Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2025 13:39 Foringjar nýrrar ríkisstjórnar. Kristrún Frostadóttir ætlar að láta hendur standa fram úr ermum. vísir/vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lætur hendur standa fram úr ermum strax á nýju ári. Nú var að detta inn á samráðsgátt stjórnvalda nýtt mál þar sem auglýst er eftir umsögnum um það hvernig hagræða megi í rekstri ríkisins. Umrætt mál má finna hér en því er fylgt úr hlaði með orðum þess efnis að eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar sé að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir. Og að ríkisstjórnin leiti eftir samstarfs við þjóðina um þetta verkefni. „Árið 2025 er áætlað að útgjöld íslenska ríkisins verði um 1.550 milljarðar króna eða 16 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu – sem skiptast í grófum dráttum í laun og rekstrarkostnað, fjárfestingu, tilfærslur og bætur. Því er til mikils að vinna. Með hagsýni í rekstri ríkisins förum við betur með fé og sköpum þar með tækifæri til að efla opinbera þjónustu og aðra þætti samfélagsins um land allt,“ segir meðal annars í tilkynningu. Ef við værum stödd á núllpunkti Þá er tíundað að ríkisreksturinn sé flókinn og margræður. Sagt er að ýmislegt í rekstri ríkisins gangi vel meðan annað má betur fara. „Í upphafi nýs kjörtímabils er rík ástæða til að staldra við og huga að því sem við getum gert betur. Og það vill ný ríkisstjórn gera í góðu samráði við fólkið í landinu.“ En hvar og hvernig má hagræða, er spurt. Á að verja opinberu fé í sömu verkefni og með sama hætti og gert er ef við værum að byrja á núllpunkti? Eru dæmi um sóun hjá hinu opinbera? Ekki er vafi á að margir telja svo vera. Hvar er sóunin? Ríkisstjórnin óskar eftir hugmyndum. Samráðið er með þeim hætti að almenningur, fyrirtæki og hagsmunaaðilar geta komið tillögum, hugmyndum og sjónarmiðum á framfæri í samráðsgátt og er opið fyrir slíkt til 23. janúar. Þá fer sérstakur starfhópur á vegum forsætisráðuneytisins yfir allar ábendingar og niðurstöðurnar nýttar til að móta áætlun til lengri tíma. Meðal þeirra atriða sem nefnd eru en mætti líta til eru eftirfarandi punktar: 1. Hagræðing til skemmri tíma • Verkefni sem gætu fallið niður • Dæmi um sóun í ríkisrekstri eða skort á aðhaldi • Bóta- og tilfærslukerfi ríkisins • Starfsmannahald • Opinber innkaup • Verktakar • Annar rekstrarkostnaður 2. Hagræðing til lengri tíma • Verkefni sem gætu aukið framleiðni og sparnað til langs tíma Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Umrætt mál má finna hér en því er fylgt úr hlaði með orðum þess efnis að eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar sé að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir. Og að ríkisstjórnin leiti eftir samstarfs við þjóðina um þetta verkefni. „Árið 2025 er áætlað að útgjöld íslenska ríkisins verði um 1.550 milljarðar króna eða 16 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu – sem skiptast í grófum dráttum í laun og rekstrarkostnað, fjárfestingu, tilfærslur og bætur. Því er til mikils að vinna. Með hagsýni í rekstri ríkisins förum við betur með fé og sköpum þar með tækifæri til að efla opinbera þjónustu og aðra þætti samfélagsins um land allt,“ segir meðal annars í tilkynningu. Ef við værum stödd á núllpunkti Þá er tíundað að ríkisreksturinn sé flókinn og margræður. Sagt er að ýmislegt í rekstri ríkisins gangi vel meðan annað má betur fara. „Í upphafi nýs kjörtímabils er rík ástæða til að staldra við og huga að því sem við getum gert betur. Og það vill ný ríkisstjórn gera í góðu samráði við fólkið í landinu.“ En hvar og hvernig má hagræða, er spurt. Á að verja opinberu fé í sömu verkefni og með sama hætti og gert er ef við værum að byrja á núllpunkti? Eru dæmi um sóun hjá hinu opinbera? Ekki er vafi á að margir telja svo vera. Hvar er sóunin? Ríkisstjórnin óskar eftir hugmyndum. Samráðið er með þeim hætti að almenningur, fyrirtæki og hagsmunaaðilar geta komið tillögum, hugmyndum og sjónarmiðum á framfæri í samráðsgátt og er opið fyrir slíkt til 23. janúar. Þá fer sérstakur starfhópur á vegum forsætisráðuneytisins yfir allar ábendingar og niðurstöðurnar nýttar til að móta áætlun til lengri tíma. Meðal þeirra atriða sem nefnd eru en mætti líta til eru eftirfarandi punktar: 1. Hagræðing til skemmri tíma • Verkefni sem gætu fallið niður • Dæmi um sóun í ríkisrekstri eða skort á aðhaldi • Bóta- og tilfærslukerfi ríkisins • Starfsmannahald • Opinber innkaup • Verktakar • Annar rekstrarkostnaður 2. Hagræðing til lengri tíma • Verkefni sem gætu aukið framleiðni og sparnað til langs tíma
Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira