„Sænska ástandið“ orðið að norrænu Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2024 14:13 Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir/Vilhelm Ekki er lengur hægt að tala um „sænska ástandið“ sem hefur verið notað til að lýsa brotaöldu í Svíþjóð á undanförnum árum. Þess í stað er réttara að tala um „norræna ástandið“, þar sem þróunin sé ógnvekjandi á öllum Norðurlöndum, samkvæmt formönnum lögreglufélaga þessara landa. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá formönnum lögreglufélaga á Norðurlöndum. Þar segir meðal annars að ástand öryggismála hafi lengi verið alvarlegt í Danmörku og hafi farið versnandi. Glæpagengi fremji morð og árásir ungra brotamanna hafi færst í aukana. Þá sé tengingu að finna við sænska hópa og eru almennir borgarar sagðir sífellt berskjaldaðri gagnvart hótunum og ofbeldisbrotum. Svipaða sögu sé að segja af Noregi, Finnlandi og í Svíþjóð. Þá hafi hér á Íslandi komið upp metfjöldi manndrápsmála, stór mansalsmál, auk þess sem hótanir og átök milli glæpasamtaka hafi sett almenning í hættu. Þá hafi lögreglumenn í vaxandi mæli orðið fyrir hótunum og eignaspjöllum. „Þetta eru bara nokkur dæmi sem norræn lögregla er að fást. Starfsumhverfi lögreglumanna verður sífellt erfiðara og meira krefjandi,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki hægt að vinna lengur með sama hætti Þar segir einnig að skipulögð glæpastarfsemi leggi undir nýja markaði í sölu og fíkniefna og vopna, smygli á fólki og vændisstarfsemi, auk annarra brota. „Ekkert Norðurlandanna getur fegrað þetta ástand og brotastarfsemi er orðin slík að umfangi að við getum ekki lengur unnið þessi mál með sama hætti og gert hefur verið fram að þessu.“ Formenn lögreglufélaganna krefjast margþættra aðgerða til að bregðast við og ná niður brotatíðni. Undir yfirlýsinguna skrifa Fjölnir Sæmundsson frá Landssambandi lögreglumanna, Heino Kegel frá Politifobundet í Danmörku, Unn Alma Skatvold frá Politiets Fellesforbund í Noregi, Jonne Rinne frá Suomen Poliisijärjestöjen í Finnlandi og Katharina von Sydow frá Polisförbundet í Svíþjóð. Fjölga lögreglumönnum og auka samstarf Fyrsta skrefið er samkvæmt formönnunum að fjölga lögreglumönnum. Skortur sé á þeim bæði varðandi almenna löggæslu og rannsóknir. Þá þurfi löggæsluyfirvöld að hafa forystu um að greina hvaða hæfni þurfi þegar litið sé til framtíðarinnar. „Þeir sem stunda brotastarfsemi tileinka sér sífellt nýja tækni og vinnubrögð. Lögreglan þarf að vera á undan til að geta viðhaldið getu til að veikja glæpastarfsemi og koma í veg fyrir hana.“ Einnig þarf að auka og bæta samstarf milli ríkja. Þéttari samvinna sé nauðsynleg til að geta komið í veg fyrir brot og til að handtaka og ákæra brotamenn. Þó verið sé að byggja lögreglustöð á landamærum Noregs og Svíþjóðar og lögregluembætti Norðurlanda vinni oft saman, sé það ekki nóg. Meira þurfi til og landssambönd lögreglumanna í hverju landi fyrir sig þurfa, samkvæmt formönnum þeirra, að koma að þessari vinnu. „Norrænu landssamböndin eru vön að starfa þétt saman þvert á landamæri og samböndin þekkja hvað lögregla á öllum sviðum starfseminnar getur og þarf til að skila góðu verki.“ Ekki bara verk lögreglunnar Að endingu segja formennirnir að lögreglan geti gert mikið en ekki allt og ekki ein og sér. Allsstaðar á Norðurlöndum verði að gera meira til að stöðva nýliðun í skipulögðum glæpahópum. Vel fjármagnaðir skólar og félagsleg úrræði skipti máli. Það sama eigi við möguleikann á að fá vinnu, geta unnið og samlagast samfélaginu. „Þetta skiptir sköpum þegar kemur að því að veita börnum og ungmennum tiltrú á framtíðina og til að styrkja einnig þá fullorðnu. Fleiri aðilar þurfa gera meira til að Norðurlöndin geti orðið sterkara samfélag og öruggari staður.“ „Lögregluyfirvöld og stjórnmálafólk verða að taka réttar ákvarðanir svo að lögreglulið okkar á Norðurlöndum geti með sameiginlegum kröftum stöðvað það ástand sem viðgengst hefur í tengslum við skipulagða brotahópa og skipulagða glæpastarfsemi. Á því myndu allir græða nema glæpastarfsemin.“ Lögreglumál Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá formönnum lögreglufélaga á Norðurlöndum. Þar segir meðal annars að ástand öryggismála hafi lengi verið alvarlegt í Danmörku og hafi farið versnandi. Glæpagengi fremji morð og árásir ungra brotamanna hafi færst í aukana. Þá sé tengingu að finna við sænska hópa og eru almennir borgarar sagðir sífellt berskjaldaðri gagnvart hótunum og ofbeldisbrotum. Svipaða sögu sé að segja af Noregi, Finnlandi og í Svíþjóð. Þá hafi hér á Íslandi komið upp metfjöldi manndrápsmála, stór mansalsmál, auk þess sem hótanir og átök milli glæpasamtaka hafi sett almenning í hættu. Þá hafi lögreglumenn í vaxandi mæli orðið fyrir hótunum og eignaspjöllum. „Þetta eru bara nokkur dæmi sem norræn lögregla er að fást. Starfsumhverfi lögreglumanna verður sífellt erfiðara og meira krefjandi,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki hægt að vinna lengur með sama hætti Þar segir einnig að skipulögð glæpastarfsemi leggi undir nýja markaði í sölu og fíkniefna og vopna, smygli á fólki og vændisstarfsemi, auk annarra brota. „Ekkert Norðurlandanna getur fegrað þetta ástand og brotastarfsemi er orðin slík að umfangi að við getum ekki lengur unnið þessi mál með sama hætti og gert hefur verið fram að þessu.“ Formenn lögreglufélaganna krefjast margþættra aðgerða til að bregðast við og ná niður brotatíðni. Undir yfirlýsinguna skrifa Fjölnir Sæmundsson frá Landssambandi lögreglumanna, Heino Kegel frá Politifobundet í Danmörku, Unn Alma Skatvold frá Politiets Fellesforbund í Noregi, Jonne Rinne frá Suomen Poliisijärjestöjen í Finnlandi og Katharina von Sydow frá Polisförbundet í Svíþjóð. Fjölga lögreglumönnum og auka samstarf Fyrsta skrefið er samkvæmt formönnunum að fjölga lögreglumönnum. Skortur sé á þeim bæði varðandi almenna löggæslu og rannsóknir. Þá þurfi löggæsluyfirvöld að hafa forystu um að greina hvaða hæfni þurfi þegar litið sé til framtíðarinnar. „Þeir sem stunda brotastarfsemi tileinka sér sífellt nýja tækni og vinnubrögð. Lögreglan þarf að vera á undan til að geta viðhaldið getu til að veikja glæpastarfsemi og koma í veg fyrir hana.“ Einnig þarf að auka og bæta samstarf milli ríkja. Þéttari samvinna sé nauðsynleg til að geta komið í veg fyrir brot og til að handtaka og ákæra brotamenn. Þó verið sé að byggja lögreglustöð á landamærum Noregs og Svíþjóðar og lögregluembætti Norðurlanda vinni oft saman, sé það ekki nóg. Meira þurfi til og landssambönd lögreglumanna í hverju landi fyrir sig þurfa, samkvæmt formönnum þeirra, að koma að þessari vinnu. „Norrænu landssamböndin eru vön að starfa þétt saman þvert á landamæri og samböndin þekkja hvað lögregla á öllum sviðum starfseminnar getur og þarf til að skila góðu verki.“ Ekki bara verk lögreglunnar Að endingu segja formennirnir að lögreglan geti gert mikið en ekki allt og ekki ein og sér. Allsstaðar á Norðurlöndum verði að gera meira til að stöðva nýliðun í skipulögðum glæpahópum. Vel fjármagnaðir skólar og félagsleg úrræði skipti máli. Það sama eigi við möguleikann á að fá vinnu, geta unnið og samlagast samfélaginu. „Þetta skiptir sköpum þegar kemur að því að veita börnum og ungmennum tiltrú á framtíðina og til að styrkja einnig þá fullorðnu. Fleiri aðilar þurfa gera meira til að Norðurlöndin geti orðið sterkara samfélag og öruggari staður.“ „Lögregluyfirvöld og stjórnmálafólk verða að taka réttar ákvarðanir svo að lögreglulið okkar á Norðurlöndum geti með sameiginlegum kröftum stöðvað það ástand sem viðgengst hefur í tengslum við skipulagða brotahópa og skipulagða glæpastarfsemi. Á því myndu allir græða nema glæpastarfsemin.“
Lögreglumál Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels