Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 10. nóvember 2024 07:01 Því miður er það svo og hefur verið alla tíð – að geðsjúkdómar og meðhöndlun þeirra er ekki litin sömu augum og meðferð annarra meinsemda. Geðheilbrigðismál rata einkum í umræðuna þegar skelfileg áföll dynja á samfélaginu eins og gerst hefur ítrekað á þessu ári. Þá vakna stjórnmálamenn og tjá sig um nauðsyn breytinga. Það er jákvætt en þessi mál verða ekki löguð í átaksverkefnum. Það þarf að gera breytingar. Nýja forgangsröðun. Landsbyggðin er og hefur alltaf verið í sérflokki þegar kemur að meðhöndlun geðsjúkdóma. Á þessu ári hafa komið upp sorgleg mál sem minna mann á hversu mikilvægt það er að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. En það þurfti ekki einstök mál til að minna á þetta því opinber gögn á síðustu árum hafa gefið okkur tilefni til áhyggna. Nýlegar tölur frá Landlæknisembættinu sýna t.d. að notkun þunglyndislyfja á Norður- og Austurlandi er töluvert yfir meðalnotkun á landinu. Notkunin raunar mest í þessum landshlutum. Það eru auðvitað ekki slæm tíðindi að fólk noti lyf og það er alltaf jákvætt þegar fólk leitar sér aðstoðar. Hins vegar er óhjákvæmilegt að draga þá ályktun að hugsanlega þurfi að stórefla aðgengi að öðrum stuðningsúrræðum því mikil neysla lyfja getur einfaldlega þýtt að það séu ekki önnur meðferðarúrræði í boði. Og það gæti því miður verið tilfellið á Austurlandi. Landshlutinn er stór en ekki búa nema um ellefu þúsund manns í honum. Aukið framboð á fjölbreyttum úrræðum er því flókið viðfangsefni enda nær útilokað að setja uppbygginguna í hendur markaðsafla. Það er ekki tilviljun að á Austurlandi starfa ekki einkareknar sálfræðistofur. Það borgar sig bara ekki. Þessi skortur á úrræðum getur seinkað allri meðferðarvinnu. Það getur verið löng bið eftir réttri greiningu og þegar kemur að andlegum veikindum getur þetta einfaldlega verið spurning um líf eða dauða í erfiðustu tilfellunum. Það er skelfilegt til þess að vita að á barna- og unglingageðdeild (BUGL) er margra mánaða bið eftir þjónustu og á annað hundrað börn á biðlista. Þá eru fleiri hundruð börn og ungmenni á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og mörg dæmi um að fjölskyldur þurfi að bíða í allt að tvö ár þar til barn kemst að. Þá er það auðvitað svo að við getum ekki öll notið niðurgreiddrar sálfræðiþjónustu. Ég þekki persónulega mörg tilfelli þar sem fólk í mikilli neyð hefur einfaldlega ekki getað leyft sér að sækja slíka þjónustu. Samfylkingin er með plan í heilbrigðismálum, allir landsmenn eiga að hafi öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Ef þjónustan er sótt yfir heiðina eða í gegnum fjallið þá verður það að vera öruggt, við ætlum líka að uppfæra greiðsluþáttöku hins opinbera þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg og hún nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða og taki tekjutap fjölskyldna með í reikninginn. Geðheilbrigðismál á að taka alvarlega um allt land og hlutirnir þurfa ekki að vera eins og þeir eru í dag. Þetta snýst eingöngu um forgangsröðun og pólitískan vilja. Höfundur skipar annað sæta á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Því miður er það svo og hefur verið alla tíð – að geðsjúkdómar og meðhöndlun þeirra er ekki litin sömu augum og meðferð annarra meinsemda. Geðheilbrigðismál rata einkum í umræðuna þegar skelfileg áföll dynja á samfélaginu eins og gerst hefur ítrekað á þessu ári. Þá vakna stjórnmálamenn og tjá sig um nauðsyn breytinga. Það er jákvætt en þessi mál verða ekki löguð í átaksverkefnum. Það þarf að gera breytingar. Nýja forgangsröðun. Landsbyggðin er og hefur alltaf verið í sérflokki þegar kemur að meðhöndlun geðsjúkdóma. Á þessu ári hafa komið upp sorgleg mál sem minna mann á hversu mikilvægt það er að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. En það þurfti ekki einstök mál til að minna á þetta því opinber gögn á síðustu árum hafa gefið okkur tilefni til áhyggna. Nýlegar tölur frá Landlæknisembættinu sýna t.d. að notkun þunglyndislyfja á Norður- og Austurlandi er töluvert yfir meðalnotkun á landinu. Notkunin raunar mest í þessum landshlutum. Það eru auðvitað ekki slæm tíðindi að fólk noti lyf og það er alltaf jákvætt þegar fólk leitar sér aðstoðar. Hins vegar er óhjákvæmilegt að draga þá ályktun að hugsanlega þurfi að stórefla aðgengi að öðrum stuðningsúrræðum því mikil neysla lyfja getur einfaldlega þýtt að það séu ekki önnur meðferðarúrræði í boði. Og það gæti því miður verið tilfellið á Austurlandi. Landshlutinn er stór en ekki búa nema um ellefu þúsund manns í honum. Aukið framboð á fjölbreyttum úrræðum er því flókið viðfangsefni enda nær útilokað að setja uppbygginguna í hendur markaðsafla. Það er ekki tilviljun að á Austurlandi starfa ekki einkareknar sálfræðistofur. Það borgar sig bara ekki. Þessi skortur á úrræðum getur seinkað allri meðferðarvinnu. Það getur verið löng bið eftir réttri greiningu og þegar kemur að andlegum veikindum getur þetta einfaldlega verið spurning um líf eða dauða í erfiðustu tilfellunum. Það er skelfilegt til þess að vita að á barna- og unglingageðdeild (BUGL) er margra mánaða bið eftir þjónustu og á annað hundrað börn á biðlista. Þá eru fleiri hundruð börn og ungmenni á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og mörg dæmi um að fjölskyldur þurfi að bíða í allt að tvö ár þar til barn kemst að. Þá er það auðvitað svo að við getum ekki öll notið niðurgreiddrar sálfræðiþjónustu. Ég þekki persónulega mörg tilfelli þar sem fólk í mikilli neyð hefur einfaldlega ekki getað leyft sér að sækja slíka þjónustu. Samfylkingin er með plan í heilbrigðismálum, allir landsmenn eiga að hafi öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Ef þjónustan er sótt yfir heiðina eða í gegnum fjallið þá verður það að vera öruggt, við ætlum líka að uppfæra greiðsluþáttöku hins opinbera þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg og hún nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða og taki tekjutap fjölskyldna með í reikninginn. Geðheilbrigðismál á að taka alvarlega um allt land og hlutirnir þurfa ekki að vera eins og þeir eru í dag. Þetta snýst eingöngu um forgangsröðun og pólitískan vilja. Höfundur skipar annað sæta á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun