Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 9. desember 2024 16:31 Laugarnesskóli, Langholtsskóli og Laugalækjaskóli auk frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Lauganes- og Langholtshverfi eru í fararbroddi í fagstarfi sínu. Þeir hafa allir hlotið viðurkenningar fyrir framúrskarandi menntastarf og þar hafa börn hverfisins fengið að blómstra. Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar sem nú er kynnt miðar að því að halda áfram að búa skólastarfinu í þessu frábæra hverfi góðan jarðveg fyrir áframhaldandi mikilvægt starf. Víðtækt samráð Þetta er búið að vera flókið ferli, en í rótgrónu borgarhverfi þar sem skólabyggingar eru að hluta til friðaðar er að mörgu að huga. Farið var í víðtækt samráð og í framhaldi af því ákvað skóla- og frístundaráð að falla frá hugmyndum um safnsskóla á unglingastigi og þess í stað byggja við hverfisskólana þrjá. Í kjölfarið var farið í ítarlega skoðun á fýsileika framkvæmda. Það kom í ljós að torvelt myndi reynast að skapa viðunandi aðstæður fyrir skólastarf á sama tíma og farið væri í bæði nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir og nýbyggingar. Þá er ljóst að allsherjar endurgerð á Laugarnesskóla mun taka tíma og krefjast þess að starfsemi flytjist að mestu leyti út á meðan. Einnig er til skoðunar að stækka leikskólann Hof sem er staðsettur sunnan við Laugarnesskóla og hefur það áhrif á stærð lóðar fyrir grunnskólann. Þetta myndi leiða af sér margra ára tímabil þar sem skólastarf væri litað af framkvæmdum með tilheyrandi raski fyrir börn og starfsfólk. Það er vel þekkt að framkvæmdir og skólastarf fara ekki vel saman. Erfið en rétt ákvörðun Það var ekki auðveld ákvörðun að taka þetta mál upp aftur, en með hagsmuni skólasamfélagsins og framtíð hverfisins var það engu að síðu nauðsynlegt. Stofnað var til virks samtals við hagaðila í hverfinu og óskað eftir umsögnum um hugmyndir um byggingu nýs unglingaskóla og breytingum á skólahverfum. Tekið er tillit til umsagna í þeim tillögum sem samþykktar voru í skóla- og frístundaráði í dag. Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi. Yngsta stigið, frá fyrsta upp í fjórða bekk, verður í Laugarnesskóla en svo fara börnin í Laugalækjaskóla þar sem kennt verður á miðstigi, frá fimmta til sjöunda bekk. Áfram er lagt til að Langholtsskóli verði fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Nýr safnsskóli fyrir unglingastigið mun rísa í hverfinu og þar eru margvísleg spennandi tækifæri fyrir þróun skólastarfsins. Sterk fagleg rök og spennandi tækifæri Fagleg rök fyrir unglingaskóla eru sterk. Unglingaskólar bjóða upp á að nemendur hafi aukið val og einnig er hægt að koma betur til móts við þarfir ólíkra einstaklinga því stærri skóli býr yfir meiri fagauði. Kennarahópurinn stækkar sem skapar möguleika á að byggja upp fjölbreyttari sérgreinar í stærri unglingaskólum. Þau skil sem unglingsárin markar með því að færast í nýjan skóla getur ýtt undir blöndun og ný vinatengsl sem er til góðs fyrir marga. Góð reynsla er af öðrum safnskólum í borginni; Hagaskóla, Réttarholtsskóla og Víkurskóla. Til þess að nýr skóli dafni er nauðsynlegt að finna honum góðan stað og huga vel að samgöngum og öðrum þáttum. Unnið verður með íþróttafélögunum og öðrum hagsmunaaðilum í Laugardal um framtíðarsýn og þróun. Endurbættir skólar og skólaþorp Afar brýnt er að ráðast strax í verulegar endurbætur á Laugarnesskóla. Við stöndum frammi fyrir því að gera okkar besta til að taka starfsemi Lauganesskóla út úr skólanum í áföngum. Ákveðið hefur verið að byggja nýtt „skólaþorp“ á stóru bílastæði á horni Reykja- og Engjavegar þar sem skóla- og frístundastarf mun fara fram á meðan á framkvæmdum stendur. Nauðsynlegt er að tryggja að framgangur framtíðarskipulags verði með sem skilvirkasta hætti og einnig að vandaupplýsingagjöf, leggja mikið upp úr góðum samskiptum við skólasamfélagið og að tryggja samhæfingu allra þeirra sem koma að þessu umfangsmikla og mikilvæga verkefni. Nú er komið að því að geta tekið höndum saman um framtíðarsýn um skólamál. Laugardalurinn er góður staður til að búa og ala upp börn og mun verða það til framtíðar. Höfundur er formaður Skóla – og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Laugarnesskóli, Langholtsskóli og Laugalækjaskóli auk frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Lauganes- og Langholtshverfi eru í fararbroddi í fagstarfi sínu. Þeir hafa allir hlotið viðurkenningar fyrir framúrskarandi menntastarf og þar hafa börn hverfisins fengið að blómstra. Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar sem nú er kynnt miðar að því að halda áfram að búa skólastarfinu í þessu frábæra hverfi góðan jarðveg fyrir áframhaldandi mikilvægt starf. Víðtækt samráð Þetta er búið að vera flókið ferli, en í rótgrónu borgarhverfi þar sem skólabyggingar eru að hluta til friðaðar er að mörgu að huga. Farið var í víðtækt samráð og í framhaldi af því ákvað skóla- og frístundaráð að falla frá hugmyndum um safnsskóla á unglingastigi og þess í stað byggja við hverfisskólana þrjá. Í kjölfarið var farið í ítarlega skoðun á fýsileika framkvæmda. Það kom í ljós að torvelt myndi reynast að skapa viðunandi aðstæður fyrir skólastarf á sama tíma og farið væri í bæði nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir og nýbyggingar. Þá er ljóst að allsherjar endurgerð á Laugarnesskóla mun taka tíma og krefjast þess að starfsemi flytjist að mestu leyti út á meðan. Einnig er til skoðunar að stækka leikskólann Hof sem er staðsettur sunnan við Laugarnesskóla og hefur það áhrif á stærð lóðar fyrir grunnskólann. Þetta myndi leiða af sér margra ára tímabil þar sem skólastarf væri litað af framkvæmdum með tilheyrandi raski fyrir börn og starfsfólk. Það er vel þekkt að framkvæmdir og skólastarf fara ekki vel saman. Erfið en rétt ákvörðun Það var ekki auðveld ákvörðun að taka þetta mál upp aftur, en með hagsmuni skólasamfélagsins og framtíð hverfisins var það engu að síðu nauðsynlegt. Stofnað var til virks samtals við hagaðila í hverfinu og óskað eftir umsögnum um hugmyndir um byggingu nýs unglingaskóla og breytingum á skólahverfum. Tekið er tillit til umsagna í þeim tillögum sem samþykktar voru í skóla- og frístundaráði í dag. Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi. Yngsta stigið, frá fyrsta upp í fjórða bekk, verður í Laugarnesskóla en svo fara börnin í Laugalækjaskóla þar sem kennt verður á miðstigi, frá fimmta til sjöunda bekk. Áfram er lagt til að Langholtsskóli verði fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Nýr safnsskóli fyrir unglingastigið mun rísa í hverfinu og þar eru margvísleg spennandi tækifæri fyrir þróun skólastarfsins. Sterk fagleg rök og spennandi tækifæri Fagleg rök fyrir unglingaskóla eru sterk. Unglingaskólar bjóða upp á að nemendur hafi aukið val og einnig er hægt að koma betur til móts við þarfir ólíkra einstaklinga því stærri skóli býr yfir meiri fagauði. Kennarahópurinn stækkar sem skapar möguleika á að byggja upp fjölbreyttari sérgreinar í stærri unglingaskólum. Þau skil sem unglingsárin markar með því að færast í nýjan skóla getur ýtt undir blöndun og ný vinatengsl sem er til góðs fyrir marga. Góð reynsla er af öðrum safnskólum í borginni; Hagaskóla, Réttarholtsskóla og Víkurskóla. Til þess að nýr skóli dafni er nauðsynlegt að finna honum góðan stað og huga vel að samgöngum og öðrum þáttum. Unnið verður með íþróttafélögunum og öðrum hagsmunaaðilum í Laugardal um framtíðarsýn og þróun. Endurbættir skólar og skólaþorp Afar brýnt er að ráðast strax í verulegar endurbætur á Laugarnesskóla. Við stöndum frammi fyrir því að gera okkar besta til að taka starfsemi Lauganesskóla út úr skólanum í áföngum. Ákveðið hefur verið að byggja nýtt „skólaþorp“ á stóru bílastæði á horni Reykja- og Engjavegar þar sem skóla- og frístundastarf mun fara fram á meðan á framkvæmdum stendur. Nauðsynlegt er að tryggja að framgangur framtíðarskipulags verði með sem skilvirkasta hætti og einnig að vandaupplýsingagjöf, leggja mikið upp úr góðum samskiptum við skólasamfélagið og að tryggja samhæfingu allra þeirra sem koma að þessu umfangsmikla og mikilvæga verkefni. Nú er komið að því að geta tekið höndum saman um framtíðarsýn um skólamál. Laugardalurinn er góður staður til að búa og ala upp börn og mun verða það til framtíðar. Höfundur er formaður Skóla – og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun