Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar 15. janúar 2025 21:00 Við íslendingar búum, við ótrúlegar náttúruauðlindir. Fiskimiðin, fallvötnin, heita vatnið, kalda vatnið,jarðvarmann, vindinn, hreina loftið , náttúruperlurnar og lengi má áfram telja. Á hátíðisdögum, á kaffistofum og í tuðinu á samfélagsmiðlum, er talað um að auðlindirnar séu sameign þjóðarinnar. Staðreyndin er sú að því fer fjarri að auðlindir okkar séu nýttar til hagsældar alls almennings. Þingmenn, fulltrúar þjóðarinnar, eru sinnulausir í þessum efnum og hafa staðið sig illa í að verja hag almennings. Einkaaðilar fá að vaða um auðlindirnar og nýta sér í eigin þágu. Þjóðin gloprar úr höndum sér, hverri auðlindinni á fætur annarri. Lagaumgjörð sem verja ætti hagsmuni almennings sem eiganda auðlindanna, er í skötulíki. Var lagasetning um kvótasetninguna leikrit ? Sumir pólitíkusar vinna fyrir aðra en þjóðina. Um 1980 er farið að halda því fram að sjávarútvegurinn væri ómögulegur, eiginlega dragbítur á þjóðinni. Þrátt fyrir það að helstu útflutningstekjur okkar voru tilkomnar af sjávarútvegnum og hann stóð að mestu undir uppbyggingu allra innviða landsins áratugum saman. Lífið í sjávarplássum blómstraði. „Sérfræðingar“ sögðu sjávarútveginn „ósálfbæran“, björgunar væri þörf ef ekki ætti illa að fara. Rykinu var þyrlað upp. Lög um kvótakerfið tóku gildi 1984. Þorskstofninn skyldi byggður upp og sjávarútvegurinn gerður „sjálfbær“. „Ofveiði“ skyldi stöðvuð og útgefið markmið að byggja upp veiðistofninn, svo veiða mætti sama magn og gert var 30 ár samfleytt fyrir kvóta, eða um 450 þús tonn á ári. Þetta skyldi vera tilraun til skamms tíma. Lögum var síðan smá saman breytt með tímanum, þannig var yfirráðaréttur útgerðarmanna gerður varanlegur og framsal kvóta heimilt. Langflestar fiskitegundir voru settar undir kvóta. Þannig að niðurstaðan varð í engu samræmi við markmið sem almenningi voru seld. Var þetta allt eitt allsherjar samsæri? Reifarakennd hugdetta, en í ljósi sögunnar má draga þá ályktun að tilgangurinn hafi aldrei verið sá að hámarka arð fiskauðlindarinnar í þágu þjóðarinnar. Kvótakóngar stjórna og semja leikreglurnar. Fiskauðlindirnar eru nú komnar í hendur örfárra aðila sem njóta mjög ríkulega. Daglega eru þessir aðilar nefndir; kvótakóngar. Þeir eiga nú sumir kvótaprinsa-og prinssessur, sem erfa auðlindina eftir þeirra daga. Ný auðstétt er fædd. Stjórnun kvótakónga á sjávarútvegnum, er miklu mun meiri en flestir gera sér grein fyrir. Dæmi er um að veiðieftirlitsmenn hætti eftir áratuga starf, þar sem samviska þeirra leyfir þeim ekki að taka lengur þátt í leikritinu. Hafnarstarfsmaður í sjávarplássi var rekinn eftir mánuð í starfi, þegar stærsti kvótakóngur plássins krafðist þess. Starfsmaðurinn var ekki að spila alveg eftir leikreglum kóngsins. Ef „menn“ fara ekki eftir leikreglum kvótakónganna, er þeim skipt út. Höfnin er engin starfstöð fyrir þá sem ekki kunna spila leik kónganna. Í krafti fjármagns, geta kvótakóngar haft áhrif víða í samfélaginu. Hlutunum er síðan endanlega snúið á hvolf. Lífeyrissjóðir sem landsmenn greiða í, eru farnir að fjárfesta í fyrirtækjum kvótakónganna, sem síðan fjárfesta víða um samfélagið. Arðinn af auðlindinni þarf að ávaxta. Þvílík snilld! Staða þorskstofnsins er svo verri en fyrir kvóta. Stofnar humars, rækju og lúðu hafa hrunið, þrátt fyrir kvótasetningu og ráðgjöf sérfræðinga. Loðnubrestur telst ekki til tíðinda lengur. Almenningur hlítur að einn daginn að ranka við sér og spyrja sig spurninga. Sinnuleysi landans er algjört. Uppsjávar-og botnfiskdeild Hafró lokuð inn í eigin bergmálshelli í 40 ár. Ár eftir ár eru útreikningarnir leiðréttir, stofnstærðin er ítrekað ofmetin eða vanmetin. Í tvígang er stofninn ofmetin um 300-500 þús tonn. Ítrekað er því haldið fram að stofninn sé að stækka vegna minni sóknar og eða minna veiðihlutfalls úr stofni. Ekkert af því hefur staðist. Hafró dregur fram ótal ástæður fyrir að ekkert gengur að stækka stofninn, allar ástæður nema þá sem liggur í augum uppi; aðferðarfræðin er ekki að virka. Hafró heyrir aðeins það sem Hafró segir. Silfrið tekið og gullinu fórnað Ein grundvallarfæða nytjafiska okkar, botnfiska er loðna. Áratugina sem þorskveiðin var 400-550 þús tonn hér við land, var loðna ekki veidd. Loðnuveiðar hófust ekki að alvöru fyrr en 1974. Voru loðnuveiðarnar orsök minnkandi afla eða öllu heldur léttari afla? Hver hefur reynt að reikna út þjóðhagslegan ávinning af því að veiða loðnu, þegar tekið er tillit til þess taps sem verður af 50% minni þorskafla? Árið 1966 var meðalþyngd 7 ára þorsks, sem er ein uppistaðan í aflanum, 5.7 kg. Eftir nokkurra ára loðnuveiði, 1983, var þyngdin komin í 4,1kg og 1991 eftir mikil loðnuveiðiár, var þyngdin komin niður í 3,8kg. Hver 7 ára einstaklingur misst tæp 2kg af lífmassa. Nýjustu mælingar frá 2024 gefa 4,2 kg. – en loðnuveiði undanfarin ár hefur verið lítil sem engin. Auk þess sýna rannsóknir á magafylli botnfiska frá 1996-2023 til kynna skort á loðnu í fæði botnfiska. Legið hefur fyrir í áratugi að stórtækar loðnuveiðar hafa mikil áhrif á stofnstærðir okkar helstu nytjastofna. Þegar hundruð milljóna einstaklinga er margfaldaður með þyngdartapinu fást ótrúlega háar tölur. Þorskur er margfalt verðmætari en loðna, en samt er ákveðið að veiða silfrið og fórna gullinu. Hafró er með þá reglu að skilja um 400 þús tonn af loðnu eftir ár hvert til viðhalds stofninum. Ítrekað hefur orðið loðnubrestur, engin loðnuveiði og þorskurinn sveltur. Samkvæmt rannsóknum Kanadamanna í Barentshafi, eru bein tengsl milli magns smáþorsks sem étin er af þorski og annars fæðuframboðs. Ef þorskurinn hefur loðnu til að éta, lætur hann ungviðið nánast vera. Þannig að þegar loðnu vantar, er þorskurinn ekki aðeins að léttast, heldur er hann sjálfur að fækka í stofninum. Það má álykta sem svo; að með stórfelldum loðnuveiðum er ekki aðeins loðnustofninn orðinn brothættur, heldur er þorskstofninn og aðrir botnfiskar sveltir að hluta. Miklir hagsmunir togast á, pólitískir og fjárhagslegir. Það má hugleiða hvort hagsmunaaðilar, kvótakóngar, eru með allt of mikil ítök í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Fiskifræðingar okkar þurfa kannski að fá sína „Surtsey“, til að ranka við sér. Tilkoma Surtseyjar varð til þess að jarðfræðingar gerðu merkilegar uppgötvanir sem kollvörpuðu kenningum þeirra, sem áður voru sem „sannleikur“ t.d. um myndun móbergs og aldursgreiningu jarðefna. Gefum við næst frá okkur orkuauðlindina? – „Orkukóngar“. Þegar eru aðilar sem sjá gróðann í raforkunni farnir að sækja í orkuauðlindir þjóðarinnar. HS-Orka, í einkaeigu, á og rekur eina lífæð samfélagsins á Suðurnesjum. Geysir Green Energy, Storm Orka og EM Orka eru dæmi um fyrirtæki sem þegar eru farin að gera sig gildandi á orkumarkaðnum á landinu. Löggjöfin um orkuframleiðslu og sölu hér á landi er enn ekki megnug að verja hagsmuni almennings. Áður en varir verða einkaaðilar farnir að reisa vindorkuver og virkja fallvötn. Ef við ætlum ekki að missa þessa auðlind frá okkur eins og fiskinn, þurfa stjórnvöld að standa í lappirnar og hafa hagsmuni almennings að leiðarljósi. Það væri eftir öðru að hér yrðu til „Orkukóngar“. Það er liðin tíð, að virkja þurfi til þess eins að skapa atvinnutækifæri eins og álver. Hrein orka, enurnýjanleg orka, er okkar jarðefnaeldsneyti, okkar gull. Hrein orka er margfalt verðmætari og eftirsóttari en jarðefnaeldsneyti, sem verið er að draga úr eins og unnt er. Sagan sannar að þjóðin getur ekki treyst pólitíkusum fyrir náttúruauðlindunum. Því er nauðsynlegt að þjóðin láti sig málið skipta. Ísland verði Noregur á sterum. Það ætti að virkja í nafni þjóðarinnar, ríkissjóðs. Skortur er á endurnýjanlegri orku í Evrópu.. Ríkissjóður gæti skapa sér feikna tekjur, með því að virkja og selja raforku til Evrópu. Þannig yrðu til tekjur sem rynnu beint í ríkissjóð, og nota mætti til að reka okkar helstu innviði. Ísland yrði ígildi Noregs á sterum. Sjónvarpsþættirnir norsku; Exit, yrðu í augum Íslendinga; þættir um bláfátæka Norðmenn reyna skemmta sér. Ímyndið ykkur! Tækifærið býður okkar, þjóðin þarf að koma sér saman um virkjunarkost/i og koma ævintýrinu af stað. Höfundur er útgerðartæknir, fyrrverandi sjómaður og framleiðslustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Við íslendingar búum, við ótrúlegar náttúruauðlindir. Fiskimiðin, fallvötnin, heita vatnið, kalda vatnið,jarðvarmann, vindinn, hreina loftið , náttúruperlurnar og lengi má áfram telja. Á hátíðisdögum, á kaffistofum og í tuðinu á samfélagsmiðlum, er talað um að auðlindirnar séu sameign þjóðarinnar. Staðreyndin er sú að því fer fjarri að auðlindir okkar séu nýttar til hagsældar alls almennings. Þingmenn, fulltrúar þjóðarinnar, eru sinnulausir í þessum efnum og hafa staðið sig illa í að verja hag almennings. Einkaaðilar fá að vaða um auðlindirnar og nýta sér í eigin þágu. Þjóðin gloprar úr höndum sér, hverri auðlindinni á fætur annarri. Lagaumgjörð sem verja ætti hagsmuni almennings sem eiganda auðlindanna, er í skötulíki. Var lagasetning um kvótasetninguna leikrit ? Sumir pólitíkusar vinna fyrir aðra en þjóðina. Um 1980 er farið að halda því fram að sjávarútvegurinn væri ómögulegur, eiginlega dragbítur á þjóðinni. Þrátt fyrir það að helstu útflutningstekjur okkar voru tilkomnar af sjávarútvegnum og hann stóð að mestu undir uppbyggingu allra innviða landsins áratugum saman. Lífið í sjávarplássum blómstraði. „Sérfræðingar“ sögðu sjávarútveginn „ósálfbæran“, björgunar væri þörf ef ekki ætti illa að fara. Rykinu var þyrlað upp. Lög um kvótakerfið tóku gildi 1984. Þorskstofninn skyldi byggður upp og sjávarútvegurinn gerður „sjálfbær“. „Ofveiði“ skyldi stöðvuð og útgefið markmið að byggja upp veiðistofninn, svo veiða mætti sama magn og gert var 30 ár samfleytt fyrir kvóta, eða um 450 þús tonn á ári. Þetta skyldi vera tilraun til skamms tíma. Lögum var síðan smá saman breytt með tímanum, þannig var yfirráðaréttur útgerðarmanna gerður varanlegur og framsal kvóta heimilt. Langflestar fiskitegundir voru settar undir kvóta. Þannig að niðurstaðan varð í engu samræmi við markmið sem almenningi voru seld. Var þetta allt eitt allsherjar samsæri? Reifarakennd hugdetta, en í ljósi sögunnar má draga þá ályktun að tilgangurinn hafi aldrei verið sá að hámarka arð fiskauðlindarinnar í þágu þjóðarinnar. Kvótakóngar stjórna og semja leikreglurnar. Fiskauðlindirnar eru nú komnar í hendur örfárra aðila sem njóta mjög ríkulega. Daglega eru þessir aðilar nefndir; kvótakóngar. Þeir eiga nú sumir kvótaprinsa-og prinssessur, sem erfa auðlindina eftir þeirra daga. Ný auðstétt er fædd. Stjórnun kvótakónga á sjávarútvegnum, er miklu mun meiri en flestir gera sér grein fyrir. Dæmi er um að veiðieftirlitsmenn hætti eftir áratuga starf, þar sem samviska þeirra leyfir þeim ekki að taka lengur þátt í leikritinu. Hafnarstarfsmaður í sjávarplássi var rekinn eftir mánuð í starfi, þegar stærsti kvótakóngur plássins krafðist þess. Starfsmaðurinn var ekki að spila alveg eftir leikreglum kóngsins. Ef „menn“ fara ekki eftir leikreglum kvótakónganna, er þeim skipt út. Höfnin er engin starfstöð fyrir þá sem ekki kunna spila leik kónganna. Í krafti fjármagns, geta kvótakóngar haft áhrif víða í samfélaginu. Hlutunum er síðan endanlega snúið á hvolf. Lífeyrissjóðir sem landsmenn greiða í, eru farnir að fjárfesta í fyrirtækjum kvótakónganna, sem síðan fjárfesta víða um samfélagið. Arðinn af auðlindinni þarf að ávaxta. Þvílík snilld! Staða þorskstofnsins er svo verri en fyrir kvóta. Stofnar humars, rækju og lúðu hafa hrunið, þrátt fyrir kvótasetningu og ráðgjöf sérfræðinga. Loðnubrestur telst ekki til tíðinda lengur. Almenningur hlítur að einn daginn að ranka við sér og spyrja sig spurninga. Sinnuleysi landans er algjört. Uppsjávar-og botnfiskdeild Hafró lokuð inn í eigin bergmálshelli í 40 ár. Ár eftir ár eru útreikningarnir leiðréttir, stofnstærðin er ítrekað ofmetin eða vanmetin. Í tvígang er stofninn ofmetin um 300-500 þús tonn. Ítrekað er því haldið fram að stofninn sé að stækka vegna minni sóknar og eða minna veiðihlutfalls úr stofni. Ekkert af því hefur staðist. Hafró dregur fram ótal ástæður fyrir að ekkert gengur að stækka stofninn, allar ástæður nema þá sem liggur í augum uppi; aðferðarfræðin er ekki að virka. Hafró heyrir aðeins það sem Hafró segir. Silfrið tekið og gullinu fórnað Ein grundvallarfæða nytjafiska okkar, botnfiska er loðna. Áratugina sem þorskveiðin var 400-550 þús tonn hér við land, var loðna ekki veidd. Loðnuveiðar hófust ekki að alvöru fyrr en 1974. Voru loðnuveiðarnar orsök minnkandi afla eða öllu heldur léttari afla? Hver hefur reynt að reikna út þjóðhagslegan ávinning af því að veiða loðnu, þegar tekið er tillit til þess taps sem verður af 50% minni þorskafla? Árið 1966 var meðalþyngd 7 ára þorsks, sem er ein uppistaðan í aflanum, 5.7 kg. Eftir nokkurra ára loðnuveiði, 1983, var þyngdin komin í 4,1kg og 1991 eftir mikil loðnuveiðiár, var þyngdin komin niður í 3,8kg. Hver 7 ára einstaklingur misst tæp 2kg af lífmassa. Nýjustu mælingar frá 2024 gefa 4,2 kg. – en loðnuveiði undanfarin ár hefur verið lítil sem engin. Auk þess sýna rannsóknir á magafylli botnfiska frá 1996-2023 til kynna skort á loðnu í fæði botnfiska. Legið hefur fyrir í áratugi að stórtækar loðnuveiðar hafa mikil áhrif á stofnstærðir okkar helstu nytjastofna. Þegar hundruð milljóna einstaklinga er margfaldaður með þyngdartapinu fást ótrúlega háar tölur. Þorskur er margfalt verðmætari en loðna, en samt er ákveðið að veiða silfrið og fórna gullinu. Hafró er með þá reglu að skilja um 400 þús tonn af loðnu eftir ár hvert til viðhalds stofninum. Ítrekað hefur orðið loðnubrestur, engin loðnuveiði og þorskurinn sveltur. Samkvæmt rannsóknum Kanadamanna í Barentshafi, eru bein tengsl milli magns smáþorsks sem étin er af þorski og annars fæðuframboðs. Ef þorskurinn hefur loðnu til að éta, lætur hann ungviðið nánast vera. Þannig að þegar loðnu vantar, er þorskurinn ekki aðeins að léttast, heldur er hann sjálfur að fækka í stofninum. Það má álykta sem svo; að með stórfelldum loðnuveiðum er ekki aðeins loðnustofninn orðinn brothættur, heldur er þorskstofninn og aðrir botnfiskar sveltir að hluta. Miklir hagsmunir togast á, pólitískir og fjárhagslegir. Það má hugleiða hvort hagsmunaaðilar, kvótakóngar, eru með allt of mikil ítök í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Fiskifræðingar okkar þurfa kannski að fá sína „Surtsey“, til að ranka við sér. Tilkoma Surtseyjar varð til þess að jarðfræðingar gerðu merkilegar uppgötvanir sem kollvörpuðu kenningum þeirra, sem áður voru sem „sannleikur“ t.d. um myndun móbergs og aldursgreiningu jarðefna. Gefum við næst frá okkur orkuauðlindina? – „Orkukóngar“. Þegar eru aðilar sem sjá gróðann í raforkunni farnir að sækja í orkuauðlindir þjóðarinnar. HS-Orka, í einkaeigu, á og rekur eina lífæð samfélagsins á Suðurnesjum. Geysir Green Energy, Storm Orka og EM Orka eru dæmi um fyrirtæki sem þegar eru farin að gera sig gildandi á orkumarkaðnum á landinu. Löggjöfin um orkuframleiðslu og sölu hér á landi er enn ekki megnug að verja hagsmuni almennings. Áður en varir verða einkaaðilar farnir að reisa vindorkuver og virkja fallvötn. Ef við ætlum ekki að missa þessa auðlind frá okkur eins og fiskinn, þurfa stjórnvöld að standa í lappirnar og hafa hagsmuni almennings að leiðarljósi. Það væri eftir öðru að hér yrðu til „Orkukóngar“. Það er liðin tíð, að virkja þurfi til þess eins að skapa atvinnutækifæri eins og álver. Hrein orka, enurnýjanleg orka, er okkar jarðefnaeldsneyti, okkar gull. Hrein orka er margfalt verðmætari og eftirsóttari en jarðefnaeldsneyti, sem verið er að draga úr eins og unnt er. Sagan sannar að þjóðin getur ekki treyst pólitíkusum fyrir náttúruauðlindunum. Því er nauðsynlegt að þjóðin láti sig málið skipta. Ísland verði Noregur á sterum. Það ætti að virkja í nafni þjóðarinnar, ríkissjóðs. Skortur er á endurnýjanlegri orku í Evrópu.. Ríkissjóður gæti skapa sér feikna tekjur, með því að virkja og selja raforku til Evrópu. Þannig yrðu til tekjur sem rynnu beint í ríkissjóð, og nota mætti til að reka okkar helstu innviði. Ísland yrði ígildi Noregs á sterum. Sjónvarpsþættirnir norsku; Exit, yrðu í augum Íslendinga; þættir um bláfátæka Norðmenn reyna skemmta sér. Ímyndið ykkur! Tækifærið býður okkar, þjóðin þarf að koma sér saman um virkjunarkost/i og koma ævintýrinu af stað. Höfundur er útgerðartæknir, fyrrverandi sjómaður og framleiðslustjóri.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun