„Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Kári Mímisson skrifar 29. janúar 2025 21:41 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Jón Gautur Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur var að vonum svekktur með tap liðsins gegn Haukum nú í kvöld. Þorleifur segir að sitt lið hafi verið lélegt í dag og að hann taki þetta tap á sig. „Ég er bara svekktur að hafa tapað með átta stigum. Við vorum lélegar og ég tek bara tapið á mig. Við höfum verið að fá nýja leikmenn inn og ég hef verið rosalega upptekin að því kenna þeim sóknarleikinn sem gekk ekki alveg nógu vel upp í dag. Varnarlega vorum við mjög lélegar í dag, ekki klárar hvenær við áttum að skipta og við vorum búin að tala um það að ein gellan hjá Haukum mátti bara ekki sjá körfuna og hún skoraði níu stig á meðan við töpum með átta stigum. Varnarlega vorum við bara mjög lélegar og ég tek það bara á mig.“ Þrátt fyrir að Þorleifur segi að sitt lið hafi verið lélegt í dag þá komu þær til baka eftir að hafa átt afleitan fyrsta leikhluta og náðu að hanga í skottinu á Haukum fram að síðustu mínútu leiksins. Er það ekki eitthvað jákvætt til að taka með sér? „Jú, nokkrum sinnum náðum við svona að koma með allt að því eitthvað sem hægt væri að flokka sem „come back“ og koma þessu niður í fjögur eða tvö stig en svo gáfu þær bara í. Við vorum lélegar og allt það en Haukarnir eru bara með hörkulið. Þær eru mjög vel skipulagðar á meðan við eigum langt í land. Markmið okkar er að vera það lið sem enginn vill mæta í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og ef það á að ganga upp þá þarf ég að finna leiðir til að gera liðið klárt.“ Það er ansi stutt í úrslitakeppnina og Grindavík er eins og staðan er núna ekki á leiðinni í hana. Það er greinilegt að eftir leikinn í kvöld að það séu gæði í liðinu en hvað tekur það langan tíma fyrir þær að spila sig saman? „Við höfum ekki mikinn tíma. Við þurfum að vinna þrjá síðustu leikina til að komast á góðan stað og svo erum við að fara að spila fjóra leiki í viðbót. Þannig að svarið við því hversu langan tíma þetta má taka er bara enginn. Þær eru að fara í smá frí núna út af landsleikjahléinu og við þurfum að mæta tilbúnar eftir það, gefa í og vinna í okkar vandamálum. Við erum ekkert að fara að breyta meira og þetta er liðið sem við ætlum að vera með. Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira
„Ég er bara svekktur að hafa tapað með átta stigum. Við vorum lélegar og ég tek bara tapið á mig. Við höfum verið að fá nýja leikmenn inn og ég hef verið rosalega upptekin að því kenna þeim sóknarleikinn sem gekk ekki alveg nógu vel upp í dag. Varnarlega vorum við mjög lélegar í dag, ekki klárar hvenær við áttum að skipta og við vorum búin að tala um það að ein gellan hjá Haukum mátti bara ekki sjá körfuna og hún skoraði níu stig á meðan við töpum með átta stigum. Varnarlega vorum við bara mjög lélegar og ég tek það bara á mig.“ Þrátt fyrir að Þorleifur segi að sitt lið hafi verið lélegt í dag þá komu þær til baka eftir að hafa átt afleitan fyrsta leikhluta og náðu að hanga í skottinu á Haukum fram að síðustu mínútu leiksins. Er það ekki eitthvað jákvætt til að taka með sér? „Jú, nokkrum sinnum náðum við svona að koma með allt að því eitthvað sem hægt væri að flokka sem „come back“ og koma þessu niður í fjögur eða tvö stig en svo gáfu þær bara í. Við vorum lélegar og allt það en Haukarnir eru bara með hörkulið. Þær eru mjög vel skipulagðar á meðan við eigum langt í land. Markmið okkar er að vera það lið sem enginn vill mæta í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og ef það á að ganga upp þá þarf ég að finna leiðir til að gera liðið klárt.“ Það er ansi stutt í úrslitakeppnina og Grindavík er eins og staðan er núna ekki á leiðinni í hana. Það er greinilegt að eftir leikinn í kvöld að það séu gæði í liðinu en hvað tekur það langan tíma fyrir þær að spila sig saman? „Við höfum ekki mikinn tíma. Við þurfum að vinna þrjá síðustu leikina til að komast á góðan stað og svo erum við að fara að spila fjóra leiki í viðbót. Þannig að svarið við því hversu langan tíma þetta má taka er bara enginn. Þær eru að fara í smá frí núna út af landsleikjahléinu og við þurfum að mæta tilbúnar eftir það, gefa í og vinna í okkar vandamálum. Við erum ekkert að fara að breyta meira og þetta er liðið sem við ætlum að vera með. Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira