Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Hjörvar Ólafsson skrifar 22. febrúar 2025 17:48 Rut Arnfjörð Jónsdóttir sækir að marki tékkneska liðsins. Vísir/Anton Brink Haukar höfðu betur, 27-22, þegar liðið fékk tékkneska liðið Hazena Kynzvart í heimsókn á Ásvelli í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta í dag. Þrátt fyrir sigurinn er þátttöku Hauka í keppninni lokið á þessu keppnistímabili. Fyrri leik liðanna í Tékklandi lauk með ellefu marka sigri Hazena, 35-24. Því var ljóst að það yrði við ramman reip að daga hjá Haukakonum að freista þess að snúa taflinu sér í vil og komast áfram í undanúrslit keppninnar. Haukar hófu leikinn í dag mun betur og voru 5-2 yfir eftir tæplega tíu mínútna leik og svo var staðan 12-4 Haukum í vil um miðbik fyrri hálfleiks. Sóknarleikur Hauka gekk mjög smurt og vörnin var sömuleiðis þétt. Sara Sif Helgadóttir hrökk svo í gang þegar líða tók á fyrri hálfleikinn. Tékkneska liðið tók hins vegar við sér á lokakafla seinni hálfleiksins og lagaði stöðuna í 15-8 með góðum endaspretti. Þar af leiðandi þurftu Haukar að vinna upp fjögurra marka forskot tékkneska liðsins í seinni hálfleik. Leikmenn Hazena hafa að öllum líkindum fengið vænan hárblástur frá lærimeistara sínum í búningsklefa sínum í hálfleik. Altént var allt annað að sjá til gestanna frá Tékklandi í seinni hálfleiknum. Leikurinn jafnaðist og niðurstaðan varð fimm marka sigur Hauka sem dugði því miður ekki til og liðið úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu. Haukar Handbolti
Haukar höfðu betur, 27-22, þegar liðið fékk tékkneska liðið Hazena Kynzvart í heimsókn á Ásvelli í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta í dag. Þrátt fyrir sigurinn er þátttöku Hauka í keppninni lokið á þessu keppnistímabili. Fyrri leik liðanna í Tékklandi lauk með ellefu marka sigri Hazena, 35-24. Því var ljóst að það yrði við ramman reip að daga hjá Haukakonum að freista þess að snúa taflinu sér í vil og komast áfram í undanúrslit keppninnar. Haukar hófu leikinn í dag mun betur og voru 5-2 yfir eftir tæplega tíu mínútna leik og svo var staðan 12-4 Haukum í vil um miðbik fyrri hálfleiks. Sóknarleikur Hauka gekk mjög smurt og vörnin var sömuleiðis þétt. Sara Sif Helgadóttir hrökk svo í gang þegar líða tók á fyrri hálfleikinn. Tékkneska liðið tók hins vegar við sér á lokakafla seinni hálfleiksins og lagaði stöðuna í 15-8 með góðum endaspretti. Þar af leiðandi þurftu Haukar að vinna upp fjögurra marka forskot tékkneska liðsins í seinni hálfleik. Leikmenn Hazena hafa að öllum líkindum fengið vænan hárblástur frá lærimeistara sínum í búningsklefa sínum í hálfleik. Altént var allt annað að sjá til gestanna frá Tékklandi í seinni hálfleiknum. Leikurinn jafnaðist og niðurstaðan varð fimm marka sigur Hauka sem dugði því miður ekki til og liðið úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu.
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti