Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Haraldur Örn Haraldsson skrifar 22. febrúar 2025 14:20 . Sara Dögg Hjaltadóttir og félagar í ÍR unnu góðan sigur á ÍBV í Olís deild kvenna i dag. Vísir/Diego ÍR vann nokkuð örugglega í dag þegar ÍBV kom í heimsókn, í Breiðholtið. Lokatölur voru 34-30 þar sem ÍR leiddi næstum allan leikinn. Það var í byrjun leiks sem jafnræði fékk að ríkja, en liðin voru jöfn þegar 7 mínútur voru búnar af leiknum, 5-5. Eftir það tók ÍR öll völd á leiknum þar sem sóknarleikur þeirra keyrði einfaldlega yfir gestina. Staðan í hálfleik 21-14 fyrir ÍR. ÍR hélt áfram í byrjun seinni hálfleiks að keyra á ÍBV en þær náðu mest átta marka forystu á 40. mínútu þegar staðan var 29-21. Eyjakonur komu þá hægt og rólega til baka þar sem þær byrjuðu að saxa á forskotið. Það kom þó heldur seint, og ef leikurinn hefði verið í aðrar tíu mínútur hefðu þær mögulega náð endurkomunni. Það gerðist hins vegar ekki og lokatölur 34-30. Atvik leiksins ÍBV hafði minnkað muninn í fjögur mörk þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum og smá von til staðar hjá gestunum. Þá stela ÍR konur boltanum og í staðin fyrir að ÍBV minnki muninn í þrjú mörk fer Matthildur Lilja upp völlinn og eykur forskotið í fimm mörk. Þar endaði vonarglæta ÍBV. Stjörnur og skúrkar Sylvía Sigríður Jónsdóttir skoraði 10 mörk úr 15 tilraunum, óhætt að segja að sókn ÍR flaut aðallega í gegnum hana og hún tók þeirri ábyrgð fagnandi. Dagmar Guðrún var einnig áberandi þar sem hún skoraði úr öllum sínum sex skotum, auk þess sem að hún bjó til fimm færi fyrir liðsfélaga sína. Birna Berg Haraldsdóttir var sýnilegust ÍBV megin og skoraði níu mörk. Það var hinsvegar úr 19 skotum og alveg hægt að deila um það hvort hún hafi tekið of mikla ábyrgð á sóknarleik ÍBV. Þá fékk Britney Cots þrjár brottvísanir í leiknum og fékk ekki að klára leikinn. Dómararnir Bjarki Bóasson og Hörður Aðalsteinsson dæmdu þennan leik og stóðu sig ágætlega. Það var einhver spurning með fyrstu brottvísun Britney þar sem stuðningsmenn ÍBV héldu því fram að það væri verið að reka vitlausan leikmann af velli. Ég sá það ekki alveg en ef rétt er, þá er það náttúrulega töluvert last á þessa menn. Stemning og umgjörð ÍR-ingar mættu ágætlega að styðja sínar konur og létu nokkuð vel í sér heyra. Það var mjög fámennt ÍBV megin enda ekki beint stutt fyrir stuðningsmenn að fara. Hinsvegar verður að hrósa þeim fáu sem mættu hjá ÍBV, þar sem það var lítill kjarni sem lét mjög vel í sér heyra og studdu sínar konur. Ásamt því að tuða í dómaranum. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV.Vísir/Diego „Ég er svolítið fúll sem baráttuhundur“ Sigurður Bragason þjálfari ÍBV var svekktur með frammistöðu sinna kvenna eftir að þar sem liðið er í fallbaráttu og honum fannst þær ekki sína sitt rétta andlit. „Varnarleikurinn í fyrri hálfleik er það sem kostaði okkur leikinn, svo einfalt er það. Við fengum á okkur 21 mark sem bara gerist ekki hjá okkur og hefur ekki gerst síðan ég byrjaði að þjálfa,“ sagði Sigurður. Ég er bara svolítið fúll, sem svona baráttuhundur. Við erum að berjast um sæti og lífi okkar í þessari deild, að gera svona. Við vorum öll sammála að laga þetta eftir hálfleik, sem svo sem tókst, en ekki nóg,“ sagði Sigurður. Eyjaliðið var töluvert betra í seinni hálfleik og löguðu stöðuna töluvert. Það dugði hins vegar ekki til sigurs. „Við brennum af tveimur vítaköstum, og skjótum framhjá þegar markið er tómt, þetta var allt annar leikur. Hefði ég haft þessa baráttu í vörn allan leikinn, hefði þetta verið allt annað,“ sagði Sigurður. „Ég ætla samt ekkert að taka það af ÍR, að það er frábært lið. Hvað Solla er búin að gera á einu ári er ógeðslega flott. Þannig ég skammast mín ekkert fyrir að tapa hérna, en ég skammast mín fyrir hvernig við spiluðum vörn í fyrri,“ sagði Sigurður. Sigurður mun hætta að þjálfa liðið eftir tímabilið en Magnús Stefánsson mun þá taka við liðinu. „Ég er náttúrulega búinn að vera í ÍBV í 31 ár. Það er enginn í sögu ÍBV sem hefur unnið jafn lengi í beit fyrir félagið, ég er bara ÍBV. Ég er búinn að vera í sjö ár með þær og þetta er bara orðið þreytt. Mitt verkefni var bara búið þegar við náðum góðum árangri í hitt í fyrra. Þær sem voru þá er nánast allar farnar, eða eru að fara. Þetta var mitt gengi og núna er bara að koma eitthvað nýtt,“ sagði Sigurður. „Þannig í staðin fyrir að ég fari og þurfi að gefa mér önnur fjögur ár í það, þá kemur bara Maggi sem er til í þetta. Hann er ferskur, þannig við spjölluðum bara okkar á milli og ég steig bara glaður til hliðar. Það er engin leiðindi eða neitt svoleiðis. Hvað ég fari að gera? Ég væri kannski til í skoða yngri flokka þjálfun,“ sagði Sigurður. Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR.vísir/Anton „Við getum núna farið að horfa aðeins upp“ Sólveig lára Kjærnested þjálfari ÍR var ánægð með sínar konur sem áttu stórgóðan leik í dag, þegar þær sigruðu ÍBV. „Þetta var fyrst og fremst frábær fyrri hálfleikur. Mér fannst við byrja of passíft, kannski eins og í síðasta leik. Við náðum svo að koma okkur úr skelinni, spila góða vörn og vorum að keyra vel á þær sem skilaði þessum auðveldu mörkum. Þannig klárlega bara fantagóður fyrri hálfleikur,“ sagði Sólveig. ÍR var með góða forystu í hálfleik en í seinni hálfleik byrjaði leikurinn að verða aðeins meira spennandi eftir að ÍBV komst betur inn í leikinn. „Mér fannst við gefa allt of mikið eftir. Við vorum ekki að skjóta á markið, þær eru að fá allt of auðveld mörk í bakið á okkur. Við vorum bara ekki að vinna vinnuna okkar og koma okkur almennilega heim. Samskipti milli leikmanna er eitthvað sem við verðum að skoða,“ sagði Sólveig. Það er lítið eftir af deildarkeppni og með þessum sigri náðu ÍR-ingar að búa sér til sex stiga forskot á ÍBV sem er í næst neðsta sæti deildarinnar. „Þessi stig og síðustu stig sem við fengum á móti Stjörnunni, bara gríðarlega mikilvæg stig. Við getum núna farið að horfa aðeins upp og kíkja hvort við getum ekki komið okkur eitthvað ofar,“ sagði Sólveig. Olís-deild kvenna Handbolti ÍR ÍBV
ÍR vann nokkuð örugglega í dag þegar ÍBV kom í heimsókn, í Breiðholtið. Lokatölur voru 34-30 þar sem ÍR leiddi næstum allan leikinn. Það var í byrjun leiks sem jafnræði fékk að ríkja, en liðin voru jöfn þegar 7 mínútur voru búnar af leiknum, 5-5. Eftir það tók ÍR öll völd á leiknum þar sem sóknarleikur þeirra keyrði einfaldlega yfir gestina. Staðan í hálfleik 21-14 fyrir ÍR. ÍR hélt áfram í byrjun seinni hálfleiks að keyra á ÍBV en þær náðu mest átta marka forystu á 40. mínútu þegar staðan var 29-21. Eyjakonur komu þá hægt og rólega til baka þar sem þær byrjuðu að saxa á forskotið. Það kom þó heldur seint, og ef leikurinn hefði verið í aðrar tíu mínútur hefðu þær mögulega náð endurkomunni. Það gerðist hins vegar ekki og lokatölur 34-30. Atvik leiksins ÍBV hafði minnkað muninn í fjögur mörk þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum og smá von til staðar hjá gestunum. Þá stela ÍR konur boltanum og í staðin fyrir að ÍBV minnki muninn í þrjú mörk fer Matthildur Lilja upp völlinn og eykur forskotið í fimm mörk. Þar endaði vonarglæta ÍBV. Stjörnur og skúrkar Sylvía Sigríður Jónsdóttir skoraði 10 mörk úr 15 tilraunum, óhætt að segja að sókn ÍR flaut aðallega í gegnum hana og hún tók þeirri ábyrgð fagnandi. Dagmar Guðrún var einnig áberandi þar sem hún skoraði úr öllum sínum sex skotum, auk þess sem að hún bjó til fimm færi fyrir liðsfélaga sína. Birna Berg Haraldsdóttir var sýnilegust ÍBV megin og skoraði níu mörk. Það var hinsvegar úr 19 skotum og alveg hægt að deila um það hvort hún hafi tekið of mikla ábyrgð á sóknarleik ÍBV. Þá fékk Britney Cots þrjár brottvísanir í leiknum og fékk ekki að klára leikinn. Dómararnir Bjarki Bóasson og Hörður Aðalsteinsson dæmdu þennan leik og stóðu sig ágætlega. Það var einhver spurning með fyrstu brottvísun Britney þar sem stuðningsmenn ÍBV héldu því fram að það væri verið að reka vitlausan leikmann af velli. Ég sá það ekki alveg en ef rétt er, þá er það náttúrulega töluvert last á þessa menn. Stemning og umgjörð ÍR-ingar mættu ágætlega að styðja sínar konur og létu nokkuð vel í sér heyra. Það var mjög fámennt ÍBV megin enda ekki beint stutt fyrir stuðningsmenn að fara. Hinsvegar verður að hrósa þeim fáu sem mættu hjá ÍBV, þar sem það var lítill kjarni sem lét mjög vel í sér heyra og studdu sínar konur. Ásamt því að tuða í dómaranum. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV.Vísir/Diego „Ég er svolítið fúll sem baráttuhundur“ Sigurður Bragason þjálfari ÍBV var svekktur með frammistöðu sinna kvenna eftir að þar sem liðið er í fallbaráttu og honum fannst þær ekki sína sitt rétta andlit. „Varnarleikurinn í fyrri hálfleik er það sem kostaði okkur leikinn, svo einfalt er það. Við fengum á okkur 21 mark sem bara gerist ekki hjá okkur og hefur ekki gerst síðan ég byrjaði að þjálfa,“ sagði Sigurður. Ég er bara svolítið fúll, sem svona baráttuhundur. Við erum að berjast um sæti og lífi okkar í þessari deild, að gera svona. Við vorum öll sammála að laga þetta eftir hálfleik, sem svo sem tókst, en ekki nóg,“ sagði Sigurður. Eyjaliðið var töluvert betra í seinni hálfleik og löguðu stöðuna töluvert. Það dugði hins vegar ekki til sigurs. „Við brennum af tveimur vítaköstum, og skjótum framhjá þegar markið er tómt, þetta var allt annar leikur. Hefði ég haft þessa baráttu í vörn allan leikinn, hefði þetta verið allt annað,“ sagði Sigurður. „Ég ætla samt ekkert að taka það af ÍR, að það er frábært lið. Hvað Solla er búin að gera á einu ári er ógeðslega flott. Þannig ég skammast mín ekkert fyrir að tapa hérna, en ég skammast mín fyrir hvernig við spiluðum vörn í fyrri,“ sagði Sigurður. Sigurður mun hætta að þjálfa liðið eftir tímabilið en Magnús Stefánsson mun þá taka við liðinu. „Ég er náttúrulega búinn að vera í ÍBV í 31 ár. Það er enginn í sögu ÍBV sem hefur unnið jafn lengi í beit fyrir félagið, ég er bara ÍBV. Ég er búinn að vera í sjö ár með þær og þetta er bara orðið þreytt. Mitt verkefni var bara búið þegar við náðum góðum árangri í hitt í fyrra. Þær sem voru þá er nánast allar farnar, eða eru að fara. Þetta var mitt gengi og núna er bara að koma eitthvað nýtt,“ sagði Sigurður. „Þannig í staðin fyrir að ég fari og þurfi að gefa mér önnur fjögur ár í það, þá kemur bara Maggi sem er til í þetta. Hann er ferskur, þannig við spjölluðum bara okkar á milli og ég steig bara glaður til hliðar. Það er engin leiðindi eða neitt svoleiðis. Hvað ég fari að gera? Ég væri kannski til í skoða yngri flokka þjálfun,“ sagði Sigurður. Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR.vísir/Anton „Við getum núna farið að horfa aðeins upp“ Sólveig lára Kjærnested þjálfari ÍR var ánægð með sínar konur sem áttu stórgóðan leik í dag, þegar þær sigruðu ÍBV. „Þetta var fyrst og fremst frábær fyrri hálfleikur. Mér fannst við byrja of passíft, kannski eins og í síðasta leik. Við náðum svo að koma okkur úr skelinni, spila góða vörn og vorum að keyra vel á þær sem skilaði þessum auðveldu mörkum. Þannig klárlega bara fantagóður fyrri hálfleikur,“ sagði Sólveig. ÍR var með góða forystu í hálfleik en í seinni hálfleik byrjaði leikurinn að verða aðeins meira spennandi eftir að ÍBV komst betur inn í leikinn. „Mér fannst við gefa allt of mikið eftir. Við vorum ekki að skjóta á markið, þær eru að fá allt of auðveld mörk í bakið á okkur. Við vorum bara ekki að vinna vinnuna okkar og koma okkur almennilega heim. Samskipti milli leikmanna er eitthvað sem við verðum að skoða,“ sagði Sólveig. Það er lítið eftir af deildarkeppni og með þessum sigri náðu ÍR-ingar að búa sér til sex stiga forskot á ÍBV sem er í næst neðsta sæti deildarinnar. „Þessi stig og síðustu stig sem við fengum á móti Stjörnunni, bara gríðarlega mikilvæg stig. Við getum núna farið að horfa aðeins upp og kíkja hvort við getum ekki komið okkur eitthvað ofar,“ sagði Sólveig.
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti