Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. febrúar 2025 19:00 Tómas Dagur Helgason er flugrekstrarstjóri Norlandair. Vísir/Vésteinn Flugrekstrarstjóri segist hafa þurft að hafna sjúkraflugi vegna lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Hefjast verði handa við að fella tré í Öskjuhlíðinni strax í vikunni og hætta pólitískum þrætum. Mannslíf séu í húfi. Isavia lokaði austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar að skipun Samgöngustofu í gær, vegna þess að ekki er búið að fella tré í Öskjuhlíð sem hindri aðflug véla að brautinni. Hins vegar hefur verið óheimilt að nota hana að næturlagi frá 10. janúar síðastliðnum. Ekki lent í myrkri og vestanátt Félagið Norlandair stendur í áætlanaflugi, leiguflugi og sjúkraflugi. Flugrekstrarstjórinn segir vandræðin hafa verið næg þegar ekki mátti lenda á nóttunni. „Við höfum þurft að hafna sjúkraflugi hingað inn til Reykjavíkur, í myrkri þar sem var sterk vestanátt,“ segir Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair. Útlit sé fyrir að veruleg röskun verði á sjúkraflugi. „Og við erum að tala um sjúkraflug þar sem er bráðaþjónusta sem þarf, og tímaháð þjónusta. Það þarf að koma fólki á LSH á mjög stuttum tíma. Og hvað eigum við að gera? Við getum ekki lent. Staðan er bara grafalvarleg og þetta gengur ekkert upp.“ Pólitískri störukeppni verði að linna Vandræðin vegna veðurs séu þegar byrjuð og muni halda áfram. „Það eru mannslíf í húfi. Við verðum að hætta þessari pólitísku störukeppni, svo ég tali bara hreint út. Það verður að fara að gera eitthvað í þessu máli,“ segir Tómas. Einhverjir nefni sjúkraflug til Keflavíkur, og þaðan sé hægt að koma sjúklingum til Reykjavíkur. „Sannarlega rétt, en það er mjög tímafrekt. Það tekur allt að klukkutíma að koma sjúklingi frá Keflavík til Reykjavík með öllu því sem þarf.“ Leita á náðir stjórnmálanna Félagið eigi fund með heilbrigðisráðuneytinu á morgun og viti til þess að velferðarnefnd hafi málið einnig til skoðunar. „Þetta er sannarlega eitthvað sem verður að gera, burtséð frá því hvort borgarmeirihlutinn hafi fallið eða hvað er í gangi. Þetta þolir enga bið. Það verður bara að byrja á þessu núna í vikunni.“ Í huga Tómasar er aðeins ein lausn á málinu. „Það verður að fella trén eða stytta þau verulega, taka ofan af þeim. Það er í raun ekkert annað sem hægt er að gera í stöðunni.“ Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Tré Tengdar fréttir Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. 9. febrúar 2025 18:09 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Isavia lokaði austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar að skipun Samgöngustofu í gær, vegna þess að ekki er búið að fella tré í Öskjuhlíð sem hindri aðflug véla að brautinni. Hins vegar hefur verið óheimilt að nota hana að næturlagi frá 10. janúar síðastliðnum. Ekki lent í myrkri og vestanátt Félagið Norlandair stendur í áætlanaflugi, leiguflugi og sjúkraflugi. Flugrekstrarstjórinn segir vandræðin hafa verið næg þegar ekki mátti lenda á nóttunni. „Við höfum þurft að hafna sjúkraflugi hingað inn til Reykjavíkur, í myrkri þar sem var sterk vestanátt,“ segir Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair. Útlit sé fyrir að veruleg röskun verði á sjúkraflugi. „Og við erum að tala um sjúkraflug þar sem er bráðaþjónusta sem þarf, og tímaháð þjónusta. Það þarf að koma fólki á LSH á mjög stuttum tíma. Og hvað eigum við að gera? Við getum ekki lent. Staðan er bara grafalvarleg og þetta gengur ekkert upp.“ Pólitískri störukeppni verði að linna Vandræðin vegna veðurs séu þegar byrjuð og muni halda áfram. „Það eru mannslíf í húfi. Við verðum að hætta þessari pólitísku störukeppni, svo ég tali bara hreint út. Það verður að fara að gera eitthvað í þessu máli,“ segir Tómas. Einhverjir nefni sjúkraflug til Keflavíkur, og þaðan sé hægt að koma sjúklingum til Reykjavíkur. „Sannarlega rétt, en það er mjög tímafrekt. Það tekur allt að klukkutíma að koma sjúklingi frá Keflavík til Reykjavík með öllu því sem þarf.“ Leita á náðir stjórnmálanna Félagið eigi fund með heilbrigðisráðuneytinu á morgun og viti til þess að velferðarnefnd hafi málið einnig til skoðunar. „Þetta er sannarlega eitthvað sem verður að gera, burtséð frá því hvort borgarmeirihlutinn hafi fallið eða hvað er í gangi. Þetta þolir enga bið. Það verður bara að byrja á þessu núna í vikunni.“ Í huga Tómasar er aðeins ein lausn á málinu. „Það verður að fella trén eða stytta þau verulega, taka ofan af þeim. Það er í raun ekkert annað sem hægt er að gera í stöðunni.“
Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Tré Tengdar fréttir Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. 9. febrúar 2025 18:09 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. 9. febrúar 2025 18:09