Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Kristín Ólafsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 31. desember 2024 13:03 Hér má sjá kort yfir áramótabrennurnar sem verða haldnar í kvöld. Grafík/Sara Fjórtán áramótabrennur verða tendraðar á höfuðborgarsvæðinu í dag, fjórum fleiri en útlit var fyrir í haust. Þá gæti stórkostleg norðurljósasýning veitt flugeldum samkeppni á himni í kvöld. Hér fyrir ofan má sjá staðsetningarnar á Reykjavíkurbrennunum sem tendraðar verða í kvöld; átta eru flokkaðar sem „litlar“ en tvær stórar, sem staðsettar eru á Geirsnefi og í Gufunesi. Engar áramótabrennur verða í Hafnarfirði og Kópavogi en Seltirningar fá sína brennu á Valhúsahæð. Í Garðabæ verða svo tendraðar tvær brennur í kvöld og í Mosfellsbæ verður brenna við Leirvoginn venju samkvæmt - hún verður þó tendruð öllu fyrr en hefðin býður, eða klukkan hálf fimm síðdegis. Þá verða einnig áramótabrennur í helstu þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni, sem finna má upplýsingar um á síðum sveitarfélaganna. Norðurljósaveisla í vændum? En það verða ekki bara áramótabrennur og flugeldar sem lýsa upp síðasta kvöld ársins. Náttúran gæti líka boðið upp á rosalega sýningu. „Það gæti orðið mjög falleg norðurljósasýning á himni um svipað leyti. Það er ákveðin óvissa í því, þessa stundina er ský á leiðinni til okkar á ógnarhraða og spurningin er bara hvenær það skellur á okkur. Er það seinnipart þessa dags eða í kvöld, eða hugsanlega eftir miðnætti. Og mögulega líka geigar það. Þannig að það er smá spenningur og óvissa í því,“ segir Stjörnu-Sævar. Sævar Helgi segir óvissu ríkja með hvort ský muni hylja norðurljósin eða ekki í kvöld.Stöð 2 Ef bestu spár gangi eftir ætti að sjást jafnvel til norðurljósanna á öllu landinu. En ef þau birtast á sama tíma og flugeldasýningin stendur sem hæst í kringum miðnætti - er þá nokkur von að glitti í þau? Það fer eftir því hvar maður er staðsettur, segir Sævar. „Ef maður er inni í mesta gosmekkinum eða sprengjuregninu þá eflaust mun mökkurinn birgja sýn að einhverju leyti. En ég vona bara að fólk gangi hægt um gleðinnar dyr og haldi pínu aftur af sér, líka bara fyrir lungun okkar, og njóti þess líka sem himininn hefur upp á að bjóða og sprengi kannski aðeins minna,“ segir hann. Áramót Flugeldar Veður Reykjavík Mosfellsbær Garðabær Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Hér fyrir ofan má sjá staðsetningarnar á Reykjavíkurbrennunum sem tendraðar verða í kvöld; átta eru flokkaðar sem „litlar“ en tvær stórar, sem staðsettar eru á Geirsnefi og í Gufunesi. Engar áramótabrennur verða í Hafnarfirði og Kópavogi en Seltirningar fá sína brennu á Valhúsahæð. Í Garðabæ verða svo tendraðar tvær brennur í kvöld og í Mosfellsbæ verður brenna við Leirvoginn venju samkvæmt - hún verður þó tendruð öllu fyrr en hefðin býður, eða klukkan hálf fimm síðdegis. Þá verða einnig áramótabrennur í helstu þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni, sem finna má upplýsingar um á síðum sveitarfélaganna. Norðurljósaveisla í vændum? En það verða ekki bara áramótabrennur og flugeldar sem lýsa upp síðasta kvöld ársins. Náttúran gæti líka boðið upp á rosalega sýningu. „Það gæti orðið mjög falleg norðurljósasýning á himni um svipað leyti. Það er ákveðin óvissa í því, þessa stundina er ský á leiðinni til okkar á ógnarhraða og spurningin er bara hvenær það skellur á okkur. Er það seinnipart þessa dags eða í kvöld, eða hugsanlega eftir miðnætti. Og mögulega líka geigar það. Þannig að það er smá spenningur og óvissa í því,“ segir Stjörnu-Sævar. Sævar Helgi segir óvissu ríkja með hvort ský muni hylja norðurljósin eða ekki í kvöld.Stöð 2 Ef bestu spár gangi eftir ætti að sjást jafnvel til norðurljósanna á öllu landinu. En ef þau birtast á sama tíma og flugeldasýningin stendur sem hæst í kringum miðnætti - er þá nokkur von að glitti í þau? Það fer eftir því hvar maður er staðsettur, segir Sævar. „Ef maður er inni í mesta gosmekkinum eða sprengjuregninu þá eflaust mun mökkurinn birgja sýn að einhverju leyti. En ég vona bara að fólk gangi hægt um gleðinnar dyr og haldi pínu aftur af sér, líka bara fyrir lungun okkar, og njóti þess líka sem himininn hefur upp á að bjóða og sprengi kannski aðeins minna,“ segir hann.
Áramót Flugeldar Veður Reykjavík Mosfellsbær Garðabær Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira