Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar 28. desember 2024 09:31 Í gær bárust vægast sagt furðulegar fregnir um að óformlegur hittingur formanna málefndanefnda Sjálfstæðisflokksins hefði að vel ígrunduðu máli komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að fresta fyrirhuguðum landsfundi flokksins fram á haust. Þrátt fyrir að hópurinn búi að því er virðist yfir einhverjum leyni/töfragögnum um veðurfar þá sér hann sér ekki fært að deila með okkur hinum hver sé hin fullkomna dagsetning veðurfarslega séð nema bara „líklega bara í haust.“ Í umræddri frétt kemur einnig fram að síðan árið 2015 hafa aðeins tveir landsfundir verið, þrátt fyrir að þeir eigi að vera að jafnaði annað hvert ár. Forysta flokksins í seinni tíð hefur því verulega látið reyna á merkingu orðanna „að jafnaði.“ Raunar er landsfundaskuld flokksins orðin svo mikil að höfundur leggur það til að við göngum að tillögum starfshópsins um að halda landsfund í haust, auk þess að halda í þau áform að hafa landsfund í febrúar, og jafnvel reyna að kreista inn einum fundi í sumar (veðurfarsnefndin hlýtur að verða ánægð með það) þannig að flokkurinn verði kominn á réttan kjöl í það minnsta hvað þetta varðar. Það er reyndar ómálefnalegt að reyna að kenna forystu flokksins um þennan skort á landsfundum, það voru óviðráðanlegar ástæður fyrir þessu öllu saman, kosningar, samkomutakmarkanir og fleira. Ég meina það er ekki eins og að þetta sama fólk hafi verið í ríkisstjórn eða eitthvað svoleiðis… Svo er það kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur en það er að afrakstur þessarar yfirnáttúrulegu nefndar, sem hefur varið öllum mánuðinum í að garfa í veðurmælingagögnum og setja upp hin flóknustu reiknirit, er að það eigi helst að halda fundinn „líklegast bara í haust.“ Líklegast bara í haust? Er það það eina sem þið hafið upp á að bjóða? Að það sé vísindalegur fasti að það rigni hér eldi og brennisteini og að fólk verði úti fyrir utan Laugardalshöllina helgina 28. febrúar - 2. mars en örvæntum ekki því handan við hornið, við enda ganganna sé paradísin sem er hið íslenska haust? Lá ykkur svona mikið á að reyna í örvæntingu að fá þessum fundi frestað að þið gátuð ekki einu sinni klárað lygasöguna með því að segja að það verði geggjað veður 28. september? Eða 35. október? Ég hefði miklu frekar getað gleypt það að Jens Garðar væri búinn að tala við fiskana og þeir segja að það verði blindbylur í febrúar en bongó í nóvember. En menn lögðu það ekki einu sinni á sig að kokka það upp. Sorglegt. Höfundur hefur ekki HUGMYND um hvernig veðrið verður í lok febrúar, hvað þá í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Svo virðist sem ólga ríki meðal Sjálfstæðismanna vegna mögulegrar frestunar landsfundar sem til stóð að yrði haldinn í febrúar. Formanni Varðar og Samtaka eldri Sjálfstæðismanna er brugðið yfir fréttunum og segja þau enga ástæðu til að fresta þegar frestuðum landsfundi. 27. desember 2024 20:07 Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í gær bárust vægast sagt furðulegar fregnir um að óformlegur hittingur formanna málefndanefnda Sjálfstæðisflokksins hefði að vel ígrunduðu máli komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að fresta fyrirhuguðum landsfundi flokksins fram á haust. Þrátt fyrir að hópurinn búi að því er virðist yfir einhverjum leyni/töfragögnum um veðurfar þá sér hann sér ekki fært að deila með okkur hinum hver sé hin fullkomna dagsetning veðurfarslega séð nema bara „líklega bara í haust.“ Í umræddri frétt kemur einnig fram að síðan árið 2015 hafa aðeins tveir landsfundir verið, þrátt fyrir að þeir eigi að vera að jafnaði annað hvert ár. Forysta flokksins í seinni tíð hefur því verulega látið reyna á merkingu orðanna „að jafnaði.“ Raunar er landsfundaskuld flokksins orðin svo mikil að höfundur leggur það til að við göngum að tillögum starfshópsins um að halda landsfund í haust, auk þess að halda í þau áform að hafa landsfund í febrúar, og jafnvel reyna að kreista inn einum fundi í sumar (veðurfarsnefndin hlýtur að verða ánægð með það) þannig að flokkurinn verði kominn á réttan kjöl í það minnsta hvað þetta varðar. Það er reyndar ómálefnalegt að reyna að kenna forystu flokksins um þennan skort á landsfundum, það voru óviðráðanlegar ástæður fyrir þessu öllu saman, kosningar, samkomutakmarkanir og fleira. Ég meina það er ekki eins og að þetta sama fólk hafi verið í ríkisstjórn eða eitthvað svoleiðis… Svo er það kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur en það er að afrakstur þessarar yfirnáttúrulegu nefndar, sem hefur varið öllum mánuðinum í að garfa í veðurmælingagögnum og setja upp hin flóknustu reiknirit, er að það eigi helst að halda fundinn „líklegast bara í haust.“ Líklegast bara í haust? Er það það eina sem þið hafið upp á að bjóða? Að það sé vísindalegur fasti að það rigni hér eldi og brennisteini og að fólk verði úti fyrir utan Laugardalshöllina helgina 28. febrúar - 2. mars en örvæntum ekki því handan við hornið, við enda ganganna sé paradísin sem er hið íslenska haust? Lá ykkur svona mikið á að reyna í örvæntingu að fá þessum fundi frestað að þið gátuð ekki einu sinni klárað lygasöguna með því að segja að það verði geggjað veður 28. september? Eða 35. október? Ég hefði miklu frekar getað gleypt það að Jens Garðar væri búinn að tala við fiskana og þeir segja að það verði blindbylur í febrúar en bongó í nóvember. En menn lögðu það ekki einu sinni á sig að kokka það upp. Sorglegt. Höfundur hefur ekki HUGMYND um hvernig veðrið verður í lok febrúar, hvað þá í haust.
Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Svo virðist sem ólga ríki meðal Sjálfstæðismanna vegna mögulegrar frestunar landsfundar sem til stóð að yrði haldinn í febrúar. Formanni Varðar og Samtaka eldri Sjálfstæðismanna er brugðið yfir fréttunum og segja þau enga ástæðu til að fresta þegar frestuðum landsfundi. 27. desember 2024 20:07
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun