Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2024 09:04 Frá því að Amelíu Rose stefndi úr höfn og þar til hún byrjaði að beygja liðu um 45 sekúndur. Þá fór stýrið yfir í stjórnborða og var ásigling þá óumflýjanleg, að sögn rannsóknarnefndar samgönguslysa. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Gáleysi skipstjóra hvalaskoðunarskips var talin orsök þess því var siglt á hafnarkant í Reykjavíkurhöfn í sumar. Þrátt fyrir að skipstjórinn væri í brúnni var hann ekki með athygli við stýrið samkvæmt niðurstöðum rannsóknarnefndar samgönguslysa. Áreksturinn átti sér stað þegar skipstjórinn sigldi hvalaskoðunarskipinu Amelíu Rose á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Seatrips frá Ægisgarði í gömlu höfninni í Reykjavík við upphaf skoðunarferðar 16. júní. Skipið var á leið út úr hafnarmynninu þegar það tók skyndilega krappa stjórnborðsbeygju og sigldi á enda Faxagarðs. Mikið högg kom á skipið sem var á um þriggja hnúta ferð. Skipstjórinn kannaði strax hvort að skemmdir hefðu komið á skipið og hvort farþegar hefðu slasast. Ekki er vitað til þess að farþegar eða skipverjar hafi slasast við áreksturinn. Nokkrir farþegar þáðu þó boð skipstjórans um að fara frá borði eftir höggið. Skýringar skipstjórans á hvernig áreksturinn kom til var að hann hefði hyggst hafa stýrið miðskipa þegar hann sigldi út hafnarmynnið og hann hefði stillt það þannig. Hann hefði síðan brugðið sér frá til að sinna öðrum verkum. Taldi hann sig hafa rekist í rafmagnsstýri skipsins sem hafi sett það yfir til stjórnborða og beygt skipinu á hafnarkantinn. Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar var að þrátt fyrir að skipstjórinn hefði verið í brúnni hefði hann ekki verið með athyglina við siglingu skipsins. Við siglingu inn og út úr höfn þyrfti að gæta sérstakrar árverkni til að geta brugðist við óvæntum og ófyrirséðum aðstæðum. Skipstjórann hefði skort þá áverkni þegar hann sigldi Amelíu Rose úr höfn og það hefði verið ástæða ásiglingarinnar. Samgönguslys Reykjavík Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan og lögregla um borð í Amelíu Rose Landhelgisgæslan stöðvaði farþegaskipið Amelíu Rose um átta sjómílur úti fyrir Akranesi í dag. Í ljós kom að farþegafjöldi á skipinu var margfaldur miðað við leyfilegan fjölda. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir málið alvarlegt en skipið hafi ítrekað verið stöðvað með of marga farþega. 7. nóvember 2023 18:48 Ákvörðun Samgöngustofu um Amelíu Rose stendur Ákvörðun Samgöngustofu um að skemmtiskipið Amelía Rose teljist nýtt skip, sem gerir það að verkum að það má bera færri farþega en ef það teldist gamalt, var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í dag. 1. nóvember 2023 18:50 Farþegi á hælum hrundi niður stiga og rotaðist Í janúar síðastliðnum féll farþegi niður stiga um borð í skemmtiskipinu Amelíu Rose og missti meðvitund eftir höfuðhögg. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa er að farþeginn hafi verið í háhæluðum skóm og snúið baki í stigann þegar hann gekk niður hann. 16. maí 2023 08:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Áreksturinn átti sér stað þegar skipstjórinn sigldi hvalaskoðunarskipinu Amelíu Rose á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Seatrips frá Ægisgarði í gömlu höfninni í Reykjavík við upphaf skoðunarferðar 16. júní. Skipið var á leið út úr hafnarmynninu þegar það tók skyndilega krappa stjórnborðsbeygju og sigldi á enda Faxagarðs. Mikið högg kom á skipið sem var á um þriggja hnúta ferð. Skipstjórinn kannaði strax hvort að skemmdir hefðu komið á skipið og hvort farþegar hefðu slasast. Ekki er vitað til þess að farþegar eða skipverjar hafi slasast við áreksturinn. Nokkrir farþegar þáðu þó boð skipstjórans um að fara frá borði eftir höggið. Skýringar skipstjórans á hvernig áreksturinn kom til var að hann hefði hyggst hafa stýrið miðskipa þegar hann sigldi út hafnarmynnið og hann hefði stillt það þannig. Hann hefði síðan brugðið sér frá til að sinna öðrum verkum. Taldi hann sig hafa rekist í rafmagnsstýri skipsins sem hafi sett það yfir til stjórnborða og beygt skipinu á hafnarkantinn. Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar var að þrátt fyrir að skipstjórinn hefði verið í brúnni hefði hann ekki verið með athyglina við siglingu skipsins. Við siglingu inn og út úr höfn þyrfti að gæta sérstakrar árverkni til að geta brugðist við óvæntum og ófyrirséðum aðstæðum. Skipstjórann hefði skort þá áverkni þegar hann sigldi Amelíu Rose úr höfn og það hefði verið ástæða ásiglingarinnar.
Samgönguslys Reykjavík Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan og lögregla um borð í Amelíu Rose Landhelgisgæslan stöðvaði farþegaskipið Amelíu Rose um átta sjómílur úti fyrir Akranesi í dag. Í ljós kom að farþegafjöldi á skipinu var margfaldur miðað við leyfilegan fjölda. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir málið alvarlegt en skipið hafi ítrekað verið stöðvað með of marga farþega. 7. nóvember 2023 18:48 Ákvörðun Samgöngustofu um Amelíu Rose stendur Ákvörðun Samgöngustofu um að skemmtiskipið Amelía Rose teljist nýtt skip, sem gerir það að verkum að það má bera færri farþega en ef það teldist gamalt, var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í dag. 1. nóvember 2023 18:50 Farþegi á hælum hrundi niður stiga og rotaðist Í janúar síðastliðnum féll farþegi niður stiga um borð í skemmtiskipinu Amelíu Rose og missti meðvitund eftir höfuðhögg. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa er að farþeginn hafi verið í háhæluðum skóm og snúið baki í stigann þegar hann gekk niður hann. 16. maí 2023 08:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Landhelgisgæslan og lögregla um borð í Amelíu Rose Landhelgisgæslan stöðvaði farþegaskipið Amelíu Rose um átta sjómílur úti fyrir Akranesi í dag. Í ljós kom að farþegafjöldi á skipinu var margfaldur miðað við leyfilegan fjölda. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir málið alvarlegt en skipið hafi ítrekað verið stöðvað með of marga farþega. 7. nóvember 2023 18:48
Ákvörðun Samgöngustofu um Amelíu Rose stendur Ákvörðun Samgöngustofu um að skemmtiskipið Amelía Rose teljist nýtt skip, sem gerir það að verkum að það má bera færri farþega en ef það teldist gamalt, var endanlega staðfest með dómi Hæstaréttar í dag. 1. nóvember 2023 18:50
Farþegi á hælum hrundi niður stiga og rotaðist Í janúar síðastliðnum féll farþegi niður stiga um borð í skemmtiskipinu Amelíu Rose og missti meðvitund eftir höfuðhögg. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa er að farþeginn hafi verið í háhæluðum skóm og snúið baki í stigann þegar hann gekk niður hann. 16. maí 2023 08:00