Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar 11. janúar 2025 14:31 Nýverið var skattaafsláttur vegna kaupa á reiðhjólum feldur úr gildi, og óvíst er hvernig fyrirhugað styrkjakerfi Orkusjóðs mun líta út til kaupa á rafmagnshjólum. Verulega einkennilegt verður að teljast að fallið hafi verið frá stuðningi við kaup á órafmögnuðum reiðhjólum, þrátt fyrir augljósan ávinning þeirra sem samgöngutækja. Þetta vekur spurningar um hvort við séum að nýta það tækifæri sem hjólið veitir okkur – fyrir heilsuna, umhverfið og hagkerfið. Heilsa og vellíðan Hjólið er áhrifaríkt og aðgengilegt tól til að efla heilsu. Með aukinni notkun hjóla, bæði rafmagns- og venjulegra, eru fleiri á hreyfingu, sem hefur bein áhrif á heilsufar landsmanna. Á Íslandi hreyfa 50% fullorðinna sig ekki nóg, samkvæmt tölum frá Landlækni. Með aukinni hreyfingu er hægt að draga úr tíðni lífsstílstengdra sjúkdóma, svo sem hjartasjúkdóma og sykursýki, sem kosta heilbrigðiskerfið gríðarlega fjármuni á hverju ári. Það á ekki bara við um líkamleg heilsa heldur líka verið sýnt fram á tengsl hreyfingar við bætta geðheilsu. Regluleg hreyfing og útivera dregur úr streitu og stuðlar að vellíðan. Hagkvæmara samgöngukerfi Það kostar mun minna að byggja upp innviði fyrir hjólreiðar en fyrir bílaumferð. Göngu- og hjólastígar taka minna pláss, þurfa einfaldari mannvirki og kosta minna í viðhaldi. Stuðningur við kaup á hjólum stuðlar að notkun þeirra innviða sem fjárfest hefur verið íog eins þeirra sem eru á dagskrá í samgöngusáttmála. Þegar fleiri velja hjól þarf minna land undir bílastæði, þegar fleiri velja hjól þarf færri götur og mislæg gatnamót. Hjólreiðastígar eru einnig afkastameiri á fermetra, þar sem þeir flytja fleiri vegfarendur en sambærilegur vegur fyrir bíla. Langtímaáhrif Ef hjólið verður valkostur fyrir fleiri mun það hafa keðjuverkandi áhrif. Minni umferðarþungi og minni þörf fyrir nýja vegi sparar gríðarlegar fjárhæðir til lengri tíma litið. Að auki styrkir þetta sjálfbærni samfélagsins, þar sem minni útblástur og bætt borgarumhverfi skila sér í aukinni vellíðan og efnahagslegum ávinningi. Skattaafsláttur fyrir rafmagns- og venjuleg hjól er ekki aðeins hagkvæmur fyrir ríkissjóð heldur einnig fyrir heilsu og umhverfi. Með því að styðja hjól sem samgöngutæki færum við okkur nær sjálfbærri framtíð, minni heilbrigðiskostnaði og betri lífsgæðum. Við getum ekki leyft okkur að láta þetta tækifæri renna úr greipum. Það er kominn tími til að hjóla inní framtíðina. Ofangreind grein er unnin upp úr tillögu sem send var í hagræðingarpott nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er stýrir Hjólavarpinu, hlaðvarps um hreyfingu og hjólreiðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjólreiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Loftslagsmál Efnahagsmál Samgöngur Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið var skattaafsláttur vegna kaupa á reiðhjólum feldur úr gildi, og óvíst er hvernig fyrirhugað styrkjakerfi Orkusjóðs mun líta út til kaupa á rafmagnshjólum. Verulega einkennilegt verður að teljast að fallið hafi verið frá stuðningi við kaup á órafmögnuðum reiðhjólum, þrátt fyrir augljósan ávinning þeirra sem samgöngutækja. Þetta vekur spurningar um hvort við séum að nýta það tækifæri sem hjólið veitir okkur – fyrir heilsuna, umhverfið og hagkerfið. Heilsa og vellíðan Hjólið er áhrifaríkt og aðgengilegt tól til að efla heilsu. Með aukinni notkun hjóla, bæði rafmagns- og venjulegra, eru fleiri á hreyfingu, sem hefur bein áhrif á heilsufar landsmanna. Á Íslandi hreyfa 50% fullorðinna sig ekki nóg, samkvæmt tölum frá Landlækni. Með aukinni hreyfingu er hægt að draga úr tíðni lífsstílstengdra sjúkdóma, svo sem hjartasjúkdóma og sykursýki, sem kosta heilbrigðiskerfið gríðarlega fjármuni á hverju ári. Það á ekki bara við um líkamleg heilsa heldur líka verið sýnt fram á tengsl hreyfingar við bætta geðheilsu. Regluleg hreyfing og útivera dregur úr streitu og stuðlar að vellíðan. Hagkvæmara samgöngukerfi Það kostar mun minna að byggja upp innviði fyrir hjólreiðar en fyrir bílaumferð. Göngu- og hjólastígar taka minna pláss, þurfa einfaldari mannvirki og kosta minna í viðhaldi. Stuðningur við kaup á hjólum stuðlar að notkun þeirra innviða sem fjárfest hefur verið íog eins þeirra sem eru á dagskrá í samgöngusáttmála. Þegar fleiri velja hjól þarf minna land undir bílastæði, þegar fleiri velja hjól þarf færri götur og mislæg gatnamót. Hjólreiðastígar eru einnig afkastameiri á fermetra, þar sem þeir flytja fleiri vegfarendur en sambærilegur vegur fyrir bíla. Langtímaáhrif Ef hjólið verður valkostur fyrir fleiri mun það hafa keðjuverkandi áhrif. Minni umferðarþungi og minni þörf fyrir nýja vegi sparar gríðarlegar fjárhæðir til lengri tíma litið. Að auki styrkir þetta sjálfbærni samfélagsins, þar sem minni útblástur og bætt borgarumhverfi skila sér í aukinni vellíðan og efnahagslegum ávinningi. Skattaafsláttur fyrir rafmagns- og venjuleg hjól er ekki aðeins hagkvæmur fyrir ríkissjóð heldur einnig fyrir heilsu og umhverfi. Með því að styðja hjól sem samgöngutæki færum við okkur nær sjálfbærri framtíð, minni heilbrigðiskostnaði og betri lífsgæðum. Við getum ekki leyft okkur að láta þetta tækifæri renna úr greipum. Það er kominn tími til að hjóla inní framtíðina. Ofangreind grein er unnin upp úr tillögu sem send var í hagræðingarpott nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er stýrir Hjólavarpinu, hlaðvarps um hreyfingu og hjólreiðar.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun