernd skv. 2. mgr. 37. gr. laga um útlendinga. Dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki komið auga á þetta vandamál og því síður brugðist við því eins þeir hefðu átt að gera í krafti yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda sinna gagnvart Útlendingastofnun. Það er því holur hljómur í málflutningi Sjálfstæðismanna um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd, þegar brennuvargurinn þykist nú vera orðinn slökkviliðsstjóri. Tillögur Sjálfstæðisflokksins í málefnum hælisleitenda eru aðeins rándýrir plástrar á ónýtt kerfi. Hver er lausnin? Taka verður fulla stjórn á landamærum Íslands. Eins og sjá má af framangreindri umfjöllun þá hefur frjáls för sínar skuggahliðar sem dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa vanrækt að taka á og eru þar með sekir um dýrustu mistök Íslandssögunnar. Allt of fáir útlendingar sem búa á Íslandi tala íslensku. Tungumálið er lykillinn að samfélaginu. Fyrirsjáanlegt er að þeir útlendingar sem koma frá ófrjálslyndum menningarheimum munu ekki aðlagast íslensku samfélagi vel. Um það vitna fjölmörg dæmi í Evrópu og víðar. Íslendingar hafa í 1150 ár verið ein þjóð með sameiginlega menningu og eitt tungumál. Í fyrsta lagi vill Lýðræðisflokkurinn leggja hæliskerfið niður þannig að ekki verði hægt að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Eftir því sem ríkissjóður er aflögufær verði þó tekið á móti viðráðanlegum fjölda kvótaflóttamanna, eins og gert hefur verið á Íslandi áratugum saman með góðum árangri. Einnig mætti með sama fyrirvara veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum á grundvelli fjöldaflótta eins og í tilviki Úkraínumanna. Útlendingum sem hljóta dóma skal vísað úr landi. Ásættanleg færni í íslensku, auk þekkingar á íslenskri sögu, íslenskri menningu, vestrænum gildum og siðum, verði að meginreglu skilyrði fyrir veitingu ríkisborgararéttar og endurnýjun dvalarleyfa sem þegar hafa verið gefin út og dvalarleyfa sem gefin verða út eftirleiðis. Í öðru lagi vill Lýðræðisflokkurinn taka upp vegabréfsáritanir að meginreglu fyrir alla útlendinga sem koma til Íslands, ekki síst fyrir ferðamenn. Ef takast á að uppræta erlend glæpagengi á Íslandi er þetta nauðsynlegt. Við blasir að efla þurfi lögreglu og landamæraeftirlit. Að auki verði komugjöld lögð á ferðamenn sem nýtt verði eingöngu til innviðauppbyggingar og til að vernda viðkvæma staði í ríkiseigu fyrir átroðningi. Í þriðja lagi vill Lýðræðisflokkurinn að aðeins íslenskir ríkisborgarar njóti almannatrygginga, atvinnuleysistrygginga og geti fengið greitt úr lífeyrissjóðum. Ísland getur ekki verið félagsmálastofnun fyrir allan heiminn. Þetta þýðir að útlendingar sem búa á Íslandi þurfi framvegis að kaupa sér slíkar tryggingar sjálfir. Þetta mun beina þeim útlendingum sem hér hafa sest að í þann farveg að gerast íslenskir ríkisborgarar, sem tala íslensku og hafa aðlagast samfélaginu vel. Íslendingar hafa ekki lengur efni á því að taka á móti útlendingum sem ekki vilja eða geta séð um sig sjálfir. Ferðaþjónustan ræður því ekki hverjir koma til Íslands og setjast hér að. Um er að ræða eitt af kjarnahlutverkum ríkisins, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur vanrækt alvarlega undanfarin ár. Hér er ekki verið að leggja til að Ísland segi upp EES-samningnum eða hætti þátttöku í Schengen-samstarfinu eða við Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna. Vinaþjóðir okkar munu væntanlega sýna því fullan skilning að framangreindar aðgerðir sem Lýðræðisflokkurinn leggur til eru nauðsynlegar í þágu almannaöryggis og allsherjarreglu. Íslendingar, sem fullvalda þjóð í fullvalda ríki, eiga að ráða sínum málum sjálfir! Höfundar eru í fyrstu sætum framboðslista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík suður.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun