Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. janúar 2025 13:40 Félagsmenn Eflingar tóku sér stöðu fyrir utan Finnsson. Vísir/Vésteinn Forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar stóðu að mótmælum við Finnsson Bistro í Kringlunni í hádeginu. Ástæðan eru tengsl staðarins við félagið Virðingu, sem Efling segir gervistéttarfélag. Lögregla var kölluð til vegna mótmælanna. „Við erum hér fyrir utan Finnsson í Kringlunni, sem er rekinn af Óskari Finnssyni og fleirum, til þess að benda fólki á, og vonandi ná athygli rekstraraðilans, að hér er verið að skrá starfsfólk í gervistéttarfélagið Virðingu, sem stofnað er af atvinnurekendum í SVEIT, til þess að hafa af fólki laun og til viðbótar við það hafa af fólki öll helstu veigamestu áunnu réttindi vinnandi fólks,“ sagði Sólveig Anna þegar hún ræddi við fréttamann í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Efling hafi heimildi fyrir því að starsfólk á staðnum hafi verið skráð í Virðingu, sem Efling vill ekki una við. „Við vonum að þessi aðgerð okkar verði til þess að hann láti af þessari ömurlegu, siðlausu og glæpsamlegu hegðun skrái starfsmanninn aftur í Eflingu, þar sem sú manneskja á sannarlega að vera. Og að allir sem verða vitni að þessu og sjá þessa frétt standi með Eflingu í baráttunni gegn þessari svívirðilegu hegðun.“ Halda uppteknum hætti verði ekki hlustað Ef ekki verði gengið að kröfum Eflingar muni aðgerðir líkt og sú sem hér er til umfjöllunar halda áfram. „Þetta er það sem við getum gert. Við erum búin að reyna að ná til hans og sem betur fer er það svo að langflestir atvinnurekendur í veitingabransanum sem við höfum haft samband við hafa orðið við okkar kröfu. Hann ásamt örfáum öðrum standa eftir, og þetta er það sem við munum gera þangað til hann hlustar á það sem við höfum að segja og hættir þessari ömurlegu hegðun sinni,“ sagði Sólveig Anna rétt áður en mótmælin hófust. Eftir að hafa rætt við fréttastofu hélt Sólveig Anna áfram að rekja málið og afstöðu Eflingar ítrekað í gjallarhorn fyrir utan staðinn, gestum til nokkurrar furðu og öryggisverði í Kringlunni til lítillar gleði. Fór svo að lögregla var kölluð til, sem ræddi við rekstraraðila Finnsson og fulltrúa Eflingar. Skömmu síðar lauk mótmælunum og þeir um 20 félagsmenn Eflingar, íklæddir gulum vestum, hurfu á braut. Forsvarsmenn Finnsson vildu ekki tjá sig um mótmælin eða ásakanir Eflingar þegar fréttastofa leitaði eftir því. Harma og fordæma mótmælin SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hafa staðið í deilum við Eflingu vegna Virðingar, sendu frá sér tilkynningu vegna mótmælanna eftir að þau voru yfirstaðin. Þar segir að kalla hafi þurft til lögreglu þar sem fulltrúar Eflingar hafi truflað ró gesta og starfsemi staðarins. Framkoma Eflingar er í senn hörmuð og fordæmd í tilkynningunni. Lögreglumenn og öryggisvörður standa álengdar á meðan Sólveig Anna ræðir við Ríkissjónvarpið að mótmælafundi loknum.Vísir/Vésteinn „Aðgerðir Eflingar eru augljós lögbrot og miða að því að koma rekstri veitingastaða í þrot og svipta fjölda fólks lífsviðurværi sínu á grundvelli geðþóttaákvörðunar forsvarsmanna verkalýðsfélagsins. Við það verður ekki unað.“ „Áróður og árásir“ SVEIT hafi unnið að því að renna styrkari stoðum undir veitingarekstur á Íslandi í fjölda ára, og að miklir erfiðleikar hafi steðjað að greininni. Kjarasamningur við Virðingu hafi verið gerður eftir að Efling hafnaði kjaraviðræðum við samtökin. Samningurinn taki mið af eðli veitingareksturs, og tryggi starfsfólki veitingastaða hærri dagvinnulaun og bætt kjör, samanborið við önnur Norðurlönd. „Efling hefur gríðarlega hagsmuni af málinu en þúsundir starfsmanna greiða í sjóði Eflingar milljarð á ári og stéttarfélagið á því mikið undir að reyna að eyðileggja samningana með áróðri og árásum til að halda í þá fjármuni. Við hvetjum Eflingu til að láta af slíkum aðgerðum tafarlaust, enda valda slíkar aðgerðir miklum skaða fyrir greinina í heild, bæði starfsfólk og rekstraraðila, og fara frekar eftir viðurkenndum leiðum og fá dómstóla til að skera úr um gildi samningsins,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að SVEIT muni kanna réttarstöðu sína í framhaldi af „árásum forsvarsmanna Eflingar á starfsemi félagsmanna.“ Kjaramál Lögreglumál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Kringlan Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
„Við erum hér fyrir utan Finnsson í Kringlunni, sem er rekinn af Óskari Finnssyni og fleirum, til þess að benda fólki á, og vonandi ná athygli rekstraraðilans, að hér er verið að skrá starfsfólk í gervistéttarfélagið Virðingu, sem stofnað er af atvinnurekendum í SVEIT, til þess að hafa af fólki laun og til viðbótar við það hafa af fólki öll helstu veigamestu áunnu réttindi vinnandi fólks,“ sagði Sólveig Anna þegar hún ræddi við fréttamann í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Efling hafi heimildi fyrir því að starsfólk á staðnum hafi verið skráð í Virðingu, sem Efling vill ekki una við. „Við vonum að þessi aðgerð okkar verði til þess að hann láti af þessari ömurlegu, siðlausu og glæpsamlegu hegðun skrái starfsmanninn aftur í Eflingu, þar sem sú manneskja á sannarlega að vera. Og að allir sem verða vitni að þessu og sjá þessa frétt standi með Eflingu í baráttunni gegn þessari svívirðilegu hegðun.“ Halda uppteknum hætti verði ekki hlustað Ef ekki verði gengið að kröfum Eflingar muni aðgerðir líkt og sú sem hér er til umfjöllunar halda áfram. „Þetta er það sem við getum gert. Við erum búin að reyna að ná til hans og sem betur fer er það svo að langflestir atvinnurekendur í veitingabransanum sem við höfum haft samband við hafa orðið við okkar kröfu. Hann ásamt örfáum öðrum standa eftir, og þetta er það sem við munum gera þangað til hann hlustar á það sem við höfum að segja og hættir þessari ömurlegu hegðun sinni,“ sagði Sólveig Anna rétt áður en mótmælin hófust. Eftir að hafa rætt við fréttastofu hélt Sólveig Anna áfram að rekja málið og afstöðu Eflingar ítrekað í gjallarhorn fyrir utan staðinn, gestum til nokkurrar furðu og öryggisverði í Kringlunni til lítillar gleði. Fór svo að lögregla var kölluð til, sem ræddi við rekstraraðila Finnsson og fulltrúa Eflingar. Skömmu síðar lauk mótmælunum og þeir um 20 félagsmenn Eflingar, íklæddir gulum vestum, hurfu á braut. Forsvarsmenn Finnsson vildu ekki tjá sig um mótmælin eða ásakanir Eflingar þegar fréttastofa leitaði eftir því. Harma og fordæma mótmælin SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hafa staðið í deilum við Eflingu vegna Virðingar, sendu frá sér tilkynningu vegna mótmælanna eftir að þau voru yfirstaðin. Þar segir að kalla hafi þurft til lögreglu þar sem fulltrúar Eflingar hafi truflað ró gesta og starfsemi staðarins. Framkoma Eflingar er í senn hörmuð og fordæmd í tilkynningunni. Lögreglumenn og öryggisvörður standa álengdar á meðan Sólveig Anna ræðir við Ríkissjónvarpið að mótmælafundi loknum.Vísir/Vésteinn „Aðgerðir Eflingar eru augljós lögbrot og miða að því að koma rekstri veitingastaða í þrot og svipta fjölda fólks lífsviðurværi sínu á grundvelli geðþóttaákvörðunar forsvarsmanna verkalýðsfélagsins. Við það verður ekki unað.“ „Áróður og árásir“ SVEIT hafi unnið að því að renna styrkari stoðum undir veitingarekstur á Íslandi í fjölda ára, og að miklir erfiðleikar hafi steðjað að greininni. Kjarasamningur við Virðingu hafi verið gerður eftir að Efling hafnaði kjaraviðræðum við samtökin. Samningurinn taki mið af eðli veitingareksturs, og tryggi starfsfólki veitingastaða hærri dagvinnulaun og bætt kjör, samanborið við önnur Norðurlönd. „Efling hefur gríðarlega hagsmuni af málinu en þúsundir starfsmanna greiða í sjóði Eflingar milljarð á ári og stéttarfélagið á því mikið undir að reyna að eyðileggja samningana með áróðri og árásum til að halda í þá fjármuni. Við hvetjum Eflingu til að láta af slíkum aðgerðum tafarlaust, enda valda slíkar aðgerðir miklum skaða fyrir greinina í heild, bæði starfsfólk og rekstraraðila, og fara frekar eftir viðurkenndum leiðum og fá dómstóla til að skera úr um gildi samningsins,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að SVEIT muni kanna réttarstöðu sína í framhaldi af „árásum forsvarsmanna Eflingar á starfsemi félagsmanna.“
Kjaramál Lögreglumál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Kringlan Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent