Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. febrúar 2025 19:00 Tómas Dagur Helgason er flugrekstrarstjóri Norlandair. Vísir/Vésteinn Flugrekstrarstjóri segist hafa þurft að hafna sjúkraflugi vegna lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Hefjast verði handa við að fella tré í Öskjuhlíðinni strax í vikunni og hætta pólitískum þrætum. Mannslíf séu í húfi. Isavia lokaði austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar að skipun Samgöngustofu í gær, vegna þess að ekki er búið að fella tré í Öskjuhlíð sem hindri aðflug véla að brautinni. Hins vegar hefur verið óheimilt að nota hana að næturlagi frá 10. janúar síðastliðnum. Ekki lent í myrkri og vestanátt Félagið Norlandair stendur í áætlanaflugi, leiguflugi og sjúkraflugi. Flugrekstrarstjórinn segir vandræðin hafa verið næg þegar ekki mátti lenda á nóttunni. „Við höfum þurft að hafna sjúkraflugi hingað inn til Reykjavíkur, í myrkri þar sem var sterk vestanátt,“ segir Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair. Útlit sé fyrir að veruleg röskun verði á sjúkraflugi. „Og við erum að tala um sjúkraflug þar sem er bráðaþjónusta sem þarf, og tímaháð þjónusta. Það þarf að koma fólki á LSH á mjög stuttum tíma. Og hvað eigum við að gera? Við getum ekki lent. Staðan er bara grafalvarleg og þetta gengur ekkert upp.“ Pólitískri störukeppni verði að linna Vandræðin vegna veðurs séu þegar byrjuð og muni halda áfram. „Það eru mannslíf í húfi. Við verðum að hætta þessari pólitísku störukeppni, svo ég tali bara hreint út. Það verður að fara að gera eitthvað í þessu máli,“ segir Tómas. Einhverjir nefni sjúkraflug til Keflavíkur, og þaðan sé hægt að koma sjúklingum til Reykjavíkur. „Sannarlega rétt, en það er mjög tímafrekt. Það tekur allt að klukkutíma að koma sjúklingi frá Keflavík til Reykjavík með öllu því sem þarf.“ Leita á náðir stjórnmálanna Félagið eigi fund með heilbrigðisráðuneytinu á morgun og viti til þess að velferðarnefnd hafi málið einnig til skoðunar. „Þetta er sannarlega eitthvað sem verður að gera, burtséð frá því hvort borgarmeirihlutinn hafi fallið eða hvað er í gangi. Þetta þolir enga bið. Það verður bara að byrja á þessu núna í vikunni.“ Í huga Tómasar er aðeins ein lausn á málinu. „Það verður að fella trén eða stytta þau verulega, taka ofan af þeim. Það er í raun ekkert annað sem hægt er að gera í stöðunni.“ Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Tré Tengdar fréttir Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. 9. febrúar 2025 18:09 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitin að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leitin að sundmanninum lokið að sinni „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Isavia lokaði austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar að skipun Samgöngustofu í gær, vegna þess að ekki er búið að fella tré í Öskjuhlíð sem hindri aðflug véla að brautinni. Hins vegar hefur verið óheimilt að nota hana að næturlagi frá 10. janúar síðastliðnum. Ekki lent í myrkri og vestanátt Félagið Norlandair stendur í áætlanaflugi, leiguflugi og sjúkraflugi. Flugrekstrarstjórinn segir vandræðin hafa verið næg þegar ekki mátti lenda á nóttunni. „Við höfum þurft að hafna sjúkraflugi hingað inn til Reykjavíkur, í myrkri þar sem var sterk vestanátt,“ segir Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair. Útlit sé fyrir að veruleg röskun verði á sjúkraflugi. „Og við erum að tala um sjúkraflug þar sem er bráðaþjónusta sem þarf, og tímaháð þjónusta. Það þarf að koma fólki á LSH á mjög stuttum tíma. Og hvað eigum við að gera? Við getum ekki lent. Staðan er bara grafalvarleg og þetta gengur ekkert upp.“ Pólitískri störukeppni verði að linna Vandræðin vegna veðurs séu þegar byrjuð og muni halda áfram. „Það eru mannslíf í húfi. Við verðum að hætta þessari pólitísku störukeppni, svo ég tali bara hreint út. Það verður að fara að gera eitthvað í þessu máli,“ segir Tómas. Einhverjir nefni sjúkraflug til Keflavíkur, og þaðan sé hægt að koma sjúklingum til Reykjavíkur. „Sannarlega rétt, en það er mjög tímafrekt. Það tekur allt að klukkutíma að koma sjúklingi frá Keflavík til Reykjavík með öllu því sem þarf.“ Leita á náðir stjórnmálanna Félagið eigi fund með heilbrigðisráðuneytinu á morgun og viti til þess að velferðarnefnd hafi málið einnig til skoðunar. „Þetta er sannarlega eitthvað sem verður að gera, burtséð frá því hvort borgarmeirihlutinn hafi fallið eða hvað er í gangi. Þetta þolir enga bið. Það verður bara að byrja á þessu núna í vikunni.“ Í huga Tómasar er aðeins ein lausn á málinu. „Það verður að fella trén eða stytta þau verulega, taka ofan af þeim. Það er í raun ekkert annað sem hægt er að gera í stöðunni.“
Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Tré Tengdar fréttir Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. 9. febrúar 2025 18:09 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitin að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leitin að sundmanninum lokið að sinni „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. 9. febrúar 2025 18:09
Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“