Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar 29. janúar 2025 15:02 Ein af lykiltillögum Félags atvinnurekenda, sem sendar voru inn í hugmyndabanka ríkisstjórnarinnar vegna sparnaðar og hagræðingar í ríkisrekstri, er um umbætur í opinberum innkaupum. Þar má spara háar fjárhæðir fyrir skattgreiðendur. Stórfelldur misbrestur er á því, að mati FA, að opinberar stofnanir fari að lögum um opinber innkaup hvað varðar útboð á kaupum vöru og þjónustu. Það vekur furðu að heimsækja opinberar stofnanir, þar sem bruðl og flottræfilsháttur er ríkjandi og húsgögnin úr dýrustu hönnunarverslunum landsins. Rifja má upp fréttir, unnar upp úr reikningum ríkisins, um að opinberar stofnanir séu dyggustu viðskiptavinir dýrustu kaffiþjónustu landsins þegar langtum ódýrari lausnir af sambærilegum gæðum eru í boði. Sumar stofnanir, jafnvel sjálf ráðuneytin, reyna kerfisbundið að koma sér hjá útboðum með því að skipta innkaupum upp í skammta sem eru undir viðmiðunarfjárhæðum eða beita langsóttum lagalegum skilgreiningum til að láta líta út fyrir að þau falli ekki undir útboðsskyldu. Í sumum tilvikum er þetta gert til að vernda einstök fyrirtæki, sem sitja að tilteknum viðskiptum, bæði einkafyrirtæki og fyrirtæki í eigu hins opinbera. Alltof algengt er að útboðsskilmálar beri það með sér að búið sé að ákveða fyrirfram hvaða vöru eða þjónustu eigi að kaupa og útboðið sé til málamynda. Ekki felur þetta einasta í sér sóun á fé skattgreiðenda, heldur spillir heilbrigðri samkeppni á markaði. Skilvirkt eftirlit með opinberum innkaupum Stóra vandamálið við eftirfylgni með lögunum um opinber innkaup er að ekkert kerfisbundið eftirlit fer fram með því að opinberar stofnanir fari eftir þeim. Kærunefnd útboðsmála er bundin fremur þröngum lagaskilyrðum og fyrirtæki veigra sér oft við að kæra til hennar, bæði vegna kostnaðar og vegna þess að þau vilja ekki koma sér í ónáð hjá opinberum stofnunum. Í öðrum norrænum ríkjum fara samkeppnisyfirvöld gjarnan með eftirlit með opinberum innkaupum. FA leggur til að Samkeppniseftirlitinu verði falið eftirlitshlutverk á þessu sviði. Mikilvægt er að sérstök skylda hvíli á opinberum aðilum að nýta alltaf ódýrasta kostinn sem völ er á í rammasamningum, eða þá að rökstyðja sérstaklega hvers vegna hann er ekki valinn. Einkafyrirtæki sjái í auknum mæli um útboð Að mati FA er tímaskekkja að innkaupaþjónusta fyrir ríkisstofnanir sé aðallega veitt af öðrum ríkisstofnunum á hálfgerðum einokunarmarkaði. Í 1.mgr. 99. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup er tekið fram að ráðherra skuli stuðla að því að innkaup ríkisins í þágu ríkisstofnana séu gagnsæ, hagkvæm og markviss og að veitt skuli aðstoð og leiðbeiningar um útboð og innkaup eftir því sem þörf krefur. Í 2. gr. reglugerðar nr. 895/2024 er svo sagt að Fjársýsla ríkisins fari með hlutverk miðlægrar innkaupastofnunar á vegum ríkisins, annist innkaup fyrir ríkisstofnanir í A1- og A2-hluta og veiti innkaupaþjónustu í skilningi laga um opinber innkaup. Í öðrum norrænum ríkjum er innkaupaþjónusta fyrir hið opinbera nær undantekningarlaust veitt af lögfræðistofum og ráðgjafafyrirtækjum á frjálsum markaði. Þar veita miðlægar innkaupastofnanir ekki innkaupaþjónustu í samkeppni við aðila á markaði. Fyrir vikið er mikil samkeppni á markaði fyrir innkaupaþjónustu sem leiðir til þess að gæði slíkrar þjónustu eru alla jafna mun meiri en hér á landi. Að mati FA myndi slíkt fyrirkomulag leiða til þess að framkvæmd innkaupa og útboða yrði vandaðri og skilaði sér í hagkvæmari innkaupum. Höfundur situr í stjórn Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Ein af lykiltillögum Félags atvinnurekenda, sem sendar voru inn í hugmyndabanka ríkisstjórnarinnar vegna sparnaðar og hagræðingar í ríkisrekstri, er um umbætur í opinberum innkaupum. Þar má spara háar fjárhæðir fyrir skattgreiðendur. Stórfelldur misbrestur er á því, að mati FA, að opinberar stofnanir fari að lögum um opinber innkaup hvað varðar útboð á kaupum vöru og þjónustu. Það vekur furðu að heimsækja opinberar stofnanir, þar sem bruðl og flottræfilsháttur er ríkjandi og húsgögnin úr dýrustu hönnunarverslunum landsins. Rifja má upp fréttir, unnar upp úr reikningum ríkisins, um að opinberar stofnanir séu dyggustu viðskiptavinir dýrustu kaffiþjónustu landsins þegar langtum ódýrari lausnir af sambærilegum gæðum eru í boði. Sumar stofnanir, jafnvel sjálf ráðuneytin, reyna kerfisbundið að koma sér hjá útboðum með því að skipta innkaupum upp í skammta sem eru undir viðmiðunarfjárhæðum eða beita langsóttum lagalegum skilgreiningum til að láta líta út fyrir að þau falli ekki undir útboðsskyldu. Í sumum tilvikum er þetta gert til að vernda einstök fyrirtæki, sem sitja að tilteknum viðskiptum, bæði einkafyrirtæki og fyrirtæki í eigu hins opinbera. Alltof algengt er að útboðsskilmálar beri það með sér að búið sé að ákveða fyrirfram hvaða vöru eða þjónustu eigi að kaupa og útboðið sé til málamynda. Ekki felur þetta einasta í sér sóun á fé skattgreiðenda, heldur spillir heilbrigðri samkeppni á markaði. Skilvirkt eftirlit með opinberum innkaupum Stóra vandamálið við eftirfylgni með lögunum um opinber innkaup er að ekkert kerfisbundið eftirlit fer fram með því að opinberar stofnanir fari eftir þeim. Kærunefnd útboðsmála er bundin fremur þröngum lagaskilyrðum og fyrirtæki veigra sér oft við að kæra til hennar, bæði vegna kostnaðar og vegna þess að þau vilja ekki koma sér í ónáð hjá opinberum stofnunum. Í öðrum norrænum ríkjum fara samkeppnisyfirvöld gjarnan með eftirlit með opinberum innkaupum. FA leggur til að Samkeppniseftirlitinu verði falið eftirlitshlutverk á þessu sviði. Mikilvægt er að sérstök skylda hvíli á opinberum aðilum að nýta alltaf ódýrasta kostinn sem völ er á í rammasamningum, eða þá að rökstyðja sérstaklega hvers vegna hann er ekki valinn. Einkafyrirtæki sjái í auknum mæli um útboð Að mati FA er tímaskekkja að innkaupaþjónusta fyrir ríkisstofnanir sé aðallega veitt af öðrum ríkisstofnunum á hálfgerðum einokunarmarkaði. Í 1.mgr. 99. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup er tekið fram að ráðherra skuli stuðla að því að innkaup ríkisins í þágu ríkisstofnana séu gagnsæ, hagkvæm og markviss og að veitt skuli aðstoð og leiðbeiningar um útboð og innkaup eftir því sem þörf krefur. Í 2. gr. reglugerðar nr. 895/2024 er svo sagt að Fjársýsla ríkisins fari með hlutverk miðlægrar innkaupastofnunar á vegum ríkisins, annist innkaup fyrir ríkisstofnanir í A1- og A2-hluta og veiti innkaupaþjónustu í skilningi laga um opinber innkaup. Í öðrum norrænum ríkjum er innkaupaþjónusta fyrir hið opinbera nær undantekningarlaust veitt af lögfræðistofum og ráðgjafafyrirtækjum á frjálsum markaði. Þar veita miðlægar innkaupastofnanir ekki innkaupaþjónustu í samkeppni við aðila á markaði. Fyrir vikið er mikil samkeppni á markaði fyrir innkaupaþjónustu sem leiðir til þess að gæði slíkrar þjónustu eru alla jafna mun meiri en hér á landi. Að mati FA myndi slíkt fyrirkomulag leiða til þess að framkvæmd innkaupa og útboða yrði vandaðri og skilaði sér í hagkvæmari innkaupum. Höfundur situr í stjórn Félags atvinnurekenda.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun